Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. íþróttir Arsenal heldur sínu striki - og Clive Allen heldur áfram að hrella markverði. Hefur skorað 18 mörk Arsenal tókst með 3-0 sigri á Manc- hester City að halda toppsætinu. Mikil barátta er um toppsætin og einungis fimm stig sem skilja að efsta liðið og það sem er í sjöunda sæti. Manchester United vann sinn fyrsta sigur undir stjóm Alex Fergusons á meðan Clive Allen skoraði tvö mörk fyrir Totten- ham í 4-2 útisigri á Oxford. Clive Allen með 18 mörk fyrir Tottenham Tottenhaim er það lið sem óútreikn- anlegast hefúr verið undanfarin ár. Nú sigraði Tottenham Oxford á úti- velli og rauf þar heimavallarárangur Oxford sem ekki hafði tapað leik á heimavelli í haust. Mikið var skorað því þeir David Leworthy og Clive Al- len höfðu þegar skorað mörk fyrir sín lið þegar einungis fimmtán mfnútur vom af leiknum. Allen kom Totten- ham yfir á 20. mínútu og Chris Waddle skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Briggs skoraði eina mark Oxford í síð- ari hálfleik og leikurinn endaði 4-2 fyrir Tottenham. • Chelsea er í miklum erfiðleikum um þessar mundir. Liðið hefúr einungis fengið tvö stig úr síðustu fimm leikj- um. Byrjun leiksins gegn Newcastle lofaði góðu því skoski leikmaðurinn Gordon Durie tók forystuna fyrir Chelsea á 25. mínútu í sínum fyrsta deildarleik í Englandi. Andy Thomas jafnaði fyrir Newcastle á 35. mínútu og kom Newcastle yfir í síðari hálf- leik. Enski landsliðsmaðurinn Peter Beardsley skoraði svo þriðja mark Newcastle og jarðaði Chelsea liðið endanlega. færðu sér það. Öll mörk Arsenal vom skomð með kollspymum. Niall Quinn, hinn hávaxni framherji Arsenal, skor- aði fyrsta markið á 14. mínútu með kollspymu eftir að hafa fengið send- ingu yfir á fjaerstöngina. Bakvörður- inn sókndjarfi, Viv Anderson, sem skorar nú í hverjum leik, bætti við öðm marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir homspymu fiá Steve Williams og annar vamarmaður, Tony Adams, skoraði þriðja markið í síðari hálfleik eirrnig eftir homspymu frá Steve Will- iams. Arsenal heldur því toppsætinu og má segja að framganga vopnabúrs- ins sé glæsileg um þessar mundir. Liðið hefúr einungis fengið á sig átta mörk en skorað 23. Ekki slæmt það. •Miklir erfiðleikar em um þessar mundir hjá Charlton. Liðið tapaði fyr- ir Southampton, 1-3, á heimavelli og var það fjórða tapið í röð og hefúr lið- ið fengið á sig ellefú mörk í þessum leikjum. George Lawrence tók foryst- una fyrir Southampton á 20. mínútu en Mark Stuart jafnaði í byrjun síðari hálfleiks. Colin Clarke bætti við öðra marki fyrir Southampton í síðari hálf- leik og gamla Liverpoolskyttan Jimmy Case skoraði þriðja mark Southamp- ton. Ekki bætti það úr skák fyrir Charlton að markmanninum Nicky Johnes var vísað af velli er fimm mín- útur vom til leiksloka vegna síendur- tekinna brota á Danny Wallace. Watford skaut Leicester á kaf Það er ýmist í ökkla eða eyra hjá Watford. Ýmist skorar liðið mikið af mörkum eða fær mörg mörk á sig. Nú lá Leicester, 5-1. Mörkin komu jafnt og þétt. Wilf Rostron skoraði strax í upphafi leiksins og John Bames bætti við öðm á 35. mínútu. í síðari hálfleik skomðu Mark Falco, Nigel Callaghan og Kenny Jackett úr vitaspymu. Leik- menn Leicester skomðu sitt mark á síðustu mínútum leiksins og hafa ein- ungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum. Watford hefúr ekki tapað síð- ustu fjórum leikjum. • Coventry hefur sjaldan gengið eins vel og undanfarið og er í baráttusæti. Liðið sigraði Norwich, 2-1, í miklum baráttuleik þar sem úrslitin gátu verið hvemig sem er. David Philips skoraði bæði mörk Coventry og vom bæði falleg skot af nokkm færi. Wayne Biggins skoraði eina mark Norwich sem hefúr verið að dala eftir ágæta byijun. Meðal annars komst liðið á toppinn um sinn. West Ham með sýningu á Up- ton Parfc Þrátt fyrir að West Ham næði ein- ungis einu stigi úr viðureign sinni við Aston Villa vom aðdáendur