Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Síða 26
38
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986.
Menning
DuMtund og vökustarf
Bókmenntir
Örn Ólafsson
„Blóði drifin fönn sker þögnina
angar við rætur fólvans
eins og liðin snerting við dauðann"
Blóðug fónnin sker þögnina eins
og hljóð, hún angar eins og blóm,
við rætur fölvans, sem er þá líka
eins og jurt - eða öllu heldur dettur
manni ijall í hug í þessu sambandi.
Hér virðist mér Margrét Lóa komin
inn ó brautir surrealismans, en ár-
maður þeirrar hreyfingar, André
Breton, sagði að ljóðmynd væri þeim
mun áhrifameiri sem hún tengdi
fjarstæðari hluti. Því vitnuðu sur-
realistar oft til orða Lautréamont
um 1870: „fagurt eins og þegar
saumavél og regnhlíf hittust af hend-
ingu á líkskurðarborði". Meiningin
er, að engin sjáanleg tengsl séu á
milli þessara þriggja hluta, og tengsl
þeirra höfði þá þeim mun meir til
ímyndunaraflsins. En til þess þarf
Margrét Lóa Jónsdóttir:
Náttvirkió.
Rugur, 1986, 32 bls.
Þessi bók hefur að geyma rúm tutt-
ugu ljóð, tæpur helmingur þeirra
myndar ljóðabálk, Dagbók Alexíu.
Auk þess eru í bókinni sex teikning-
ar höfundar og tvær ljósmyndir.
Þetta er önnur ljóðabók höfundar,
en Glerúlfar hennar birtust í fyrra.
Á henni var auðvitað byijendabrag-
ur, sem eðlilegt er, en stöku sinnum
kom einhver fegurð. Hér finnst mér
minna af slíku, og í rauninni ekkert
vel heppnað. Þvi kenni ég' um, að
myndmál ljóðanna er sundurlaust,
en umfram allt óljóst. Lítum á dæmi
úr ljóðabálkinum Dagbók Alexíu:
6:15
Það var vorkvöld í mai.
Jasmínblómin ilmuðu.
Ég hafði misst allt.
Allt sem ég áldrei hafði
átt. Borgin var fögur
og eggjandi þó að ófriður
væri í aðsigi. Hann
kvaddi með ódauðlega
ljóðabók undir hendinni.
Hvarf inn í óendanleg för
og rispur eftir fölnuð blóm.
Á meðan dvöldu augu mín
í kjarrinu.
Grimm af sorg.
Hvers eðlis er það sem talandinn
hefur misst, en aldrei átt? Hvemig
eigum við lesendur að skynja það?
Við hvað er augum talanda líkt?
Rándýr? Þá þyrfti það að vera skýr-
ara. Eins er með almennar yfirlýs-
ingar svo sem að ófriður sé í aðsigi,
og að ljóðabókin sé ódauðleg, þetta
verður allt heldur fjarlægt.
Þetta ljóð er bara hluti ljóðabálks,
og mætti segja að þá sé ekki sann-
gjamt að dæma það eitt sér. Raunar
virðast mér önnur ljóð hans hafa
sömu einkenni, og heildin þá líka.
En lítum þá líka á stakt ljóð:
Ljósaskipti
yfir andlit þitt/fellur/mjúklega
í huga mínum/birta og skuggi/til
skiptis/gult myrkur í augað/rennur
yfir ennið/vindhviða/leitandi/
sársauki/í logunum/á víxl/
LÍF/DAUÐI/FEGURÐ/
raunverulegt glimt/geymt
eins og allt/rautt
Margrét Lóa Jónsdóttir.
