Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 15
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. 15 Lögbinding lágmarkslauna Frumvarp Kvennalistans um lög- bindingu lágmarkslauna hóf fyrir skömmu göngu sína um hefðbundna starfsvegi Alþingis. Ekki er útlit fyr- ir að sú ganga verði þrautalaus. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis, og þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvenær eða hvort það á afturkvæmt þaðan. Sultarlaun í velferðarþjóðfélagi Frumvarpið, sem fyrst var flutt í lok síðasta þings og felur í sér að óheimilt verði að greiða lægri laun hér á landi fyrir 40 dagvinnustundir á viku en 30 þúsund krónur á mán- uði, er viðbrögð Kvennalistans við þeim kjarasamningum sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér snemma á þessu ári. í þessum kjara- samningum var ekki tekið á lægstu laununum og stórum hópi fólks áfram skömmtuð laun sem ekki er hægt að framfleyta sér af. Lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku eru nú samkvæmt þessum kjarasamningum rúmlega 19 þúsund kr. á mánuði. Framfærslukostnaður vísitölufjölskyldunnar, sem telur hjón og 1,66 börn, er hins vegar um 87 þúsund kr. á mánuði. Út frá því má ætla að framfærslukostnaður einstaklings sé ekki undir 30 þús. kr. á mánuði. Hvað sem líður yfirborgunum af margvíslegu tagi liggur ljóst fyrir að fjölmargir launþegar, þar á meðal stærsti hluti kvenna á vinnumark- aði, hafa innan við 30 þúsund kr. á mánuði í grunnlaun og geta þvi ekki framfleytt sér af afrakstri fullar dag- vinnu. Ómæld vinna, sem óhjá- kvæmilega bitnar á heilsufari og KjaHarirm laununum ýttu kjarasamningamir í febrúar sl. jafnframt undir áfram- haldandi þróun þess tvöfalda launa- ekki setið aðgerðalausir hjá, heldur ber þeim skylda til að grípa til þeirra ráða sem tryggt geta að allir lands- „Þegar ástandið í þjóðfélaginu er svo orð- ið þannig að áætlað er að 8-24% fjöl- skyldna á íslandi búi við afkomu sem telst undir fátæktarmörkum þá er ljóst að kjörnir fulltrúar á Alþingi geta ekki setið aðgerðalausir hjá,.. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingkona Kvennalistans fjölskyldum þeirra sem í hlut eiga, er þess vegna eina leið fjölmargra til að láta enda ná saman, þ.e. þeirra sem ekki kikna undan byrðinni og leita á náðir opinberra stofnana með afkomu sína. Slíkt ástand er ekki með nokkru móti verjandi i íslensku velferðarþj óðfélagi. Skyldur Alþingis Með því að taka ekki á lægstu kerfis sem hér hefur þrifist um árabil. Lágu taxtamir gera atvinnurekend- um kleift að borga þeim starfsmönn- um sínum sem þeir kjósa aukalega framhjá því sem samið var um. Er enginn vafi á því að þessi þróun bitn- ar ekki hvað síst á konum, m.a. vegna þess að sá skilningur er enn almennt ekki viðtekinn í íslensku þjóðfélagi að konur séu fyrirvinnur engu síður en karlar. Verkalýðshreyfing sem þannig semur, sem ekki gætir hags þeirra lægst launuðu og sem ekki hefur reynst þess megnug eða ekki viljað spoma við jafnri prósentuhækkun launa upp allan launastigann, er verkalýðshreyfing sem ekki er vanda sínum vaxin. Þegar ástandið í þjóð- félaginu er svo orðið þannig að áætlað er að 8-24% fjölskyldna á fslandi búi við afkomu sem telst undir fátæktarmörkum þá er ljóst að kjömir fulltrúar á Alþingi geta menn hafi a.m.k. fyrir brýnustu nauðsynjum með launum fyrir fulla vinnu. Þess vegna leggur Kvennalistinn til að Alþingi tryggi að engum séu greidd lægri laun hér á landi fyrir fulla vinnu en sem nægi einstaklingi til framfærslu. Þannig vill Kvenna- listinn tryggja þann lágmarksrétt hvers vinnandi manns að geta fram- fleytt sjálfum sér af afrakstri fúllrar dagvinnu. Slík lagasetning skerðir ekki rétt aðila vinnumarkaðarins til svonefndra frjálsra kjarasamninga. Eftir sem áður er það í þeirra hönd- um að semja um almenn launakjör í landinu og ábyrgðin á komandi kjarasamningum er hjá þeim