liðsins ánægðir með knattspymuna sem liðið sýndi. I fyrri hálfleik var um einstefnu að ræða og nánast sýningu þar sem knötturinn var látinn ganga milli manna á mikilli ferð. Þrátt fyrir það skoraði liðið einungis eitt mark og var Tony Cottee þar að verki á 9. mínútu með sitt 14. mark fyrir West Ham. í síðari hálfleik komu leikmenn Aston Villa meira inn f leikinn og áttu flesta háu boltana. Gary Thompson jafnaði og þar við sat. Villa hefði með heppni getað unnið leikinn því David Norton fékk gott tækifæri undir lok leiksins en klúðraði því. •Sheffield Wednesday átti áttatíu af hundraði í leik sínum við Luton en uppskeran var einungis eitt mark sem Gary Megson skoraði á 70. mínútu. Sigurinn var mjög verðskuldaður þrátt fyrir að Brian Stein brenndi af tveimur tækifærum snemma í leikn- um. Enn sigra efstu liðin í 2. deild Öll efstu liðin í 2. deild sigmðu um helgina. Oldham vann Crystal Palace, 1-0, með marki Tommy Wright en þetta var hans fyrsta mark fyrir liðið. Portsmouth sigraði Grimsby, 2-1, eftir að hafa verið undir lengi. Des Hazel skoraði gott sólómark fyrir Grimsby en Paul Mariner (með sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth) og Noel Blake skor- uðu mörk Portsmouth. Kevin Dillon var drifkrafturinn á miðvelli Ports- mouth en erfiðlega gekk að skora því vöm Grimsby var þétt fyrir og vel skipulögð. •Plymouth og Derby komu úr 3. deildinni í vor en em við toppinn í annarri deildinni núna. Plymouth sigraði Huddersfield á útivelli með mörkum John Clayton og Tommy Tynan en Simon Webster svaraði fyrir Huddersfield. Derby sigraði Shefifield United með mörkum Gary Mickle- white og John Gregory. •Blackbum vann sinn fyrsta leik eft- ir ellefu tilraunir og var Brighton fómarlambið á eigin heimavelli. Eric Young með sjálfsmark og Quinn skor- • Clive Allen hefur verið á skot- skónum. uðu fyrir Blackbum. Kevin Wilson skoraði eina mark Ipswich í sigri liðs- ins gegn Blackbum og Keith Bert- schin skoraði öll mörk Stoke í 3-0 sigri á Reading. Sunderland varð að láta sér nægja jafntefli gegn Shrewsbuiy á heimavelli og skoraði Gordon Arm- strong fyrir Sunderland en Mike Brown fyrir Shrewsbury. Teddy Sher- ingham skoraði eina mark Millwall úr vítaspymu gegn W.B.A og sigraði. Peter Skipper og Stan MC Ewan skor- uðu mörk Hull gegn Bradford en Donald Goodman skoraði eina mark Bradford sem reyndar tók forystuna í leiknum en tapaði svo. Þeir háu afgreiddu Manchester City. Þrátt fyrir 3-0 sigur Arsenal á Manchester City þá lék City liðið ekki illa. Það sem gerðist var að vömin opnaðist illa nokkrum sinnum og hin- ir hávöxnu leikmenn Arsenal noÞ Urslit 1. deild: Arsenal - Manchester City....3-0 Charlton-Southampton.........1-3 Chelsea-Newcastle............1-3 Coventry - Norwich ..........2-1 ’ Everton - Liverpool.......ath. Manch. U nited - Q.P.R.......1-0 Nott. Forest-Wimbledon.......3-2 Oxford - Tottenham...........2-4 Sheff. Wed-Luton.............1-0 Watford - Leicester..........5-1 WestHam-Aston Villa..........1-1 2. deild: Birmingham - Leeds...........2-1 Brighton-Bláckburn ..........0-2 Derby-Sheff. United .........2-0 Huddersfield - Plymouth......1-2 Hull - Bradford..............2-1 Ipswich-Barnsley ............1-0 Oldham - Crystal Palace......1-0 Portsmouth - Grimsby.........2-1 Stoke - Reading..............3-0 Sunderland-Shrewsbury........1-1 W.B.A.-Millwall..............0-1 3. deild: Bournemouth - Chesterfield...2-0 Brentford- Blackpool.........1-1 Bristol City - Rotherham.....0-1 Bury - Swindon...............1-2 Carlisle -Fulham.............1-3 Chester - Bristol Rovers.....3-1 Darlington - Wigan...........1-0 Doncaster - Port Vale........2-1 Gillingham - Notts County ...3-1 Mansfield- Bolton............2-2 Newport-Middlesbrough........0-1 York - Walsall...............1-5 4.deild: Aldershot-Rochdale..........2-1 Bumley - Lincoln............3-1 Cambridge-Peterborough......1-1 Northampton-Exeter..........fr. Preston-Southend............2-0 