Þetta byrjar vel og verður sér-
kennilegt, „gult rnyrkur", sársauki
eins og vindhviða. En undir lokin
verður allt óljóst, svo sem „allt
rautt", sértæku orðin í þriðju síðustu
línu fá ekki hluttækt andsvar sem
nægði til að gera þau eitthvað meira
en almennar fiillyrðingar: LIF/
DAUÐI/FEGURÐ. '
Sundurleitt
Ég sagði að myndmálið væri sund-
urleitt, og við höfum hér séð dæmi
þess i mótsögnum svo sem: „rispur
eftir fölnuð blóm“, „gult myrkur“,
og margt fleira mætti finna, t.d.:
mynd hvers um sig að vera skörp.
Til að fá þessi óvæntu tengsl fram,
lögðu surrealistar sig fram um að
setja vökuvitundina úr sambandi,
svo dulvitundin réði ferðinni. Þeir
skrifuðu þá drauma sína, féllu í
leiðslu, skrifuðu til skiptis á blað sem
brotið var yfir jafnharðan, svo að sá
sem skrifaði hveiju sinni vissi ekki
hvað stæði fyrir ofan, o.s.frv.
Hráefni
Það er útbreiddur misskilningur
(sem ég er ekki að saka Margréti
Lóu um) að með þessu sé komið eitt-
hvað sem kallist surrealísk list. Að
vonum finnst flestum slíkt heldur
ógæfulegt. En þetta er bara surreal-
ískt starf, afurð þess er aðeins
hráefni í listaverk. Að vfsu úrvals-
hráefni, því það er sótt í hugardjúp
listamannsins, en ekki i dagblöðin
eða klisjur almannaróms, en nú hefst
úrvinnsla; úrfellingar, viðbætur og
breytingar. Og þessi úrvinnsla er
mikið vökustarf, þar sem reynir á
hugvit listamannsins, þekkingu og
þjálfun. Hann tengir sundurleitar
ljóðmyndir saman á því sem virðist
fljótt á litið vera aukaatriði, það eru
hugrenningatengsl, hljómur orð-
anna, og fleira af slíku tagi.
Það hefur oft verð sagt að hvert
listaverk þurfi að vera samræmd
heild, og ég er á því að ljóð þurfi að
hafa miðju, sem mismunandi þáttum
þess er beint að. Þessi kjarni er
kannski ekki orðanlegur beint, og
ekki orðaður í ljóðinu, en hinir ýmsu
liðir ljóðsins þurfa að orka saman
til að útkoman verði áhrifarík. Þetta
finnst mér ekki hafa tekist hjá
Margréti Lóu, einstakir liðir ljóð-
anna eru ekki skýrir, og því síður
að þeir orki saman til áhrifa.
Það væri fráleitt að ætlast til mik-
illa listaverka af þeim sem er að
byija sína þjálfun og er enn innan
við tvítugt. Hitt finnst mér góðs viti,
að Margrét Lóa hefur ekki stöðvast
við það sem aflaði henni nokkurrar
viðurkenningar í fyrstu bók, heldur
sótt inn á nýjar lendur, og glímt við
torleiði. Önnur þroskabraut er ekki
til fyrir skáld, mér þykir hún hafa
sýnt hæfileika, og vænti því árang-
urs af henni - þótt síðar verði.
ÖÓ.
Má ég í fiang þér færa
Má ég i fang þér færa: Hljómplata með
lögum Selmu Kaidaións.
Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Elisabet
F. Eiríksdóttir, Jónas Ingimundarson, Elin
Sigurvinsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson,
Guðrún Tómasdóttir, Ólafur Vignir Alberts-
son.
Upptaka: Halldór Víkingsson.
Skurður Tape One. - Pressun: Alfa.
Útlit umslags: Sigurþór Jakobsson.
Umsjón: Björgvin Þ. Valdimarsson.
Dreifmg: öm og Örlygur.
Að vera dóttir dáðs tónskálds hlýt-
ur að vera tvíbent fyrir konu sem
fæst við að semja lög. Nógu erfitt
eiga konur yfirleitt uppdráttar á
þeim vettvangi þótt þær þurfi ekki
að þola það að vera sífellt jafnað við
einhvem sér náskyldan sem hlotið
hefur náð fyrir eyrum þjóðar sinnar.
