Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 40
80
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Þetta er Yashica
Með ársábyrgð
Plakatmyndir í römmum
Yashicamyndavélin fæst í verslunum HANS PET-
ERSEN, Bankastræti, Glæsibæ og Austurveri og
kostar 3.190 krónur. Hún er 35 mm með Ijósmerki
og lætur sjálf vita þegar nota á flassið. Þá stillir hún
einnig sjálf Ijósopið eftir þvi hváða veðurskilyrði eru
þegar myndin er tekin. Henni fylgir taska.
Þessi armbandsúr, sem fást í verslunum HANS
PETERSEN, eiga það öll sameiginlegt að vera ódýr
en jafnframt góð. Þau eru með ársábyrgð og kosta
frá 290 krónum. Þessi úr eru bæði fyrir herra og döm-
ur og einnig börnin. Margar gerðir eru til, einnig litir.
Einnig fæst eitt úr í kassa með fimm mismunandi
ólum og má skipta um eftir því hvað hver vill - kannski
eftir dögum. Kassinn kostar aðeins 3.450 krónur.
Hér á myndinni er lítið sýnishorn af öllum þeim plak-
atmyndum sem verslanir HANS PETERSEN bjóða til
sölu nú fyrir jólin. Reyndar er einnig hægt að fá
bæði myndir og ramma hvort í sínu lagi, einnig marg-
ar gerðir af myndum í barnaherbergið. Þá er auðvitað
auðvelt að taka mynd sjálfur og setja síðan í ramma
því Hans Petersen býður stækkanir á öllum myndum.
Myndirnar í römmunum eru frá 160 krónum.
Visotölvur
Jólakort
Myndaalbúm
Nú er komin tölvudeild hjá HANS PETERSEN í
Austurveri og þar er hægt að fá hinar viðurkenndu
Visotölvur. PC-tölva eins og á myndinni kostar
42.200 krónur. Allt sem gengur við PC gengur við
hana þessa þó að hún sé í smærra lagi. En margur
er knár þótt hann sé smár og það má kannski segja
um hana þessa. Hún tekur lítið pláss en er alveg jafn-
gáfuð og hinar stærri.
Það er alltaf jafnskemmtilegt að senda persónuleg
jólakort. Verslanir HANS PETERSEN bjóða, eins og
undanfarin ár, jólakort eftir sjálfan þig og nú getur
þú bæði valið um áprentaða mynd eða sérstaka
möppu undir jólakort - í mörgum gerðum - serh þú
stingur sjálfur myndinni í.
Það er alltaf sniðugt að gefa myndaalbúm í jólagjöf
og ekki sakar að lauma eins og einni Kodakfilmu með
í pakkann. Verslanir HANS PETERSEN bjóða gífur-
lega mikið úrval af alls kyns myndaalbúmum sem
kosta 155-355 kr. Núna eru japönsku albúmin til
dæmis mjög vinsæl og þeim fylgja merkimiðar til að
merkja hverja mynd. Þitt er vaíið.
Munnhörpur
Munnhörpur eru ákaflega skemmtileg gjöf handa
krökkum enda hafa þeir mjög gaman af þeim. Munn-
hörpur eru heldur ekki dýr gjöf, kosta 200-2.200
krónur. Oft má sjá litla krakka leika sér með .munn-
hörpur og þegar fram líða stundir ná þeir sér i stærri
hljóðfæri. Munnharpan verður nefnilega oft til að
skerpa áhugann fyrir áframhaldandi hljóðfæraleik.
Munnhörpurnar fást í RÍN, Frakkastíg 16.
Frábært píanó
Það er kannski enginn að segja að einhver eigi að
gefa öðrum píanó í jólagjöf. En það gæti verið mjög
sniðugt fyrir fjölskylduna, sem hefur tónlistaráhuga,
að sameinast um að gefa sjálfri sér slíka gjöf á jólun-
um. Píanóin hjá versluninni RÍN, Frakkastíg 16, sími
17692, kosta frá 106.800 krónum. Það eru hin viður-
kenndu Fazer frá Finnlandi sem allir tónlistarmenn
þekkja.
Gítarar í Rín
Þeir eru alveg frábærir,
gítararnir hjá versluninni
RÍN, Frakkastíg 16, sími
17692. Bæði eru til Lan-
dola frá Finnlandi og
Kimbara frá Japan, þekkt
og góð merki. Gítararnir
kosta frá 5.900 krónum.
Einnig er mikið úrval af
rafmagnsgíturum,
trommusettum og öðrum
hljóðfærum.
Roland
hljómborð
Allir góðir hljómlistar-
menn þekkja Roland enda
er það viss gæðastimpill á
hljóðfærum. Sjálfsagt hef-
ur eigandi RINAR,
Magnús Eiríksson, samið
einhver af lögunum sínum
á Roland. Roland hljóm-
borðin í RÍN kosta frá 36
þúsund krónum. Bak við
hljómborðin á myndinni
má sjá bassa, einnig frá
Roland.
Casio smáorgel
Hjá versluninni RIN, Frakkastíg 16, sími 17692, fást hin geysivinsælu smáorgel frá Casio. Þau
hafa öll mjög mikla möguleika en þó misjafna, eftir því hvað þau eru fullkomin. Sum eru til dæm-
is algjör kennslutæki. Það er alveg ótrúlegt hvað krakkar eru fljótir að læra að leika á smáorgel og
þess vegna er ekki vitlaust að gefa þeim það á unga aldri og þróa þannig upp tónlistaráhugann.
Smáorgelin eru auðvitað til í mjög mörgum gerðum og á misjöfnu verði, 5.700-37.700 kr.