Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
5
dv Fréttir
Peningagebaunir
lyrir fleiri en
gþróttasamtök
„Það samræmist ekki hugsjónum
Sjálfstæðisflokksins að gefa tiltekn-
um samtökum leyfi til að reka
peningagetraunir en banna öðrum
það,“ sagði Eiríkur Ingólfsson, for-
maður Æskulýðssambands íslands, í
umræðum um íþróttamál.
Sveinn Björnsson, forseti íþrótta-
sambandsins, mótmælti þessu og
vildi að samþykkt um breytingar á
núgildandi lögum yrði felld út úr
ályktun um íþrótta-, æskulýðs- og
tómstundamál. Tillaga um það féll
þó á jöfnum atkvæðum.
-GK
Kosningastefna Sjálfstæðisflokksins:
?TÁfram á
sömu braut“
„Við komandi kosningar stendur
valið um það, hvort halda eigi áfram
á sömu braut eða ekki. Kosið verður
um, hvort sótt skuli fram til bættra
kjara og betri framtíðar fyrir lands-
menn alla á grundvelli aukins frelsis
og svigrúms einstaklinganna, • eða
hvort þeim árangri sem náðst hefur
verði ógnað með steínu ofstjómar
og valdboðs," segir í kosningayfir-
lýsingu Sjálfstæðisflokksins, sem
landsfundur flokksins samþykkti
einróma í gær.
„Kostirnir em skýrir. Annars veg-
ar er Sjálfstæðisflokkurinn, sem
berst fyrir auknu frjálsræði á grund-
velli einstaklings- og atvinnufrelsis.
Hins vegar ósamstætt safn vinstri
flokka og flokksbrota, sem eiga það
sameiginlegt að vilja safha meira
valdi á hendur opinberra aðila á
kostnað borgaranna. Sjálfstæðis-
flokkurinn einn er flokkur frjálsræð-
is, framfara og þeirrar festu í
landsstjóm, sem nauðsynleg er í sér-
hverju ríki,“ segir þar.
Yfirlýsingin er á sex vélrituðum
síðum og fjallar um fortið, nútíð og
framtíð í íslenskum stjómmálum.
Sérstök áhersla er lögð á 22 sundur-
greind atriði er varða framtíðina og
em það yfirleitt almennt orðaðar
viljayfirlýsingar.
Þar á meðal er minnst á enn auk-
ið frelsi í gjaldeyrismálum með
heimildum til þess að almenmngur
geti lagt sparifé sitt á gjaldeyris-
reikninga, greiðari aðgangi fyrir-
tækja að erlendu lánsfé á eigin
ábyrgð, rýmri reglum um þátttöku
erlendra aðila í íslensku atvinnulífi
og íslenskrar fjárfestingar erlendis.
-HERB
ÁTT ÞÚ 100.000 KR.
OG ELDRIFORD ESCORT?
Með Ford skiptikjörum getur þú auðveldlega
eignast nýjan ESCORT ’87
Dæmi: Peningar 100.000.-
lán 101.700.-
eldri Escort u.þ.b. 270.000.-
= Nýr ESCORT1300CL 5 dr. kr. 471.700.-
Ford Escort - framdrifinn þýskur gæðabíll j
>
— 1
ýgjSSSfo SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100. í
SUMARAÆTLUNIN FRI '87
20 ÞÚS. UPPLAG ÞROTIÐ
2. PRENTUN KEMUR í DAG
TRYGGIÐ YKKUR EINTAK OG SÆTI!
SUMAR í SVARTASKÓGI
liff!
Æm
~ - -
reyndist ferðatromp
Öll gisting seldist upp á 10 dögum!
GOÐAR
FERÐAFRÉTTIR:
Gegnum góö sambönd hefur
okkur tekist aö fá viðbótargist-
ingu viö Titisee - í nýju
húsnæöi á góðum kjörum!
STAÐFESTIÐ PANTANIR STRAX!
Ferdaskrifstofan
OTSÝN
Austurstræti 17
Sími 26611.
f