Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Qupperneq 28
40 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Andlát Böðvar Bjarnason byggingameist- ari lést 23. október sl. Hann fæddist á Gerði í Innri-Akraneshreppi 1. okt- óber 1904, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Bjama Jónssonar. Bövar hlaut meistararéttindi í húsa- smíði árið 1930 og starfaði hann lengst af sjálfstætt. Eftirlifandi eig- inkona hans er Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Útför Böðvars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Bjargey Steingrímsdóttir frá Ekru lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 29. október. Borghildur Magnússon, fyrrver- andi yfirhjúkmnarkona, lést í Kaupmannahöfn 26. okt. Bálför hef- ur farið fram. Ólafía Sigríður Ólafsdóttir, Gunn- arsbraut 38, andaðist 15. október á öldrunardeild Landspitalans, Hátúni lOb. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Soffia Jóna Davíðsdóttir, Bjarma- landi 5, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. október. Sigurveig Oddsdóttir, Ásgarði 155,1 lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. október. Jarðarförin verður aug- lýst síðar. Guðmundur J. Kristjánsson óperusöngvari lést í New York 26. október. Bálför hefur farið fram. Margrét Eiríksdóttir frá Sjávar- hólum í Grindavík, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. þ.m., verður jarðsungin frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 14. Petrína Guðlaug Sæmundsdóttir, Ásvallagötu 17, Reykjavik, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 11. Tilkynriingar Flóamarkaður Félags makalausra verður haldinn í Mjölnisholti 14 laugar- daginn 1. nóvember kl. 13-17. Flutningur á flugfarþegum. Limousineþjónusta Pálmarssonbræðra og bifreiðastjóra á Aðalstöðinni í Keflavík, hafa tekið upp samstarf á flutningi flugfar- þega miili Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fargjaldið fyrir hvem far- þega er kr. 550 hvora leið en farþegar eru sóttir heim er þeir fljúga utan og þeim farþegum sem til landsins koma er ekið tii þess staðar er þeir óska á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Bílar þeir sem notaðir eru til þessa aksturs eru 5-9 farþega auk ágæt- is farangursrýmis. Pantanir þurfa að berast ekki síðar en kl. 21 að kvöldi fyrir flug næsta dags. Síminn í Reykjavík er (91) -78490 og 985 20 172 en í KeOavík (92) -1515. Einnig hafa þessir aðilar 5-9 farþega bifreiðir til lengri og skemmri ferða. Konur í list kvenna Þann 27. janúar 1987 verða 80 ár liðin frá stofnun Kvenréttindafélags íslands. 1 til- efni afmælisins hyggst félagið efna til sýningar á verkum kvenna - Konur í list kvenna, í samkomusal kvennaheimilisins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykja- vík, vikurnar í kringum afmælið. KRFl óskar eftir því við listakonur að þær taki þátt í sýningunni og sendi inn myndlistar- verk. Oskað er eftir nýjum áður ósýndum verkum, teikningum, málverkum, textíl og grafík. Sýningamefnd skipuð af KRFÍ mun síðan velja úr þeim verkum sem ber- ast. Þær konur, sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni, skili inn verkum sínum á Hallveigarstaði mánudaginn 12. janúar nk. milli kl. 17 og 19 ásamt upplýsingum um verkin og sjálfar sig. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá hjá Hrafnhildi Schram, s. 21984, Láru V. Júlíusdóttur, s. 34302 og s. 83044 og skrifstofu KRFÍ, Hallveigar- stöðum, s. 18156, Frá Félagi einstæðra foreldra Okkur vantar duglega sjálfboðaliða til hjálpar við undirbúning jólamarkaðs fé- lagsins. Við getum unnið í hópum í Skeljahelli nokkur kvölcí eða um helgar og haft krakkana með. Látið vita af ykkur á skrifstofunni í síma 11822. Þeir sem frek- ar vilja búa til eitthvað heima skili því á skrifstofuna. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudag- inn 3. nóvember kl. 20. Safnaðarfélag Ássóknar kemur í heimsókn. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. í gærkvöldi Eric Steinsson lögreglumaður Mættu hafa óruglað einu sinni í viku Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudag- inn 3. nóvember kl. 20. Safnaðarfélag Ásprestakalls kemur í heimsókn. