Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Qupperneq 32
44 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Eigendur fyrirtæksins, Stefania og Davíð Sch. Thorsteinsson, ásamt hin- um japönsku hönnuðum Saburo Susuki, Hachikawa og Nakamura. Hjónin Valgerður Bára Guðmundsdóttir og Jón Oddsson, Sigurður Hall- dórsson, Guðrún Ásgeirsdóttir og Davið Sch. Thorsteinsson. Dró leiðtogafundurínn Jerry Lee Lewis til íslands? Menn voru broshýrir mjög - Jóhannes Nordal, Guðmundur Kr. Kristins- son og Sigrid Kristinsson. Nýju húsnæði fagnað Heilmikið hóf var haldið hjá ná- grönnum DV héma í Þverholtinu um síðustu helgi. Þetta var hjá fyrir- tækinu Sól hf. sem tók við þetta tækifæri í notkun nýtt húsnæði. Gestir vom á þriðja hundrað og voru íbúar húsa í næsta nágrenni sérstak- lega boðnir velkomnir og þakkað fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt gagnvart byggingarframkvæmdum og sprengingum þeim samfara. Meðfylgjandi DV-myndir BG sýna brosandi og ánægða starfsmenn og velunnara Sólar hf. ásamt ekki minna kátum nágrönnum en þeir síðamefhdu sjá nú fram á betri tið og hávaðaminni í nánustu framtíð. „Hann er stórkostlegur. Hann kem- ur næst á eftir Elvis gamla,“ sagði Björgvin Halldórsson um hinn heim- fræga og umdeilda rokkara Jeny Lee Lewis sem er á leið hingað til lands og heldur fema hljómleika í Broadway 6., 7., 8. og 9. nóvember. „Ég veit ekki hvorUvið eigum að þakka leiðtogafundinum það að Lewis lætur svo lítið að koma en staðreynd- in er sú að samningar við hann gengu upp um sama leyti og tilkynnt var að Reagan og Gorbatsjov ætluðu að hitt- ast í Reykjavík," sagði Björgvin. Jeny Lee Lewis var nýkominn úr hljómleikaferð með Fats Domino er hann ákvað að þiggja boð um að leika á íslandi. Hefúr Fats líklega sagt hon- um sitthvað um viðtökumar er hann sjálfur hlaut hér á landi er hann lék fyrir fullu húsi í heila viku eins og menn enn muna. Jerry Lee Lewis er rétt rúmlega fimmtugur og hefur lifað stormasömu lífi. Fyrir skemmstu hneykslaði hann hálfa heimsbyggðina er hann gekk að eiga 13 ára frænku sína en samkvæmt áreiðanlegum heimildum kemur hún ekki með honum í íslandsferðina. Jerry er vanur að fara ómjúkum höndum um flygla er hann leikur á og nota jafnvel fætuma þegar mikið liggur við. Björgvin Halldórsson segir hins vegar að húsráðendur í Broadway séu óhræddir við að lána Lewis flygil hússins. Verra sé ef til vill með stól fyrir kappann til að sitja á því hann er vanur að sparka honum aftur fyrir sig að hljómleikum loknum. Em mat- argestir í Broadway hér með varaðir við og hvattir til að mæta með hjálm á höfði fái þeir sæti að baki kappan- um. Þá hefur Jerry Lee Lewis krafist þess að hafa litla kókflösku á flyglin- um, það er vörumerki hans, og hljóð- nemann vill hann hafa í klofinu. Það kostar tæpar 4000 krónur að hlýða á meistarann í Broadway en þá er þríréttaður matseðill með í reikn- ingnum. Jerry Lee Lewis heimfar litla kók og hljóðnema milli fotanna. Ólyginn sagði... Jason Connery gerði föður sinn alveg óðan á dögunum með því að leika í eld- heitri ástarsenu - kviknakinn! Sá gamli núllnúllsjö varð hopp- andi vondur yfír tiltækinu og gefur fáa punkta fyrir fyrstu skref afkvæmisins í fótspor föðurins. Jason deplaði ekki auga - sagð- ist hafa það á hreinu að hann langaði ekki til þess að daga uppi sem einhver djeimsbond og því væri nektaratriði ekki verra en hvað annað í leiklistar- bransanum. En Sean lætur ekki huggast og segist vona heitt og innilega að sonurinn snúi við blaðinu og fjölgi fötum í næstu hlutverkum. Sophie af Habsburg hefur nú farið að dæmi Karólínu af Mónakó og hent glaumgos- anum Philippe Junot út í kuldann. Síðustu fjögur árin var samband Junots og Sophie prinsessu á allra vörum en að lokum fékk hún nóg af skemmt- anafikn fírsins. Hann dvelur nú löngum stundum á næturklúbb- um Parísarborgar, umsetinn fögrum konum sem elska það slæma orð er af honum fer. Eng- in þeirra hefur þó áhuga á langtímasambandi og sjálfur sagði þessi tæplega fimmtugi diskógæi við vini sína- fyrir skömmu að hann vissi ekki al- veg hvað hann langaði að taka sér fyrir hendur í framfíðinni. Ef allt þrýtur getur hann þó alltént sýnt sig í næsta sirkusi eða skrif- að endurminningarnar. Síðar- nefnda hugmyndin vakti litla hrifningu í herbúóum fyrrver- andi ástmeyja og í Mónakó gnísta menn tönnum í þögulli bræði. wí r Stephen Barry, fyrrum herbergisþjónn Kalla rík- isarfa í Bretlandi, er látinn í Bandaríkjunum. Banameinið var eyðni og hefur sú staðreynd valdið gífurlegu írafári hjá aðlin- um. Spurningin er hvort rann- saka þarf alla kóngafjölskylduna á einu bretti vegna hættu á að nærvera Stephens i hinum kon- unglegu svefnherbergjum hafi orðið heilsu hefðardúllanna skeinuhætt. Ekki bætir það úr skák að þjónninn nýtti síðustu kraftana í að skrifa bók um lífið innan hallarveggjanna og finnst mönnum súrt í broti að ekki skuli takast að stöðva slíka upp- lýsingastarfsemi með öllu. „Einn fyrir mömmu...!í£ Sem alheimur veit er Zsa Zsa Gabor gengin í hjónaband í áttunda sinn og heitir sá lukkulegi Frederic von Anhait. Starfsheiti á karli er ekki finnan- legt en hann er oftast titlaöur prins meö hinum ýmsu fyrirvörum. Prins eöa ekki prins - Gabor er nú harðákveðin í því aö halda eiginmanninn til lang- frama. Hún leikur hlutverk hinnar fullkomnu eiginkonu og því til sönnunar sá stjarnan um aö koma brúðartertunni ofan i elskuna sinu og notaöi til þess víðurkennda aferð. Það skal tekið fram til að fyrirbyggja allan mis- skilning að prins Frederick von Anhalt er ekki handalaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.