Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Page 20
20
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
Iþróttir
íslenskir knattspymupunktar:
KR, Valur og Völsungur
vilja Pétur Pétursson
•Lárus Guðmundsson.
Pétur Pétursson, markaskorarinn
mikli frá Akranesi, er nú eftirsótt-
asti knattspymumaðurinn á Islandi.
Þijú 1. deildar félög hafa haft sam-
band við hann og óskað eftir að
hann komi til þeirra. Það eru KR,
Valur og nýliðar Völsungs. Það get-
ur farið svo að Pétur breyti til og
leiki með öðru félagi en Akranesi
næsta keppnistímabil.
- hræringar hjá
DV hefúr frétt að Pétur hafi mest-
an áhuga á að ganga til liðs við
KR-inga ef hann fer frá Akranesi.
En til þess að af því verði verða
KR-ingar að útvega honum góða
vinnu í Reykjavík.
•Það er nokkuð víst að Jim Barr-
on verður ekki áfram þjálfari
Skagamanna næsta keppnistímabil.
•Skagamenn vonast eftir því að
Keflavflcurfliðinu
Sigurður Halldórsson leiki með þeim
næsta sumar. Hann hefur fengið
starf í lögreglunni á Akranesi. Sig-
urður hefur ekki verið á Skaganum
tvö sl. sumur. Var þjálfari Völsungs
á Húsavík í íyrra og þjálfaði Selfyss-
inga í sumar.
•Gunnar Oddsson, hinn efnilegi
leikmaður Keflavíkurliðsins, hefur
verið orðaður við Akranesliðið. Þá
ganga þær sögusagnir í Keflavík að
Valþór Sigþórsson, fyrirliði Kefla-
víkurliðsins, hafi hug á að leggja
knattspymuskóna á hilluna. Freyr
Sverrisson hefur ákveðið að ganga
til liðs við Akureyrarliðið KA.
•Andri Marteinsson, hinn leikni
leikmaður Víkings, hefur einnig ver-
ið orðaður við KA-liðið.
-sos
Ásgeir og félagar áfram
- í 16-liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa
ABi HBmaissan, DV, V-Þýskalandi;
„Ég er mjög ánægður og stoltur
af mínum mönnum. Það eina, sem
ég var þó ekki ánægður með, var
hvað þeir voru varkárir í fyrri
hálfleiknum - drógu sig of mikið
aftur,“ sagði Egon Coordes, þjálf-
ari Stuttgart, eftir að Asgeir
Sigurvinsson og félagar hans
höfðu gert jafiiteíli, 0-0, gegn Spar-
tak Tmava í Tékkóslóvakíu í
Evrópukeppni bikarhafa.
Stuttgart komst áfram, þar sem
félagið vann í Stuttgart, 1A). Leik-
menn Stuttgart fóm rólega á stað
og léku miðvallarspilarar liðsins
mjög aftarlega, þannig að það
vantaði tengingu milli miðju og
sóknar. Það var ekki mikið um
marktækifæri í leiknum. Þó var
Bunk klaufi að skora ekki þegar
hann fékk snilldarsendingu frá
Ásgeiri Sigurvinssyni. Bunk skall-
aði fram hjá tékkneska markinu.
Tékkinn Gabríel var rekinn af
leikvelli í byrjun seinni hálfleiks-
ins þegar hann sparkaði Júrgen
Klinsmann gróflega niður eftir að
Klinsmann hafði stjakað við hon-
um. Þrátt fyrir að leikmenn
Tmava léku aðeins tíu, náði Stutt-
gart ekki að knýja fram
sigur.
-sos
1.
•Ásgeir Sigurvinsson.
Láras fékk
tak í bakið
„Þetta er búinn að vera átakan-
legur tími. Ég hef nú ekki spilað
leik í Bundesligunni í fimm mán-
uði,“ sagði Lárus Guðmundsson,
landsliðsmaður í knattspymu hjá
Bayer Uerdingen. Lárus, sem var
sex vikur í gifsi, sagði að það tæki
langan tíma að byggja fótinn upp.
„Annars virðist eitt taka við af
öðru. Ég fékk mikið tak í bakið á
lyftingaæfingu sl. sunnudag og hef
verið frá æfingum í þrjá daga,“
sagði Lárus í viðtali við DV í gær-
kvöldi.
„Ég á að geta farið að leika
knattspymu upp úr 20. október.
Ég hef verið að byggja mig upp
að undanfömu, æft lyftingar tvisv-
ar á dag í tvær vikur og hlaupið
úti í skógi,“ sagði Lárus.
-sos
Atlisjö
tíma í rútu
Atli Eðvaldsson og félagar hans
hjá Bayer Uerdingen áttu erfiða
nótt. Eftir hinn góða sigur, 4-0,
yfir Carl Zeiss Jena í A-Þýska-
landi í gærkvöldi héldu leikmenn
frá Jena í langferðabifreið. Þeir
vom ekki komnir fyrr en kl. 6 í
morgun heim til sín eftir sjö tima
rútuferð.