eins og lög gera ráð fyrir. Ekki dýrt að hækka lægstu iaunin Það nöturlegasta við það ástand sem nú ríkir í launamálum hér á landi er e.t.v. sú staðreynd að það kostar í raun ekki mikið að hækka lægstu launin í 30 þúsund kr. á mán- uði. Skv. lauslegum áætlunum Þjóðhagsstofhunar hefði slík hækk- un lægstu launa ekki í för með sér nema 3-5% hækkun á heildarlauna- kostnaði atvinnurekstrarins í landinu miðað við heilt ár. Hækkun lægstu launa er þvi hvorki dýr né líkleg til að hleypa verðbólgunni á skrið á nýjan leik. Hún hefði hins vegar í för með sér allt að fjórðungs hækkun á dagvinnulaunum þess 35 þúsund manna hóps, að meirihluta til kvenna, sem í dag býr við laun sem eru innan við 30 þúsund kr. á mánuði. Sultarlaunin er því ekki hægt að afsaka með því að það kosti svo mikið að hækka þau, né er hægt að afsaka þau með bágu efnahags- ástandi, eins og alsiða er hér á landi. Ekki er heldur hægt að afsaka þau með því að atvinnureksturinn geti ekki borið hærri launakostnað, kostnaðurinn er lítill og auk þess getur sá atvinnurekstur tæpast stað- ið undir nafhi sem ekki getur borgað laun fyrir fulla dagvinnu sem nægja til einstaklingsframfærslu. Lágu launin eiga sér enga afsökun, þau eru siðleysi. Töluverð viðbrögð hafa orðið við þessu frumvarpi Kvennalistans og verður fjallað um þau í grein sem birtast mun í blaðinu á morgun. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. íslendingar ekki óskyn samari en aðrir Frjálshyggjan er mannúöarstefna KjáUarinn Snjólfi Ólafssyni svarað Tveir ungir menntamenn hafa ný- lega andmælt skrifum mínum hér í blaðinu, þeir Þorgeir Kjartansson sagnfræðingur og Snjólfur Ólafsson stærðfræðingur. Ég tel að vísu litla ástæðu til að svara Þorgeiri, þar sem greinar hans voru alls ekki efnisleg- ar og bersýnilega samdar í reiðikasti. Eigum við ekki að bíða eftir því, að mesti móðurinn renni af blessuðum piltinum? En Snjólfur gerði hins vegar miðvikudaginn 19. nóvember sl. nokkrar athugasemdir við tvær greinar mínar, og er mér af þvi til- efni ljúft og skylt að reyna að skýra mál mitt betur. Stjórnmál og hagfræði Þess ber að geta í upphafi, að Snjólfur gerir ekki skýran greinar- mun á stjómmálaskoðun okkar frjálshyggjumanna annars vegar og kenningu hagfræðinnar um verð- myndun á frjálsum markaði hins vegar. Hver er munurinn? Stjóm- málaskoðun okkar frjálshyggju- manna er, að einstaklingamir eigi að fá að leysa úr sem flestum málum með samningum sín á milli, þannig að þeir þurfi ekki að taka við fyrir- skipunum frá digrum valdsmönnum og drambsömum, hvort sem slíkir menn tala í umboði Guðs almáttugs, eins og einvaldskonungar fyrri alda gerðu, eða tímabundins meirihluta eins og nú tíðkast. Kenning hagfræðinnar um verð- myndun á frjálsum markaði er hins vegar sú, að vara hækki i verði, ef framboð hennar minnkar eða eftir- spum eykst, en lækki að sama skapi, ef framboð eykst eða eftirspum minnkar. Ég sé ekki, að menn þurfi að vera neinir sérstakir frjálshyggju- menn til að geta tekið undir þessa sáraeinfóldu kenningu, sem allir hafa einhveija reynslu afl Ef menn neita henni, þá neita þeir óvefengj- anlegum staðreyndum. Ágreiningur okkar hlýtur því að vera um, hversu langt þessi kenning hagfræðinnar nær, en ekki um hitt, að hún er gild, svo langt sem hún nær. Fijálshyggjumenn viðurkenna auðvitað, að henni verður ekki alls staðar við komið (til dæmis ekki þegar um löggæslu eða landvamir er að ræða). En þeir telja, að í megin- atriðum séu til tvær og aðeins tvær leiðir til að stilla saman framboð lífs- gæðanna og eftirspurn eftir þeim: verðmyndun í frjálsum viðskiptum og valdboðin skömmtun þessara gæða. Og þeir taka svo sannarlega fijálsa verðmyndun fram yfir slíka skömmtun Lögbinding lágmarkslauna -framboð á læknisþjónustu { greinum mínum hélt ég því ffarn, að verðlagning á frjálsum markaði væri stundum miklu mannúðlegri og jafnframt hagkvæmari en