Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Viðskipti_________________________________________________________________________________________dv
Spá um eftirspum á eldisfiski árið 1990:
Talin munu nema 130.000 lestum
Gert er ráð fyrir því að framboð af
eldislaxi á helstu mörkuðum árið 1990
verði 150-160 þúsund lestir á meðan
eftirspumin er talin munu nema um
130 þúsund lestum, en framleiðsluget-
an er á sama tíma talin munu verða
250-300 þúsund lestir. Er þessi spá í
skýrslu sem írska sjávarútvegsráðu-
neytið lét gera. Þetta kom fram í ræðu
sem Guðmundur H. Garðarsson hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hélt á
ráðstefnu um fiskeldi sem haldin var
um helgina.
I ræðu Guðmundar kom það enn-
fremur fram að árið 1990 væri gert ráð
fyrir að hlutdeild Norðmanna í fram-
boðnum eldisfiski >Tði 100.000 lestir,
Skota 25.000 lestir, íra 25.000 lestir og
íslendinga 10.000-15.000 lestir. Þá
mætti einnig búast við framboði á eld-
islaxi frá nýjum eldisstöðvum á
- Búist við stóraukinni flskneyslu Bandaríkjamanna
austurströnd Bandaríkjanna og
Kanada.
Hjá Guðmundi kom það einnig fram
að á síðasta ári hefði andvirði útflutn-
ings Islendinga á laxi, silungi og ál
verið 71,9 milljónir króna, en útflutn-
ingurinn nam alls 74 lestum. Einkum
var flutt út til Bandaríkjanna, Noregs,
Danmerkur og Bretlands.
Af þeim mörkuðum, sem völ væri
á, sagði Guðmundur að útflytjendur
ættu að einbeita sér að Bandaríkja-
markaði. Bandaríkjamenn væru
traustir viðskiptavinir ef varan væri
góð, lífskjör væru þar góð og kaup-
máttur jafh og góður. Einnig benti
hann á að þar færi fiskneyska vax-
andi, fiskneysla í Bandaríkjunum væri
nú 13-14 pund á mann en því væri
spáð að næstu árin myndi fiskneysla
Bandaríkjamanna stóraukast og yrði
50 pund á mann árið 2000.
Ástæður spár þessarar auknu neyslu
sagði Guðmundur aukinn áróður fyrir
fiskneyslu ásamt kynningu á fiski sem
hollustufæðu og því að þeir sem á
annað borð ánetjuðust fiski kysu hann
fekar en kjöt. Hingað til hefðu Banda-
ríkjamenn verið kjötætur en margt
benti til að það væri nú að breytast.
-ój
Fjöldi fiskeldismanna sótti ráðstefnu um framtið í fiskeldi sem haldin var um helgina. Fremst á myndinni má sjá Jón
Helgason landbúnaðarráðherra. DV-mynd GVA
Hvatt til kynbóta í fiskeldi:
Kynbætur á eldisfiski eru á
meðal arðbærustu fjárfestinga
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur óbund. 9.5-11 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vél.
18mán. uppsögn 19-20,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Úb, Vb
6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 2.5-4 10-22 Ab.Úb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9.5-10.5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab
Danskarkrónur 9-10 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 18.75-20 lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 21.75-22 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 20-21.25 Ab.lb. Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggo 20-21 Ib.Lb
Skuldabréf
Að 2.5árum 6-6,75 Lb
Til lengritíma 6,5-6,75 Ab.Bb, Lb.Sb.
Útlán til framleiðslu Úb.Vb
Isl.krónur 15-20 Sp
SDR 7,75-8.25 Lb.Úb
Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb.Sp
Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,75-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-6,5
Dráttarvextir VfSITÖLUR 27
Lánskjaravisitala feb. 1614 stig
Byggingavísitala 293 stig
Húsaieiguvísitala Hækkaði 7,5% 1 jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 450 kr.
Hampiðjan 140kr.
Iðnaöarbankinn 135kr.
Verslunarbankinn 125kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavixla gegn 21 % ársvóxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaðinn
birtast i DV á fimmtudögum.
- segir dr. Stefán Aðalsteinsson
Kynbætur á eldisfiski eru meðal
arðbærustu fjárfestinga í fiskeldi sem
völ er á og því ber að hefjast handa
um kynbætur eldisfisks hér á landi
sem fyrst til að tryggja samkeppnisað-
stöðu íslenskra fiskeldisstöðva. Þetta
kom fram í erindi sem dr. Stefán Aðal-
steinsson hélt á ráðstefnu um fiskeldi
sem haldin var um helgina.
