Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Fréttir Talsmaður sovéskra gyðinga í Bandaríkjunum: Island viljandi valið til að forðast mótmæli Óskar Magnússcm, DV, Washingtan: „Við höfum ekki enn ákveðið hvort við mótmælum á íslandi en það verður ljóst fljótlega,“ er haft eftir Jerry Goodman, framkvæmda- stjóra samtaka sovéskra gyðinga hér í Bandaríkjunum, í blaðinu Wash- ington Times. „Ég held því hiklaust fram að ís- land hafi ekki verið valið af neinni tilviljun," segir Goodman. „Það er fjarlægt land, það er erfitt að kom- ast þangað og það yrði erfitt að mótmæla þar,“ segir Goodman. Gyðingasamtökin hafa að undan- fömu undirbúið öflug mótmæli gegn meðferð sovéskra yfirvalda á gyð- ingum. Ætlun þeirra hefur verið að mótmælin kæmu upp á yfirborðið á leiðtogafundi Reagans og Gor- batsjovs hér í Bandaríkjunum en nú hefúr fundurinn á Islandi sett strik í reikninginn. Goodman bendir einnig á að fund- inn beri upp á einn helgasta bænadag gyðinga, Yom Kippur, svo varla verði margir þeirra á ferð og flugi um þær mundir. Hann spyr hvort dagsetningin sé líka tilviljun. I grein blaðsins er vitnað í Steingrím Hermannsson, undir nafhinu Stein- grimmur, og sagt að allt verði gert til að fúndurinn geti farið vel fram. Loks er þess getið að óvissa ríki um það hvort ísland muni leyfa mótmæli gegn sovéska leiðtoganum þótt landið sé í nánum tengslum við Bandaríkin en ekki að sama skapi við Sovétríkin. Komudagar Sévstök læknavakf Glæsikerra Gorbatsjovs. Gorbatsjov kemur með eigín bíl Gorbatsjov mun koma með bíl sinn með sér til íslands. Er það stór og mikil svört drossía að gerðinni Zil sem er rússnesk framleiðsla. Ekki er ljóst hvort Reagan kemur með bfl með sér en það fer eftir því hvort sendiherrra Bandaríkjanna á íslandi verður búinn að fa bíl sem hann hefur pantað hing- að til lands fyrir sig en það er bryn- varinn Opel. Bíll Gorbatsjovs er mjög glæsilegur, loftkældur bíll. Nefnist gerð bílsins Chaika GAZ-14 og eru til dæmis mjög fúllkomin hljómflutningstæki í hon- um. Bíllinn er að sjálfsögðu brynvar- inn. Hann tekur 7 manns í sæti og er 220 hestöfl. Hann kemst upp í 175 kíló- metra á klukkustund. -KÞ Biskup íslands biður fyrir leiðtogunum Biskup íslands hefur sent prestum landsins tilmæli þess efiiis að þeir biðji fyrir því í kirkjubæn við guðsþjón- ustur næsta sunnudag að viðræður leiðtoga stórveldanna I Reykjavík um aðra helgi leiði til friðar í heiminum. Hefur biskup af þessu tilefrii sent öllum prestum landsins skeyti þar sem hann fer fram á þetta. -KÞ Blaðamannamiðstöð í vesturbænum Gorbatsjov og Reagan munu að öll- um líkindum koma hingað til lands í einkaþotum. Samkvæmt upplýsingum DV er ráðgert að Reagan komi hingað ásamt liði sínu síðdegis á föstudag. Gorbatsjov mun hins vegar ekki koma fyrr en snemma á laugardagsmorgun. Ljóst er að báðar þotumar munu lenda í Keflavík. -KÞ Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar B-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8,5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9,5-13,5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. í B mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,5 Lfa Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Steriingspund 8,75-10,5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Utlán óverðtryggð Almennír víxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgeog19,5 Almenn skuldabréf(2) 15,5 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7,75 Bandaríkjadalur 7.5 Sterlingspund 11,25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8,16 Cengistryggð(5 ár) 8,5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lífey rissj óðslán 5 Oráttarvextir 27 VtSITÖLUR Lánskjaravísitala 1486 stig Byggingavísitala 274.53 stig Húsaleiguvísitala Haskkaði 5% 1. júlí HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bonkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb=Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaöinn birtast í DV á fimmtudög- um. