Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Side 14
14 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Á hófsömum nótum Kjarakröfur formannafundar Alþýðusambandsins í gær eru á skynsamlegum nótum. Stefnt er að því að gera alvörusamning við atvinnurekendur eftir áramót- in, ekki bráðabirgðasamning fram yfir kosningar. Forystumenn ASf tala um kjarasamninga til næsta hausts eða ársloka 1987. Formannafundur Verka- mannasambandsins hafnaði í fyrradag hugmyndun formanns og varaformanns sambandsins um bráða- birgðasamning fram yfir kosningar. Menn Verka- mannasambandsns telja ekki, að verkafólk geti beðið, sízt hinir lægstlaunuðu. Raunar var samningum stefnt í óefni, yrðu nú aðeins gerðir samningar til bráða- birgða. Þá kæmi upp sú staða, að eftir kosningar væri enn allt upp í loft og hótanir um verkföll. Óvíst er, hvað ríkisstjórn gæti eftir kosningar boðið umfram það, sem unnt yrði að bjóða um áramót. Líklega gæti stjórn að kosningunum loknum ekkert boðið nema með því að stofna ávinningnum í efnahagsmállum í hættu. Því er það viturleg niðurstaða ASÍ-manna að stefna nú þegar að alvörusamningum. Meginkrafa Alþýðusambandsins verður veruleg hækkun lægstu launa. Réttilega er sagt, að nítján þús- und króna mánaðarlaun séu ekki mannsæmandi. Þá á að reyna að auka hlut fastakaupsins af kaupinu og draga úr hlutdeild launahvetjandi kerfa. Færa á taxtana nær raunverulegu kaupi. Allir vita, að víða hefur verið um miklar yfirborganir að ræða, launaskrið, kauphækk- anir umfram samninga. Jafnframt verður að viður- kenna, að ýmsir hópar, einkum sumir hinna lægstlaun- uðu, hafa orðið útundan í þessu launaskriði. Því er brýnt, eins og formenn Alþýðusambands segja, að draga úr misrétti innan launþegahópsins. Almennt hafa orðið verulegar kjarabætur á þessu ári og kaupmáttur vaxið með góðærinu. Það þarf að lyfta þeim, sem eftir hafa legið. Draga má þá ályktun af niðurstöðum formanna- fundar ASÍ, að nú skuli ekki svo mjög reynt að hækka almennt kaup, heldur kaup hinna lægstlaunuðu. Er þá tími til kominn. En varað skal við hugmyndum um að setja lágmarkslaun við upphæðir eins og 32-36 þúsund króna mánaðarlaun. Slíkt mundi aðeins keyra allt launakerfið upp og ekki nýtast launþegum, þegar fram í sækti. Alþýðusambandið mun í næstu samningum leggja þunga áherzlu á skattamálin. Tillögur eru uppi innan ASÍ um breytingu, þar sem nýtt skattakerfi yrði byggt upp. Tekjuskattinum til ríkisins og útsvarinu yrði steypt saman í eitt svo og sjúkratrygginargjaldi. Lög yrðu sett um, hvernig tekjum hins opinbera af þessu yrði skipt milli ríkis og sveitarfélaga. Frumskógur frádrátt- arliðanna yrði ruddur. Þetta hljómar vel í fljótu bragði. Skattinn þarf að einfalda, vonandi svo mjög, að al- þýðufólk geti sjálft gert skattframtal sitt, sé ekki um mikil frávik frá hinu venjulega að ræða. Eftir er að sjá, hvernig svona hugmynd lítur út í nánari útfærslu. En rétt er að minna þá alþýðusambandsmenn á, að þeir eiga að sjá til þess, að stjórnvöld standi við loforð um afnám tekjuskatts á almennar launatekjur. Þetta loforð verður að innheimta, einnig þótt nýir flokkar setjist í ríkisstjórn. Þá er athyglisvert, að Bandalag háskólamanna sam- þykkti kröfur um afnám tekjuskatts einmitt nú um helgina. Þetta á að vera eitt aðalmál kröfugerðar nú. Haukur Helgason. Kjallarinn í DV þann 17. nóv sl. birtist kja.ll- aragrein eftir prófessor Ólaf Ragnar Grímsson. Grein þessi var ekki að- eins skemmtileg aflestrar heldur einnig upplýsandi og stórfróðleg. Þar kennir alveg nýrra grasa. Al- þýðubandalagið er orðið svo óskap- lega nýjungagjam stjómmálaflokk- ur að það haíhar algjörlega þátttöku í sams konar ríkisstjóm og það hefur átt þátt í áður. Þetta em nokkuð góð tíðindi fyrir landann, ef treysta má orðum prófessorsins. Samkvæmt því verður aldrei aftur nýsköpunar- stjóm, aldrei aftur samstjóm Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags og aldrei aftur stjóm sjálfstæðismanna, framsókn- armanna og Alþýðubandalags. Allar slíkar stjómir em nefnilega gamal- dags. Alþýðubandalagið á þá aðeins eftir tvo kosti. Annars vegar stjóm- arsamstarf með krötum og hins vegar með íhaldi, með