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Stofnfundur félags kerfisfræð- inga og forritara. Undanfama mánuði hefur tíu manna hóp- ur áhugafólks unnið að því að undirbúa stofnun félags kerfisfræðinga og forritara á íslandi. Gert er ráð fyrir að helstu verk- efni slíks félags verða á sviði fræðslumála og endurmenntunar þar sem fagleg þróun í faginu er ákaflega ör og því gífurlega áríðandi að fólk í þessum störfum haldi vöku sinni í þeim efnum. Þetta félag gæti auk þess beitt sér fyrir ýmiss konar könn- unum og upplýsingamiðlun bæði á sviði kjaramála og faglegra mála. Það má held- ur ekki gleyma félagslegu hliðinni, að fólk fái tækifæri til að kynnast - en margir vinna tiltölulega einangraðir á litlum vinnustöðum. 1 þeirri trú að þeir sem starfi við kerfisfræði og forritun hafi brennandi áhuga á þessum málefnum hefur verið undirbúinn stofnfundur Kerfisfræðinga- og forritarafélags íslands. Stofnfundurinn verður haldinn þann 1. nóvember nk. á Hótel Esju og hefst kl. 14. Dregið í Juvena snyrtivöru- getrauninni Nú hefur verið dregið hjá borgarfógeta í Juvena snyrtivörugetrauninni, „From Switzerland with love“, sem Juvena í Sviss, Snyrtivörur hf. og útsölustaðir Ju- vena snyrtivara á íslandi stóðu fyrir í júlí og ágúst sl. Fyrstu verðlaun, vikuferð til Juvena í Sviss, hlaut Frú Barbro Þórðar- son og kom getraunaseðillinn frá Nafn- lausu búðinni, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Önnur og þriðju verðlaun, vöruúttekt í Juvena að upphæð kr. 5.000 og 2.000, hlutu þær Auður Kristjánsdóttir og Guðrún J. Michelsen og komu báðir getrauna- seðlamir frá Versl. Libíu, Laugavegi 35, Reykjavík. Gamlar Ijósmyndir á sýningu í Gerðubergi I tilefni af 30 ára afmæli Landmælinga íslands á þessu ári stendur stofnunin fyrir sýningu á gömlum ljósmyndum sem dan- skir landmælingamenn tóku hér á landi á árunum 1900-1910. Danska landmælinga- stofnunin, Geodætisk Institut, færði íslendingum myndirnar að gjöf á síðasta ári ásamt fjölda frumteikninga af kortum sem nú eru varðveittar hjá Landmæling- um Islands. Sýningin er haldin í Gerðu- bergi í Breiðholti dagana 1.-9. nóvember og verður opin virka daga kl. 14-21 og 14-17 um helgar. I tengslum við sýninguna verður laugardaginn 1. nóvember kl. 14 kynning á vegum Landmælinga íslands og Landfræðifélagsins á fyrmefndum ljós- myndum og gömlum kortum af Reykjavík. Aðgangur er ókeypis. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20.30 á lofti kirkjunnar. Gestur fundarins verður Margrét Magnúsdóttir og mun hún segja frá lífi fólks í Kenýa. Félagið minnir á sinn árlega basar laugardaginn 8. nóv- ember kl. 14 í Tónabæ. Tekið á móti gjöfum á basarinn föstudaginn 7. nóvember milli kl. 17 og 19 í kirkjunni. Ég verð nú að segja að tnér finnst sjónvarpið bara svona í meðallagi gott. Á síðastliðinn laugardag ætlaði ég til dæmis að eiga notalega kvöld- stund yfir því en þá var ákaflega lítið varið í það. Kristján Jóhannsson var góður að vísu en síðan var íslensk mynd sem ég var búinn að sjá áður. Dagskráin hefði alveg mátt vera betri á fyrsta vetrardag. Mér finnst fyrirmyndarfaðir með því skemmti- legra sem ég sé í sjónvarpinu. Það sem mér finnst helst vanta í sjón- varpið eru umræðuþættir um lífsins gagn og nauðsynjar. Slíkir þættir eru alveg hættir að sjást á skjánum. Af Stöð 2 hef ég lítið séð. Mér finnst að þeir mættu hafa óruglað einu sinni í viku. Svona til að leyfa fólki að sjá hvað er í boði. Það er góð söluaðferð að leyfa viðskiptavin- Eric Steinsson iögreglumaður. unum að smakka á vörunni áður en þeir kaupa hana. Af því sem ég hef séð á Stöð 2, hefur mér fimdist létt yfir dagskránni þar. Sjónvarpið mætti alveg taka það sér til íyrir- myndar og gera meira af því að skjóta inn léttu efni til dæmis Bleika pardusinum fyrir fréttir. I útvarpi hlusta ég á fréttir og fréttatengda þætti, umræðuþætti og slíkt. Bylgjuna hlusta ég töluvert á og finnst hún ljómandi góð. Mér finnst hún fín eins og hún er og vona að hún haldist þannig. Hvað varðar þessa fjölmiðla alla vil ég segja að það er alltaf hægt að bæta sig og eftir að samkeppnin í útvarps- og sjónvarpsmálum hófst er komið gott tækifæri fyrir allar þessar stöðvar, að bæta sig. „Að lifa lífinu án áfengis ÁA-deildimar á Reykjavíkursvæðinu efna til opins kynningarfundar í Háskólabíói sunnudaginn 2. nóvember kl. 14. Til þessa fundar er öllum boðið sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi AA samtakanna. Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið eins mikil þörf á því og einmitt nú að koma boðskap AA-samtakanna til skila. AA-samtökin eru alþjóðlegur félagsskapur karla og kvenna sem ástunda gagnkvæma hjálp til að lifa lífinu án áfengis og miðla öðrum, sem ennþá eiga við drykkjuvanda- mál að stríða, fúslega af reynslu sinni. Aðferðir AA-manna byggjast á „reynslu- sporunum tólf' sem vísa veginn til bata frá alkóhólisma. AA ber aðeins bata ein- staklinganna, sem leita til samtakanna, fyrir bijósti, og að þeir fái lifað lífinu án áfengis. Hreyfingin stundar ekki rann- sóknir á sviði alkóhólisma né heldur lyfja- og geðlækningar. Hún skipar sér hvergi í flokk þótt AA félagar megi gera svo að vild sem einstaklingar. A fundinum á sunnudag verða flutt erindi. AA-samtökin eru fastlega þeirrar skoðunar að margir eigi brýnt erindi við samtökin: fólk, sem verður að koma úr felum og takast á við áfengissýkina á hreinskilinn og opinskáan hátt. Fundurinn á sunnudag er framlag AA-samtakanna til frekari upplýsinga- miðlunar um baráttuna gegn áfengisvand- anum og er skorað á alla þá, sem erindi eiga við samtökin eða þau erindi við, að koma á fundinn. Slíkt skaðar engan en getur mörgum hjálpað. 80 ára afmæli á í dag, föstudaginn 31. október, Sigurlaug Davíðs- dóttir, Miklubraut 80, Reykjavík Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands Nýskipaður sendiherra Rúmeníu, frú Comelía Filipas, nýskipaður sendiherra Portúgal, hr. José Luis de Oliveira Nunes og nýskipaður sendiherrá írak og hr. Pet- er Yousuf Jejonie, hafa afhent forseta Islands trúnaðarbréf sín að viðstöddum utanríkisráðherra, hr. Matthíasi Á. Mat- hiesen. Sendiherra Rúmeníu hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, sendiherra Portúgal í Osló og sendiherra Irak í Helsinki. Jólakort Styrktarfélags van- gefinna Komin eru á markaðinn jólakort félags- ins. Að þessu sinni eru þau með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur og Úlfs Ragnarssonar lækn- is. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst, Laugavegi 40, og á heimilum fé- lagsins. Öllum ágóða af sölu jólakortanna verður varið til styrktar málefnum vangef- inna en um þessar mundir er verið að ljúka framkvæmdum við byggingar félagsins í Víðihlíð. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að kortin eru greinilega merkt félag- inu. Tapað - Fundið Lyklakippa fannst Lyklakippa merkt Almennum tryggingum með einum bláum lykli fannst. Upplýsing- ar í síma 75060. Giftingarhringur fannst á Dalvík í fyrrasumar. Innan í hringnum stendur: Þín Sigrún. Upplýsingar gefur Peta í síma 53192. Lyklarfundust Þrír lyklar á smákippu fundust fyrir utan Bolluna í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50553. Seðlaveski tapaðist Vínrautt seðlaveski tapaðist á kjúklinga- staðnum Suðurveri á mánudaginn sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 21587. Afmæli íslandsmót í Aerobic Dagana 31. okt., 7. og 14. nóvember verður haldið íslandsmeistaramót í aerobic í skemmtistaðnum Evrópu, en það eru Evr- ópa og World class heilsustúdíóið sem að keppninni standa. Keppt verður bæði í einstaklings- og hópkeppni, aldurstak- mörk eru engin og allir sem eitthvað kunna í aerobic geta tekið þátt. Vegleg verðlaun eru í boði, stór og mikill bikar í hópkeppninni og ferðavinningur til Stokkhólms ásamt hóteli í viku í einstakl- ingskeppmnni. Keppnin byggist á tækni, uppbyggingu og útfærslu, ásamt stíl og léttleika. hver einstaklingur fær 5-6 mín. til umráða en hver hópur 8-10 mín. Aðeins fagfólk mun sjá um dómgæsluna. Hver æfingastöð hefur heimild til að auglýsa á keppendum sínum og á merktum borða. Fólk er þegar byijað að skrá sig til keppri- innar og búist er við mikilli þátttöku. Bætt verður við keppnisdögum ef þörf krefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.