Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 4
44 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Töff fyrir unga fólkið í versluninni ÞÚSUND OG EINNI NÓTT, Lauga- vegi 69, sími 12650, fæst allt mögulegt fyrir táning- ana. Á myndinni er aðeins smásýnishorn af öllu því, t.d. leðurgrifflur á 890 krónur, stórt tölvuarmbandsúr á 690 krónur og hálsfestar sem kosta frá 290 krónum. Einnig fæst mikið úrval af eyrnalokkum og glingri sem heillar táningana. Sérstæðargjafir Hjá GILBERT ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100, og i Grindavík fást þessar bráðskemmtilegu gjafir. Það er hnöttur sem sýnir þér tímann í hvaða landi sem þú vilt auk þess sem hann gefur Ijós í því landi um leið. Hnötturinn er til gylltur, í kopar og silfri og kost- ar frá 12.400 krónum. Áuk þess er hann með vekjara og dagatali. Þá eru það Snoopy vekjaraklukkur fyrir börn sem kosta 2.350 krónur og fást í nokkrum litum. Frá Body Shop Klukkur fyrir börnin Gjafakörfurnar frá Body Shop eru alltaf vinsælar en fólk getur bæði valið í þær sjálft eða fengið þær tilbún- ar. Body Shop snyrtivörurnar eru eingöngu unnar úr náttúrlegum efnum og passa því sérlega vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Körfurnar kosta frá 290 krónum. i BODY SHOP, Laugavegi 69, sími 12650, færðu einnig margs konar gjafavörur. Blævængir eru alltaf vinsælir en þeir kosta aðeins 130 krónur. Ef þú ert í vandræðum en langar að finna skemmti- lega gjöf handa börnum eru þessar klukkur geysivin- sælar. Þær eru með hinum margvíslegustu teikni- myndafígurum eins og He-man, Lukku-Láka, Spider man, Bleika pardusinum, Mikka og félögum og mörg- um fleirum. Klukkurnar kosta 1.430 krónur og á að hengja þær upp á vegg. Klukkurnar fást hjá GILBERT ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100. Nýtískulegir hlutir Þeir eru sannarlega öðruvísi hlutirnir sem fást hjá GILBERT ÚRSMIÐ, Laugavegi 62, sími 14100, og í Grindavík svo sem vasaúr sem hægt er að loka á 850 krónur, Diplomat kveikjarar, t.d. með reiknitölvu, á 4.700 krónur og annar á 5.965 krónur, einnig vekj- araklukka með öllu svo sem dagatali, skeiðklukku og niðurteljara á 1.790 krónur. Hana er einnig hægt að nota í bílnum því segulstál er á bakhlið hennar. Dömu- og herraúr hjá Gilbert GILBERT ÚRSMIÐUR, Laugavegi 62, simi 14100, og í Grindavík hefur á boðstólum mjög mikið úrval af góðum úrum, bæði fyrir dömur og herra. Hér á myndinni eru nokkur sýnishorn. Það eru Orient herra- úr á 11.650 og 10.600 krónur og dömuúr af Seiko gerð á 10.780 og 12.600 krónur. Einnig aðrar gerðir svo sem Nina Ricci, Favre Leuba, Pierpont og Richo. Úrin eru frá 1.500 krónum með vísum og upp í 25.000 krónur. Ljósenglar í Kúnst í versluninni KÚNST, Laugavegi 40, sími 16468, er geysimikið úrval af fallegum styttum. Þessar á myndinni kallast Ijósenglar en stinga má kerti inn í þær og þá lýsa þær upp skammdegið. Ljósenglarnir eru líka á mjög góðu verði eða 675, 325 og 675 krón- ur eftir myndinni. Margar aðrar gerðir af fallegum hlutum til gjafa fást þar einnig. Marglit Jeikföng Svo sannarlega ættu börnunum ekki að leiðast þessi leikföng sem eru í slíkri litadýrð að ómögulegt er að lýsa því. Það eru margfætlur sem hægt er að fá mis- munandi stórar og kosta frá 740 krónum upp í 2.980 krónur. Einnig fást öll prúðuleikarabörnin á verði frá 840 krónum, vettlingar til að leika með á 550 krónur og alls kyns bangsar og tuskudúkkur í öllum regn- bogans litum. Þetta fæst í K. EINARSSON OG BJÓRNSSON, Laugavegi 25, sími 13915. Fallegar gjafir í versluninni KUNST, Laugavegi 40, sími 16468, fæst óhemju mikið af fallegum listaverkum til gjafa úr keramik, postulíni, gleri, steini og hvað það allt heitir í öllum stærðum og verðflokkum. Á myndinni eru auðvitað bara sýnishorn en það eru steinstytta af barni á 1.475 krónur og stytta af móður með barn í fanginu á 2.870 krónur. Okkur vantar mömmu Þær eru rétt nýfæddar, bæði svartar og hvítar, strák- ar og stelpur og óska þess eins að eignast góða mömmu á jólunum. Sjálfsagt eru margar ungar mömmur reiðubúnar til að taka slík yndi að sér og klæða í föt. Þessar frábæru ítölsku Effe dúkkur kosta frá 535 krónum og upp í 1.475 krónur. Þær má baða. Einnig fást „skvísur" með mikið og fallegt hár á 2.230 krónur í versluninni K. EINARSSON OG BJÖRNS- SON, Laugavegi 25, sími 13915. Ofurtrukkar Þeir eru engin smásmíði trukkarnir sem fást í K. EINARSSON OG BJÖRNSSON, Laugavegi 25, sími 13915. Þeir eru ótrúlega sniðugir og þeim má breyta á alla vegu, hækka og lækka og setja klær út á hjólun- um og fleira. Þetta eru rafhlöðubílar sem strákunum á eftir að finnast varið í. Þeir kosta frá 1.260 krónum. Einnig mikið úrval af fjarstýrðum bílum í öllum verð- flokkum. Demantasett Það ætlast kannski engin kona til að fá heilt dem- antasett ijólagjöf en það má alltaf kaupa einn hlut í einu. JOHANNES LEIFSSON GULLSMIÐUR, Laugavegi 30, sími 19209, hefur mjög mikið úrval af glæsilegum skartgripum, bæði fyrir dömur og herra. Á myndinni eru sýnishorn en það eru demants- hringur, eyrnalokkar og hálsfesti, skreytt með rúbín- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.