Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Utlönd
Hættulegasti
keppinautur Bush
Ólafur Amaisan, DV, New York:
Robert Dole, leiðtogi repúblikana
í öldungadeildinni, stígur nú stórt
skref á leið sinni að framboði fyrir
Repúblikanaflokkinn í næstu for-
setakosningum. Hann hefur komið á
fót nefnd til að athuga möguleikana
á útnefningu sem frambjóðandi
flokksins árið 1988.
Þótt búist hafi verið við þessari
ákvörðun í nokkum tíma kemur hún
fjTr en menn áttu von á. íransmálið
kom nokkuð flatt upp á menn og
skildi stuðningsmenn Dole eftir hálf-
vankaða. að sögn aðstoðarmanna
hans. Skyndilega var Bush varafor-
seti kominn í vandræði og sviðsijósið
beindist að Dole fyrr en þeir áttu von
á. En þrátt fyrir vopnasölumálið og
hlutdeild varaforsetans í því er Bush
þó með ömggan méirihluta í skoð-
anakönnunum.
Erfiður róður
Aðstoðarmenn Dole segja að hann
hafi verið einfari í stjómmálum og
að hann hafi yfirleitt færst undan
leiðtogastarfi. Einkennileg staðhæf-
ing þar sem Dole hefur undanfarin
ár verið leiðtogi repúbiikana í öld-
ungadeildinni. Menn telja þó að
róðurinn geti orðið ei-fiður fyrir Dole
vegna þess að hann hafi ekki í kring-
um sig nógu marga hæfa menn til
að skipuleggja kosningabaráttu af
þessari stærðargráðu.
„Dole hefur aldrei sannað áður að
hann geti staðið í kosningabaráttu
af þessari stærðargráðu og það er
það sem málið snýst um í byrjun.
Ég er sannfærður um að hann er
hættulegasti andstæðingur Bush á
landsvísu, segir Richard Bonde,
framkvæmdastjóri kosningabaráttu
George Bush. Þegar Bonde er spurð-
ur um áhrif Iransmálsins fyrir
framboðsvonir Bush segir hann það
hafa haft neikvæð áhrif.
Gæfuhjólinu snúið
Stuðningsmenn Dole segja að þótt
Dole sé á eftir Bush í augnablikinu.
og jafnvel líka á eftir Jack Kemp.
muni nefndin. sem sett hefur verið á
laggimar. snúa gæfúhjólinu á annan
veg. Höfuðstöðvar verða opnaðar í
Washington og kosninganefnd verð-
ur skipuð.
Dole ætlar einnig að stofha sér-
stakar nefndir í New Hampshire og
Iowa sem em ákaflega þýðingarmik-
il fylki í forkosningum í Bandaríkj-
unum.
Frábmgðið öðrum répúblikönum,
og raunar öðmm líklegum forseta-
frambjóðendum. er Dole ekki með
neina ræðuskrifara innan herbúða
sinna. Hann hefur engan almanna-
tengslamann á sínum snærum og
hann hefúr verið heldur hranalegri
við fi’éttamenn en aðrir vonbiðlar.
Hann hefur iðulega neitað að tala
við þá á ferðalögum sínum þar sem
hann hefur verið hvíldar þurfi.
Bíðurtil haustsins
Stuðningsmenn Dole segja að
hann hafi upphaflega ætlað að taka
það rólega fram undir vor og sumar
til að reyna að afla sér stuðnings.
Þeir segja að Dole sé á þeirri skoðun
að þegar repúblikanar, í þeim ríkjum
þar sem forkosningar verða haldnar.
Svidsljósið beinist nú að Robert Dole, leiðtoga repúblikana i öldungadeild
Bandaríkjaþings, eftir að íransmálið kastaði skugga á George Bush varafor-
seta. Dole kannar nú hvaða möguleika hann hefur á því að verða útnefndur
frambjóðandi flokksins í næstu kosningum.
byrji að einbeita sér að baráttunni
næsta haust þá eigi hann að auglýsa
stefnu sína í innanlands- og utanrík-
ismálum.
Þrátt fyrir að Bush varaforseti sé
með ákaflega vel skipulögð samtök
bak við sig þá telja stuðningsmenn
Dole að sól varaforsetans hljóti að
fara hnígandi, meðal annars vegna
afskipta hans af íransmálinu. Það
hefur skaðað Hvíta húsið og Dole
telur að varaforsetinn sé jafnvel úr
leik í baráttunni um forsetaembættið
jafnvel þó það komi ekki i Ijós fyrr
en síðar.
Stöðug ferðalög
Robert Dole, sem er 63 ára gam-
all, eyðir næstum hverri einustu
helgi í ferðalög og einnig nokkrum
kvöldum í viku. Ef vel gengur i bar-
áttunni mun hann væntanlega láta
af starfi sínu sem leiðtogi minnihluta
repúblikana i öldungadeildinni. Eig-
inkona hans Elisabeth Dole, sam-
göngumálaráðherra í Reaganstjórn-
inni, mun þá væntanlega segja af sér
embætti til þess að standa við hlið
manns sins í kosningabaráttunni.
