Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
19
Brotalöm í dómskeifinu
Kæru samborgarar.
Á undanfómum árum hefur þjóð
okkar staðið frammi fyrir þeirri
ömurlegu staðreynd að fíknieíhi af
ýmsu tagi hafa flætt inn í landið og
hafa nú þegar valdið ómetanlegu
tjóni á æsku þessa lands.
Það er þegar vitað að efni þessi
hafa valdið dauða ungmenna, auk
þess sem margir hafa hlotið varan-
legt heilsutjón af neyslu þeirra, svo
ekki sé talað um þá sem nú em fíkni-
efnunum háðir og eiga framundan
ömurlega daga, daga örvæntingar
og sorgar sem því miður mun í mörg-
'um tilfellum leiða til dauða þeirra.
Það er staðreynd að ef ekki kemur
til þjóðarvakning munu fíkniefnin
höggva stór skörð í æsku þessa lands
á næstu árum.
Afbrot og vændi
Töluverðar umræður hafa verið í
gangi af og til um þetta böl og ætti
því að vera óþarfi að lýsa frekar
þeim hörmungum sem neysla fíkni-
efna hefur í för með sér. Hins vegar
vil ég benda á þá staðreynd að stór
hópur neytenda, bæði stúlkur og
piltar, afla sér fíkniefna með afbrot-
um af ýmsu tagi, svo ekki sé talað
um vændi. Það kostar þessa ógæfu-
sömu unglinga mikið fé að viðhalda
fíkn sinni frá degi til dags og þar
koma fíkniefnasalamir til sögu. Eg
kalla þessa menn sölumenn dauðans
og svo vel þekki ég til að fullyrða
að þeir svífast einskis svo þeim megi
græðast fé.
Vegna hvatningar frá ráðamönn-
um dómsmálaráðuneytis hefur
Kjallariim
Hilmar Þorbjörnsson
lögregluvarðstjóri.
löggæslunni orðið töluvert ágengt í
baráttunni við fíkniefhasala þrátt
fyrir mannfæð og lítinn tækjakost.
Stjómvöld settu á stofn sérstakan
dómstól sem Qallar um þessi mál.
Nú nýlega vom tveir fíkniefnasalar
dæmdir hvor um sig í fimm ára fang-
elsi fyrir að hafa flutt til landsins
og selt mikið magn fíkniefhisins LSD
sem er lífshættulegt ofskynjunarlyf.
Þetta þótti mér, sem starfað hef um
þriggja áratuga skeið sem löggæslu-
maður, mildur dómur. Það kom mér
því á óvart þegar ég frétti að dómi
þessum hefði verið áfrýjað til Hæsta-
réttar.
Stefnumarkandi dómur
Maður mætti ætla að jafnvirt
stofnun sem Hæstiréttur hefði stað-
fest fyrri dóm, eða jafnvel þyngt eftir
atvikum, en svo var ekki því hátt-
virti Hæstiréttur stytti fyrri dóm í
tvö og hálft ár án þess að færa fyrir
því sérstök rök eða greinargerð. Með
■ öðrum orðum má því ætla að fyrri
dómur hafi að mati Hæstaréttar þótt
of þungur og beri dómurum fíkni-
efnadómstóls að taka þennan dóm
með í reikninginn í framtíðinni því
dómur Hæstaréttar hlýtur að skoð-
ast stefnumarkandi.
Fíkniefnasalar eiga að fá
þunga dóma
Þetta þóttu mér vondar fréttir og
ég er þess föllviss að hér er á ferð-
inni brotalöm í dómskerfinu. Ég
ætla ekki að jafnvirtum mönnum og
þeim er í Hæstarétti sitja hafi orðið
á, hins vegar er það staðreynd að
marga setti hljóða: Hvað ætli for-
eldrar fíkniefnaneytenda hafi
hugsað? Hvað ætli þeir hafi hugsað
sem fylgt hafa til grafar vinum sem
dáið hafa af völdum fíkniefna sem
menn eins og þessir hafa selt þeim?
Ég vil ekki hugsa það til enda því
sjálfur á ég góðan vin sem liggur
nú lamaður eftir of stóran skammt
fíkniefha. Það er því skoðun mín að
fíkniefhasalar eigi að fá þunga dóma
en ekki málamyndadóma að skand-
inaviskri fyrirmynd.
Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar
að sameinast nú þegar um að setja
lög sem koma í veg fyrir að brotalöm
sem þessi geti endurtekið sig. Þið
eigið líka böm!
Hilmar Þorbjörnsson
„Hvað ætli þeir hafi hugsað sem fylgt hafa til grafar vinum sem dáið hafa
af völdum fikniefna sem menn eins og þessir hafa selt þeim?“
„Maður mætti ætla að jafnvirt stofnun sem
Hæstiréttur hefði staðfest fyrri dóm, eða
jafnvel þyngt eftir atvikum en svo var
ekki.“
Sjálfstæðisstefnan er best
Sjálfstæðisstefnan er jákvæð.
