Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. 15 Fjárlagafrumvaipið og framtíðin Fjárlagafmmvarpið hefur litið dagsins ljós og prófkjörin dynja yfir landslýðinn. Æðstu embættismenn ásamt dómurum og alþingismönnum fá ríflegar launahækkanir langt umfram almenna launþega sem nú eiga að láta sér nægja 2% á meðan hinir fá allt að 19%. Launabilið held- ur áfram að breikka og þannig er í einu og öllu fylgt stefnu núverandi ríkisstjómarflokka, að auka misrétti þegnanna. Þannig lítur það út sem fyrir augu ber þessa dagana. Hafir þú verið við- riðinn gjaldþrota fyrirtæki sem liggur undir grun um vafasaman rekstur eða ríkisbanka sem búið er að gera gjaldþrota þá færðu premíu i prófkjöri. Hafir þú veitt fyrirtæki vilyrði um aðstoð með því að reisa vínbúð við hlið þess þá strikar þú yfir öll fyrirheit ef samvinnumenn taka við þessum rekstri. Fyrri eig- endur voru tveir einstaklingar en þeir seinni þúsundir samvinnu- manna. Þú hefur völdin og veist að það má ekki styðja samvinnuverslun í höfúðborginni. Það er ljótt. Ósköp hlýtur að vera gaman að láta Fram- sóknarflokkinn kyngja slíku. En hann er líka með tilburði í þéttbýl- inu. Slíkt er ósvífni. Jafnvel Denni, sem hefúr verið manna fúsastur til að framkvæma stefnu Sjálfstæðis- flokksins, er að flytja sig í nálægð borgarinnar. Það er sagt að þetta sé úrslitatilraun til að gera flokkinn að þéttbýlisflokki áður en lands- byggðin fer i eyði. Það er öllum ljóst að það er stefiia ríkisstjómarinnar. Það á að leggja niður alla fiskverkun KjaUarinn Kári Arnórsson skólastjóri og flytja allt út í gámum. Það er atvinnuleysi í Bretlandi. Því ekki að hjálpa mönnum þar? Flóttinn af landsbyggðinni er svipaður nú og hann var í lok viðreisnar. Efnahafs- lögmálin þá sögðu að það væri bara tap að halda landinu öllu í byggð. Þau segja það ennþá. Þess vegna vill ríkisstjómin að útgerðarmenn hafi allan kvótann og geti þá bara landað fyrir sunnan. Ríkisstjómin vill ekki binda kvótann við fiskverk- unarstöðvamar eða fiskiplássin. Það er miðstýring og miðstýring er vont orð í dag. Það á að færa völdin til fólksins en fólkið á ekki að ráða. Einfaldasta leiðin Einfaldasta leiðin til að ráða við fólkið og stýra því hvert það fer er stjómun launamála. Þannig á að leggja niður skólana með því að halda niðri launum kennaranna. Um laun þeirra gilda allt önnur lögmál en laun dómara. Laun kennara geta sporðreist verðbólguna séu þau hækkuð en slíkt gera ekki laun dóm- ara eða þingmanna. Þetta segir Kjaradómur. Enda leyfist honum að hafa slíka skoðun. Þetta er skoðun sem ríkisstjómin vill að Kjaradómur hafi. Kennarar em hluti af almenn- um opinberum starfsmönnum og þar sem stjómin vill ekki að ríkið sé að vasast í neinum rekstri þá leiðir af sjálfu sér að laun þessara starfs- manna verða ekki hækkuð. Einka- fyrirtæki eða bæjarfélögin geta séð um þetta. Svona er þetta einnig með sjúkrahúsin. Fjárlagafrumvarpið er þegar búið að afgreiða dagvistar- stofnanimar. Næst koma dvalar- heimili aldraðra. Síðan koma sjúkrahúsin og svo skólamir. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins í hnot- skum og þeim er einkar Ijúft að horfa upp á Framsóknarflokkinn .framkvæma þessa stefnu. Þess vegna vill nú Framsóknarforystan tryggja sér fylgi í jjéttbýlinu áður en þetta er allt komið i framkvæmd þvi ekki er líklegt að einkaframtakið hafi áhuga fyrir rekstri fyrmefhdra stofnana úti um land. Getur nokkur láð Steingrími þó hann vilji þá vera kominn suður? Nýtt hanagal Nú er að sjá hvemig verkalýðs- forystan og A-flokkamir bregðast við þessum boðskap. Það má ekki hækka kaup þeirra með lágu launin því þá fer verðbólgan úr skorðum. Það er lögmál sem verkalýðsforyst- an þekkir að láglaunafólkið, einkum það sem fæst við framleiðslu, er það sem spennir verðbólguna upp með ósvífnum kröfúm sínum. Þeir em þama sammála Kjaradómi og ríkis- stjóminni. Þeir vita nefnilega dálítið í hagfræði. En fyrst ekki er hægt að hækka kaupið þá er heldur ekki hægt að draga úr yfirvinnunni. Þá færi allt í steik. Þjóðarsáttin um þrælahaldið verður því að halda áfram enn um sinn. Nú hefúr það líka verið ákveðið að útgerðarmenn og sjómenn eigi ekki að græða svona mikið á lækkuðu olíuverði, þó út- gerðarmenn séu nú æði fúlir yfir því. Enda fá þeir mesta hagnaðinn. Einhverjum hafði dottið í hug að fiskverkimarfólkið i landi fengi eitt- hvað af ágóðanum til sín. Útgerðar- menn hefðu að vísu aldrei samþykkt það heldur. Nei, umframgróðinn á að fara til ríkisins svo hægt sé að hækka kaup þingmanna, dómara og æðstu embættismanna. Steingrímur hefur líka nýlega sagt að leggja verði höfuðáherslu á hækkun launa hinna lægst launuðu. Nú vitum við hverjir þeir em. En er ekki hægt að brevta þessu ef A-flokkamir ná saman? Geta ekki fleiri verslað upp á þing- sæti en BJ-ingamir? Guðmundur er kominn austur, Stefán fer í þriðja sætið í Reykjavík og Kolbrún í ann- að sæti í Norðurlandi eystra. Svona á fólk að vinna. Ekkert kjaftæði um skoðun eða prinsip. Með sama áframhaldi og sömu heiðríkjunni hljóta A-flokkamir að geta samið. Þannig bjargar Jón Baldvin þessari þjóð sem er að gliðna. Þjóðin mun vakna við nýtt hanagal hvar sem sólin verður. Kári Amórsson „Laun kennara geta sporðreist verðbólg- una séu þau hækkuð en slíkt gera ekki laun dómara eða þingmanna. Þetta segir Kjaradómur. Enda leyfist honum að hafa slíka skoðun.“ Byggðastefna með öfugum formerkjum „Höfuðbreytingin verði sú að það fé, sem nú er lagt i útflutningsbætur, útsölur og auglýsingar, verði látið ganga beint til að styrkja bændur til að vega á móti minni framleiðslu." Kaup Framleiðnisjóðs á framleiðslu- rétti einstakra býla, sem nú er í gangi, mun verka eins og skipulegt átak til að leggja í eyði einstök býli og heilar sveitir sem höllum fæti stánda efnahagslega af einhveijum ástæðum. Með öðrum aðferðum, sem ekkert væru kostnaðarsamari, væri hægt að halda sveitunum í byggð meðan sveitafólkið væri að aðlaga tekjuöfl- unarleiðir sínar breyttum aðstæðum. Málefni landbúnaðarins í hnút Máleftii landbúnaðarins eru nú í hörðum hnút. Ástæðan er sú að ekki hefur verið brugðist rétt við breytt- um aðstæðum. Vandinn hefur skapast af þvi að tvö höfuðmarkið bændastéttarinnar virðast stefna í gagnstæðar áttir. En það er annars vegar að búa sem flestu fólki starfsaðstöðu í sveitunum og hins vegar að það fólk sem þar býr hafi svipaðar tekjur og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þegar