Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 49 ELAN Elan skíði í SPORTI, Laugavegi 62, sími 13508, fást hin vin- sælu Elan skíði sem sænski kappinn Ingmar Stenmark notar er hann vinnur til verðlauna. Elan skíðin eru til bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Barna- og unglingaskíði eru í stærðum frá 120-170 cm og kosta 3.241-3.980 krónur. Einnig fást skíðastafir á 610 krónur og bindingar á 1.750 krónur. Moon boots Flestir krakkar vilja nú frekar ganga á Moon boots heldur en kuldaskóm. Reyndar eru Moon boots bæði kuldaskór og stígvél og eru kannski langsamlega besti skófatnaðurinn í snjó. SPORT, Laugavegi 62, sími 13508, selur Moon boots frá Lotto og Lesona og eru þeir til í stærðum frá 23-46. Barna- og ungl- ingastærðir kosta frá 1.070 krónum. Borðtennisspaðar Fyrir borðtennisfólk eru þetta mjög nytsamar jóla- gjafir. Borðtennisspaðar frá Banda fást í versluninni SPORT, Laugavegi 62 , sími 13508, og kosta 373-1.140 krónur. Einnig fást kúlur og hulstur. Þess- ir spaðar hér á myndinni eru vandaðir og góðir. Falleglr fráNike Það er ekki ofsögum sagt með Nike skóna að þeir eru einstaklega fallegir og ekki síður góðir skór. Það er heldur ekki fyrir ekki neitt að poppstjarnan Micha- el Jackson segist ganga í Nike. Þessir á myndinni eru aðeins lítið brot af öllu úrvalinu sem fæst í SPORTI, Laugavegi 62, sími 13508. Það eru körfu- boltaskór sem kosta 2.865, íþróttaskór sem kosta 2.865 og aerobicskór úr sérlega mjúku skinni á 3.300 krónur. Adidas íþróttaskór Þeir eru alltaf jafnvinsælir, Adidas íþróttaskórnir, en nú fyrir jólin býður SPORT, Laugavegi 62, sími 13508, upp á þessa Adidas skó á myndinni á einstak- lega góðu verði eða aðeins 995 krónur. Ef þú vilt fá skó sem eiga að endast í meira en nokkrar vikur þá ertu pottþéttur á Adidas. Sport í nýju húsnæði Það er ekki langt síðan verslunin SPORT flutti sig um set á Laugaveginum og ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum er rétt að minna á það. Verslun- in Sport býður upp á allan sportfatnað og kappkostar að halda verðinu í lágmarki. Rúskinnsstígvél Þessi fallegu rúskinnsstígvél eru glæný í versluninni MÍLANÓ, Laugavegi 20, sími 10655. Þetta eru tísku- stígvél með eða án kögurs. í Mílanó er geysilega mikið úrval af fallegum tískuskóm á alla fjölskylduna. Stígvélin eru í brúnum lit og í stærðunum 36-41 með kögri og 41-45 án kögurs. Þau kosta 3.975 krónur. Barnaskór á jólunum Þessir fallegu barnaskór fást í skóversluninni MÍLANÓ, Laugavegi 20, sími 10655. Það eru telpna- skór með blómi að framan og ökklabandi í stærðum frá 19-36 í svörtu og hvítu á 1.350 krónur og stráka- skór í stærðum frá 23-31 á 1.695 krónur. Telpna- skórnir til hægri kosta sama og skórnir til vinstri og fást í sömu stærðum. Ennfremur mikið úrval af öðrum barnaskóm, jafnt spariskóm sem kuldaskóm. Æfingagallar í SPORTI Þessirfallegu æfingagall- ar, sem bæði eru fyrir dömur og herra, fást í versluninni SPORT, Laugavegi 62, sími 13508. Þetta eru Odlo gallar sem eru vel þekktir og eru fáan- legir grænir, bláir, svartir og rauðir. Verðið er frá 2.810 krónum. Odlo gallar eru sniðug jólagjöf handa öllum þeim sem vilja klæð- ast þægilegum fatnaði. Jólaskórfyrirdömur Þeir eru fallegir, dömuskórnir í versluninni MÍLANÓ, Laugavegi 20, sími 10655. Þeireru til háhælaðir, með lágum hæl og sléttbotnaðir. Á myndinni eru þrjú sýn- ishorn. Frá vinstri eru háhælaðir spariskór með slaufu að aftan sem fást í svörtu og hvítu og kosta 3.100 krónur. Þá eru grænir skór, einnig fáanlegir í rauðu og svörtu á 2.490 krónur, og loks sléttbotnaðir leður- skór með rúskinnsmunstri í bláu og svörtu á 2.950 krónur. Alpina skíða- skór jt c 1 'V % rfk. ■ í versluninni SPORT, Laugavegi 62, sími 13508, fást hinir vinsælu Alpina skíðaskór og kosta frá 1.988 krónum. Þeir eru til í öllum stærðum og mörg- um litum. Alpina skíða- skórnir hafa löngum verið eftirsóttir hjá skíðafólkinu. Þeir þykja bæði vandaðir og þægilegir. Lúffur og hanskar Ef þú vilt gefa góða, hlýja og ódýra gjöf eru lúffur og hanskar alltaf kærkomin, ekki bara á börn heldur einnig þá sem eldri eru. Litlir strákar eru til dæmis mjög hrifnir af því að eiga hanska. Lúffur kosta frá 295 krónum og eru að sjálfsögðu til í mörgum mis- munandi gerðum og litum. Hanskarnir eru á sama verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.