Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Page 48
FRETTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 H áfir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Marilyn og Halldór Ekki er annað að sjá en vel fari á með Halldóri E. Sigurðssyni og Marilyn Monroe. Marilyn er að vísu ekki alveg ekta heldur eftirherma sem skemmt hefur hér á landi að undanförnu. Myndin var tekin á herrakvöldi hand- knattleiksdeildar KR. Halldór var ræðumaður kvöldsins. Margir voru á sumardekkjum þegar fyrsta hálkan kom i morgun. DV-mynd S Fjöldi árekstra í fljúgandi hálku Fjöldi árekstra var í hálkunni í ■ ^Reykjavík í morgun. Sem dæmi um fjöldann má nefna að á 40 minútna tímabili upp úr kl. 8 i morgun var til- kynnt um 13 árekstra til lögreglunnar og eitt umferðarslys, á mótum Réttar- holtsvegar og Sogavegar. Úr því var einn fluttur á slysadeild. Flestir árekstranna voru minni háttar en í nokkrum tilfellanna þurfti kranabíl til að koma skemmdum bílum af vett- vangi. Lögreglan í Reykjavík vill vara öku- menn við hinni fljúgandi hálku sem ■ JBHi'x er í borginni í framhaldi af fyrstu snjókomunni á þessum vetri. A Akureyri er sömu sögu að segja. Þar var mikil hálka strax í gærkvöldi og tilkynnt um 7 árekstra. -FRI Mikið smygl í Hofs- jökli og Fjaltfossi Tollverðir hafa fundið mikið smygl um borð í skipunum Hofsjökli og Fjallfossi sem komu til landsins um síðustu helgi, Fjallfoss til Vestmanna- eyja og Hofejökull til Hafnarfjarðar. Um borð í Fjallfossi fundúst 158 kassar af bjór, 355 kg af skinku, 8 myndbandstæki auk 3 plötuspilara, siónvarps og útvarpstækja. Var verð- ffæti vamingsins metið á 800 þúsund krónur. Um borð í Hofsjökli var lagt hald á áfengi í plastbrúsum sem sam- svarar tæplega 600 fiöskum auk 12 talstöðva. Verðmæti þess vamings er talið nema 550 þúsund krónum. -FRI 1—” 1 Jllii;n — w œsa&k. SSShbSk k TRÉ :.w TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Gullæðið er hafið! FIMMTUDAGUR 2. &KTÓBER 1986. Fjöikippur á leigumarkaðnum vegna leiðtogafundarins: Bjóða um 80 þúsund fyrir einbýlishús Mikill fjörkippur hefúr orðið á leigumarkaðnum í Reykjavík vegna leiðtogafundarins í næstu viku. DV hefúr heimildir fyrir því að hátt í 2.000 dollarar eða nálægt 80 þúsund íslenskar krónur hafi verið boðnir á sólarhring fyrir einbýlishús í hjarta 'borg;unnnar. Einnig hefúr DV heimildir fyrir ýmsum tilboðum sem komið hafa í herbergi og íbúðir í borginni. Her- bergi hafa verið leigð á 35 dollara og upp í 150 á sólarhring, sem eru frá 1.400 krónum íslenskum upp í 6.000. íbúðir hafa verið leigðar á 500 dollara upp í 1.000 á sólarhring, sem þýðir frá 20.000 og upp í 40.000 íslen- skar krónur. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri sagði í samtali við DV að sennilega myndu hótelin hækka sitt verð vegna fundarins. Flest þeirra lækk- uðu verð sitt í haust niður í svokall- að vetrarverð, sem er talsvert lægra en sumarverðið. Sagði Birgir að hækkunin hjá hótelunum yrði sennilega um 10 til 15% frá sumar- verðinu en það er það verð sem ákveðið hefúr verið fyrir næsta sum- ar. Miðað við vetrarverðið verður því hækkunin um 25%. Nú er meðal- hótelverð í Reykjavík frá 60 dollu- rum upp í 160 á sólarhring sem er á bilinu 2.400 til 6.400 í íslenskum krónum. Hækkunin er þvi frá 600 krónum upp í tæpar 1.400. -KÞ Landsnefnd BJ í gærkvöldi: 4 Bjóðum fram 4 Landsnefnd Bandalags jafnaðar- manna kom saman til fúndar í gærkvöldi þar sem samþykkt var yfir- lýsing „í tilefni þess að 3 þingmenn Bandalags jafriaðarmanna telja sig eiga betri möguleika innan Alþýðu- flokksins og hafa látið líta svo út að Bandalag jafnaðarmanna hafi verið lagt niður,“ eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Síðan er tekið fram í yfirlýsingunni að BJ hafi ekki verið lagt niður, að haldinn verði landsfundur, að starf- andi sé fólk innan BJ að stefhumálum þess, að BJ muni bjóða fram til Al- þingis og að Bandalagið muni sækja styrk sinn til almennings. Að sögn Þorsteins Hákonarsonar, varaformanns landsnefndar BJ, mættu átta af fimmtán úr landsnefndinni sem höfðu áhuga á þessu máli en fundurinn var boðaður símleiðis i gær. Haft var samband við Kristínu Kvaran, þing- mann BJ, en hún kom ekki á fundinn. „Ég hef trú á því að Bandalag jafiiað- armanna verði nær því sem það var áður eftir þetta upphlaup. Það var Guðmundur Einarsson sem vildi for- mannsskipulagið og þangað sótti hann vald. Ég hef trú á að fólkið í BJ vilji gamla skipulagið aftur,“ sagði Þor- steinn Hákonarson. -SJ „Öllum flugmönnum hefúr verið greitt. Við höfum staðið við samkomu- lagið í einu og öllu. Við flugvirkja er enginn ágreiningur lengur," .sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Amarflugs, í morgun. Lýsti hann fúrðu sinni yfir því að félagið hefði fengið „viðbótarfrest" í gegnum sjónvarp í gærkvöldi. Skelfi- legt væri að hugsa til þess að sjón- varpið hefði dengt þessu yfir þjóðina án þess að hafa samband við annan aðilann. „Ég fagna því að hægt sé að slökkva á þessu sjónvarpi og horfa á aðrar fréttir," sagði Agnar. Skúli Guðjónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði morgun að ekki hefði verið gert upp við alla í gær, aðeins minnihlutann. Blekið hefði vart verið þomað af sam- komulaginu frá í fyrradag þegar það hefði verið brotið. „Ef þetta verður klárt í dag munum I við standa við okkar hlut,“ sagði Skúli. -KMU Veðrið á morgun: Léttskýjað víða um land og katt íveðri Hæg breytileg átt eða norðve- stangola og léttskýað víða um land og kalt í veðri. Hiti verður á bilinu -2-6 stig. Sjómenn samþykkja 4 Stýrimenn, vélstjórar, brytar, loft- skeytamenn og félagsmenn í Öldunni samþykktu í gær nýjan kjarasamning með 29 atkvæðum gegn 6. Tveir sátu hjá. Þessar stéttir felldu ASf-VSÍ sam- komulagið naumlega í vor. Samning- urinn nú er eins nema hann tekur gildi mánuði fyrr, frá 1. febrúar síðastliðn- um, auk viðbótarákvæða um orlof og líftryggingu. Á félagsfundi í gær vom skiptar skoðanir um hvort greiða ætti at- kvæði þar enda stærstur hluti félags- manna á sjó. Mikill meirihluti fundarmanna vildi þó afgreiða sam- komulagið á staðnum. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.