Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 69 Boda Line glös Hérkoma þau, Boda Line glösin, sem eru í stíl við matar- og kaffistellið með sama nafni. Glösin eru á háum fæti og einstaklega glæsileg. Þau sóma sér á hvaða veisluborði sem er. Til að gefa verðhugmyndir má nefna að rauðvínsglas- ið kostar 1.635 krónur og hvítvínsglasið 1.450 krón- ur. Einnig eru til karöflur í stíl. KOSTAlÍBODA) Bankastræti 10 (á horni Ingólfsstrætis) — Simi 13122 Aðventuskál úr kristal Hver húsmóðir ætti að gefa sjálfri sér þessa fallegu aðventuskál nú á aðventunni. Hún er úr kristal og henni fylgja leiðbeiningar um hvernig má skreyta hana. Það er bæði hægt að gera með jólaskrauti eða bara sælgæti eða kökum, allt eftir því hvað hver vill. Aðventuskálin er sérlega falleg á borði, minnir á jólin. Verðið er aðeins 1.395 krónur. Eldfast gler í hvítum grindum Hér á myndinni eru bakkar og skál í hvítum og svört- um grindum frá KOSTA BODA. Þær eru til I mörgum gerðum og kosta bakkarnir 1.585 krónur. Einnig fást glös í stíl fyrir írskt kaffi á 475 krónur. í versluninni er mjög mikið til af fallegri gjafavöru í öllum verð- flokkum. Rainbow stellið Já, það er fallegt, Rainbow stellið, enda nýtur það mikilla vinsælda hvort sem er hjá yngra fólkinu eða því eldra. í Rainbow línunni I KOSTA BODA er líka hægt að fá svo margt í stíl. Þetta er bæði matar- og kaffistell og í stíl er hægt að fá hnífapör, glös, kerta- stjaka og margt fleira. Það er því ekki amalegt að byrja að safna slíku stelli. m Hér er Galaxy Þetta er Galaxy frá Rörstrand sem er glænýtt mat- ar- og kaffistell frá KOSTA BODA. Þetta er ákaflega fallegt stell og nýtískulegt með mátulega stórum kaffi- bollum. Það er alltaf sniðugt að gefa gjöf sem síðan er hægt að bæta inn í. Með því móti getur mörg fjöl- skyldan eignast glæsilega hluti. Galaxy er líka á góðu verði. Eldfast gler í kopargrind Þessar eldföstu skálar, sem fást í Kosta Boda í þrem- ur stærðum, frá 2.370 krónum, eru geysilega fallegar. Þær hafa hingað til eingöngu verið með kopargrind en nú eru þær einnig fáanlegar í silfurgrind. Auk þess er hægt að fá skálarnar úr lituðu gleri. Þá er hægt að fá púnsskál í stíl með sex glösum á 5.230 krónur. Sveppalampar Sveppalamparnir frá KOSTA BODA hafa fyrir löngu vakið á sér athygli fyrir sérkennilega hönnun. Þeir eru til í sex gerðum og þremur litum, drapp, brúnu og hvítu. Þeir kosta 3.850-4.950 krónur. Sveppalamp- arnir eru góð gjöf, hvort sem er fyrir börn eða full- orðna, því þeir sóma sér vel hvar sem er. Aðventubörn Það er sama hvort þú ert að leita að gjöf eða ætlar að skreyta heimili þitt fyrir jólin, þú getur alltaf fundið eitthvað í KOSTA BODA. Aðventubörnin eru alveg sérstaklega skemmtileg. Þau eru unnin úr steinleir af Lisu Larson sem er ein allra vinsælasta keramik- listakona Svíþjóðar. Aðventubörnin kosta 1.495 krónur. Empire kerta- stjakar Þessir kertastjakar eru al- veg glænýir og nefnast því skemmtilega nafni Empire. Þeir eru aðeins til í einni stærð og kosta 3.340 krónur. Það er alveg ótrú- legt úrvalið af öllum kerta- stjökunum í KOSTA BODA, bæði í fínum og dýrum klassa og einnig fín- um en samt ódýrum klassa. Það ætti því ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að finna jólagjöfina þar. Fann Fare kertastjakar Þetta eru nýir stjakar hjá KOSTA BODA sem nefn- ast Fann Fare. Þeir eru til í þremur stærðum og kosta 1.485, 1.680 og 2.085 krónur. Þetta er sannarlega falleg vara sem á heima í jólapakkanum. í Kosta Boda er ávallt eitthvað nýtt að finna til gjafa. Fallegu jólaenglarnir Þeir eru alltaf jafnvinsælir, jólaenglarnir í KOSTA BODA. Þeir lýsa upp skammdegið og gera umhverfið jólalegt. Jólaenglarnir hafa lýst upp mörg jólaborðin og skapað skemmtilega jólastemmningu. Þeir eru nú fáanlegir í Kosta Boda og kosta frá 695 krónum. Þess má geta að kertum er stungið inn í englana að aftan og birtan verður ákaflega falleg. Þeir eru til í brúnu, rauðu og hvítu. Kertalampar Boda Line Þetta eru hinir fallegu kertalampar frá KOSTA BODA sem bera nafnið Boda Line en í því setti er mikið úrval, eins og t.d. matar- og kaffistell, og svo aftur falleg glös. Línan í Boda Line er einmitt það sem gerir hlutina svo eftir- sóknarverða enda mjög fallegir og sérstakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.