Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 42
82
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Fallegarperlur
Þessar fallegu perlufestar, sem svo mikið eru f tísku
núna, fást í TIMADJÁSNI, Grímsbæ við Bústaðaveg,
sími 39260. Hvíta perlufestin kostar 2.238 krónur og
perluarmbandið í stíl 1.538 krónur. Einnig er hægt
að fá perlueyrnalokka á 495 krónur. Þá eru til tvöföld
armbönd og hægt er að velja um nokkrar lengdir á
armböndum. Einnig eru til vatnsperlufestar og arm-
bönd eins og eru vinstra megin á myndinni, úr 14
kt. gulli, og hringir eru að sjálfsögðu einnig ^áanlegir.
Vekjara- og eldhúsklukkur
Það virðist mikill stærðarmunur á klukkunum hér á
myndinni og það er kannski ósköp eðlilegt þegar tek-
ið er tillit til þess að önnur er eldhúsveggklukka en
hin lítil vekjaraklukka. Þær fást í TÍMADJÁSNI,
Grímsbæ við Bústaðaveg, sími 39260. Vekjaraklukk-
urnar kosta frá 670 krónum, eins og þessi á myndinni,
og eldhúsklukkur kosta frá 1.670 krónum. Margar
aðrar tegundir eru fáanlegar hjá Tímadjásni.
Nýjar gullfestar
Þær eru fallegar, nýju gullfestarnar í versluninni
TiMADJÁSN, Grímsbæ við Bústaðaveg, sími 39260.
Þær kosta alveg frá 1.288 krónum í 9 kt. og frá 1.513
í 14 kt. og reyndar allt upp í 25 þúsund. Einnig fást
armbönd í stíl við þessar festar og margar aðrar gerð-
ir. í Tímadjásni er líka mikið til af fallegum armhringj-
um sem eru mjög vinsælir og kosta frá 2.063 krónum.
Dömu- og herraúr
Þó að skartið sé geysilega fjölbreytt í TÍMA-
DJÁSNI, Grímsbæ við Bústaðaveg, sími 39260, eru
armbandsúrin ekki síður í úrvali. Hér á þessari mynd
er hvítt dömuúr á 4.646 krónur sem einnig fæst í
gylltu og silfri. Tvílita Orientúrið kostar 9.427 krónur,
herraúr, Orient, í tvílit, 8.858 krónur og loks er Pier-
pont með 40 mm gyllingu sem kostar 7.425 krónur
og er það með stórum tölustöfum. Tölvuúr eru til í
Tímadjásni allt á frá 990 krónum, skólaúr frá 1.390
krónum og dömuúr frá 1.814 krónum.
Demantasett
Á þessari mynd er demantasett, sem er kannski erf-
itt að ná góðri mynd af. Það er ákaflega fallegt, úr
hvítagulli. Settið fæst í TÍMADJÁSNI, Grímsbæ við
Bústaðaveg, sími 39260. Hægt er að fá settið í stök-
um einingum og kostar hringurinn 25.715 krónur,
festin 12.425 krónur og armhringurinn 28.930 krón-
ur. Þetta er aðeins eitt af mörgum glæsilegum skart-
settum sem fást í Tímadjásni.
Glæsilegar gjafavörur
Þessar fallegu vörur fást í TÍMADJÁSNI í Grímsbæ,
sími 39260. Stýrishjólið kostar 1.991 krónu, mjög
vandað og fínt, bókahnífur úr silfri kostar 5.750 krón-
ur og skeið úr krómsilfri með röri fyrir írskt kaffi 423
krónur. Einnig er mikið úrval af kertastjökum úr silfur-
pletti, kertakrónum, glasabökkum og stórum bökkum.
Þetta er aðeins brot af öllum gjafavörunum í Tíma-
djásni.
Skjalatöskur og bækur
í BÓKABÚÐ FOSSVOGS i Grímsbæ, sími 686145,
er mikió úrval af gjafavörum, svo sem öllum jólabók-
unum, bæði nýjum og eldri bókum. Þá er einnig úrval
af góðum skjalatöskum, leikföngum og ritföngum.
Þú færð jólakortin, jólapappírinn og annað til að
skreyta pakkana í Bókabúð Fossvogs.
Blýantslampar
Þessir skemmtilegu lampar á myndinni fást í BÚ-
BEST í Grímsbæ, sími 37488. Lampinn, sem er með
fæti eins og blýantur, kostar 1.068 krónur og borð-
lampinn, sem er með nokkurs konar kínahatti, kostar
1.989 krónur. Eins og fyrr býður Búbest upp á mikið
úrval af vandaðri gjafavöru til heimilisins. Má nefna
baomotturnar og handklæðin, rúmteppin, dúkana,
postulínið og margt fleira skemmtilegt.
Fallegurfatnaður
Verslunin SPORIÐ í Grímsbæ, sími 82360, hefur
nýverið skipt um eigendur og er nú boðið upp á
mjög fallegan og vandaðan barnafatnað. Tvískiptur
útigalli, eins og er á myndinni, er alveg sérlega vand-
aður en hann kostar 4.500 krónur. Hann er til í bláu
með appelsínulitu fóðri og rauður með grænu fóðri.
Gallinn er til í stærðum 104-128. Þá eru spariföt á
stráka, buxur frá 1.220 krónum, skyrtur frá 830 krón-
um og slaufur á 295 kr. Einnig fást vettlingar á 280
krónur.
Frábærar vörur í fallegri búð
Stúlkurnar í ÁRSÓL í Grímsbæ við Bústaðaveg, sími
31262, eru ekki í vandræðum með að finna jólagjöf
fyrir þig. Þær geta til dæmis aðstoðað herrana við
að kaupa handa eiginkonunum því þær kunna sitt
fag. Auk þess að bjóða upp á allar snyrtivörur, ilm-
vötn og aðrar fallegar gjafavörur eru þær með mjög
góða snyrtistofu og er alls ekki galið að gefa gjafa-
kort frá Ársól í jólagjöf. Á myndinni er ný snyrtivöru-
lína, Barynia frá Rubinstein, fallegar vörur á góðu
verði.
Sérstæðar skreytingar
BLÓMAVERSLUNIN ÍGULKERIÐ, Grímsbæ við
Bústaðaveg, sími 36454, hefur geysilega mikið af
fallegum aðventukrönsum, allsérstæðum, til dæmis
silfruðum, með köngulskreytingum, á trédrumbum
og í skálum. Þessi aðventuskreyting á myndinni kost-
ar t.d. ekki nema 875 krónur og þurrskreyting í
messingpotti er á 1.500 krónur. Mikið úrval er af fall-
egum gjafavörum á góðu verði.