Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagöröum 16, símar 82770-82655. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 1 5. mars nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. | STARFSFÓLK Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vantar starfsfólk við Sumardvalarheimilið í Reykjadal sumarið 1987. Eftir- taldir starfsmenn verða ráðnir: Forstöðumaður, menntun á sviði uppeldis- mála æskileg og þá helst meó tilliti til fatlaðra. Fóstrur og þroskaþjálfar. Aðstoðarfóik viö umönnun barna. Sjúkraþjálfari. Iðjuþjálfari. Næturverðir. Ræstingafólk. Matráðskona. Aðstoðarfólk í eldhús. Ráðningartími er frá 1. júní til 1. september nk. Laun eru skv. kjarasamningum BSRB og Starfs- mannafél. Sóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11 -13,108 Reykjavík, fyrir 15. mars nk. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 11-13. Sími 84999. V E R SI jAN IR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK er á leiðinni og kemur út 26. mars nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að aur lýsa í fermingargjafahandbökinnT vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Þverholti 11, eða í síma 27022, kl. 9-17 virka daga sem fyrst - í síðasta lagi föstudaginn 20. mars. „Bæði er þjóðaratkvæðagreiðslan einföld og lýðræðislegasta leið sem völ er á þegar taka á ákvarðanir um mál sem eru hitamál og snerta þjóðina alla, t.a.m. eyðnipróf á alla þjóðina." Virkari stjórnmála- þátttaka almennings Prófkjörin hafa verið rædd soldið undanfarið. Margir hafa gagnrýnt þau fyrir að vera lélegur mælikvarði á persónufylgi frambjóðenda, vegna galla í fyrirkomulaginu. Það hefur þó aðallega verið það að ókveðnir aðilar hafa getað nýtt sér fj;írmagn sitt í þeim tilgangi að kaupa flokks- menn til að greiða þeim sitt atkvæði og síðan einnig hitt að fá einn eða annað til að ganga í flokkinn, svona rétt fyrir kosningar, og kjósa rétt. Það er erfitt að setja þetta í sam- hengi við að hér á íslandi sé lýðræði. Þetta er meira í ætt við það sem hrífur menn á borð við Duvalier og Marcos, en það er fáránlegt að þetta sé möguleiki í íslensku þjóðfélagi. Hvað er til úrbóta? Að fámennar stjómir flokkanna velji menn eftir hentugleika á lista? Er ekki ná- kvæmlega sama hætta þar á ferðum þar sem klíkuskapur, ættartengsl og fjármál geta auðveldlega ráðið meira um val á frambjóðenda en hæfhi hans? Það hlýtur að vera afskaplega hæpið að tryggja lýðræði með þeim hætti og það er jafnframt ljóst að prófkjörin, sem óttu að leysa þennan vanda, hafa ekki gert það sannfær- andi. Það hlýtur að vera mál til komið að breyta kosningafyrirkomulaginu á þann veg að kjósendur geti raðað frambjóðendum eftir sínu höfði og búið til lista með þeim mönnum sem þeir telja að séu hæfastir að fram- fylgja málum þeirra. Fjölrit flokksmaskína Kjósendur þurfa í dag að velja um einhvers konar mismunandi mól- efnapakka í kosningum, ekki ein- stök málefni, heldur þykk, vel orðuð §ölrit flokksmaskínanna sem ekki nema brotabrot af kjósendum hafa tækifæri til að kynna sér. Þetta er auðvitað fáránlegt! Það er augljóst mál að mennimir í flokkunum em misjafhir og þar sem gallar prófkjara hafa sýnt sig svo áþreifanlega ætti vissulega að gefa kjósendum tækifæri til að merkja við frambjóðendur í þeirri röð sem þeir vilja svo að þeir kjósi raun- vemlega þá sem þeir telja hæfasta til að koma málum sínum á fram- færi. Flokkurinn hefur mörg mól á sinni dagskrá en með þessu móti fengju kjósendur að ráða hvaða mál ætti að leggja mesta áherslu á með því að þeir menn sem væm kosnir fengju jafhframt viðurkenningu á sínum málefrium umfram önnur. Til þess að þetta yrði að veruleika þyrftu að koma til breyttir kjörseðlar sem KjaUarinn Magnús Einarsson nemi 3. Gera stjómmálamenn ábyrgari gagnvart kjósendum. 