Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
Utlönd
Bresk áhrif fara minnkandi í Hong Kong en enn geta þeir Bretar, sem sest hafa þar að, matað krókinn.
Sækja gull í
greipar Hong Kong
Hong Kong er kannski ekki eins
og gimsteínn í kórónu en glitrar
óneitanlega á einstæðan hátt. Það
þykir að minnsta kosti þeim fimmtán
þúsund Bretum sem þar eru búsettir
og nýta sér aðstæðumar til hins ýtr-
asta í þessari bresku nýlendu.
I Hong Kong, þar sem sex milljónir
manns búa, ríkir það auðvaldsskipu-
lag sem Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra reynir að koma á heima
fyrir. Hong Kong er land ævintýr-
anna, er haft eftir lögfræðingi
nokkrum frá London sem ákvað að
fara austur fyrir fjórum árum. Hann
fór til þess að auðgast og hefur grætt
á tá og fingri. Annar lögfræðingur
sagðist hafa farið heim til Bretlands
en snúið aftur innan árs þar sem
hann þénaði miklu betur í nýlend-
unm.
Öllum Bretum er heimilt að stunda
atvinnu í Hong Kong. Margir lög-
fræðingar og endurskoðendur geta
opnað skrifstofu þar um leið og þeir
koma. Nokkrir starfa í breskum
bönkum og öðrum viðskiptastofnun-
um sem blómstra í þessum heims-
hluta. Aðrir hafa yfirgefið atvinnu-
leysið heima í Bretlandi og freista
gæfunnar í Hong Kong.
Minnkandi áhrif
Einstaklingar eru sem sé ánægðir
með tilveruna en bresk áhrif fara
minnkandi. Stórum breskum við-
skiptafyrirtækjum skaut upp eins og
gorkúlum á öldinni sem leið. Voru
sum þeirra stofnuð af Skotum sem
uppgötvuðu að þeir gátu grætt stórfé
á því að flytja ópíum eftir Pearl Riv-
er til Kanton. Það stærsta þeirra
tapaði 118 milljónum Bandaríkja-
•dollara árið 1984 og 34 milljónum í
fyrra. Kínverskur aðili, sem sagður
er einn af ríkustu mönnum heims,
keypti eitt þessara fyrirtækja í fyrra.
Fjárfestingar Breta eru nú miklu
minni en Bandaríkjamanna og Jap-
ana þó svo að Bretar séu enn í þriðja
sæti. Og í fyrra voru fleiri Banda-
ríkjamenn búsettir í Hong Kong en
Bretar.
Merk þáttaskil
Það var árið 1842 sem Bretar náðu
fyrstjiluta af Hong Kong á sitt vald
og eignuðust þeir nýlenduna síðan
í áföngum. Merk þáttaskil urðu 1984
þegar Bretar samþykktu að afhenda
Kína Hong Kong. Orðið nýlenda
hvarf eftir það úr opinberum skjölum
og aðalbankinn hætti að prenta
seðla með því orði á. Að sögn bresks
bankamanns er þetta ekki aðeins
táknrænt. Breskir embættismenn
geta ekki lengur hegðað sér eins og
þeir eigi staðinn, sagði hann.
Bretar þurfa engu að síður að
stjóma nýlendunni og Kínveijar eru
ekkert að reka á eftir þeim heim.
Yfirvöld í Kína hafa lofað að sama
auðvaldsskipulag ríki áfram í Hong
Kong næstu 50 árin eftir 1997 og
vegna nýrra viðhorfa í Kína hefúr
ótti margra við kommúnisma
minnkað. Mikið hrun varð á verð-
bréfamarkaðnum á meðan framtíð
nýlendunnar vó salt en verðbréfa-
viðskiptin em nú jafri blómleg og
þegar best hefur gengið.
Deiit um breytingar
Þó svo að margir Bretar verði látn-
ir starfa áfram í Hong Kong er gert
ráð fyrir að staðarmenn verði látnir
taka við störíúm þó nokkurra. Mikl-
ar umræður eiga sér nú stað á
lesendasíðum enskra blaða í Hong
Kong um það hversu fljótt þessar
breytingar eigi að verða og hvort'
aðeins Kínverjar eigi að teljast til
staðarmanna. Samkomulagið frá
1984 kveður á um að Kínverjar eigi
að gegna tuttugu æðstu opinbem
stöðunum eftir 1997 en nú em það
Bretar sem gegna flestum þeirra.
