Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Dægradvöl Skrautritunin verið vinsæl frá upphafi í Tómstundaskólanum Ásdís ieiðbeinir einum nemanda á námskeiðinu. DV-mynd Brynjar Gauti „Urðum að hafa nám- skeiðið þrískipt" - segir Ásdís Jóelsdóttir, kennari hjá Tomstundaskólanum „Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeið af þessu tagi hjá Tómstundaskólanum og varð aðsókn- in það mikil að við urðum að hafa námskeiðið þriskipt til að allar kæ- must að sem skráðu sig,“ sagði Ásdís Jóelsdóttir, kennari á námskeiðinu Að hanna og sauma eigin föt, hjá Tómstundaskólanum. Námskeiðið stendur í 5 vikur og er ætlunin að þátttakendur saumi að minnsta kosti eina flík á þeim tíma. „Ég hyggi á svokölluðum grunnsnið- um sem á síðan að vera hægt að nota til að hanna eigin föt. Þær geta líka komið með snið og unnið úr þeim út frá grunnsniðunum. Þær koma til með að læra að taka upp snið, taka mál og fleira. Ég reyni síðan að leiðbeina þeim um hönnun á eigin fötum og hjálpa þeim að skapa sinn eigin stíl ef þær vilja,“ sagði Ásdís. SJ „Þið eruð með kertastjaka með 5 örrrrtim og eigið að slökkva á kertunum með þvi að blása jafnt á öll kert- in,“ sagði Kristín Ólafsdóttir við nemendur sína á ræðumennsku- og framsagnarnámskeiðinu í Tómstunda- skólanum. Til þess að gera það varð vitanlega aö fylla lungun lofti og stjórna önduninni. Síðan stækkaði kertastjakinn allt upp i ellefu arma og þá vandaðist nú málið, en eins og sjá má lögðu nemendurnir sig alla fram og slökktu á „öllum kertunum" með glans. DV-mynd Brynjar Gauti ÆUar að sauma jakkaföt Hólmfríður Gísladóttir vinnur á skrifstofú en stundar nám í Tóm- stundaskólanum eftir vinnu einu sinni í viku. Þar tekur hún þátt í námskeið- Taldi ræðumennskuna inu Að hanna og sauma eigin föt og segist ætla að sauma sér jakkaföt und- ir umsjón Ásdísar. „Ég hef saumað svolítið sjálf en það má alltaf bæta við sig, mig vantar t.d. kunnáttu í því að hanna föt og breyta. Ég hef áður farið á saumanámskeið en ekki hér hjá Tómstundaskólanum, mér líst mjög vel á þetta námskeið og ætla að byija á jakkafötunum strax,“ sagði Hólmfiíður. Hún sagði að þar sem hún væri meðlimur í VR þá kostaði námskeiðið hana ekki nema 1.200 krónur en ann- ars kostaði það rúmlega þrjú þúsund krónur. SJ „Ég valdi ræðunámskeiðið einfald- lega vegna þess að ég taldi þetta vera mest spennandi námskeiðið sem boðið er upp á hjá Tómstundaskólanum núna. Nú, svo fór ég líka á þetta nám- skeið til að geta talað yfir fólki,“ sagði Ólafur Reynisson brunavörður, en hann er einn af þátttakendunum í námskeiðinu Ræðumennska og fram- sögn sem Kristín Ólafsdóttir og ggvi Þór Aðalsteinsson kenna. lafur er ekki óvanur að koma fram því hann hefúr farið á leiklistamá- mskeið og leikið með Stúdentaleik- húsinu. Hann sagðist ekki hafa gert mikið af því að tala yfir fólki og gerði svo sem ekki ráð fyrir að hann tæki upp á þvi þó hann færi á námskeið sem þetta. „Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og það er gott að vita hvem- ig maður á að bera sig að ef maður vill segja eitthvað við hóp af fólki,“ sagði Ólafur. Og hvað hefúr þú svo lært hér í upphafi námskeiðs? „Aðal- lega að geifla andlitið og að anda rétt sem ég held að sé mjög mikilvægt," sagði Ólafúr og sté í ræðustól fyrir okkur, svona rétt til að sýna hvemig maður á að bera sig að í ræðustól. SJ Á haustdögum fara margir að hugsa fyrir tómstundástarfi fyrir veturinn, það er ýmislegt hægt að gera og svo virðist sem alls kyns námskeið séu stöðugt að verða vin- sælli. Starfandi eru fjölmargir málaskólar, boðið er upp á líkams- ræktamámskeið fyrir fólk á öllum aldri og svo mætti lengi telja. Hjá Tómstundaskólanum er boðið upp á u.