Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 28
28
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
íþróttir
Bayem Miinchen heldur sínu striki:
Ekki tapað á heimavelli í
Evrópukeppni frá byrjun
Atli Hilmarsson, DV, Þýskalandi.
„Ég var ánægður með fyrstu 20 mín-
útur leiksins en eftir því sem leið á
*leikinn gætti mikils taugaóstyrks hjá
leikmönnum mínum. En það er gott
að vera komnir í 2. umferð Evrópubik-
arsins," sagði Udo Lattek, þjálfari
Bayem Múnchen, eftir að Bayem og
PSV Eindhoven gerðu jafntefli, 0-0, í
Múnchen í gærkvöldi í slökum leik.
32 þúsund áhorfendur púuðu á leik-
menn þegar þeir gengu af leikvelli í
hálfleik. „Við töpuðum þessari viður-
eign á heimavelli," sagði þjálfari PSV,
Hans Kraay.
Bayem sigraði, 2-0, í Hollandi og
byijaði vel í gærkvöldi. Roland Wol-
farth fékk þrjú góð færi snemma leiks
en tókst ekki að skora. Átti m.a. skalla
í stöng. PSV byggði leik sinn á skyndi-
sóknum en belgíski landsliðsmark-
vörðurinn, Jean-Marie Pfaff, varði
mark Bayem mjög vel. Á 52. mín. fékk
Bayem vítaspymu þegar markvörður
PSA, Hans van Breukelen, felldi Wol-
farth. Lothar Mattheus tók spymuna
og skoraði en einn leikmaður Bayem
var innan vítateigs. Spyman því end-
urtekin en þá varði Breukelen. Heldur
litlaus leikur í heild en Bayem heldur
sínu striki. Hefur ekki tapað leik á
heimavelli í Evrópumótunum frá byrj-
un eða í 20 ár.
Werder úr leik
Werder Bremen féll hins vegar út
þriðja árið í röð. Sigraði Atletico
Madrid, 2-1, í UEFA-keppninni í gær
á heimavelli en spánska liðið sigraði,
2-0, í fyrri leik liðanna. Bremen-liðið
var ótrúlega óheppið í gær. Var miklu
betra liðið en það var ekki fyrr en á
65. mín. að Frank Neubarth skoraði
og það úr sínu sjötta opna færi í leikn-
um. Norbert Meier skoraði annað
markið á 83. mín. og þá var jafht, 2-2,
en Meier skoraði beint úr aukaspymu.
Nokkrum sekúndum fyrir leikslok
komst Sauer í opið færi. Skallaði
knöttinn í stöng og þar sluppu Spán-
verjamir heldur betur. Þá var fram-
lenging. Salinas skoraði fyrir Atletico
á 113. mín. eftir skyndisókn og þetta
nægði spánska liðinu.
„Þetta hefði getað orðið stór stund
fyrir okkur þvi leikurinn var sá besti
hjá okkur á leiktímabilinu. En það var
eins og við ættum ekki að komast
áfram. Verst þó að tveir leikmenn
Werder slösuðust illa,“ sagði Rehnag-
el, þjálfari Werder, eftir leikinn.
Bayer Leverkusen vann Kalmar,
Svíþjóð, 3-0 í Leverkusen í gær. Sam-
tals 7-1 og sænska liðið veitti litla
mótspymu. 011 mörkin í gær voru
skomð í síðari hálfleik. Drews, Rolff
og Bum-Kun Cha skoruðu. Leikurinn
var í UEFA-keppninni og í sömu
keppni sló Borussia Mönchenglad-
bach Partizan Belgrad út í gær.
Sigraði 3-1 í Belgrad og 4-1 saman-
lagt. Dressen, Brandts og Lienen.
Áhorfendur vom 80 þúsund i Belgrad,
10 þúsund í Leverkusen og 30.800 í
Bremen.
-hsím
• Belgiski landsliðsmarkvörðurinn Jean-Marie Pfaff átti snjallan leik í marki Bayern í gær. Á myndinni grípur hann knöttinn i fyrri leiknum við PSV í Eindhoven.
Marka>
hátíð
í Brugge
Það gekk mikið á í gærkvöldi
i Bmgge er heimamenn tóku á
móti Rapid Vín í Evrópukeppni
bikarhafa. Bmgge stóð að vísu
vel að vigi fyrir leikinn en liðið
vann fyrri leik liðanna i Austiu--
ríki með fjórum mörkum gegn
þremur.
