Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VÍSIR 250. TBL. -76. og 12. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Gunnar BJórgvinsson kaupir tug DC-9 þotna - sjá bls. 7 srgvin Pálsson með eftirmynd af myndinni sem Bandaríkjaforseti fékk að gjöf. DV-mynd GVA Mynd Björgvins í Hvíta húsið Líklegt er að Björgvin Pálsson ljósmyndari sé einn fárra íslendinga ef ekki sá eini sem á listaverk í Hvíta húsinu, bústað forseta Banda- ríkjanna, en forsetanum var gefin mynd eftir Björgvin þegar hann var staddur hér á landi á leiðtogafundin- um hér á dögunum. „SendiráðBandaríkjanna á íslandi færði forsetanum og fylgdarliði hans hér gjafir á meðan á fundinum stóð og handa Reagan var valin mynd eftir mig,“ sagði Björgvin. „Þessi mynd á að vera táknræn fyrir Is- land, en hún sýnir lítinn fugl sem sem flögrar yfir girðingu,“ sagði hann. Björgvin nefndi það að þetta væri einstæður atburður fyrir sig, að for- seta Bandaríkjanna skyldi vera færð mynd eftir sig. Þá nefndi hann að sú aðferð sem hann notar við gerð mynda sinna væri óvenjuleg, svo óvenjuleg að nýlega hefði verið full- yrt i erlendu ljósmyndablaði að ómögulegt væri að gera myndir með þessari aðferð. -ój Fangar mótmæla aðbúnaði í Hegningarhúsinu - sjá bls. 5 Hvað er fiskmarkaður? - sjá bls. 6 Lögreglumenn eiga að vera einkenndir við störf - sjá bls. 11 DV kannar verð á peysum og gami - sjá bls. 13 Rústuðu verbúðina og slösuðu fimm manns - sjá bls. 2 Örverur losa skrápinn af skötunni - sjá bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.