Stefhan felur öðm fremur í sér já-
kvætt viðhorf til hæfileika fólks til
sjálfstæðra athafha, trúna á það að
einstök persóna, karl eða kona, geti
náð betri árangri en kerfi vinstri-
mennskunnar. Stefnan felur í sér að
einstaklingamir séu hæfastir til þess
að takast á hendur verkefhin með
sem mestu frjálsræði (engan útúr-
snúning). Andstæðingamir falla
gjaman í þá gryfju að túlka þessa
stefhu þannig að þá sé einhver vond-
ur einstaklingur að „græða“ á
öðrum, í vondri merkingu, ofsalega
ljótt fólk sem hefur aðra i vinnu til
þess að „græða á þeim“. Þetta er
algjör misskilningur og lýsir helst
inræti þess sem það hugsar.
Einstaklingurinn er fljótari og
hæfari en kerfið, það er lögmál og
staðreynd. Árangur einstaklingsins
verður þannig meiri en kerfisins.
Sama á við þegar fleiri einstaklingar
mynda hlutafélag og leggja fram
fjármagn sem þeir tapa ef þeir ekki
KjaUarinn
bónuskerfi. Einstaklingurinn þar
fær svigrúm til þess að njóta hæfi-
leika sirrna. að visu erfiðara en
eitthvað til þess að keppa að. Vinnan
verður ánægjulegri og tíminn fljót-
ari að líða. Sem sagt, jákvæður
árangur.
Pólitísk málamiðlun og stirð-
leiki
I viðskiptum hér á landi hefur
vantað betra „bónuskerfi". Þá á ég
við meira frjálsræði þannig að fólk
geti notað hæfileika sína og tekið
sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi
get ég nefnt stirða ríkisbanka. sem
eru ekki stirðir af því fólkið þar sé
slæmt. því að fólkið í bönkunum er
gott starfsfólk. heldur er það kerfið.
sem á bankann. sem er háð pólitísk-
um málamiðlunum og stirðleika.
Þegar sjálfstæðisflokkurinn verð-
ur búinn að koma á meira fijálsræði
í viðskiptum eykst hagvöxtur og lífs-
kjör allra batna. Andstæðingar
frjálsræðisins vilja „stjómun" og
„stjómun" er nú einmitt það sem er
að ganga af landsbyggðinni dauðri.
Kerfisofstjóm og miðstýringarfarg-
an er allt lifandi að drepa í land-
Kristinn Pétursson
framkvæmdarstjóri,
Bakkafirði
standa sig. Einstaklingurinn getur
skapað fleiri atvinnutækifæri og
greitt hærri laun og lífskjör batna.
Þetta er svipað og að setja upp
„Af hverju skyldi kjósandi treysta stjórn-
málaflokki fyrir atkvæði sínu ef flokkur-
inn treystir ekki kjósandanum?“
„Reynsla sósialismans fyrir austan járntjald er talandi dæmi um framkvæmd sósialismans. Þarf fólk frekari sannanir?“
búnaði og sjávarútvegi. I þjónustu-
geiranum gengur yfirleitt vel enda
ríkir þar meira frjálsræði. Þetta
gengur sumurn illa að skilja. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur alltaf barist
fynr meira frjálsræði en þrí miður
aldrei fengið hreinan meirihluta og
getað þannig látið verkin tala meira.
Það má segja um þá sem ennþá ætla
að kjósa vinstri flokkana að „þangað
leiti klárinn sem hann er kvaldast-
ur". Furðulegt.
Sjálfsteeðisflokkuiánn vill leysa
málin með jákvæðu hugarfari og
með því að nýta hæfileika fólks. Þá
næst jákvæður árangur og bætt life-
kjör.
Treystum Sjálfstæðisfiokkn-
um
Kjósendui- í lýðræðisríki eiga val-
ið. Engin þjóð fær betri ríkisstjóm
en hún á skilið. Remsla sósíalismans
fírír austan jámtjald er talandi
dæmi um framkvæmd sósíalismans.
Þarf fólk frekari sannanir? Taki
vinstri stjóm við völdum hér á landi
eftir kosningar munu lífskjör fara
versnandi. Spekingur nokkur að
nafrii Popé sagði: „Enginn þarf að
skammast sín fyrir að hafa haft rangt
fyrir sér. það synir bara að hann er
vitrari í dag en hann var í gær."
Þeir sem hafa treyst vinstri flokkun-
um fyrir atkvæði sínu áður þurfa
ekkert að halda þvi áfram heldur
trevsta frekar Sjálfstæðisflokknum.
flokknum sem treystir fólkinu. Ég
spyr: Af hverju skyldi kjósandi
treysta stjórnmálaflokki fyrir at-
kvæði sínu ef flokkurinn treystir
ekki kjósandanum?
Almenningur á nefhilega að vara
sig á stjómmálaflokkum sem boða
neikvæða steföu. Lögmálið er að
vara sig á fólki sem talar illa um
náungann. Stjórnmálamanni með
vont hugarfar gengur illa í valda-
stól. Þegar upp verður staðið verða
stjómmálaflokkar dæmdir af verk-
um sínum en ekki slagorðum og
glannafengnum vfirlýsingum. Þess
vegna geta sjálfstæðismenn horft
björtum augum á framtíðina með
máleföalega langbestu stjómmála-
stefauna.
Kristinn Pétursson