-SOS
lan Rush
með þrennu
lan Rush skoraði þrjú mörk fyrir
Liverpool, þegar félagið tryggði sér
sigur í Super Cup í Englandi, með
því að leggja Everton að velli, 4-1.
Steve Nicol skoraði fjórða markið
en Grahame Sharp skoraði mark
Everton úr vitaspymu. Leikurinn
fór fram á Goodison Park. Liver-
pool vann fyrri leik liðanna, 3-1,
sem fór fram á Anfield Road.
-sos
•Bierhoff, Atli og Funkel sjást hér fagna marki gegn Carl Zeiss Jena.
Sævar áfram
•Sævar Jónsson áfram i Noregi.
Mikil
mengun í
Katowice
„Það verður að segjast eins og
er að hér er mikil mengun og loft-
ið óhreint. Við erum líka staddir í
mesta iðnaðarhéraði Póllands svo
þetta þarf nú ekki að koma svo
mjög á óvart," sagði Guðmundur
Torfason í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Leikmenn Fram, sem mæta
pólska liðinu Katowice í síðari leik
liðanna í Evrópukeppni bikarhafö
í dag, æfðu í Katowice í gær og
vom leikmenn á einu máli um að
loftið væri mjög þungt. „Vissulega
getur þetta háð okkur í leiknum
en við erum samt mátulega bjart-
sýnir og gerum okkar besta til að
knýja fram hagstæð úrslit. Það
verður síðan að koma í ljós hvort
það verða nægilega hagstæð úr-
slit,“ sagði Guðmundur Torfason.
Atli hamraði knöttinn
í netið með skalla
- þegar Uerdingen skellti Caii Zeiss Jena í A-Þýskalandi
A# Mlmaisson, DV, V-Þýskalandi;
Atli Eðvaldsson skoraði glæsimárk
með skalla fyrir Bayer Uerdingen þeg-
ar félagið vann stórsigur yfir Carl
Zeiss Jena í UEFA-bikarkeppninni,
4-0, í Jena í A-Þýskalandi. Atli stökk
hærra en leikmenn a-þýska liðsins eft-
ir sendingu frá Funkel og hamraði
knöttinn í netið.
A-Þjóðverjamir veittu Uerdingen
harða keppni til að byrja með en þeg-
ar Herget skoraði fyrsta mark Uerd-
ingen á 69. mínútu með þrumuskoti
af 24 m færi, knötturinn hafnaði efst
uppi í markhominu, gáfust þeir upp.
Atli skoraði annað markið á 76. mín-
útu og Stefan Kuntz það þriðja aðeins
mínútu síðar. Rudi Bommer gull-
tryggði síðan sigurinn á 90. mínútu
með þv' að vippa knettinum yfir mark-
vörð Carl Zeiss Jena af 22 m færi.
Þá má geta þess að Kuntz átti skalla
í slána á marki a-þýska liðsins. Leik-
menn Uerdingen áttu stórgóðan leik.
Sérstaklega í seinni hálfleiknum þegar
þeir léku við hvem sinn fingur. 15.000
áhorfendur sáu leikinn. Uerdingen
vann samanlagt 7-0.
-sos
hjá Brann
- einnig Bjami
Gauli Grétaissan, DV, Noregi;
„Forráðamenn Brann hafa boðið
mér að vera áfram hjá félaginu og ég
hef tekið því boði. Á aðeins eftir að
skrifa undir eins árs samning," sagði
Sævar- Jónsson, landsliðsmaðurinn
kunni, þegar ég ræddi við hann í gær.
íslensku landsliðsmennimir tveir,
Sævar og Bjami Sigurðsson, verða því
báðir með Brann næsta keppnistíma-
bil en þá leikur Brann í 1. deildinni
norsku. Bjami gerði upphaflega samn-
ing tíl tveggja ára við Brann.
Tony Knapp, þjálfari Brann og fyrr-
um landsliðsþjálfari Islands, verður
einnig áfram með Brann. Gerði nýlega
nýjan tveggja ára samning við félagið.
Leikmenn em mjög ánægðir með hann
- að minnsta kosti þeir sem em fasta-
menn í deildaliðinu.
og Tony Knapp
Mikið hefur verið skrifað um fall
Víkings í Staföngri niður í 2. deild í
norskum blöðum. Þetta fyrrum stór-
veldi í norskri knattspymu, meðal
annars undir stjóm Tony Knapp, er
þar heldur betur tekið í gegn. Mikið
skrifað um lélega stjóm á félaginu en
þó sérstaklega tekið fram að kaup á
nýjum leikmönnum hafi verið með
eindæmum slök, einkum þó á íslend-
ingunum tveimur. Þeir hafi verið
keyptir óséðir og lítið sem ekkert kom-
ið út úr þeim.