Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 77 Draumafjölskyldan Hún er alveg meiri háttar krúttleg, nýja draumafjöl- skyldan frá Mattel sem fæst í LIVERPOOL, Laugavegi 18, og í LEIKBÆ í Hafnarfirði. Á þessari mynd er til dæmis ein útgáfan af henni en það eru hjón með barn og mamman getur verið ófrísk í smátíma eins og dúkkan sýnir sem stendur hjá þeim. Með henni fylgja nefnilega tækifærisfötin. Þegar hún er búin að fæða getur hún keypt sér barnavöggu, vagn og fleira tilheyrandi og alltaf er hægt að bæta við. Kassinn með mömmu, pabba og barninu og nokkrum fylgi- hlutum fyrir litla barnið kostar 2.290 krónur. Barbie- dúkkur eru hins vegar til frá 375 krónum. Lundbyhúsið frábæra Það er sannarlega frábært, sænska Lundby-dúkku- húsið sem fæst í LIVERPOOL, Laugavegi 18, og í LEIKBÆ í Hafnarfirði. Það er hægt að byrja að kaupa það á tveimur hæðum og síðan er auðvitað hægt að byggja við og stækka. Bílskúrinn getur beðið smá- tíma. Það er kannski skemmtilegra að byrja að fylla húsið af hinum frábæru húsgögnum sem til eru og svo er auðvitað líka hægt að fá lampa því Lundby er hægt að lýsa upp með alvöruljósi. Það er alveg sama hvort það er lítið eða stórt, allt fæst í Lundby- húsið, og ekki ætti að væsa um eigendur þess húss. Sindyhúsið Það eru mörg hús á boð- stólum í LIVERPOOL og LEIKBÆ því þarfæst núna nýja tveggja hæða Sindy- húsið. Sindy getur reyndar valið um hvort hún vill frekar búa á tveimur eða þremur hæðum. Nýja hú- sið kostar 2.690 krónur og hægt er að fá alla fylgi- hluti og auðvitað eigend- urna sjálfa. Þetta er leikfang sem stúlkurnar dunda við árum saman og hafa alltaf jafngaman af. Meira að segja mömmurn- ar nenna oft að leika sér með. Rosalegir og fjarstýrðir Strákarnir ættu bara að kíkja á úrvalið af fjarstýrðum bílum í LIVERPOOL, Laugavegi 18, og LEIKBÆ í Hafnarfirði, til dæmis svarta löggubílinn sem ekur ósköp venjulega um götur nema þegar einhvern þarf að elta, þá setur hann allt í botn og sírenan og rauðu Ijósin fara í fullan gang. Hann kostar 6.980 krónur og trukkarnir vinsælu og jepparnir kosta frá 3.285 krónum. Járnbrautarlestir Þær eru alltaf draumaleikfang strákanna og helst að þeir fái slíkt á jólum. í LIVERPOOL, Laugavegi 18, og í LEIKBÆ í Hafnarfirði fást vandaðar og skemmtilegar járnbrautarlestir í mismunandi stórum útfærslum, allt frá einum hring á 2.440 krónur upp í marga metra á 5.700 krónur. Alltaf er hægt að bæta inn í vögnum og teinum. Þessi lest heitir Lima Mod- els og henni fylgir straumbreytir. Það má þvo þessar dúkkur sem koma frá frændum okkar í Danmörku. Og svo er hægt að velja hvaða þjóðerni sem mann langar helst í því þær eru til svart- ar, gular og hvítar. Þessar dúkkur kosta frá 1.070 krónum en þessar á myndinni kosta 1.660-1.830 krónur. Sú sem liggur er heldur stærri, eða 65 cm, og kostar hún 2.270 krónur. Sú er ekta til að drusl- ast með, eins og sagt er. Þær fást í LIVERPOOL og LEIKBÆ. ævintýra-karlar ásamt fylgihlutum. Danskardúkkur Veggarm- bandsúr Það er ekki amalegt, þetta rosalega armbandsúr sem er hvorki meira né minna en 85 cm á lengd. Það sómir sér vel á hvaða vegg sem er og kostar ekki nema 1.550 krónur í LIVERPOOL, Laugavegi 18. Þetta er sannarlega frumleg gjöf sem kemur á óvart. Einnig fást venjuleg armbandsúr á aðeins 380 krónur og borðklukka í mörgum litum á 1.350 krónur. Það er stórkostlegt úrval af gjafavöru í Liver- pool, það máttu vera viss um. HINIR HEIMSFRÆGU v íi-\ Nýtt frá Fisher Price Hér á myndinni er glænýtt Fisher Price-hús fyrir yngstu börnin, frá eins árs upp í þriggja ára, sem fæst í LIVERPOOL, Laugavegi 18, og LEIKBÆ, Hafnar- firði. Því fylgja karlar og hjól og á því er hægt að færa til ýmsa hluta og opna og láta skralla eins og litlu börnunum finnst svo skemmtilegt. Þetta hús er á mjög góðu verði eða 1.890 krónur. Laugavegi 18a S: 11135-14201 Landsins mesta úrval Skrifið - hringið — komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.