Frú Dole nýtur mikils álits og þykir
hafa staðið sig vel gegn stöðugum
árásum demókrata.
Að sögn stjómmálasérfræðings,
sem starfar fyrir repúblikanaflokk-
inn, vill Dole gera allt sjálfur og
geti það reynst mjög erfitt þegar
fram líða stundir. Honum hafi geng-
ið mjög vel það sem af er en líklegt
sé að það verði honum ofviða í fram-
tíðinni.
Hart barist um
kjósendur á Möltu
Kosningaskjálfti er nú farinn að
gera vart við sig á eyjunni Möltu á
Miðjarðarhafi þar sem verkamanna-
flokkurinn hefur verið við völd í
fimmtán ár. Stjórnmálamenn reyna
nú að kæla tilfinningamar til þess
að ekki komi til átaka sem hrætt
gætu ferðamenn frá eyjunni.
Halda á kosningar um miðjan
maímánuð en forsætisráðherrann,
Carmelo Mifsud Bonnici, hefur enn
ekki tilkynnt hvenær kosningadag-
urinn verður. Bonnici, sem er 53 ára
gamall lögfræðingur, tók við völdum
í desember 1984.
Fullvíst þykir að enn einu sinni
verði mjótt á mununum milli stjóm-
arflokksins og hægri sinnaðra
þjóðemissinna en í forsvari þeirra
er einnig 53 ára gamall lögfræðing-
ur, Fenech Adami að nafni.
Óeirðir
I nóvember síðastliðnum kom til
átaka er þjóðemissinnar efridu til
hópgöngu. Slösuðust 23 manns og
hlutu íjórir þeirra skotsár. Viku
seinna var stuðningsmaður þjóðem-
issinna skotinn til bana. Talsvert dró
úr kosningabaráttunni vegna þess-
ara atburða. Smærri uppþot hafa átt
sér stað síðan en engin alvarleg. Til
rýskinga kom á kosningafundi sem
haldinn var fyrir rúmri viku en eng-
inn slasaðist.
Malta liggur á milli Ítalíu og Líbýu
og em íbúar eyjarinnar 330 þúsund
talsins. Reynsla undanfarinna ára
sýnir að tilhneiging þeirra til að
skipta um flokk er lítil. Þjóðemis-
sinnar halda því fram að margir
meðlimir verkamannaflokksins hafi
komið yfir til þeirra og Bonnici við-
urkennir að hann þurfi að vinna
aftur á sitt band nokkra týnda sauði.
Hörð barátta
í síðustu kosningum, árið 1981,
hlutu þjóðemissinnar 51 prósent at-
kvæða en Verkamannaflokkurinn
sat áfram við stjómvölinn þar sem
hann hlaut fleiri sæti á þingi. Nú
hefur stjómarskránni verið breytt
þannig að sá flokkur er hlýtur meira
en helming atkvæða fær fleiri full-
trúa á þingi.
Þar sem svo lítill munur er á fylgi
flokkanna er hart barist um þá sem
em að fara að kjósa í fyrsta skipti.
Á kosningafundum, sem 100 þúsund
manns sækja oft á tíðum, er höfðað
til hagsmuna unga fólksins. Verka-
Kosningar eru nú framundan á Möltu og reyna menn að kæla tilfinningarn-
ar til þess að fæla ekki ferðamenn frá eyjunni.
mannaflokkurinn stærir sig af
byggingu nýrra skóla og ókeypis
háskólamenntun.
Slæmur efnahagur
Efnahagurinn er þó aðalkosninga-
málið. Atvinnuleysi er sex prósent,
laun hafa staðið í stað síðastliðin
Qögur ár og iðnaður hefur dregist
saman. Þjóðemissinnar saka yfir-
völd um óstjórn en verkamanna-
flokkurinn kennir lægð í alþjóðleg-
um viðskiptum um og segir að nú
fari efnahagurinn að vænkast.
Síðastliðið ár undirritaði Malta
viðskiptasamning við Moskvu um
aukinn útflutning, aðallega á vefn-
aðarvörum. Einnig hefur verið
undirritaður samningur við Ítalíu
og Líbýu. Ferðamannaiðnaður er í
uppgangi og gæti orðið efnahagnum
mikil lyftistöng. Síðastliðið ár kom
rúmlega hálf milljón ferðamanna til
eyjarinnar og námu tekjurnar af
þeim 170 milljónum dollara.
Fullyrða stjómvöld þessa jákvæðu
þróun vera mögulega vegna hlut-
leysis landsins. Þjóðemissinnar hafa
hug á að ganga í Efnahagsbandalag-
ið þegar réttar aðstæður eru fyrir
hendi.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur Pétursson