Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 30
70
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Barnagítarar
Hjá PAUL BERNBURG,
Rauðarárstíg 16, sími
20111, fást barnaraf-
magnsgítarar fyrir átta ára
og upp úr og kosta frá
8.400 krónum. Gítararnir
fást í mörgum litum. Þar
fást líka monitorar á 6.950
krónur og magnarar, eins
og sá sem er á myndinni,
á 8.950 krónur. Einnig fást
bassagítarar fyrir börn.
Maxtone
gítarar
Hjá PAUL BERNBURG
er gríðarlega mikið úrval
af gíturum, bæði fyrir börn
og fullorðna. Á myndinni
má sjá Maxtone gítara sem
kosta 3.100 krónur og
2.100 krónur. Paul Bern-
burg býður einnig upp á
mjög mikið úrval af hinum
frábæru Yamaha gíturum.
Barnatrommusett
Hjá PAUL BERNBURG, Rauðarárstíg 16, sími
20111, fæst þetta litla trommusett sem ætlað er fyrir
yngstu hljóðfæraleikarana. í settinu eru þrjár trommur
og einn diskur og það kostar 6.800 krónur. Settið er
af gerðinni Maxton.
Taktmælar
Hjá PAUL BERNBURG, Rauðarárstíg 16, sími
20111, fást margir góðir munir fyrir tónlistarfólkið,
eins og sjá má á myndinni. Reyndar er þetta aðeins
örlítið brot af öllu því úrvali sem verslunin býður upp
á. Hér má sjá taktmæla sem kosta frá 2.200 krónum,
vasaútvarp á 1.490 krónur og gítarstilli á 3.690 krónur.
Fallegir barnaskór
Hjá HVANNBERGSBRÆÐRUM, Laugavegi 71,
sími 13604, er mikið úrval af vönduðum og góðum
jólaskóm á börnin. Á myndinni er aðeins lítið brot
af öllu úrvalinu. Mokkasínur sem fást í hvítu, svörtu
og bláu í stærðum 28-39 og kosta frá 1.120 krónum.
Spariskórnir í miðið kosta 1.440 krónur. Þeir fást í
stærðum 22-28 í bláu, hvítu og grænu. Ungbarna-
skórnir kosta 1.295 krónur og fást í stærðum 18-24.
Úr fyrir ungu kynslóðina
Þessi armbandsúr á myndinni fást hjá GUÐMUNDI
ÞORSTEINSSYNI, Bankastræti 12, sími 14007. Þetta
eru plastúr sem bæði eru vatnsþétt og höggvarin.
Úrið til vinstri kostar 2.150 krónur, í miðið 2.290 krón-
ur og til hægri 5.100 krónur en það er með ekta
gúmmíól, úr aluminium. Þessi úr eru af gerðinni Gí-
ello en það er mjög vinsælt merki erlendis.
Smáorgel
Þetta sniðuga smáorgel á myndinni fæst hjá PAUL
BERNBURG, Rauðarárstíg 16, sími 20111. Orgelið
sýnir Ijós sem síðan er hægt að spila eftir. Það er af
gerðinni Yamaha og kostar 9.900 krónur. Þetta hljóð-
færi geta allir notað en einnig hefur verslunin margar
fleiri gerðir.
Skór íjólagjöf
Nytsamar gjafir mundum við segja um þessa skó á
myndinni. Það eru hinir sívinsælu inniskór frá Baliy
sem þykja einstaklega vandaðir og fínir. Þeir eru fáan-
legir í þremur litum og kosta 1.880 krónur. Kuldaskór
ættu ekki síður að koma sér vel en þessir eru loð-
fóðraðir og kosta 4.480 krónur. Fást hjá HVANN-
BERGSBRÆÐRUM, Laugavegi 71, sími 13604.
Herragjafir
Oft er vandamál hvað gefa eigi herranum í jólagjöf.
Hér kemur eitt svarið við því, ermahnappar sem kosta
frá 1.100 krónum, bindisnæla sem kostar 2.595 krón-
ur eða flibbaprjónn með keðju á 490 krónur. Þá eru
það gullpiöturnar sem alltaf eru vinsælar en þessi á
myndinni kostar 2.860 krónur. Þessir fallegu hlutir
fást hjá GUÐMUNDI ÞORSTEINSSYNI, Bankastræti
12, sími 14007, og er þetta aðeins brot af öllu úrval-
inu sem þar er boðið upp á.
Handunnar jólabjöllur
Hljóðfæraverslun PAUL BERNBURG, Rauðarárstíg
16, sími 20111, hefur á boðstólum margar fallegar
handunnar jólavörur, t.d. jólabjöllursem spila og kosta
frá 1.300 krónum. Einnig eru til spiladósir á 3.290
krónur. Þetta eru þýskar, handunnar vörur, ákaflega
fallegar.
Veski og skór í stíl
Þessar vönduðu vörur fást hjá HVANNBERGS-
BRÆÐRUM, Laugavegi 71, sími 13604. Hér er komin
góð jólagjöf fyrir konuna. Skórnir kosta 3.260 krónur
og veskið 3.200 krónur. Þetta eru ítalskar vörur í
svörtu og vínrauðu. Einnig mikið úrval af fallegum
kvenskóm á góðu verði.
Listamanns-
ilmur
[ versluninni BRÁ,
Laugavegi 74, sími 12170,
er boðið upp á glænýjan
ilm sem ber nafn list-
mannsins Salvadors Dali.
Umbúðir ilmsins eru teknar
úr frægu listaverki meistar-
ans en innihaldið er
sannarlega engu síðra en
umbúðirnar. Sannarlega
glæsileg gjöf sem kostar
1.950 krónur. Einnig er til
body lotion í sama ilmi sem
kostar 1.134 krónur. Að
sjálfsögðu hefur Brá allar
aðrar snyrtivörur.