þrengjast tók um markað fyrir landbúnaðarvörur erlendis jafnframt því sem innlendi markað- urinn dróst saman fóru fyrrnefnd markmið reglulega að rekast á. I stað þess að finna leiðir sem fóru saman með báðum markmiðunum hefur verið togast á um hvort þeirra ætti að víkja. Meira hefúr þó borið á aðgerðum sem hafa aukið fram- leiðslu hefðbundinna búgreina og aukið vandann. Nú virðist komið að uppgjöri þess- arar togstreitu. Þeir hafa orðið ofan á sem vilja kasta fyrir róða þeirri hugsjón að halda sem flestum bú- jörðum og sveitum í byggð og vilja einbeita sér að því að fækka bænd- um, í þeirri trú að það bæti afkomu- möguleika þeirra sem eftir sitja. Birting þeirrar stefnu kemur fram í kaup- og leigutilboðum Framleiðni- sjóðs í fullvirðisrétt bújarða þar sem raunverulega er verið að borga verð- laun fyrir hverja jörð sem lögð er í eyði. Þar er ekki gert ráð fyrir neinu KjáQaiirm Páll Sigbjörnsson ráðunautur skipulagi, hvorki gagnvart landnýt- ingu eða öðru, svo að alveg er ófyrirséð til hvers konar röskunar þetta leiðir. Ef önnur leið hefði Verið valin og reynt hefði verið í alvöru að draga saman framleiðslu á mjólk og kinda- kjöti, og jafnframt verið veittur verulegur stuðningur við uppbygg- ingu annarra búgreina, hefði vel mátt vinna sig út úr vandanum. Sú leið hafði raunar verið valin og er í framkvæmd, þó nú sé verið að smeygja sér fram hjá henni með bylt- ingarkenndum aðgerðum. Vissulega væri hægt að ná settum takmörkum enn, ef menn sýna þolinmæði, en það verður mun dýrara fyrir þjóðfélagið vegna þess hvað seint var hafist handa. Annars konar styrkjakerfi Hér skal sett ffarn hugmynd um nokkuð breytta skipan framleiðslu- takmarkana og stuðning við bændur í sambandi við þær frá þvi kerfi sem nú er lögbundið. Það kerfi hefur þann kost að vera ódýrara í ffam- kvæmd en það sem nú er í gildi og stuðlar mun betur að jafhvægi byggðarinnar. Þar er ekki gert ráð fyrir leigu eða sölu ffamleiðsluréttar. í fyrsta lagi er lagt til að fram- leiðslan verði alfarið miðuð við innanlandsmarkað. Framleiðslutak- markanir verði settar á eftir sömu eða svipuðum reglum og nú gilda og lagfæringar vegna ýmiss konar afbrigðilegra aðstæðna gætu líka verið í stórum dráttum þær sömu. Höfuðbreytingin verði sú að það fé, sem nú er lagt í útflutningsbætur, útsölur og auglýsingar, verði látið ganga beint til að styrkja bændur til að vega á móti minni ffamleiðslu. Ef framleiðslan þyrfti t.d. að minnka imi 15% fengi hver bóndi að framleiða sem svaraði 85% af því sem hann ffamleiddi á viðmiðunar- árunum og fengi þá framleiðslu greidda fullu verði en 15% sem á vantaði fengi hann greidd beint sem styrk. Þörf myndi vera á að hagræða full- virðisrétti eitthvað eins og nú er gert til að sníða af mestu vankant- ana, sem kæmu ffam. Mun auðveld- ara verður þó að koma á nauðsyn- legum lagfæringum undir því kerfi sem hér er lagt til að tekið verði upp en því sem nú gildir, t.d. að koma til móts við þarfir nýliða í búskap sem búnir eru að leggja í miklar fjár- festingar. Ef reiknað er með því að ffam- leiðsluskerðing á mjólk og kinda- kjöti þurfi að verða 15% frá viðmiðunarárunum næmi sú tekju- skerðing, sem bæta þyrfti bændum upp, nálægt því sem