Brylle skoraði fyrsta mark
leiksins í gærkvöldi á 41. mínútu
og á 52. mínútu kom Rosenthal
Bmgge í 2-0. Mínútu síðar skor-
aði Krancjar fyrir Rapid Vín og
fjórum mínútum síðar jafiiaði
Weinhofer metin, 2-2. Á 81. mín-
útu kom Halilovic Rapid Vín
yfir, 2-3, en tveimur mínútum
fyrir leikslok náði Van Wijk að
jafha fyrir heimamenn. Bmgge
vann því samanlagt 7-6.
I Stórsigur hjá Gautaborg
ISænska liðið Gautaborg vann
mjög auðveldan 4-0 sigur á tékk-
I neska liðinu Sigma Olomouc í
* Svíþjóð í gærkvöldi í UEFA-
I keppninni. Jafhtefli varð í fyrri
| leik liðanna, 1-1, og Gautaborg
Ivann því samanlagt 5-1. Johnny
Ekström skoraði tvö af mörkum
| sænska liðsins.
| Gott hjá Dundee Utd.
ISkoska liðið Dundee United
vann góðan heimasigur í gær-
I kvöldi gegn Lens frá Frakklandi
■ i UEFA-keppninni en Lens vann
I fyrri leikinn 1-0 í Frakklandi.
IDundee Utd. vann því 2-1 sam-
anlagt og er komið í 2. umferð.
. -SK
I
I
I
Jafnaði
markaskor
Laudrups
Hollenski landsliðsmaðurinn
og miðherji Ajax, Johnny Bos-
man, jafnaði markamet Michael
Laudrup í 1. umferð Evrópumót-
anna þegar hann skoraði (jögur
mörk fyrir Ajax í gærkvöld. Það
var gegn tyrkneska liðinu
Bursaspor í Evrópukeppni bikar-
hafa í Amsterdam. Ajax sigraði,
5-0, og samanlagt, 7-0. I fyrri
leiknum skoraði Bosman eitt
mark og því fimm mörk samtals
gegn tyrkneska liðinu eða eins
og Laudrup gegn Valsmönnum.
-hsím
„Almenningur vanmetur
albanska knattspymu"
- Allt vitlaust í Barcelona eftir 0-0 jafntefli gegn Flamurtari Vlora
„Fólkið vanmetur getu albanskra
knattspymumanna. Við lékum illa en
það sem skiptir höfuðmáli er að við
erum komnir í 2. umferð og lið Barce-
lona getur komist alla leið í úrslitin,"
*>agði Englendingurinn, Terry Vena-
bles, þjálfari Barcelona, eftir að hið
fræga spánska lið, Barcelona, hafði
aðeins náð markalausu jafntefli gegn
albanska liðinu Flamurtari Vlora í
síðari leik liðanna í Evrópukeppni fé-
lagsliða á Spáni í gærkvöldi. Jafntefli
varð í fyrri leik liðanna í Albaníu,
1-1, og kemst Barcelona því í 2. um-
ferð á skoruðu marki á útivelli.
Tæpara gat það varla verið.
Þeir 17 þúsund áhorfendur sem
fylgdust með leiknum létu óspart í sér
heyra og svo var komið um tíma að
þeir heimtuðu að forseti félagsins yrði
settur af. Þá gáfu þeir óspart í skyn
þá skoðun sína að þeir vildu fá Bemd
Schuster í lið Barcelona. Það verður
að teljast furðulegt að Venables skuli
ekki nota Schuster. Hann vermir
varamannabekkinn leik eftir leik og í
gærkvöldi sannaðist það enn einu
sinni að án hans getur liðið ekki ver-
ið. Gífúrleg pressa er nú á Terry
Venables þjálfara og einnig þeim
Mark, Hughes og Gary Lineker sem
fengu mörg góð marktækifæri í leikn-
um í gærkvöldi en inn vildi tuðran
ekki. Þeir félagar verða að fara að
sýna það að þeir séu allra þeirra millj-
óna virði sem Barcelona keypti þá á
frá Everton og Manchester United. I
gær virtist Terry Venables vera eini
maðurinn í Barcelona sem var á þeirri
skoðun að öllum milljónunum hefði
verið vel varið.
-SK
• Mark Hughes og Gary Lineker fengu mörg marktækifæri í Barcelona i
gærkvöldi en þau fóru öll forgörðum.