Þeir Bretar, sem vilja halda áfram
störíúm sínum, þurfa því að færa sig
um set.
Varðgæsir í þjonustu
Bandaríkjahers
Ásgar EggeHsson, DV, Munchen;
Bandaríski herinn notar allar
hugsanlegar aðferðir í baráttu sinni
gegn hermdarverkamönnum. Nú
standa gæsir teinréttar vörð um
hemaðarmannvirki í V-Þýskalandi.
Hugmyndina fékk hershöfðinginn
Victor J. Hugo þegar hann horíði á
þátt í sjónvarpinu þar sem gæsa-
skari gætti viskíeimingarstöðvar
Ballantine’s. Hugo lagði saman tvo
og tvo og pantaði undir eins 18 til-
raunagæsir hjá þýska bóndanum
Ralf Schumann. Schumann þessi
lætur kalkúna gæta gæsanna, en
heraum fannst kalkúnamir vera
dýrari.
Til að byrja með hóf herinn um-
fangsmiklar tilraunir með gæsimar,
en grunaði ekki að hollenski herinn
hafði fengist við svipaða starfsemi
fyrir nokkrum árum. Tilraunimar
voru gerðar til að komast að kjörs-
amsetningu kynjanna og bestu stærð
fyrir varðsveitimar.
Frá og með september átti að fá
900 gæsir frá Schumann til gæslu.
Þar af áttu 750 að vera kvenkyns
og staðsettar víðs vegar um Vestur-
Þýskaland í bandarískum herstöðv-
um. Reiknað var út að spara mætti
háar fjárfúlgur með umræddum gæs-
um. Svona varðgæs kostar 25 doll-
ara, sér um sig sjálf, þarf enga
menntun og verður 25 til 30 ára göm-
ul. Hins vegar kosta nýju Patriot
eldflaugamar næstum 300.000 doll-
ara stykkið. Eldflaugamar og
radartækin verða úr sér gengin áður
en fyrsta gæsakynslóðin gefur upp
síðasta gargið.
Jafnskjótt og nokkur lifandi vera
nálgast gæsimar reka þær upp því-
líkt heljargarg að nærstaddur
varðmaður kemst ekki hjá því að
heyra hróp félaga sinna. I Víetnam
vom gæsir notaðar til að gæta brúa
sem oft urðu fyrir árásum hermdar-
verkamanna. Þar að auki láta gæsir
ekki múta sér sem oft kemur fyrir
hunda.
Eins og sést eru gæsir að komast
í tísku og bandaríski loftherinn hef-
ur áhuga á að panta nokkrar
gæslugæsir.
Ef Hugo hershöfðingja hefði hug-
kvæmst að spyrjast fyrir um
frammistöðu gæsanna í Hollandi
mætti búast við að hann hefði hætt
við áform sín.
í byijun sjöunda áratugarins
minntist hollenskur yfirmajor þess
að árið 390 fyrir Krist hafði gæsa-
skari varað Rómveija við innrás
Galla. Majorinn notfærði sér þá
vitneskju til þess að leysa langvar-
andi manneklu og fjárskort í NATO.
Hollendingamir komust að því að
nauðsynlegt var að senda eftirlits-
mann með gæsahópunum í eftirlits-
ferðir. Það var yfirleitt hermaður á
eftirlaunum, vopnaður gúmmíkylfu.
Seinna kom í ljós að taugaóstyrkir
hermenn reyndu að þagga niður í
gæsunum með því að gefa þeim
tyggígúmmí. Að lokum gafst hol-
lenski herinn upp á gæsahaldinu.
Gæsimar þóttu mjög ábyrgðarlausar
og gættu aðeins hluta af gæslusvæði
sínu, þeim var alveg sama um af-
ganginn. Aftur og aftur var vart við
liðsflótta úr gæslusveitunum sem
ekki var hægt að koma í veg fyrir
með opinberri hegningu einnar gæs-
arinnar. Flestir í hollenska hemum,
sem höfðu með tilraunimar að gera,
voru fegnir þegar gæsimar vom á
bak og burt (þ.e.a.s. í maga hermann-
anna).
Besti hluti tilraunarinnar eins og
Hollendingamir sögðu.
Hermaður vaktar varðgæsir í einni af herstöðvum Bandaríkjamanna í Vest-
ur-Þýskalandi. Varðgæsirnar þykja traustir gæslumenn, lifa að meöaltali í
25 til 30 ár og þurfa litla þjálfun til starfans.