Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
Stjómmál
Sigtúnshópurinn
fái endurgreftt
„Alþingi ályktar að nauðsyn beri til
að jafna húsnæðiskostnað milli mis-
munandi hópa í þjóðfélaginu með því
að létta skuldabyrði þeirra sem harð-
ast hafa orðið úti vegna íbúðaröflunar
á síðastliðnum árum.“
Þannig hljóðar upphaf þingsálykt-
unartillögu þingmanna Alþýðuflokks-
ins, með Kjartan Jóhannsson sem
fyrsta flutningsmann, um jöfnun hús-
næðiskostnaðar.
Alþýðuflokksmenn vilja fela félags-
málaráðherra að tilnefna fímm menn
í nefnd til þess að setja reglur um
endurgreiðslu á hluta af kostnaði við
öflun íbúðarhúsnæðis. Endurgreiðslan
skuli vera til þeirra sem keyptu eða
byggðu íbúð á árunum 1986-85 og
urðu fyrir mikilli hækkun skulda af
íbúðaröfluninni vegna ytri aðstæðna.
Er þetta sá hópur sem oft hefúr verið
nefndur Sigtúnshópurinn.
„Flutningsmönnum er ljóst að hér
er um vandasamt og flókið mál að
ræða þannig að það þarfnast sérstaks
undirbúnings."
Vilja þeir að miðað verði við að
helmingur af skuldaaukningu við-
komandi aðila umfram almenna
hækkun kaupgjalds verði endur-
greiddur. Gert er ráð fyrir þaki á
endurgreiðslunni sem svari til skuldar
að upphæð 2,5 milljónir ki'óna.
-KMU
Hvað vinnur
gegn konum?
Þau Hjörleifur Guttormsson og
Guðrún Helgadóttir, Alþýðubanda-
lagi, hafa lagt fram þingsályktunar-
tillögu um úttekt á mismunun
gagnvart konum hérlendis. Telja þau
eðlilegt að félagsmálaráðuneytið og
Jafnréttisráð hafi forystu um úttekt-
ina.
Flutningsmenn segja tillöguna í
framhaldi af fullgildingu Alþingis á
alþjóðasamningi um afnám allrar mis-
mununar gagnvart konum. Með til-
lögunni fylgja tíu skýrslur um stöðu
íslenskra kvenna.
Lagt er til að kannað verði meðal
annars hvort og þá hvað það sé í starfi
skóla og annarra uppeldisstofnana,
svo og fjölmiðla, sem einkum vinni
gegn jafnri stöðu kvenna og karla,
hvað einkum torveldi konum að ná
jafnræði á vinnumarkaði, hvað valdi
því að svokölluð kvennastörf séu ekki
metin með eðlilegum hætti til launa
og hvaða breytingar á lögum og regl-
um þurfi að gera til að afnema
mismunun gagnvart konum. -KMU
Þingmenn hafa áhyggjur af
kjamorkuveri í Skotlandi
Okkur Islendingum, sérstaklega
fiskistofnum okkar, stafar bein hætta
af kjamorkuverinu í Dounreay nyrst
í Skotlandi. Það hefur alla eiginleika
til þess að verða annað Tjemóbýl.
Þetta sagði Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, Kvennalista, er hún
spurði utanríkisráðherra á Alþingi í
gær um fyrirhugaða sextánfalda
stækkun þessa kjamorkuvers. Upp-
lýsti hún að á átta ára tímabili hefðu
orðið 1.262 slys í því.
Sigríður Dúna spurði hvort ráð-
herrann hefði látið kanna hvaða áhrif
stækkun kjamorkuversins gæti haft á
Norður-Atlantshafið og þá sérstaklega
með hliðsjón af losun geislavirkra úr-
gangsefna í hafið. Hún spurði enn-
fremur hvort ráðherrann hefði gripið
til einhverra aðgerða í þessu máli.
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra sagði að hann hefði, eftir að
hann frétti af fyrirspuminni, leitað
umsagnar Hafrannsóknastofnunar,
Siglingamálastofnunar, Geislavama
ríkisins og kjamorkusérfræðings. Þær
umsagnir hefðu ekki borist ennþá.
Þegar þær bærust. myndi hann kynna
þær á Alþingi.
Guðmundur J. Guðmundsson, Al-
þýðubandalagr, sagði sjómenn í
Færeyjum, Danmörku og Bretlandi
hafa mótmælt starfsemi kjamorku-
versins í Skotlandi. Hefðu sjómennim-
ir notað sterk orð um hættuna sem
fiskistofnum stafaði af því.
Páll Pétursson, Framsóknarflokki,
hvatti utanríkisráðherra til að fylgjast
með þessu máli. Þetta væri mjög al-
varlegt mál.
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra og Guðrún Helgadóttir,
Alþýðubandalagi, tóku einnig til máls.
Sögðu þau frá umræðum og áhyggjum
stjómmálamanna á öðrum Norðurl-
öndum vegna kjamorkuversins í
Skotlandi.
-KMU
Framsóknarmenn státa nú at þvi að hata tvær konur í þingflokki sínum, þær Magðalenu Sigurðardóttur, ísafirði, og Guðrúnu Tryggvadóttur, Egilsstöð-
um. Magðalena tók sæti Steingríms Hermannssonar eftir að Magnús Reynir Guðmundsson hafði afþakkað það. Guðrún situr fyrir Halldór Ásgrimsson.
