Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Page 28
40 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. Andlát Eiríkur Þorsteinsson lést 7. sept- ember sl. Hann fæddist í Garðhúsum, Höfnum, 23. nóvember 1898. Hann var sonur hjónanna Gíslínu Gíslad- óttur og Þorsteins Árnasonar. Eiríkur stundaði sjómennsku og vann einnig við viðgerðir hjá ís- lenskum aðalverktökum. Hann kvæntist Árnýju Ólafsdóttur en hún lést 1984. Þeim varð sjö barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi. Útför Ei- ríks verður gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju í dag kl. 14. Kristrún Þórarinsdóttir lést 2. september á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhann Stefánsson, fyrrverandi skipstjóri, andaðist að Hrafnistu í Reykjavík þann 10. september. Magnús Magnússon, Tryggvagötu 22, Selfossi, lést að heimili sínu 10. september. Stefán Ólafsson skósmiður, Borg- arnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 10. september 1986. Ólafur Þórður Jónsson, Túngötu 17, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardag- inn 13. september kl. 14. Karl Guðjónsson rafvirkjameistari, Suðurgötu 15-17, Keflavík, áður að Mávabraut llb, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. september kl. 14. Ingvar Kristinsson heildsali lést 5. september sl. Hann fæddist 18. jan- úar 1935, sonur hjónanna Kristins Guðmundssonar og Unnar Kristj- ánsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Ása Þ. Ásgeirsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið. Ingvar starfaði lengst af við verslun- arstörf hjá J. Þorlákssyni og Norðmann en nú síðustu árin var hann að byggja upp eigið fyrirtæki ásamt fjölskyldu sinni, heildverslun- ina Echo. Útför Ingvars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ymislegt Frá stjórn og skólamálaráði Kennarasambands íslands Kennarasamband íslands hefur í öllu starfi sínu lagt áherslu á málefnalega og víðtæka umíjöllun um skólamál, enda augljóst hve nauðsynleg slík umræða er skólastarfi í landinu. Innan Kennarasambandsins starfar milliþinganefnd, svonefnt skólamálaráð, sem hefur það verkefni að fjalla um skóla- mál almennt, svo og sérstaka þætti þess. í skólamálaráði sitja kennarar úr ílestum fræðsluumdæmum og frá öllum skólastig- um sem KÍ spannar. Eitt helsta verkefni skólamálaráðs KÍ á þessu starfstímabili hefur verið að undir- búa heildarstefnumörkun Kennarasam- bands íslands í skólamálum, en það verk var ráðinu falið af fulltrúaþingi 1984. Strax var ljóst að til þess að stefnumörk- unin yrði raunhæf þyrftu sem flestir kennarar að taka þátt í starfínu. Skóla- málaráð fékk því til liðs við sig fjölda kennara, víðsvegar um land, og hefur starf þeirra verið ráðinu ómetanlegur stuðning- ur. Til þess að tryggja enn víðtækari þátt- töku og áhrif sem allra flestra félagsmanna KÍ á stefnumörkun samtakanna í skóla- málum ákváðu stjórn og skólamálaráð að halda uppeldismálaþing í öllum fræðslu- umdæmum nú á haustdögum. Þingin eru haldin í samvinnu við aðildarfélög KÍ, en þau eru 10 landshlutafélög auk Sambands sérskóla og Félags tónlistarskólakennara. Á uppeldismálaþingunum verður annars vegar fjallað almennt um inntak skóla- stefnu og hversu nauðsynlegt það er fyrir kennara og samtök þeirra að marka sér stefnu og hins vegar verða rædd ákveðin atriði í skólastefnu KÍ, einkanlega þau sem eru álitamál. Málshefjendur á uppeld- ismálaþingunum verða Erla Kristjáns- dóttir uppeldisfræðingur og Ólafur H. Jóhannsson skólastjóri. Uppeldismálaþing hafa fram til þessa einungis verið haldin í Reykjavík, þó þau hafi að sjálfsögðu verið ætluð kennurum alls staðar á landinu. Það er því nýbreytni í starfi Kennarasambandsins að halda uppeldismálaþing úti í fræðsluumdæmun- um. Frysting á óskelflettri rækju Að gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja at- hygli á eftirfarandi: 1. Samkvæmt ákvæð- um laga nr. 12 25. apríl 1975 þarf sérstök leyfi ráðuneytisins til þess að koma á fót rækjuvinnslu eða til aukningar á þeirri afkastagetu sem fyrir er. Gildir þetta ákvæði. hvort sem rækjan er fryst skel- flett eða í skel í hlutaðeigandi vinnsluhús- um. 2. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 264 27. júní 1985 er óheimilt að hrað- frysta óskelfletta rækju um borð í veiði- skipi sé meira en sólarhringur liðinn frá því að hún var veidd. Hraðfrysting á óskel- flettri rækju í landi er óheimil. Fyrirtæki styðji við listir í febrúar á næsta ári hyggst IBM á ís- landi standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Tengist sýningin 20 ára starfsafmæli í IBM hér- lendis á árinu 1987.1 tengslum við sýning- una hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000 og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á listaverkum. I frétt frá IBM segir að fyrir- tækið vilji með þessum hætti sýna í verki viljann til að styðja við bakið á ungum myndlistarmönnum. Forsvarsmenn IBM á íslandi telja að stuðningur einstaklinga og fyrirtækja með þessum hætti sé til þess fallinn að efla listir og menningu, auka sjálfstæði og sköpunargleði listamanna. Er það von fyrirtækisins að stuðningur af þessu tagi fylgi í kjölfarið úr fleiri átt- um. Ljósmyndasýning í Ingólfs- brunni. Jón Júlíus Elíasson opnar sýningu á ljós- myndum í Ingólfsbrunni, Miðbæjarmark- aði, mánudaginn 15. september. Hann mun sýna 24 svarthvítar myndir, teknar á Hjalteyri og Oddeyri við Eyjaijörð. Sýn- ingin, sem er sölusýning, stendur til 17. október og er opin virka daga frá kl. 9-18. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 137. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 og 2. og 5. tbl. þess 1984 á fasteigninni Nónási 6, neðri hæð, Raufarhöfn, þingl. eign Sigvalda Ómars Aðalsteinssonar, fer fram að kröfu Atla Gíslasonar hdl„ Brynjólfs Ey- vindssonar hdl„ Örtygs Hn. Jónssonar hdl. og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. september 1986 kl. 18. Uppboðið er 2. og síðara uppboð á eigninni. ____________Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Utvarp - sjónvaip Lovísa Oladóttir framkvæmdastjóri: Af Bylgjunm yfir á rás 1 Ég hlustaði á Bylgjuna í vinnunni í gær en lækkaði í henni af og til því mér finnst þetta frekar mikil læti. Það er samt ekki sami vin- sældalistabragur og á rásinni, ekki eins mikið af stefum sem ergja mann. Ég tók líka eftir því að minna var af auglýsingum á Bylgjunni sem er ágætt fyrir hlustendur. Mér finnst lesnar tilkynningar vinalegri heldur en gargandi auglýsingar. í gærkvöldi vildi ég hlusta á eitt- hvað létt og þægilegt, prófaði bæði Bylgjuna og rásina en fannst of mik- ill gjallandi og kaus frekar rás 1 þar sem ég hlustaði á leikrit sem mér fannst mjög gott. Síðan reyndi ég aftur við Bylgjuna en þá var þar spumingaþáttur í gangi sem mér fannst hljóma frekar einkennilega. Spyrillinn gaf nánast svörin og fannst mér varla hægt að bjóða upp á svona lagað í útvarpi. Síðan hlustaði ég á Megas og Trausta á rás 2 og það var alveg frá- bært. Gaman að heyra tónlistina sem þeir leika því þetta er skondin tón- list eins og Megas orðaði það sjálfur. Pólýfónkórinn undirbýr vetr- arstarf. Vetrarstarf Pólýfónkórsins hefst að þessu sinni með söngnámskeiði þar sem írægur ítalskur kennari þjálfar kórfélagana til undirbúnings fyrstu tónleikum kórsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hallgríms- kirkju. Maestro Mauro Trompeta, þekktur söngvari, kennari og þjálfari kóra við óperurnar í Torino og Milano, kemur til landsins síðar í þessum mánuði í þeim