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast vikulega á fimmtudögum, að þessu sinni þó ekki fyrr en á föstudag 3. okt. vegna ýmissa breytinga. Blaðamannamiðstöð verður að öll- um líkindum sett upp í vesturbænum þá daga sem fundur leiðtoganna stend- ur. Hefúr ekki verið ákveðið hvar sú miðstöð verður en þeir staðir sem til greina koma eru Háskólabíó, Mela- skóli eða Hagaskóli þar sem allir þessir staðir eru steinsnar frá Hótel Sögu. Eins og kunnugt er af fréttum er búist við í kringum 1000 fréttamönn- um. Nú þegar hafa Pósti og síma borist gífurlega margar óskir um afnot af línum til sjónvarps- og fréttasend- inga að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Pósts og síma. „Við höfúm varla undan að taka við,“ sagði Jóhann. „Hér þarf gífúrlegt átak til að geta sinnt öllum þessum óskum en ég á von á því að okkur takist alveg að greiða úr þessu öllu.“ -KÞ á Borgarspítalanum „Það hefúr ekki komið formleg beiðni um það ennþá en við reiknum fastlega með því að hér verði sérstök lækna- vakt vegna leiðtogafúndarins," sagði Magnús Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali við DV. Magnús sagði að árið 1973 þegar Nixon og Pompidou funduðu hér á landi hefði verið sérstök vakt á spítal- anum og svo yrði áreiðanlega einnig nú. - Hvemig emð þið í stakk búnir til að mæta slíku? „Ágætlega, annars er erfitt að segja til um hvemig þetta verður á þessari stundu." - Kemur til greina að loka heilli deild vegna þessa? „Ég get ekkert sagt um þetta nú. Það á eftir að koma í ljós hverjar kröf- ur verða settar fram af fylgdarliði leiðtoganna. Ef við þyrftum að senda heim sjúklinga af heilli deild vegna þessa yrði það auðvitað erfitt en við munum gera okkar besta til að koma til móts við þessa menn,“ sagði Magn- ús Skúlason. -KÞ Hrafnhildur Pálsdóttir og Bertha Konráðsdóttir á Ferðaskrifstofu rikisins höfðu ekki við að svara í síma fólki sem var að bjóða fram heimili sín. DV-mynd GVA Fólk býðst til aðflylja af heimilum sínum „Það hefúr verið alveg gífurleg eftir- spum eftir gistingu. Við getum átt von á milli 2000 og 4000 manns vegna fund- arins, en ég á von á, að við getum leyst allan þennan vanda,“ sagði Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri í samtali við DV en hann hefur umsjón með hótelhlið leiðtogafundarins. Hann sagði að fólk sýndi gífurlegan skilning á nauðsyn þess að geta útveg- að öllum húsnæði. Hann sagði fjöld- ann allan af fólki hafa boðið fram herbergi í einkahíbýlum sínum. Einnig heföu margir boðist til þess að lána öll híbýli sín en flytja sjálfir í sumar- hús á meðan á fundinum stendur. „Þá erum við einnig að kanna ýmis orlofshús í nágrenni Reykjavíkur. Einnig koma til greina staðir sem eru lengra frá Reykjavik, eins og Stykkis- hólmur, einkum fyrir þá, sem hafa flugvélar til umráða. Það tekur aðeins um tuttugu mínútur að fljúga á milli,“ sagði Birgir. Hann sagði að einnig væri verið að athuga með ferðir milli staða sem eru í um 100 kílómetra radíus við Reykja- vík. Fyrirhugað væri að bjóða upp á sætaferðir kvölds og morgna svo og um miðjan daginn. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.