Sagði Stefán að engin reynsla lægi
fyrir um árangur af kvmbótum á haf-
beitarlaxi en tilraunir erlendis bentu
til að endurheimtuhlutfall réðist af
erfðum í einhverjum mæli. Við kyn-
bætur á eldislaxi erlendis er almennt
miðað við að ættliðabilið sé 4 ár, þar
af 1,5 ár í fersku vatni og 2,5 ár í sjó.
Sagði Stefán að hér á landi mætti
stefna að því að nýta jarðvarma til
þess að flýta klaki og seiðaeldi um
eitt ár hið minnsta, þannig að sjó-
Dr. Stefán Aðalsteinsson.
gönguseiðum yrði sleppt í sjó 6 til 8
mánaða gömlum. Gæti þá ættliðabilið
orðið þrjú ár hjá eldislaxi og þeim
hafbeitarlaxi sem væri 2 ár í sjó, en
færi niður í 2 ár hjá hafbeitarlaxi sem
væri eitt ár í sjó. Sagði Stefán að með
því að stytta ættliðabilið úr fjórum
árum í þrjú, ykist kynbótaframför um
33% á einu ári, en með því að stytta
það úr 4 árum í 2, ykist árleg kyn-
bótaframför um 100%.
Stefán sagði að hagkvæmni í laxeldi
byggðist að verulegu leyti á því að
framleiða stóran matfisk ó stuttum
tíma og færi hlutfallslegt söluverð
fiskjarins hækkandi því stærri sem
hann væri. Rannsóknir erlendis bentu
til þess að að auka mætti endurheimt-
ur á hafbeitarlaxi með kynbótum.
-ój
íslenskur hugbúnaður:
Tólvuforrít fyrir fjölmenn skákmót
- það fyrsta sinnar tegundar í heiminum
Tveir íslenskir kerfisfræðingar,
Daði Jónsson og Valgarður Guð-
jónsson hjá Verk- og kerfisfræðistof-
unni, hafa fundið upp einstakt
tölvuforrit fyrir skákmót. Þeir byrj-
uðu á þessu þegar Reykjavíkurskák-
mótið stóð yfir í fyrra og hafa verið
að þróa það síðan og er því nú lok-
ið. Snjólfur Ólafsson hjá Háskólan-
um og fyrirtækið Tækniþróun hafa
unnið að þessu með þeim.
Hér er um að ræða forrit sem ger-
ir mönnum kleift að raða saman
keppendum í allt að 1.000 manna
skákmót en mjög mikil vinna og
vandasöm hefur verið að annast nið-
urröðun á fjölmennum mótum.
Forritið er hægt að nota hvort held-
ur keppt er eftir Monrad-kerfinu eða
því svissneska.
Þá sýndu þeir Daði og Valgarður
hvemig kerfið er notað á minni
mótum, þar sem allir tefla við alla,
á IBM-skákmótinu á dögunum. Um
leið og úrslit allra skáka lágu fyrir
vom þeir tilbúnir með hvemig stað-
an ó mótinu var, hvemig peninga-
upphæðin fyrir unnar skákir
skiptist, hvað viðkomandi skákmenn
höföu hækkað eða lækkað að Elo-
stigum og raunar allt viðkomandi
mótinu.
Valgarður Guðjónsson sagði í
samtali við DV að bandarískur skák-
maður og mótshaldari, Eric Shiller,
sem tefldi á Reykjavíkurmótinu í
fyrra, hefði hrifist af því sem þeir
voru þá að reyna. Hann vill fá þetta
kerfi og selja það í Bandaríkjunum.
Þar í landi em opnu skákmótin
gjaman 500 til 1.000 manna mót og
niðurröðun keppenda nær óvinn-
andi vegur nema með svona forriti.
Þá hafa þeir félagar skrifað Al-
þjóðaskáksambandinu FIDE og
boðið kerfið til sölu. Þeir höföu
áhuga á að fara til Dubai á ólympíu-
mótið í haust en vom of seinir að
bjóða þjónustu sína þar. Þeir em
ákveðnir í að fara til Brussel í Belg-
íu á stórmótið sem verður haldið þar
í apríl og kynna forritið fyrir skák-
frömuðum sem þar koma til með að
verða. -S.dór
Daði Jónsson og Valgaröur Guðjónsson kerfisfræðingar.
DV-mynd Brynjar Gauti.