Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 23
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
23
„Ungu strákam-
ir flengdir
- Real Madrid vann Young Boys, 5-0
Leikmenn spánska liðsins Real
Madrid voru í miklu stuði í gærkvöldi
er þeir gersigruðu svissneska liðið
Young Boys frá Bem með fimm mörk-
um gegn engu í Evrópukeppni meist-
araliða. Fjögur af mörkunum voru
skoruð á níu mínútna kafla undir lok
leiksins og vár spánski landsliðsmað-
urinn Emilio Butrageno maðurinn á
bak við tvö markanna og sá svo um
að skora tvö sjálfur með mínútu milli-
bili.
Það tók spænska liðið 36 minútur
að brjóta niður fjölmenna vöm Sviss-
lendinganna sem lögðu alla áhersluna
á vamarleikinn enda unnu þeir
heimaleikinn 1-0 í Sviss. Santillana
skoraði fyrsta markið og þar með hafði
Real Madrid jafhað metin. Með hetju-
legri baráttu í vöminni tókst leik-
mönnum Young Boys að halda
Spánverjunum í skefjum en þar kom
þó að allar stíflur brastu og mörkin
komu á færibandi. 85 þúsund áhorf-
endur sáu argentínska landsliðsmann-
inn Jorge Valdano skora annað mark
Real Madrid á 72. mínútu og allt ætl-
aði um koll að keyra á leikvangi
Madrid. Butrageno, sem skoraði Qög-
ur mörk gegn Dönum í Mexíkó, átti
sendinguna á Valdano og sex mínút-
um síðar var hann enn á ferðinni og
gaf á mexíkanska landsliðsmanninn
Hugo Sanchez sem skoraði. Nú var
komið að hinum smávaxna Butrageno
að skora. Með mínútu millibili skoraði
hann tvö mörk á glæsilegan hátt og
feiknaleg gleði braust út í Madrid eft-
ir leikinn. í liði Real Madrid er valinn
maður í hverri stöðu og ekki er ólík-
legt að það komi í hlut spánska liðsins
og Juventus að leika úrslitaleikinn í
Evrópukeppni meistaraliða þetta árið.
-SK
ÁRMÚLA 36, REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830.
Iþróttir
„Gremjulegt að
tapa leiknum“
- Saab tapaði naumlega fyrir Drott, 14-15
• Þorbergur Aðalsteinsson á
fullri ferð. Lið hans er spáð falli
úr Allsvenskan en I gærkvöldi
sýndu lærlingar hans að of
snemmt er að dæma þá I fall-
sæti.
ÍÞRÓTTABÚNINGAR
ÆFINGAGALLAR
TRIMMGALLAR
HANDBOLTAR
KÖRFUBOLTAR
FÓTBOLTAR
FÓTBOLTASKÓR
ÍÞRÓTTASKÓR
ÍÞRÓTTATÖSKUR
MARGAR GERÐIR
Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Svíþjóð:
„Við vorum betri aðilinn í þessum
leik og það var mjög gremjulegt að
tapa honum,“ sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, þjálfari og leikmaður
sænska handknattleiksliðsins Saab, í
samtali við DV í gærkvöldi.
Keppnin í Allsvenskan í Svíþjóð
hófet í gærkvöldi og þá lék Saab gegn
Drott á heimavelli sínum og tapaði
með aðeins eins marks mun, 14-15,
eftir að staðan hafði verið 7-2 fyrir
Saab í fyrri hálfleik. Fyrir leikhlé náði
Drott síðan að skora fjögur mörk gegn
engu og breyta stöðunni í 7-6.
I síðari hálfleiknum komst Saab í
12-10 en tókst ekki að halda þeirri
foiystu og leikurinn tapaðist í lokin.
Þorbergur var í mjög strangri gæslu
allan leikinn og skoraði eitt mark.
„Þessi leikur hjá okkur lofar mjög
góðu. Það hafa allir spáð okkur falli
ih- deildinni en Drott meistaratitlinum.
Ég er sérstaklega ánægður með mar-
kvörsluna og vömina hjá okkur og
það er greinilegt að þau lið sem heim-
sækja okkur þurfa svo sannarlega að
hafa fyrir hlutunum ef þau ætla að
næla sér í tvö stig á heimavelli okk-
ar,“ sagði Þorbergur.
• Þrír aðrir leikir fóra fram í gær-
kvöldi. Hellas sigraði GUIF, 21-19,
Karlskrona tapaði á heimavelli fyrir
Ystad, 19-20, og Kroppskultur og
Warta gerðu jafntefli, 20 20.
-SK
Torino og Feyenoord komust áfram j
ítalska liðið Torino tryggði sér
þátttökurétt í 2. umferð UEFA-
keppninnar í gærkvöldi þrátt fyrir
1-1 jafntefli á heimavelli gegn
Nantes frá Frakklandi. Torino
vann fyrri leikinn 4-0 og saman-
lagt 5-1.
Hollenska liðið Feyenoord vann
öruggan sigur í sömu keppni 'í
gærkvöldi gegn Pecsi Munkas frá
Ungverjalandi. Lokatölur 2-0.
Ungverska liðið vann fyrri leikinn
1-0 og Fevenoord vann því saman-
lagt 2-1 og er komið í 2. umferð.
-SK
Svo bregðast
krosstré sem
önnur tré
- Maradona brást og Napolí tapaði
Er ítalska skvísan í Napolí, sem lýsti
Diego Maradona föður að nýfæddu
bami sínu nýverið, að taka kappann
á taugum? Hvort sem það er þessu fjöl-
miðlaglaða fljóði að kenna eður ei þá
misnotaði argentínski snillingurinn
vítaspymu í gærkvöldi þegar lið hans,
Napolí, var slegið út úr Evrópukeppni
félagsliða af franska liðinu Toulouse.
Og það á versta tíma.
Franski landsliðsmaðurinn Yannick
Stopyra skoraði fyrir Toulouse á 18.
mínútu og þar með vora liðin jöfn,
Napolí vann heimaleik sinn, 1-0. Ekk-
ert var skorað í ffamlengingunni og
vítaspymukeppni því óumflýjanleg.
Þegar staðan var 4-3 fyrir Toulouse
gekk Maradona að vítapunktinum til
að framkvæma síðustu vítaspymu
Napolí. Knötturinn fór framhjá mark-
inu og Frakkamir fögnuðu áfram-
haldandi vera sinni í keppninni en
Maradona og félagar héldu til Ítalíu
í gærkvöldi með sárt ennið. -SK
• Diego Maradona. Er italska skvis-
an að taka hann á taugum?