þ.b. 50 námskeið og munu 40 þeirra fara i gang nú í haust. Meðal nám- skeiða í skólanum má t.d. nefna Fatasaum fyrir byijendur, Ræðu- mennsku og framsögn, Undirbúning fyrir myndlistamám, Samskipta- erfiðleika á vinnustað, Ávöxtun eigin fjár og Skrautritun. Að sögn Ingibjargar Guðmunds- dóttur, skólastjóra Tómstundaskól- ans, hefur síðasttalda námskeiðið verið einna vinsælast hjá skólanum og sagðist hún ekki hafa neina hald- bæra skýringu á því, nema þá helst að fólk hafi einfaldlega áhuga á því að skrifa vel. „Annars breytist vin- sældalistinn frá ári til árs og núna er námskeiðið Stjómun og gerð út- varpsþátta mjög vinsælt," sagði hún. Við spurðum Ingibjörgu hvert markmið skólans væri. „Markmið skólans er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundanám til að fólk geti bætt við þekkingu sína sér til ánægju, sú þekking getur síðan bæði komið til góða í starfi og heimafyrir. Við erum bæði með hreint tómstundanám, eins og t.d. Leiklist og námskeið um það hvemig eigi að lesa í Tarrot-spil og svo bjóðum við líka upp á starfe- tengd námskeið eins og Uppstilling- ar í verslunum og Skrifstofustörf. Og hverjir sækja námskeiðin hjá ykkur? Hingað kemur fólk á öllum aldri, en flestir eru líklega á aldrin- um 20-40 ára og eru heldur fleiri konur í nemendahópnum en karlar. Elsti nemandinn hjá okkur var um sjötugt og sá yngsti 14 ára. Við setj- um ekki aldurstakmörk upp á við, en miðum við að taka yngst 16-17 ára. Kennslan fer fram á tíma sem hentar vinnandi fólki og hefet hún klukkan 18 og lýkur venjulega um inga, en í sumar keypti Menningar- og fræðslusamband alþýðu skólann og rekur hann sem sjálfetætt fyrir- tæki. Síðastliðið vor voru um 400 manns sem tóku þátt í námskeiðum Tómstundaskólans og sagði Ingi- björg aó qommn væri svipaður núna og líklega væru ívið fleiri en sl. vor. Nemendur skólans þurfa að greiða þátttökugjald sem er á bilinu 2000- 6.400 krónur. Þetta er eingöngu kennslugjald og geta nemendur þurft að leggja út fyrir efniskostnaði í námskeiðunum. Námskeiðin í skól- anum geta staðið í allt að tíu vikur og er þá venjulega eitt skipti í viku, en einnig er boðið upp á helgamám- skeið. Það eru engin inntökuskilyrði í Tómstundaskólann og þar eru ekki tekin nein próf en nemendur fá við- urkenningarskjöl fyrir þátttöku í námskeiðum skólans. Kennslan í Reykjavík fer í vetur fram í Iðnskól- anum. En Tómstundaskólinn verður einnig starfræktur á Akureyri í vet- ur. SJ mest spennandi Ólafur Reynisson sýnir tilþrif í ræðu- stól. DV-mynd Brynjar Gauti klukkan tíu á kvöldin, svo kennum Tómstundaskólinn hefur verið við einnig á laugardögum," sagði starfræktur í eitt og hálft ár og var Ingibjörg. í upphafi í eigu nokkurra einstakl- Hólmfriður að undirbúa jakkafatasauminn. í ■ DV-mynd Brynjar Gauti Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Tómstundaskólans. VOMCtUHDi SKOLWN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.