Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 24
64
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Ein sú besta
Kaffikönnur og brauðristir
Katlar í mörgum litum
Flestir þekkja orðið Kitchen Aid hrærivélarnar, enda
hafa þær verið nánast óbreyttar I fjölda ára. Það vill
svo til að það er óþarfi að breyta Kitchen Aid því þær
þykja hvað bestar eins og þær eru og halda alltaf
vinsældum sínum. Sumum finnast þær gamaldags í
útliti en það er einmitt það sem gerir þær sjarmer-
andi. Reyndar voru þær uppseldar er handbókin var
á ferðalagi en væntanlegar á sama góða verðinu og
þær hafa verið á. Kitchen Aid fæst í RAFBÚÐ SAM-
BANDSINS, Ármúla 3, sími 687910.
Alltaf eru þetta sígildar gjafir. Nú fást kaffikönnurn-
ar hvítar eins og þessi á myndinni sem er til í tveimur
útgáfum á 2.560-2.800 krónur en hún er af gerðinni
Melitta Rio plus. Þá eru það Bauknecht brauðristir
sem eru til í nokkrum gerðum á 1.660-3.150 krónur.
Þessi á myndinni kostar 2.380 krónur. Dýrustu vélarn-
ar eru fyrir fjórar brauðsneiðar. Allt fæst þetta í
RAFBÚÐ SAMBANDSINS.
Flraðsuðukatlar þurfa ekki endilega að vera stállitað-
ir. Þeir geta líka verið hvítir, svartir, rauðir eða eitthvað
arinað, að minnsta kosti eru þeir þannig í RAFBÚÐ
SAMBANDSINS, Ármúla 3, sími 687910. Það eru
katlar sem óþarfi er að fela inni í skáp. Þeir kosta 2.830
krónur. Einnig fást gufustraujárn sem kosta frá 2.180
krónum. Gufustraujárnið á myndinni kostar 2.750
krónur.
Útvarps- og kassettutæki
Thompson útvarps- og kassettutækið á myndinni
fæst í RAFBÚÐ SAMBANDSINS, Ármúla 3, sími
687910. Það er með öllum bylgjum en kostar samt
ekki nema 9.870 krónur. Einnig fást ferðatæki með
FM og MW bylgjum, bæði með rafhlöðum og fyrir
rafmagn, á aðeins 1.820 krónur. Þú nærð öllum nýju
stöðvunum á þetta ódýra tæki.
Frábær jólagjöf
Þetta er ein af sniðugustu gjöfunum í ár. Þetta tæki
er samþyggt útvarp, vekjari og svarthvítt sjónvarp sem
kostar þó aðeins 13.650 kr. Tækið gengur bæði fyrir
rafhlöðum og rafstraumi. Það má því hafa hvar sem
er, til dæmis í eldhúsinu á meðan fréttirnar eru í sjón-
varpinu, síðan má taka það með sér í háttinn og horfa
á sjónvarpið til enda og láta tækið síðan vekja sig
að morgni. Auðvitað er það einnig hentugt í sumar-
húsið eða í vinnuna ef eitthvað er á seyði sem ekki
má missa af - sem sagt til margra hluta nytsamlegt.
Singer spori framar
Þetta er Singer saumavélin, númer 6818, sem kost-
ar 17.920 krónur. Hins vegar er vélin á sérstöku
kynningarverði nú fyrir jólin og með því aðsýna þenn-
an miða færðu vélina með eitt þúsund króna afslætti,
sem sagt á 16.920 krónur. Singer saumavélin fæst í
RAFBÚÐ SAMBANDSINS, Armúla 3,'sími 68791Ö.
Baðskápar
Er ekki tilvalið að flikka upp á þaðherbergið og gefa
sjálfum sér fallegan baðskáp í jólagjöf? VALD PO-
ULSEN, Suðurlandsbraut 10, sími 686499, býður
mikið úrval af fallegum baðskápum og baðinnrétting-
um frá Hafa. Baðskápurinn, sem er á myndinni, fæst
í þremur gerðum og tveimur litum, hvítu og Ijósum
aski. Verðið er mjög gott eða frá 4.065-5.585 krónur.
India baðáhöld
VALD POULSEN, Suðurlandsbraut 10, sími
686499, hefur á boðstólum geysilega mikið af falleg-
um baðáhöldum I hvítu og rauðu, krómi og og gylltu.
Á myndinni er t.d. hringur fyrir handklæði sem kostar
633 krónur, glas I höldu á 1.009 krónur, sápudiskur
á 1.009 krónur og snagi á 413 krónur. Allt mjög
skemmtilegir hlutir á góðu verði.
Handunnir úr smíðajárni
í versluninni, ZAREZKA HÚSIÐ, Hafnarstræti 17,
sími 11244, fæst mjög mikið af íslenskum handunn-
um smíðajárnshlutum fyrir heimilið eða sumarbústað-
inn. Það er mjög vönduð vinna á þessum hlutum og
eru þeir til í fjölmörgum útgáfum. Kertastjakarnir á
myndinni kosta 350 og 390 krónur, sem telst ekki
mikið í dag, og aðventukrans á 2.635 krónur. Einnig
er boðist til að smíða eftir þínum eigin óskum, einnig
leikföng og gjafavörur.
Handavinna í Zarezka
Er ekki skemmtilegt að gefa gjöf sem þú hefur búið
til sjálfur? Hjá ZAREZKA HÚSINU, Hafnarstræti 17,
sími 11244, er geysimikið úrval af fallegum ósaumuð-
um púðum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á
myndinni eru þrjár útgáfur, rósapúði sem kostar frá
549 krónum, kanínupúði frá 295 krónum og hjörtu,
einnig frá 295 krónum. Það er ekki síður hægt að
gefa púðana ósaumaða. Einnig mikið úrval af fallegu
og góðu prjónagarni.
Skrautlampi með gyilingu
Hann er ákaflega sérkennilegur, skrautlampinn á
myndinni sem minnir helst á vasa með loki. Hann er
með gyllingu og kostar 1.800 krónur I versluninni
LJÓS ÓG ORKA, Suðurlandsbraut 12, sími 84488.
Einnig lítill borðlampi, heppilegur á náttborð, á 1.375
krónur, og fjölbreytt úrval af annars konar lömpum,
vegglömpum, gólf- og borðlömpum.
Lítill leslampi
Þessi litli leslampi er eiginlega hlægilega ódýr, kost-
ar aðeins 320 krónur. Hann fæst í versluninni LJóS
OG ORKA, Suðurlandsbraut 12, sími 84488. Lampinn
er bara klemmdur á bókina og þá geta þeir sofið róleg-
ir sem ekki þola bókaorma seint á kvöldin. Leslampinn
getur líka verið þægilegur á ferðalögum og fyrir þá
sem vilja hafa mikla birtu yfir lesmálinu.