svaraði 600 fjöl- skyldulaunum, sem ekki sýnist ffáleitt að áætla 300 millj. kr. Það er vissulega talsvert fé en nemur þó ekki nema broti af útflutningsupp- bótum síðustu ára. Þetta styrkjakerfi er ekki hugsað sem framtíðarlausn heldur ber að líta á það sem aðgerð til að koma í veg fyrir byggðaröskun. Jafnffamt þessum stuðningi þarf að veita fjármagn til að byggja upp nýjar atvinnugreinar i sveitunum. Þær nýju búgreinar, sem bændur hafa verið að reyna síðustu árin, gætu auðveldlega gefið 1-2000 bændafiölskyldum framfærslutekj- ur. Hér skulu nefndar 3 greinar: Loðdýrarækt hefur þegar náð hér fótfestu. Hún getur auðveldlega á nokkn.mr ánmi í viðbót bætt upp það sem draga þarf saman í mjólkur- og kindakjötsffamleiðslu. Ferðamannaþjónusta hlýtur að vera mjög vaxandi atvinnugrein á næstu árum. Hún er mjög ný og er nú að vinna sér sess. Skógrækt. Trjáviður er eitt af því fáa sem engin hætta er á að offram- leiðsla verði á þar eð skógar jarðar fara minnkandi með hverju ári vegna ofnýtingar. Reynsla er fengin fyrir því að tré vaxa hér í flestum sveitum ef réttar tegundir og afbrigði eru valin. Ekki þarf annað en að koma plönt- unum niður í jörðina og verja þær síðan fyrir utanaðkomandi eyðing- aröflum, þá vaxa þær og skapa verðmæti. Þegar sauðfé fækkar í landinu verða stór landsvæði lítið nýtt og raunar eru stór svæði viða um land lítils virði til alls annars en skóg- ræktar. Það á við um allt bratt og grýtt land. Það væri því afskaplega gagnlegt að gróðursetja trjáplöntur í slíkt land og það væri mjög skemmtilegt að virkja bændafólkið, sem þarf nú að draga saman búskap sinn, til þessara starfa. Framsóknaríhaldið framkvæmir stefnu Alþýðuflokksins Eg sem þetta skrifa var fyrir fáum dögum á fundi með framkvæmdaað- ilum ffamleiðsluréttarkaupa Fram- leiðnisjóðs ásamt með fúlltrúum frá flestum búnaðarsamböndum lands- ins. Vandamálum í sölu landbúnaðar- afurða var þar lýst og kostnaði þjóðfélagsins vegna útflutningsupp- bóta og annars kostnaðar við þessar miklu birgðir sem alltaf eru að hlað- ast upp. Mér brá að heyra hvað sammála menn voru, bæði utan og innan landbúnaðarins, um leiðir, það er að eina úrlausnin sé að fækka bændum stórlega og að óhjákvæmilegt væri að býli með lakari búskaparaðstöðu, sér í lagi illa uppbyggð, og afskekkt- ari sveitir í heild verði lagðar í eyði. I mínum huga er framtíð okkar sem þjóðar undir því komin að við byggjum landið allt, þar sem til þess eru landkostir. Mér eru það mikil vonbrigði ef bændur og forystulið þeirra afneita þessu og ganga byggðaeyðingunni á hönd. Annað sem ágætir fundarmenn á fyrmefhdum fundi vöktu undnmi mína með var þegar nokkrir af þeim lýstu því yfir að nú væri réttur tími til stórtækrabreytinga á landbúnað- arstefhunni, meðan svo vinveitt ríkisstjóm sæti við völd. Eg hefi nefnilega aldrei fundið landbúnað- inn í öðrum eins þrengingum og í tíð þessarar ríkisstjómar. Þar sýnist mér að framsóknaríhaldið í landinu hafi tekið að sér að ffamkvæma stefnu Alþýðuflokksins í landbúnað- armálum, en hún hefur ffam til þessa verið höfð sem eins konar grýla á bændur þegar þeir hafa verið með eitthvert múður. Páll Sigbjörnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.