Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 50
90 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Fallegir jólakjólar í versluninni BOMBEY, Reykjavíkurvegi 62, sími 54600, er geysilega mikið til af fallegum jólafatnaði á börnin. Jólakjólar á stúlkur frá sex mánaða og upp í tiu ára í fimmtán gerðum. Á myndinni eru þrír falleg- ir jólakjólar frá Englandi og írlandi. Efst til vinstri er pallíettuskreyttur kjóll sem kostar 3.420 krónur, þá lítill sætur bleikur kjóll á 1.780 krónur og loks hvítur og rauður kjóll með svörtu flauelsbandi í mittinu á 2.700 krónur. Þessi fatnaður fæst eingöngu í Bom- bey. En reyndar eru þar til kjólar á 400-4.200 kr. Utifatnaður í Bombey Verslunin BOMBEY, Reykjavíkurvegi 62, sími 54600, selur útigalla og úlpur á alla krakka. Tvískipt- ur, fallegur útigalli kostar aðeins 2.800 krónur og er til á börn frá eins árs aldri. Dúnúlpurnar eru einnig á mjög góðu verði eða frá 3.990 krónum í barnastærð- um en 5.800 í dömu- og herrastærðum. Telpnakápa og drengjaföt Ef sparikápu vantar fyrir jólin þá fæst hún í BOM- BEY, Reykjavíkurvegi 62, sími 54600. Þessar fallegu telpnakápur eru með hettu og mjög hlýjar og fást á 3ja til 8 ára. Þær eru á mjög góðu verði eða aðeins 3.900 krónur. Drengjasparifötin eru til á 2ja til 6 ára og kostar settið, buxur og vesti, aðeins 1.980 krón- ur. Skyrtan kostar frá 600 kr. og er til í mörgum litum og leðurslaufa kostar 250 krónur. Leðurbindi eru á sama verði. Álklæddar úlpur I SPORTMARKAÐN- UM, Skipholti 50c, sími 31290, fást extra hlýjar og léttar, álklæddar úlpur á aðeins 3.285 krónur. Það væsir ekki um neinn á fjöll- unum í slíkri flík. Einnig dúnhúfur, sem eru með þeim bestu á 1.135 krónur og lúffur á 299 krónur. Þú getur valið um marga liti. Seiko í Hafnarfirði Hann TRYGGVI ÓLAFSSON úrsmiður, Strandgötu 17, sími 53530, er sá eini í Firðinum sem selur Seiko og veitir alla þjónustu. En hann býður auðvitað einn- ig margar fleiri gerðir og má hér sjá nokkrar þeirra. Frá vinstri er látlaust og fallegt kvenúr sem heitir Júpiter. Það er til í þremur litum og kostar 2.380 krón- ur, þá er tvílitt Orient úr á 10.390 krónur, Citizen herraúr á 11.790, Seiko stálúr á 8.960 og Favre Le- uba á 6.250 kr. með rómverskum tölum. Einnig fást vekjaraklukkur, stofuklukkur og mikið úrval skartgripa. Pentax í gjafakassa Þetta er Pentax Pinu 35 mm, frábær myndavél í gjafakassa með rafhlöðum, tösku og filmu á aðeins 6.654 krónur. Hún fæst hjá LJÓSMYNDAVÖRUM, Skipholti 31, sími 25177. Þar er mikið úrval af jóla- gjöfum svo sem þrífætur, töskur, skuggamyndir, albúm og margt fleira. Alls sautján gerðir af fullkomn- um litlum myndavélum. Það má segja að hjá Ljós- myndavörum sé allt til að skrá fjölskyldusöguna í myndum. Meira að segja framköllunin. Pentax sjónaukar Hjá LJÓSMYNDAVÖRUM, Skipholti 31, sími 25177, fást fjórtán gerðir af sjónaukum frá 7x35 upp í 16x50 og verðið er frá 6.845 krónum. Þessir sjónauk- ar hafa það fram yfir aðra að þeir eru með sérstökum filterum fyrir útfjólublátt Ijós og skaða því ekki aug- un. Það er ekki síst þess vegna sem þeir eru mjög mikið notaðir af atvinnumönnum. Skíðaskór Þeir eru bæði til á börn og fullorðna, skíðaskórnir í SPORTMARKAÐNUM, Skipholti 50c, sími 31290. Skíðaskórnir eru af gerðinni Trappeur og Tecnica. Þetta eru nýir skór sem Sportmarkaðurinn flytur inn sjálfur en einnig hafa þeir mikið úrval af skíðavörum sem þeir selja í umboðssölu. Þá er einmitt hægt að versla mjög ódýrt þó hluturinn sé sem nýr. Hagan skíði Þeir hjá SPORTMARKAÐNUM, Skipholti 50c, sími 31290, selja Hagan skíði í miklu úrvali. Þau eru að sjálfsögðu glæný en Sportmarkaðurinn er einnig með mikið af vetrarvörum í umboðssölu. Hagan skíðin kosta frá 2.580 krónum, lúffur kosta frá 285 krónum og húfur frá 350 krónum. Einnig fást skíðagleraugu á 21 5 krónur. Kasthjól og hnífar Fyrir veiðimanninn er ýmislegt að fá í SPORT- MARKAÐNUM, Skipholti 50c, sími 31290. Má benda hér á góðar jólagjafir handa honum eins og til dæmis kasthjól frá Silstar á 1.635 krónur og Shakespeare á 2.730 krónur. Á myndinni eru einnig vasahnífar og hnífar í leðurhulstrum í úrvali á verði frá 2.500 krónum, Sporttöskur Þessar sporttöskur á myndinni eru mittistöskur til að hafa þegar verið er á skíðum. Þær eru af gerðinni Swix, sem þykir mjög gott merki. Mittistöskurnar kosta frá 432 krónum en stærri töskur með axlarólum kosta frá 998 krónum. Þú getur valið um mjög stórar töskur eða minni, jafnvel mittistöskur sem mjög eru vinsælar í Sportmarkaðnum. Hljómtæki í Sportmarkaðnum Já, það er úrval af hljómtækjum í SPORTMARK- AÐNUM, Skipholti 50c, sími 31290. Þetta eru allt notaðar vörur og því á mjög hagstæðu verði. Auk hljómtækja eru sjónvörp, bíltæki og allar vetrarvörur. Það getur oft borgað sig að kíkja inn í Sportmarkað- inn og sjá hvað þar er að fá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.