til- gangi að fríska upp raddimar áður en hinar föstu kóræfingar hefjast. Söngnám- skeiðið hefst mánudaginn 22. september kl. 18 síðdegis og fer kennslan fram í hóp- um til kl. 23 á kvöldin. Kennt verður í Vörðuskóla á Skólavörðuholti, þar sem kórinn heldur æfingar sínar, og stendur námskeiðið í 10 daga. Það er einungis ætlað kórfélögum, sem starfað hafa í kórn- um áður, svo og nýjum kórfélögum sem nægan undirbúning hafa til að hefja starf með kórnum nú þrátt fyrir að undirbún- ingur næstu hljómleika hæfist síðastliðinn vetur. Stofnandi kórsins, Ingólfur Guð- brandsson, heldur enn sem fyrr um stjórn- völinn. Innritun nýrra kórfélaga er hafin og fer fram í síma 26611 á daginn en 72797 og 84610 á kvöldin og um helgar. Skotið s/f flytur sig um set. Þriðjudaginn 2. september sl. var opnuð versiun í nýju umhveríí á horni Laugavegs og Klapparstíg, Klapparstíg 31. Vefnaðar- vörubúðin Skotið s/f, sem var áður til húsa að Laugavegi 26, hefur á boðstólum ýmiss konar vöru og þjónustu. Skotið s/f býður upp á allt sem þarf á rúmin, s.s. sænskar sængur, kodda, varmalök, dýnu- hlífar, teygjulök og allan almennan rúmfatnað. Einnig er hægt að fá sérsaum- uð rúmföt. Þá er á boðstólum mikið úrval af vefnaðarvöru, smávöru til saumaskapar og bómullar- og ullarnærfatnaði fyrir döm- ur og herra á öllum aldri. I því sambandi prjónar Skotið s/f eftir pöntunum. Þá eru seldar ýmsar snyrtivörur frá Sans Soucis ásamt skartgripum af ýmsu tagi. Skotið s/f býður upp á þá þjónustu að „over- lokka" fatnað fyrir fólk. Verslunin sendir í póstkröfu um land allt. Sími verslunar- innar er 14974. Áttu gullgreiðu? Þýsku Hercules greiðuverksmiðjumar leita nú að elstu gúmmígreiðunni á Is- landi. Allar gúmmígreiður frá Hercules eru stimplaðar með framleiðsluártali sínu svo auðvelt á að vera að sjá hvenær hver greiða er framleidd. Sá sem framvísar elstu Hercules gúmmígreiðunni fær greitt and- virði þyngdar hennar í gulli. Heildverslun- in ISON, sem hefur einkaumboð fyrir Hercules vörur á íslandi, er flutt í nýtt húsnæði að Hamraborg 14a í Kópavogi. Þeir sem eiga gamlar Hercules gúmmí- greiður tilkynni það í síma 641714 fyrir 30. september. Happdrætti Dregið í happdrætti Ferða- málafélags Húsavíkur og nágrennis Dregið hefur verið í happdrætti Ferða- málafélags Húsavíkur og nágrennis á Heimilið ’86 í Laugardalshöll. Vinningur kom á bækling nr. 433. Vinnings má vitja hjá Farkaup, Húsavík, sími 96-41140. Afmæli 60 ára er í dag, 12. september, Bolli A. Ólafsson, húsgagnasmiður. Hann og kona hans. Svanhildur M. Júlíusdóttir, ætla að taka á móti gestum á heimili sínu, Kirkjuteigi 17 hér í bænum, milli kl. 17 og 20 í dag. Þórshöfh: Leit að bónda, stúlku og barni Björgunarsveit Slysavamafélagsins á Þórshöfn var kölluð út til leitar í nótt að bónda, stúlku og bami. Hafði fólkið farið á Öxaríjarðarheiðina til að undirbúa göngur en lent í slæmu veðri og villst. Tæpiega tuttugu manns á þremur bílum og ílugvél tóku þátt í leitinni en svartaþoka var á þessu svæði og aðstæður erfiðar. Undir morguninn fannst fólkið á heiðinni og var komið til Þórshafnar nú um níuleytið. -FRI Leiðrétting Vegna fréttar á baksíðu DV í gær um fyrirhugaða rannsókn RLR á Þýsk-íslenska skal tekið fram að rang- hermt var að eigandinn sjálfur hefði neíht töluna rúmar 50 milljónir kr. heldur er þetta sú upphæð sem skatta- yfirvöld lögðu á fyrirtækið á sínum tíma að rannsókn lokinni, þ.e. 36 millj- ón kr. í álögð gjöld og 15 milljónir í sekt og dráttarvexti. Þá er rangt sagt frá að eigandinn hafi boðist til að greiða þessa upphæð, hið rétta er að hann bauð skattinum fullt samstarf til að komast til botns í skattskilum fyrirtækisins svo unnt væri að leiðrétta þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.