Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Nauðungaruppboð Af kröfu ýmissa lögmanna verður eftirtalið lausafé selt á nauðungaruppboði sem haldið verður við lögreglustöðina, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudag- inn 9. október 1986 kl. 14.00. Lausaféð er: bifreiðarnar L-1071, L-1247, L-1564, L-2026, L-2161, G-18302, dráttarvélarnar Ld-506, Ld-1210 og óskráð Massey Ferguson árgerð 1967, Gunnerstedt haugdreifari, Kolstar lit- sjónvarp og 8 vetra hestur. ________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. SÖLUMAÐUR Óskum eftir að ráða röskan sölumann með góða fram- komu, stundvísan og reglusaman. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu og góð laun. Upplýsingar á staðnum föstudag frá kl. 10-12. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI621033 HEILBRIGÐISFULLTRÚI Staða heilbrigðisfulltrúa í Norðurlandshéraði vestra er auglýst til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa menntun í samræmi við reglugerð nr. 150 og nr. 765/1983 um heilbrigðisfulltrúa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist héraðslækni Norðurlandshéraðs vestra, pósthólf 1 25, 550 Sauðárkróki, fyrir 28. október næst- komandi og veitir hann upplýsingar um starfið í síma 95-5270. Héraðslæknirinn, Norðurlandshéraði vestra. VERKFRÆÐINGAR TÆKNIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða bygg- ingaverkfræðing eða tæknifræðing til að veita for- stöðu byggingadeild fyrirtækisins. Starfið er aðallega fólgið i eftirliti með nýbygginga- framkvæmdum og umsjón með viðhaldi bygginga. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 13. október nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Nú er komið að hinu vinsæla hausttilboði okkar sem allir eru að bíða eftir. 24 tímar á aðeins 1500 krónur. VERIÐ VELKOMINN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI Utlönd DV í Hvíta húsinu: Vil gjaman skrifa um Islandsfundinn - sagði Daniloff á fundi í Hvrta húsinu Óskar Magnússan, DV, Hvíla hnsirai: „Fundurinn á íslandi var ekki hluti af samkomulaginu um að láta Dani- lofif lausan. Hins vegar sagði ég alltaf að ef hann yrði ekki látinn laus þá yrði enginn fundur," sagði Reagan Bandaríkjaforseti við blaðamenn í gær. Blaðamaður DV var viðstaddur er forsetinn, ásamt Danilofif og fjölskyldu Daniloffs, hitti blaðamenn í Rósagarði Hvíta hússins seint í gær. Sjálfur sagði Daniloff í gærmorgun er hann kom á ritstjómarskrifstofur US News þar sem hann vinnur að hann gæti vel hugsað sér að fara til íslands og skrifa um leiðtogafundinn. Það var nær þrjátíu stiga hiti í Rósa- garði Hvíta hússins í gær er við blaðamenn biðum eftir að forsetinn og Danilofif birtust. Glósur um Islandsför flugu á milli blaðamannanna. „Má ég þá heldur biðja um kuldann á Islandi en þetta,“ og álíka setningar heyrðust mitt á milli blaðamanna. Hugmyndin um að senda skemmti- ferðaskip til íslands til að leysa hótelvandann hefur ekki fengist stað- fest opinberlega í Hvíta húsinu. Á hinn bóginn munu starfsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar enn halda þessum möguleika opnum á meðan séð er hvemig mál þróast á Islandi. Vil gjarnan skrifa um íslandsfundinn sagði bandariski blaðamaðurinn Daniloff á fundi ásamt Reagan forseta í Rósagarði Hvíta hússins i gær. Ringulreið ríkir í hópi erlendra blaðamanna: Efasemdir um að ísland ráði við leiðtogafundinn