eða án Kvennalista. Óskalistinn I miðstjóm Alþýðubandalagsins var um daginn samþykktur óska- listi. Óskalistinn er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sést fyrir allar kosningar síðustu 15 árin. Ólafur Ragnar birtir lista þennan í um- ræddri grein sinni. Þar er margt fallegt sagt sem jafriaðarmenn geta undir tekið. Hins vegar vantar alveg skýringar á framkvæmdinni. Það er því ofur eðlilegt. að formaður Al- þýðuflokksins hlaupi ekki á agnið án alls fyrirvara. Hrollurinn Menn muna gjörla hvemig óska- listastjómir Alþýðubandalagsins hafa reynst. Það fer meira að segja hrollur um prófessorinn sjálfan þeg- ar hann hugsar til þeirra. Vom það ekki ráðherrar Alþýðubandalagsins sem hötuðust við atvinnuuppbygg- ingu útlendinga á sama tíma og þeir veðsettu þjóðarbúið erlendum fjár- magnseigendum fyrir tugi milljarða? Vom það ekki ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sem skertu verðbætur á laun um meira en 50% en héldu fullum verðbótum á verðtryggðum lánum? Var það ekki viðskiptaráð- herra Alþýðubandalagsins sem svipti hulunni af faktúrufolsunum íslenskra innflytjenda ún þess að gera nokkum skapaðan hlut í mál- inu? Var ekki Albert Guðmundsson góður og gegn þegar hann studdi þá félaga Svavar og Hjörleif í ráðherra- stólunum um úrið? Og síðast en ekki síst. Var það ekki í stjómartíð félaga Svavars og Ragnars þegar læknar fengu 40% kauphækkun en sjúkra- liðar 8%? Hefur eitthvað breyst? Hver er gamaldags? Og prófessor Ólafúr Rangar hefur áhyggjur af fomeskjulegri pólitík formanns Alþýðuflokksins. Það mun vera svo gamaldags að efast um úgæti Alþýðubandalagsins sem sjálft virðist vera að riðlast af innbyrðis átökum. Valið í dag er hins vegar ekki um nútímalega nýja jafnaðar- stjóm eða einhvem veginn öðmvísi „gamaldags" ríkisstjóm. Sú spum- ing sem stjómmálaforingi verður að svara er þessi: Hvemig kem ég stefnumálum mín- um best í framkvæmd? Við jafnaðar- menn verðum því að spyrja: Hver vill vinna með okkur að því að leggja niður gjörgæslukerfi fyrirtækjanna? Hvera vill einn sameiginlegan lífeyr- issjóð fyrir alla landsmenn? Hver vill undanþágulausan virðisauka- eða söluskatt? Hver vill kasta hrip- leku tekjuskattskerfi fyrir róða? Hver vill útiloka þá aðila úr íslensku viðskiptalífi sem lifa á því að svindla á löndum sínum? Hver vill útiloka alþingismenn og aðra pólitíkusa úr stjómum banka, sparisjóða og fjár- festingarsjóða? Hver vill kaupleigu- „Og prófessor Olafur Ragnar hefur áhyggjur af forneskjulegri pólitik for- manns Alþýðuflokksins. Það mun vera svo gamaldags að efast um ágæti Alþýðubandalagsins sem sjálft virðist vera að riðlast af innbyrðis átökum." huga er þvi ekki spuming um það hvort samstarfsaðili okkar jafhaðar- manna í hugsanlegri ríkisstjóm heitir Þorsteinn, Ólafur Ragnar eða jafnvel Steingrímur. Keppikeflið er heldur hitt að Alþýðuflokkurinn verði svo stór og öflugur að hann geti knúið aðra til ffamkvæmda. Heiðarleikinn Það er aftur ú móti umhugsunar- efni að hugarfóstur prófessors Ólafs Ragnars skuli í grein hans verða að orðum formanns Alþýðuflokksins. Þar er kannski komin skýring á því hversu erfið ganga prófessorsins hef- ur verið í þeim stjómmálasamtökum sem hann hefúr starfað í. Stjóm- málamaður verður að vera heiðar- legur. Það virðist hins vegar ekki í tísku hjá þeim núna. Ekki ætla ég að fara að svara fyrir Jón Baldvin. Hins vegar hefúr hann aldrei hafnað huem'mdinni um svokallaða nýja jafnaðarstjóm. Hann hefur aðeins tíundað þá sjáanlegu annmarka, sem nú þegar em ljósir, fyrir því að slíkt stjómarsamstarf geti tekist. Um- rædd kjallaragrein Ólafs Ragnars dregur ekki úr þeim annmörkum. Bjarni Pálsson. BJARNI PÁLSSON KENNARI, FJÖLBRAUTA- SKÓLANUMí GARÐABÆ kerfið í húsnæðismálum? Hver vill frjálst fiskverð og afnúm einokunar í markaðssetningu landbúnaðar- vara? Svona mætti lengi telja. Öll þessi atriði kosta lítið sem ekkert í framkvæmd. Aðeins vilja. I mínum „Menn muna gjörla hvemig óskalista- stjómir Alþýðubandalagsins hafa reynst. Það fer meira að segja hrollur um prófess- orinn sjálfan þegar hann hugsar til þeirra.“ Hrollur för- tíðarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.