4. Kjósendur fengju meiri virðingu fyrir stjómmálamönnum. 5. Stjómmálamenn gætu ekki ver- ið „lélegir" í skjóli flokksforystu. Kostir þess að gera þetta fyrir- komulag að veruleika em það margir, meðan núverandi kerfi er úrelt og hefur margsannað galla sina, að breyting er ekki spuming heldur hrein og klár nauðsyn. Nýta möguleikann á þjóðarat- kvæðagreiðslu Jafnframt hlýtur að vera kominn tími til að nýta möguleikann á þjóð- aratkvæðagreiðslu betur í kosning- um. Bæði er þjóðaratkvæðagreiðsl- an einföld og lýðræðislegasta leið „Það að merkt yrði við menn og málefni en ekki bara einhvern flokk í næstu kosn- ingum, þó flokkurinn væri vissulega ramminn utan um frambjóðendur, er því þjóðþrifamál og sjálfsögð leiðrétting lýð- ræðisins.“ auðvelduðu fólki að merkja án þess að ógilda, fleiri talningarmenn á kjörstað, fyrir nú utan lengra kosn- ingasjónvarp, öllum til ánægju. Flokksráð milligöngumenn Það að merkt yrði við menn og málefrii en ekki bara einhvem flokk í næstu kosningum, þótt flokkurinn væri vissulega ramminn utan um frambjóðendur, er því þjóðþrifamál og sjálfsögð leiðrétting lýðræðisins. Vel mætti hugsa sér að starfsemi flokksráðanna væri mikið til að vera milligöngumenn frambjóðenda og kjósenda, þ.e. frambjóðendur sendu inn tilkynningu um framboð og stjómimar kæmu þeim síðan á fram- færi við kjósendur. Þetta þyrfti þó ekki að hafa verulegar aðrar breyt- ingar á starfsemi flokksmaskínanna í för með sér, s.s. formannskjör, kosningu í fámennistjómir o.s.frv. En kjósendur hefðu þó fleiri tæki- færi til að leggja þar óbeint orð í belg og bæm einnig meiri ábyrgð og væm virkari þátttakendur. Það myndi m.a. hafa eftirfarandi í för með sér: 1. Efla áhuga kjósenda á virkni í stjómmálalífi. 2. Draga úr valdi fámennra flokksklíka. sem völ er á þegar taka á ákvarðan- ir um mál sem em hitamál og snerta þjóðina alla, t.a.m. eyðnipróf á alla þjóðina, bjórinn og kannski fleira. Það er e.t.v. ekki vitlaust að Alþingi skipaði nefiid sem starfaði síðustu mánuði fyrir kosningar og skilaði tillögum um þau mál sem setja ætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri hugsanlega ekki nema eitt mál við hverjar kosningar ef þetta yrði virkt. Þetta hlýtur að gera Alþingi mun skilvirkara og mál eins og bjórmálið væm ekki sífellt að gera usla án þess að nokkur endanleg niðurstaða lægi fyrir. Þingmenn hefðu ekki jafhríka ástæðu til að þæfa út i það óendanlega um mál þar sem mjög margir mismunandi hagsmunir em í húfi og erfitt er að meta málið þannig að réttur meirihlutans sé tiyggður. Oft vill það þó enda með því að einhver hagsmunahópurinn nær að afla sér meirihluta á þingi án þess þó að það hafi nokkuð með vilja meirihluta almennings að gera. Það er hægt að breyta þessu svo að vilji almennings fái raunvemlega að koma í ljós. En það hlýtur að vera mjög slæmt ef hagur stjómmálamanna stangast á við það. Magnús Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.