Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 38
78 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Gjafakassar í NESAPÓTEKI við Eiðistorg, sími 628900, ergríðar- lega mikið úrval af fallegum gjafavörum. Má þar nefna þessa gjafakassa á myndinni, þæði fyrir dömur og herra. Nefnast þeir því fallega nafni K de Krizia. Þess- ir gjafakassar fást á mjög fáum stöðum en í herrakass- anum er sápa, toilette spray og sápuhulstur á 1.209 krónur. í dömukassanum, sem er hvítur, er body loti- on, freyðibað og sápa og kostar hann 1.357 krónur. Þetta eru fallegar og góðar gjafir. Jólamarkaður í kjallara NÝJABÆJAR við Eiðistorg er jólamarkað- ur. Þar fæst hinn margvíslegasti jólavarningur, bæði til gjafa og fyrir heimilið, til dæmis hamingjustjarnan (Happy Star) sem er lifandi lítið jólatré og kostar 365 krónur. Hamingjustjarnan er skemmtileg jólaskreyting á jólunum. Einnig er mikið úrval af leikföngum og öðrum gjafavörum. Hvíld í jólaösinni Það er ágætt að vita af einhverjum stað þar sem maður getur sest niður og hvílt lúin bein í miðri jólaör- tröðinni. SEL-BITINN við Eiðistorg, sími 611070, er þægilegur, lítill veitingastaður þar sem hægt er að setjast niður með kaffibolla eða skyndimat. A meðan er hægt að skoða torgið fallega sem komið er undir glerþak. Það snjóar því ekki á neinn sem verslar við Eiðistorg. Fallegar gjafavörur SNYRTISTOFA SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR við Eiðistorg býður bæði upp á fallegar gjafavörur, eins og sjá má á myndinni, og einnig alla almenna snyrtingu. Til dæmis fást þar gjafakort nú fyrir jólin. Unnið er með Orlane, Clarins og Rubinstein, einnig líkamsnuddið frá Clarins. Slæðurnar á myndinni kosta frá 476 krónum, hálsmen 850 krónur, hanskar 1.410, snyrtiveski 594 og armbönd 1.190 og 414 krónur. Og munið eftir gjafakortunum. Pakkaverð á skíðum I versluninni SPORTLÍF við Eiðistorg, sími 611313, er boðið upp á sérstakan jólapakka með skíðaút- búnaði. Barnaskíði í st. 80-110 kosta 7.600 krónur og stærðir 120-150 9.900 krónur. Fullorðinsskíði, 160-200 cm, kosta 10.900 krónur. ! pakkanum eru skíði, skór, bindingar og stafir. Einnig eru til göngu- skíói í Sportlífi og kosta þau 5.700 krónur. Jóladúkarog efni ! versluninni THELMU við Eiðistorg. sími 611050, er gríðarlega mikið úrval af jóladúkum, jólagardín- um og efni. Þú gætir auðvitað saumað sjálf jóla- gjafirnar og þær hjá Thelmu mundu áreiðan- lega gefa þér góð ráð. Annars sauma þær líka fyr- ir fólk ef beðið er um og taka að sér ýmsar viðgerð- ir. Jólagardínuefnin hjá þeim eru líka alveg sérstak- lega falleg. ítalskir skartgripir SNYRTIVÖRUVERSLUNIN BLIK, Nýjabæ, Eiðis- torgi, sími 622200, og Laugavegi 53, sími 23622, býðurtil sölu sérlega fallega ítalska skartgripi frá Laur- ana í öllum verðflokkum. Einnig fást þar treflar á 295 krónur, í öllum litum, Cartier ilmvatn i 30 ml glasi á 1.768 krónur, Macassar toilette fyrir herra á 1.187 krónur og Dior sápa á 299 krónur. Auk þess eru til allar aðrar snyrtivörur í fjölbreyttu úrvali. Tískubolir í versluninni SPORTLÍF við Eiðistorg, sími 611313, er geysilega mikið úrval af glæsilegum og nýtísku leikfimibolum sem kosta allt frá 450 krónum. Þeir eru til í öllum regnbogans litum og gerðum. Einnig er til allur annar leikfimifatnaður sem vinsæll er í dag og skór. Sportlíf býður til sölu allar gerðir sportfatnaðar, bæði inni- og útifatnað. Jólaklipping við Eiðistorg Hárgreiðslu- og rakarastofan PERMA, sími 611160 og 611162, býður upp á alla jólaklippingu — fyrir stelp- ur og stráka, unglinga og þá sem eldri eru - allar tískuklippingarnar - og enginn fer í jólaköttinn. Þessi litli sæti strákur var einmitt að fá sér jólaklippingu hjá Permu fyrir stuttu og fór sannarlega ánægður út. Reyndar gera það allir eftir hársnyrtingu hjá fagfólkinu í Permu. Heilirskór á jólum Ekki eru allir á því að kaupa nýja skó fyrir jólin. Það má oft flikka upp á þá gömlu. SKÓMEISTARINN við Eiðistorg, simi 611390, er ekki lengi að slíku því þar er hraðþjónusta í skóviðgerðum. Auk þess fást þar góð leðurbelti og inniskór á börn. Þá má geta þess að Skómeistarinn litar allan leðurfatnað. Aðventukransar MELANÓRA heitir blómaverslunin á Eiðistorgi og þykir hún ein fallegasta blómaverslun landsins, enda er reynt að bjóða eingöngu upp á vandaðar og falleg- ar gjafavörur í Melanóru. Einnig fást að sjálfsögðu afskorin blóm og pottablóm, skreytingar og nú allt fyrir jólin til að gera heimilið fallegt. Leikföng og bækur HUGFÖNG heitir hún, verslunin við Eiðistorg, sími 611 535, þar sem bækur, leikföng, jólaskraut og hin ýmsu ritföng fást. Þú færð sem sagt jólabækurnar, leikföng ýmiss konar og allt utan um í einni og sömu versluninni. Á myndinni er til dæmis fjarstýrð grafa sem kostar aðeins 1.590 krónur. Þeir reyna að hafa verðið gott á Eiðistorginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.