Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
23
Erlendir fréttaritarar
Schliiter vill auka
sparifé ogminnka neyslu
Naumur þingmeirihluti fyrir umdeildum efnahagsráðstöfunum dönsku stjómarínnar
Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, var ánægður með árangur ríkisstjómar sinnar í opnunarræðu sinni á danska þinginu fyrir skömmu. Frá þvi
rikisstjómin tók við völdum i september 1982 hefur framleiðslan aukist um tíu prósent miðað við fast verðlag og sköpuð hafa verið tvö hundmð og tiu
þúsund ný atvinnutækifæri, flest í einkageiranum.
Haukur Iárus Haukssan, DV, Kanpmhöfh:
Danska þingið hóf störf sín þann
sjöunda október síðastliðinn. I opn-
unarræðu sinni fjallaði Poul
Schliiter forsætisráðherra um ár-
angur ríkisstjómarinnar frá því hún
tók við stjómartaumunum í sept-
ember 1982.
Á þeim tíma hefur framleiðslan
aukist um tíu prósent miðað við fast
verðlag, um tvö hundmð og tíu þús-
und manns hafa fengið nýja vinnu,
mestmegnis í einkageira atvinnulífs-
ins. Danir geta nú sýnt fram á fleiri
ný atvinnutækifæri en nokkurt ann-
að vestrænt ríki. Auk þess hafa þeir
náð hagnaði á fjárlöguni ríkisins en
því var ekki spáð í þjóðhagsspám
fyrir það ár sem nú er að líða.
Stjómartið Schluters hefur þó ekki
verið eintómur dans á rósum. Halli
á greiðslujöfhuði Dana við útlönd
mun að öllum líkindum fara vel yfir
þrjátíu milljarða danskra króna í ár
en í fyrra nam hallinn um 26 millj-
örðum. Þannig nemur skuld Dana
við útlönd nú um 243 milljörðum
danskra króna.
Schlúter segir greiðsluhallann
vera síðasta stóra efriahagsvanda
Dana í dag og eigi stjóm jafhaðar-
manna þar einnig stóran hlut að
máli þar sem enn sé verið að greiða
vexti og vaxtavexti af erlendum lán-
um frá því fyrir 1982.
Þó sé ekki hægt að líta fram hjá
þvi að greiðsluhallinn sé langt um-
fram það sem æskilegt má teljast.
Segja hagfræðingar stjóm síðustu
tveggja ára vera ábyrga fyrir fjórð-
ungi skuldarinnar við útlönd.
Það þótti einkennandi fyrir opn-
unarræðu forsætisráðherrans í ár að
hann leit meira til baka en áður.
Þótti djörfung og áræðni hans á síð-
ustu árum vanta.
Hann þótti nánast auðmjúkur í
bjartsýni sinni er hefur einkennt
framsögn hans undanfarin ár. Átti
hann ennfremur í erfiðleikum með
að skýra greiðsluhallann á viðeig-
andi máta eða koma með tillögur til
úrbóta.
Kartöflukúrinn
Það sem vakti mesta athygli í ræðu
forsætisráðherrans vom efnahags-
ráðstafanir ríkisstjómarinnar er
nefndar hafa verið kartöflukúrinn.
Þær vom samþykktar síðastliðinn
fostudag með tveggja atkvæða
meirihluta í þinginu. Munaði þar
mestu um fylgi Róttæka vinstri-
flokksins við atkvæðagreiðsluna, en
sá flokkur hefur oftar en einu sinni
bjargað ríkisstjóminni i mikilvæg-
um málum.
Kartöflukúrinn gengur í stórum
dráttum út á það að auka sparifjár-
söfnun almennings og minnka
neysluna. Spanfjársöfnun Dana hef-
ur lengi verið sú lægsta í Evrópu
og hefur Schlúter nú í hyggju að
auka hana með álögum á neyslulán
almennings. Meðal helstu mála-
flokka kartöflukúrsins svokallaða
er 20 prósent gjald á vaxtagreiðslur
er þýðir um fjögur prósent hækkun
útlánsvaxta. Undanþegin þessum
gjöldum em námslán og byggingar-
og atvinnulán.
Gjöld af vöxtum ársins 1987 greið-
ast í einu lagi 1988.
Stimpilgjöld á fasteignaskulda-
bréfum hækka um eitt og hálft til
fjögur prósent, gjald á afborganir til
dæmis vegna heimilistækjakaupa og
bílakaupa hækkar tilsvarandi, auk
þess sem fjögur prósent gjald er lagt
á notkun allra greiðslukorta, þó ekki
hinna erlendu.
Við kaup, er nema yfir tvö þúsund
dönskum krónum með afborgunum,
er krafist þrjátíu prósenta í útborgun
og lánstimi má ekki vera lengri en
þrjú ár.
Töluverð umræða hefúr verið um
erfiðleikana við að aðgreina neyslu-
lán frá atvinnulánum í mörgum
tilvikum og mun það krejfast aukins
mannafla og útgjalda á skattstofu
landsins. Þykja aðgerðimar bitna
helst á yngra fólki með jöfn laun og
gera þvi nær ókleift að flytja í eigið
húsnæði þar sem einnig verður að
taka lán sem ekki eru undanþegin
vaxtagjöldunum og því verði
greiðslubyrði fyrsta ársins of þung.
Auk þess verði erfiðara að hefja
eigin atvinnurekstur þar sem ýmsir
kostnaðarliðir auk rekstrartaps séu
háðir lántökum sem ekki séu undan-
þegnir vaxtagjöldum.