Hver áhrif það hefur haft á Selmu
Kaldalóns hef ég litla hugmynd um,
en er ekki grunlaust um að mörgum
hafi orðið það á að bera hana saman
við foður hennar, manninn sem svo
frábærlega kunni að fella tónhend-
ingu að texta. Tónmál Selmu er á
sinn hátt svo frábmgðið tónmáli föð-
ur hennar aðsamanburður á yrking-
um þeirra feðgina í tónum er nánast
út í hött. En, að kunna vel að fella
hendingu að texta er þeim þó sam-
eiginlegt.
Að skreyta með tónum
Svo mjög bindur Selma yfirleitt línur
sfnar textanum að lagið verður ljóð-
inu oftast sem nærskorinn stakkur.
Það er varla að hún leyfi sér nokk-
um tíma að pijóna eitt eða neitt við
og sýnir þannig ljóðinu fullkomna
undirgefni og þjónustulund. Ég hygg
Tónlist
Eyjólfur Melsted
að tilgangur Selmu með lagasmíðum
sínum hafi verið að gefa ljóðunum
fagran og vandaðan ramma í tónum,
já eða skreyta þau með tónum, frek-
ar en að skerpa drætti þeirra í nýju
listaverki ljóðs og lags. Stundum
finnst manni þessi hógværð hennar
fullmikil þar sem hún hafi oft haft í
haganlega gerðum steíjum sínum
efnivið til annars og meira. En hóg-
værðin er einkenni allra verka
Selmu, jafrit laganna sem snotur-
legrar skreytingarinnar sem prýðir
framhlið plötuumslagsins.
Valinkunnir listamenn sem
gera sitt besta
Til að flytja lög Selmu Kaldalóns
á umræddri plötu eru fengnir valin-
kunnir listamenn og þeir hafa allir
sem einn lagt sitt besta af mörkum.
Upp á milli þeirra er erfitt að gera
en þó finnst mér fyrri hliðin með
Kristni Sigmundssyni, Elísabetu F.
Eiríksdóttur, Jónasi Ingimundarsyni
og í einu tvísöngslagi með Elísabetu,
Elínu Sigurvinsdóttur, hafa heil-
steyptara yfirbragð og að því leyti
betur heppnuð. Ekki af þvi að lögin
séu betur sungin og leikin á þeirri
hlið, (sem vitaskuld hlýtur að byggj-
ast á afstæðu mati), heldur vegna
þess að sú hlið myndar öllu sam-
stæðari heild og að mínu mati veljast
lögin betur í samræmi við eiginleika
söngvaranna. Hvemig velja ætti
öðmvísi held ég samt að hvorki ég
né aðrir geti sagt um svo óyggjandi
væri og víst er ekki í kot vísað þar
sem Elín Sigurvinsdóttir, Júlíus Víf-
ill Ingvarsson, Guðrún Tómasdóttir
og Ólafur Vignir Albertsson em.
Andrúmsloft mannlegrar
hlýju
Sameiginleg er öllum flytjendum,
jafht söngvumnum sem meðleikur-
unum báðum, sú einstæða alúð sem
þeir leggja í flutninginn. Ekki svo
að skilja að þetta fólk sé ekki vant
að vanda til sinna verka, en sjaldan
eða aldrei hefur alúðin verið jafn-
auðfundin hjá þeim sem á þessari
plötu, enda gefa lögin kannski tilefhi
til þess. Og vönduiiin er jafnt til stað-
ar í öðrum þáttum útgáfunnar svo
að þar er gott samræmi á milli. Plat-
an er öðrum þræði tónrænn bauta-
steinn, reistur til minningar um
Selmu Kaldalóns. Þessi bautasteinn
miðlar áheyrandanum inntaki lag-
anna sem hún samdi - þess tilgangs
að skapa andrúmsloft mannlegrar
hlýju í stofunní sem þau heyrast í.
EM
/ ' ;>>(,»«
Selma Kaldalóns