Óskar Magnússon, DV, Washingtan: Blaða- og fréttamenn hér í Was- hington hafa miklar efasemdir um að Reykjavík Iceland" ráði við að taka viú öllum þeim fjölda er til landsins mun óhjákvæmilega koma vegna fundar þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Blaðamennimir telja að vegna þrengsla á íslandi kunni svo að fara að aðgangur fjölmiðla til landsins verði með einhverjum hætti takmark- aður af opinberri hálfu. Þannig muni hver fjölmiðill ef til vill ekki fá að senda nema tiltekinn fjölda fréttamanna. Á blaðamanna- fúndi í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu í gær hafði talsmaður ráðuneytis- ins engin svör við því hvort aðgangur yrði takmarkaður. Erlendir starfsbræður leita nú mjög til blaðamanns DV vegna húsnæðis- vandræðanna á íslandi. Margir þeirra hafa þegar sýnt ótrúlegt hugmynda- flug í tilraun sinni til að verða úti um húsnæði. Flugfarseðlar em sömuleiðis vand- fengin vara. Margir blaðamannanna hafa bókað sig tvisvar til íslands, með langsóttum og fjarlægum millilend- ingum. „Loksins verður ísland þekkt Svíar segja Reykvíkinga fama að leigja einbýlishúsin á 50 þúsund Gunnlaugur Jóreaan, DV, Lundr „Nú loksins verður ísland þekkt,“ hafði sænska sjónvarpið eftir ís- lenskum sjómanni í gær. Sjónvarpið flutti ítarlega firétt af undirbúningn- um á íslandi fyrir fúnd þeirra Reagans og Gorbatsjovs þar sem ljóst er að Island er þegar tekið að njóta góðs af væntanlegri heimsókn leiðtoga stórveldanna í formi land- kynningar hér í Svíþjóð. Sænska sjónvarpið birti viðtöl við nokkra íslendinga, meðal annars Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra og Bjarka Elíasson yfirlög- regluþjón. Þá var umfjöllun um Hótel Sögu og má geta þess í því sambandi að fréttatími danska sjón- varpsins hófst með mynd af hótelinu. í frétt sænska sjónvarpsins sagði meðal annars að Reykvíkingar væm nú teknir að leigja einbýlishús sín í stórum stíl fyrir um 50.000 krónur á sólarhring og ætti það verð vafa- laust eftir að hækka mjög najstu daga. Þá velti sjónvarpið fyrir sér ástæðu þess að ísland hefði orðið fyrir valinu og taldi að þar hefði einkum komið til lega landsins í miðju Atlantshafi og erfitt væri fyrir óæskilega aðila að komast þangað með stuttum fyrirvara. Svo og það að eini alþjóðlegi flugvöllur landsins væri innan bandarisku herstöðvar- innar í Keflavík. Sovétmenn stungu upp á fleiri fundarstöðum Óskar Magnúsaan, DV, WasWngton: „Ég get enga sérstaka skýringu gef- ið á því af hverju ísland varð fyrir valinu sem fundarstaður," svaraði Charles Redman aðstoðarutanríkis- ráðherra spumingu blaðamanns DV í gær. Redman sagði að Sovétmenn hefðu stungið upp á nokkrum stöðum en Island heföi orðið fyrir valinu. Hann vildi ekki nefria hveijir hinir staðimir hefðu verið. Aðrir heimildarmenn DV hafa bent á að þótt víst séu erfiðleikar um gist- ingu á íslandi þá kunni skýringin á staðarvalinu einfaldlega að vera sú að slíkir erfiðleikar hafi verið mun meiri víðast hvar annars staðar með svo stuttum fyrirvara. I því sambandi var bent á að í stór- borgum Evrópu, eins og til dæmis London, væm hótelherbergi bókuð með löngum fyrirvara þegar um stærri samkomur væri að ræða. I slíkum borgum væri ógemingur að ráða fram úr vandamálum af þessu tagi með svo stuttum fyrirvara. Ef til vill hefði ísland orðið fyrir valinu þess vegna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.