DV-mynd GVA
í dag mælir Dagfari
Það þurfti að fletta fimmtíu og
tveim síðum í Morgunblaðinu í gær
til að finna fréttir af úrslitum próf-
kjörsins hjá Sjálfstæðisflokknum.
Öðruvisi mér áður brá þegar það
þótti útsíðuefni hjá blaði allra lands-
manna og blaði allra sjálfstæðis-
manna hverjir vom efstir í
próíkosningum. Blaðið.hefur nefni-
lega haldið vemdarhendi sinni yfir
þessum gamla, góða flokki og átt
sinn þátt í því hverjir komast til
frama innan hans. Nú er líkast því
að Morgunblaðið hafi fengið
taugaáfall þegar kosningatölumar
birtust, nema ástæðan sé sú að blað-
allra landsmanna sé hætt að hafa
áhuga á Sjálfstæðisflokknum.
Vonandi er svo ekki enda er Dag-
fari þeirrar skoðunar að Morgun-
blaðið hafi miklu meira vit á
Sjálfstæðisflokknum en Sjálfstæðis-
flokkurinn sjálfur, hvað þá fólkið
sem í honum er. Dagfari hefur alltaf
tekið mark á öllu því sem stendur í
blaðinu um Sjálfstæðisflokkinn,
enda er þetta traust og áreiðanlegt
blað sem studdi Geir og var á móti
Gunnari og vitnár í látna leiðtoga
þegar mikið liggur við. Dagfara stóð
þess vegna alls ekki á sama um
taugaáfallið og leitaði betur í blað-
inu að einhverjum skýringum.
inni að flestir sætta sig við úrslit sem
talin eru upp úr kössunum. Þeir sem
em efstir em efstir vegna þess að
þeir hafa mest traust - en ekki hjá
Mogga. Hann telur að efeti maður-
inn verði fyrir pólitísku áfalli af því
að verða efetur og næstefeti maður-
inn sýni veikleika með því að verða
Taugaáfall Moggans
Þegar betur var að gáð hafði rit-
stjómin ekki látið kosningamar
algjörlega fram hjá sér fara og í leið-
aranum komu skýringamar fram.
Þar má finna skýringuna á þung-
lyndinu. í leiðaranum er farið
mörgum orðum um Albert Guð-
mundsson sem varð efstur í kosning-
unni. Blaðið telur Albert hafa unnið
vamaisigur en úrslitin hljóti þó að
vera pólitískt áfall fyrir Albert vegna
atkvæðamagnsins sem hann fær eða,
réttara sagt, fær ekki. Niðurstaðan
er sú að Albert verði í hreinustu
vandræðum með að leiða flokkinn í
næstu kosningum og vígstaðan verði
erfið í höfuðborginni af þeim sökum.
Þá hefur blaðið þungar áhyggjur
af útkomu varaformannsins, Frið-
riks Sophussonar, segir að hanri
Lafi hvorki hlotið fyrsta sætið né
verið hæstur í alkvæðamagni og
kveður þetta veikleika sem sé um-
hugsunarefni fyrir forystu flokksins.
I heild er niðurstaða Morgunblaðs-
ins sú að úrslitin skaði þá sóknar-
stöðu sem vænst hafi verið í
Reykjavík, einkum vegna sviptibylja
sem búast megi við á tindinum.
Allt em þetta athyglisverðar um-
sagnir um Sjálfetæðisflokkinn og
frambjóðendur hans og sanna enn
einu sinni þá miklu umhyggju sem
blaðið ber fyrir velferð þessa flokks
síns. Fimmtán manns gefa kost á
sér, nær sjö þúsund flokksmenn
greiða atkvæði og tveir menn verða
efetir, samkvæmt þeim reglum sem
flokkurinn hefur ákveðið. Albert og
Friðrik ná tveim efstu sætunum.
Venjulegast er það þannig í pólitík-
næstefstur.
Úr því Morgunblaðið segir þetta
hlýtur það að vera alveg rétt. Þetta
vom mistök hjá þeim Albert og Frið-
riki að verða efetir. Þeir hefðu átt
að sækjast eftir sætum neðar á list-
anum. Þá hefði Morgunblaðið orðið
ánægt, flokkurinn betri og sóknar-
staðan allt önnur. Sömuleiðis eru
þetta hrein mistök hjá kjósendunum
að kjósa þá menn sem þeir vildu
helst í efetu sætin. Miklu skynsam-
legra hefði verið að kjósa aðra menn
í efstu sætin, til að mynda Eyjólf eða
Guðmund Garðarsson sem báðir eru
verðugir fulltrúar nýrrar kynslóðar
í flokknum. Albert og Friðrik gera
rangt gagnvart kjósendum, flokkn-
um og blaðinu með því að vera að
taka sæti frá öðm fólki og sýna á
sér þá veikleika að verða efetir.
í sannleika sagt finnst Dagfara
nauðsynlegt og réttast að íhaldið
felli niður þessi déskotans prófkjör
sem sífellt em að pródúsera rangar
niðurstöður. Það er misskilningur
að vera að láta fólk vera að velja
menn í efetu sæti þegar Morgun-
blaðið veit miklu betur hvemig þetta
á að vera. Hvers vegna ekki að láta
Morgunblaðið stilla upp listanum
hjá flokknum? Það veit þetta hvort
sem er best allra. Dagfari