Almenn óánægja
Kartöflukúrinn hefur valdið mik-
illi óánægju hjá ýmsum samtökum
og félögum launafólks. Má þar nefna
bændur, iðnaðarmenn, skipasmiði
og skipafélög, banka, bílafyrirtæki
og svo mætti lengi telja.
Þykir lánsbyrði bænda til dæmis
nóg fyrir og ekki viðbætandi.
Bankar benda á erfiðari skilyrði
til að byggja við og bæta og nauð-
synlegt sé að greina á milli gamalla
og nýrra lána.
Bilaumboð telja aðgerðimar koma
mörgum á kaldan klaka og tala um
sjö til átta prósent minni bílakaup
almennings. Hjá stórverslunum og
verslunum með heimilistæki var
fljótt vart við sölulækkun og virtist
fólk hika við að festa kaup á stærri
og dýrari hlutum.
Takmörkuð áhr'rf?
Hagfræðingar ríkisstjómarinnar
segja að kartöflukúrinn muni ekki
bæta greiðsluhallann við útlönd um
nema fimm milljarða danskra króna.
Er reiknað með að hann fari úr rúm-
um þrjátíu milljörðum niður í
tuttugu og tvo milljarða árið 1987
og orsakist það aðallega af lágvaxta-
tímabili sem nú sé að hefjast í
dönsku atvinnulífi eftir þriggja ára
metvöxt.
Á næsta ári spá hagfræðingamir
efnahagslegum hagvexti og sökum
áhrifa kartöflukúrsins minnkimar á
eftirspum á heimamarkaði er nema
muni að minnsta kosti hálfu pró-
senti.
Mun innflutningur minnka um tvö
prósent eftir sex til átta prósenta
hækkun á síðustu tveim árum. Auk
þess spá þeir að atvinnuleysi muni
aukast eitthvað.
Bein áhrif efriahagsaðgerða ríkis-
stjómar Schlúters á neyslu almenn-
ings yrðu margvísleg. Hafa
endurskoðendur bent á takmörkun
aðgerða sem þessara þar sem ekki
sé hægt að líta á almenning sem litla
bókhaldara eða hagfræðinga er
bregðist strax við breyttum forsend-
um í efnahagslífinu. Til þess séu
áhrifin of lengi að koma í ljós, auk
þess sem fólk hugsar meira um að
fá endana til að ná saman hér og nú.
Schlúter hefur sagt að hann telji
áhrif eftiahagsaðgerðanna aðallega
sálfræðilegs eðlis og muni hafa áhrif
til lengri tíma í þá átt að spamaður
aukist og frekar sé greitt út i hönd
í stað þess að lána.
Erfiðleikar framundan
Með efnahagsaðgerðum þessum,
þeim þriðju á einu ári, sem bitnað
hafa að einhveiju leyti á kaupgetu
almennings, hefúr ríkisstjómin hafið
lokakafla þessa kjörtímabils, þar
sem kosningar verða í síðasta lagi í/
janúar árið 1988. ;
Verður því vart um fleiri efnahags-
aðgerðir að ræða af hendi ríkis-
stjómar Schlúters í þessum dúr.
Schlúter hefur setið lengur í for-
sætisráðherrastóli en nokkur borg-
aralegur forsætisráðherra í
Danmörku á þessari öld og aldrei
hefur fjögurra flokka ríkisstjórn
haldið velli lengur en í fjögur ár. í
raun hefur ríkisstjóm íhaldsflokks-
ins gengið ótrúlega vel, mun betur
en talsmenn hennar höfðu nokkm
sinni þorað að vona. Því em sumir
í herbúðum stjómarflokkanna á því
máli að efnahagsaðgerðir þessar
hefðu átt að verða harðari og mark-
vissari sVo að árangur þeirra sæist
fyrir kosningamar næsta vetur.
Schlúter kallar aðgerðimar ekkert
annað en lagfæringu í efhahagsmál-
Um.
Óánægja almennings vex ef árang-
ur aðgerðanna lætur á sér standa.
Nýleg skoðanakönnun, er birtist í
Berlingske Tidende, sýndi fram á að
kjósendur hafa ekki trú á að aðgerð-
imar minnki eitthvað greiðsluhall-
ann við útlönd. Þannig töldu 58
prósent aðspurðra, þar af 38 prósent
borgaralegra kjósenda, að aðgerð-
jmar væm gagnslausar.
Loks taldi yfir helmingur að-
spurðra að rangt hefði verið að
samþykkja aðgerðimar.
Hefur basl ríkisstjórnarinnar með
greiðslujöfhuðinn við útlönd eytt
töluverðu af alþekktri bjartsýni for-
sætisráðherrans og langlundargeði
kjósenda. Fréttaskýrendur spá því
að á komandi misserum muni ríkis-
stjómin lenda í ýmsum erfiðum
verkefnum. Utgjöldum ríkisins verð-
ur að halda niðri og er erfitt að
sannfæra ýmsa samstarfsaðila innan
ríkisstjómarinnar um réttmæti þess.
Kröfur um umbætur í þjónustu og
félagsmálum em háværar, en skoð-
anakannanir benda til að efnahags-
leg viðreisn sé ekki efst á lista
kjósenda. Gagnstætt þeim kröfúm
verður ríkisstjómin að takmarka
útgjöld til fjármögnunar iðnþróun-
arstefriu er ýta á undir útflutning
og almenna tækniþróun í landinu.
Óttast margir í dönskum hátækni-
iðnaði að Danir verði á eftir öðrum
þjóðum ef ekki verður lögð áhersla
á þá hlið efnahagslífsins.