Stockport-Cardiff...........2-0 Swansea-Hartlepool..........1-0 Torquay - Hereford ..........1-1 Tranmere- Crewe.............3-2 Wolves-Wrexham..............0-3 Áhangendur Chelsea hrópuðu á Hollins - vilja hann í burtu eftír tapið gegn Newcastle Eafii Eafnssan, DV, Engiandi „Vil viljum Hollins í burtu,“ hróp- uðu stuðningsmenn Chelsea eftir að félagið hafði tapað, 1-3, fyrir New- castle á Stamford Bridge í London. Það er ekki hægt að segja að John Hollins sé vinsælasti maðurinn hjá Chelsea þessa dagana. „Áhorfendur borga laun okkar með því að koma á völlinn. Þeir hafa því rétt á að láta skoðun sína í ljós. Eg tek mikið mark á þeim. Ef ég geri góða hluti þá segja þeir mér það og ef ég geri slæma hluti segja þeir mér það einnig,“ sagði Holl- • Frizzel, þjálfari Manchester City, var ekki ánægður eftir tapið gegn Arsenal og vildi hann kenna mark- verði sínum um það. Hann var ekki hrifinn af leik Arsenal og sagði: „Leik- menn Arsenal em sögulega bestir þegar þeir em mest hataðir." Ferguson boðinn velkominn Áður en Manchester United lék gegn QPR var Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, boðinn velkom- inn á Old Trafford. „Ég er mjög ánægður með þessar móttökur sem ég mun aldrei gleyma. Áhangendur Un- ited em þyrstir í árangur. Það verður mitt hlutverk hér að gefa þeim eitt- hvað til að gleðjast yfir,“ sagði Ferguson. -SOS • Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri United. Alex Ferguson Southall í stuði fagnaði sigri - þegar Lrverpool og Everton mættust á Old Trafford - þar sem United lagði QPR Stón AmaiBdn, DV, Engiandi: Everton og Liverpool gerðu markalaust jafiitefli í ensku knatt- spymunni í gær. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu en í heild var hann lélegur. Áhorfendur vom 48.247 þúsund og er það met í sjónvarpsleik en honum var sjón- varpað beint á Bretlandseyjum. í fyrri hálfleik gerðist lítið mark- vert fyrr en á 22. mínútu þegar Ian Rush skoraði mark sem var dæmt af því að dómarinn George Court- ney taldi að Rush hefði brotið á vamarmanninum Mountfield. Adrian Heath var felldur innan vitateigs stuttu síðar en dómarinn sá enga ástæðu til að dæma víta- spymu, en leikmenn Everton mótmæltu ákaft. Sex mínútum síð- ar var Rush aftur á ferðinni en Southall markvörður varði glæsi- lega gott skot. Seinni hálfleikur var frekar tið indalaus eins og sá fyiri en þó átti Mountfield skalla í slá á 58. mín- útu. Tvívegis með stuttu millibli varði Southall glæsilega frá Rush en Southall átti mjög góðan leik í markinu. Þess má geta að í innbyrðis leik þessara liða hefur Ian Rush skorað 16 mörk í gegnum árin og vantar því aðeins þrjú mörk í viðbót til að jafna met Dixe Diens en hann skoraði 19 mörk á sínum ferli í leik liðanna. -JKS Manchester United skoraði sitt fyrsta mark og vann sinn fyrsta sigur undir stjóm nýja framkvæmdastjórans Alex Fergusons er liðið vann Q P-R., 1-0. Rúmlega 42.000 áhorfendur komu að sjá þennan leik og Manchester United sótti látlaust í fyrri hálfleik. Peter Bames og Jesper Olsen vom stórhættulegir á köntunum og var Olsen studdur af landsliðsbakverðin- um danska, John Sivebæk. Liðið átti nokkur góð tækifæri og var Clayton Blackmore drýgstur að brenna af. Það var svo John Sivebæk sem skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu. Mið vörðurinn Fenwick braut á Blackmore fyrir utan vítateiginn og Sivebæk skaut þrumuskoti beint í mark úr aukaspymunni. Pressa Manchester United var ekki síðri í síðari hálfleik en ekki tókst að skora fleiri mörk þannig að sigurinn var alltaf í hættu vegna hættulegra skyndisókna Q.P.R. Sammy Lee kom í lið Q.P.R. eftir að hafa misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla og var duglegur á miðjunni. Þetta var fyrsti sigur Manchester United í fimm leikjum og lyfti liðinu úr botnsætunum en Q.P.R. hefúr ein- ungis náð einu stigi úr síðustu fjórum leikjum. -ej

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.