skipu- lagning eða skömmtun ríkisins. í fyrri greininni ræddi ég um lög- bindingu lágmarkslauna. Þar sem vinnuafl sumra manna er öðrum lít- ils virði (til dæmis vinnuafl óskóla- genginna unglinga), geta þeir ekki selt það á mjög háu verði. Ef lög- bundin eru lágmarkslaun, sem eru hærri en nemur þvi verði, þá verður afleiðingin óhjákvæmilega, að eng- inn vill kaupa þetta vinnuafl. Afleið- ingin verður að öllum líkindum atvinnuleysi: þetta fólk er beinlínis verðlagt út af markaðnum. I síðari greininni gagnrýndi ég þá skoðun, að læknar væru að verða of margir á íslandi, svo að takmarka yrði aðgang að Læknadeild. Ég benti á, að biðlistar á sjúkrahúsum og biðraðir á læknastofum bæru ekki vott um ofiramboð á læknissþjón- ustu. Spumingin væri, hvemig verðmyndun á þessari þjónustu væri háttað. Tímabundið ofiramboð mætti leysa með verðlækkun á þess- ari þjónustu. Ef við hefðum ráð á að borga 300 læknimi 80 þús. kr. á mánuði, þá gætum við líka borgað 400 læknum 60 þús. kr. á mánuði. Ekki þyrfti því að takmarka aðgang efni), heldur að hún væri af ein- hveijum ástæðum óframkvæmanleg. Skortur væri til dæmis á fóstrum, án þess að laun þeirra hefðu hækk- að, og offramboð á flugmönnum, án þess að laun þeirra hefðu lækkað. Þau lögmál framboðs og eftirspum- ar, sem okkur frjálshyggjumönnum yrði svo tíðrætt um, giltu ekki á Is- landi. Draumur okkar væri gerólík- ur hinum íslenska vemleika. En með þessu er Snjólfur í raun- inni að segja, að íslendingar séu ólíkir öllum öðrum mönnum, því að þeir bregðist ekki við breytingum á „íslendingar eru ekki vitlausari en gengur og gerist. Þeir eru engir þursar, heldur lúta sömu lögmálum í öllum viðskiptum og aðrir menn.“ að Læknadeild og skella með því í lás við nefið á nýrri kynslóð, heldur mætti leyfa markaðsöflunum að stilla saman framboð á læknisþjón- ustu og eftirspum eftir henni. íslendingum brugðið um óskynsemi Og hvað hefur Snjólfur Ólafsson fram að færa gegn þessu? Eftir vand- legan lestur greinar hans fann ég eina og aðeins eina raunvemlega röksemd. Hún var ekki, að verð- myndun á frjálsum markaði væri óæskileg (hann virðist sammála okkur frjálshyggjumönnum í því vömverði. ísland sé eina landið í öllu sólkerfinu, þar sem eftirspum eftir vöm minnki ekki, þegar verðið á henni hækki, og öfugt. Með þessu er Snjólfur að bregða íslendingum um dæmalausa óskynsemi og jafnvel heimsku. En auðvitað hefur hann rangt fyrir sér um þetta. íslendingar em ekki vitlausari en gengur og gerist. Þeir em engir þursar, heldur lúta sömu lögmálum í öllum við- skiptum og aðrir menn. Frjáls markaður eða heftur Dæmi þau, sem Snjólfur tekur, em ekki um verðmyndun á frjálsum Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor i heimspekideild markaði, þegar að er gáð, heldur heftum. Fóstrur selja ekki þjónustu sína á frjálsum markaði, heldur neyðast þær til að treysta á hið opin- bera, sem er eini vinnuveitandi þeirra og viðsemjandi. Ef raunvem- legur skortur væri á fóstrum og samkeppni kaupenda um þjónustu þeirra þá myndi kaup þeirra hækka sjálfkrafa. Flugmenn starfa ekki heldur á frjálsum markaði, þar sem þeir hafa gert með sér öflugt verka- lýðsfélag, sem heldur uppi verðinu á þjónustu þeirra. Þeir flugmenn, sem fá ekki vinnu á þessu einokunar- verði, geta ekki boðið það niður með samkeppni við þá, sem fyrir em, heldur em þeir hraktir til útlanda eða í aðrar atvinnugreinar. Við frekari greiningu snúast vopn- in því heldur betur i höndunum á menntamanninum unga. Sú rök- semd, sem hann teflir fram gegn mér, er í rauninni röksemd fyrir því að létta af markaðnum þeim höftum, sem ríkið og ýmis einokunarsamtök í skjóli þess hafa lagt á hann. Hún er röksemd fyrir því að nota verð- myndun á frjálsum markaði til þess að stilla saman framboð og eftir- spum. Má ég þakka Snjólfi stuðn- inginn? Hannes Hólmsteinn Gissurargon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.