Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 4
44
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Töff fyrir unga fólkið
í versluninni ÞÚSUND OG EINNI NÓTT, Lauga-
vegi 69, sími 12650, fæst allt mögulegt fyrir táning-
ana. Á myndinni er aðeins smásýnishorn af öllu því,
t.d. leðurgrifflur á 890 krónur, stórt tölvuarmbandsúr
á 690 krónur og hálsfestar sem kosta frá 290 krónum.
Einnig fæst mikið úrval af eyrnalokkum og glingri sem
heillar táningana.
Sérstæðargjafir
Hjá GILBERT ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100,
og i Grindavík fást þessar bráðskemmtilegu gjafir. Það
er hnöttur sem sýnir þér tímann í hvaða landi sem
þú vilt auk þess sem hann gefur Ijós í því landi um
leið. Hnötturinn er til gylltur, í kopar og silfri og kost-
ar frá 12.400 krónum. Áuk þess er hann með vekjara
og dagatali. Þá eru það Snoopy vekjaraklukkur fyrir
börn sem kosta 2.350 krónur og fást í nokkrum litum.
Frá Body Shop
Klukkur fyrir börnin
Gjafakörfurnar frá Body Shop eru alltaf vinsælar en
fólk getur bæði valið í þær sjálft eða fengið þær tilbún-
ar. Body Shop snyrtivörurnar eru eingöngu unnar úr
náttúrlegum efnum og passa því sérlega vel fyrir þá
sem eru með viðkvæma húð. Körfurnar kosta frá 290
krónum. i BODY SHOP, Laugavegi 69, sími 12650,
færðu einnig margs konar gjafavörur. Blævængir eru
alltaf vinsælir en þeir kosta aðeins 130 krónur.
Ef þú ert í vandræðum en langar að finna skemmti-
lega gjöf handa börnum eru þessar klukkur geysivin-
sælar. Þær eru með hinum margvíslegustu teikni-
myndafígurum eins og He-man, Lukku-Láka, Spider
man, Bleika pardusinum, Mikka og félögum og mörg-
um fleirum. Klukkurnar kosta 1.430 krónur og á að
hengja þær upp á vegg. Klukkurnar fást hjá GILBERT
ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100.
Nýtískulegir hlutir
Þeir eru sannarlega öðruvísi hlutirnir sem fást hjá
GILBERT ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100, og
í Grindavík svo sem vasaúr sem hægt er að loka á
850 krónur, Diplomat kveikjarar, t.d. með reiknitölvu,
á 4.700 krónur og annar á 5.965 krónur, einnig vekj-
araklukka með öllu svo sem dagatali, skeiðklukku og
niðurteljara á 1.790 krónur. Hana er einnig hægt að
nota í bílnum því segulstál er á bakhlið hennar.
Dömu- og herraúr hjá Gilbert
GILBERT ÚRSMIÐUR, Laugavegi 62, simi 14100,
og í Grindavík hefur á boðstólum mjög mikið úrval
af góðum úrum, bæði fyrir dömur og herra. Hér á
myndinni eru nokkur sýnishorn. Það eru Orient herra-
úr á 11.650 og 10.600 krónur og dömuúr af Seiko
gerð á 10.780 og 12.600 krónur. Einnig aðrar gerðir
svo sem Nina Ricci, Favre Leuba, Pierpont og Richo.
Úrin eru frá 1.500 krónum með vísum og upp í 25.000
krónur.
Ljósenglar í Kúnst
í versluninni KÚNST, Laugavegi 40, sími 16468,
er geysimikið úrval af fallegum styttum. Þessar á
myndinni kallast Ijósenglar en stinga má kerti inn í
þær og þá lýsa þær upp skammdegið. Ljósenglarnir
eru líka á mjög góðu verði eða 675, 325 og 675 krón-
ur eftir myndinni. Margar aðrar gerðir af fallegum
hlutum til gjafa fást þar einnig.
Marglit Jeikföng
Svo sannarlega ættu börnunum ekki að leiðast þessi
leikföng sem eru í slíkri litadýrð að ómögulegt er að
lýsa því. Það eru margfætlur sem hægt er að fá mis-
munandi stórar og kosta frá 740 krónum upp í 2.980
krónur. Einnig fást öll prúðuleikarabörnin á verði frá
840 krónum, vettlingar til að leika með á 550 krónur
og alls kyns bangsar og tuskudúkkur í öllum regn-
bogans litum. Þetta fæst í K. EINARSSON OG
BJÓRNSSON, Laugavegi 25, sími 13915.
Fallegar gjafir
í versluninni KUNST, Laugavegi 40, sími 16468,
fæst óhemju mikið af fallegum listaverkum til gjafa
úr keramik, postulíni, gleri, steini og hvað það allt
heitir í öllum stærðum og verðflokkum. Á myndinni
eru auðvitað bara sýnishorn en það eru steinstytta
af barni á 1.475 krónur og stytta af móður með barn
í fanginu á 2.870 krónur.
Okkur vantar mömmu
Þær eru rétt nýfæddar, bæði svartar og hvítar, strák-
ar og stelpur og óska þess eins að eignast góða
mömmu á jólunum. Sjálfsagt eru margar ungar
mömmur reiðubúnar til að taka slík yndi að sér og
klæða í föt. Þessar frábæru ítölsku Effe dúkkur kosta
frá 535 krónum og upp í 1.475 krónur. Þær má baða.
Einnig fást „skvísur" með mikið og fallegt hár á 2.230
krónur í versluninni K. EINARSSON OG BJÖRNS-
SON, Laugavegi 25, sími 13915.
Ofurtrukkar
Þeir eru engin smásmíði trukkarnir sem fást í K.
EINARSSON OG BJÖRNSSON, Laugavegi 25, sími
13915. Þeir eru ótrúlega sniðugir og þeim má breyta
á alla vegu, hækka og lækka og setja klær út á hjólun-
um og fleira. Þetta eru rafhlöðubílar sem strákunum
á eftir að finnast varið í. Þeir kosta frá 1.260 krónum.
Einnig mikið úrval af fjarstýrðum bílum í öllum verð-
flokkum.
Demantasett
Það ætlast kannski engin kona til að fá heilt dem-
antasett ijólagjöf en það má alltaf kaupa einn hlut í
einu. JOHANNES LEIFSSON GULLSMIÐUR,
Laugavegi 30, sími 19209, hefur mjög mikið úrval
af glæsilegum skartgripum, bæði fyrir dömur og
herra. Á myndinni eru sýnishorn en það eru demants-
hringur, eyrnalokkar og hálsfesti, skreytt með rúbín-
um.