Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 37
MANUDAGUR 9. MARS 1987.
53
Sviðsljós
Hinn
Erfðaprinsinn í Noregi - Harald-
ur Ólafsson - er nýorðinn fimmtug-
ur og af því tilefni hefur verið mikið
um dýrðir í Noregi. Gamlar bama-
myndir af karli eru grafnar upp í
öllum hornum og sögur af því bráð-
efnilega sveinbarni fylla ómælda
dálksentímetra dagblaða og tíma-
rita. Eitt af því sem mikið er
tíundað er dvöl móður Haraldar -
Mörtu prinsessu - með bömin í
Bandaríkjunum á þeim tíma þegar
Þjóðverjar lögðu undir sig Noreg.
Þá þótti líf krónprinsins ekki nægi-
lega tryggt nema honum væri
komið fyrir vestan hafs ásamt móð-
urinni og systrum.
Ýmislegt dreif á dagana og frægt
varð þegar Haraldur neitaði að
fara til rakarans og varð ekki um
þokað hvernig sem ættingjarnir
nauðuðu. Pattinn var þá sex ára
gamall og þegar gengið var á hann
með skýringar fékkst það upp gefið
að Haraldur hefði ekki í hyggju að
skera hár sitt því hann ætlaði að
verða nýr Haraldur hárfagri - og
frelsa Noreg!
nýi Haraldur hárfagri
Haraldur erfðaprins hárfagri með Mörtu móður sinni á Ameríkuárunum.
Erla Þórarinsdóttir, starfsmaður hjá Alafossi, afhenti Guðlaugu Jónsdóttur kápuna fyrir hönd fyrirtækisins.
DV-myndir KAE
Álafoss
kápa í
farangr-
inum
Þessa dagana er stjarna Hollywood - Guðlaug Jóns-
dóttir - á ferðalagi um Rómaborg, Kuala Lumpurj Hong
Kong og Tókíó. Fyrir ferðina fékk hún að gjöf Alafos-
skápu sem framleidd er undir vörumerkinu Icewool og
hönnuð af Dóru Einarsdóttur. Hugmyndin er að gefa
íslenskri fataframleiðslu færi á góðri kynningu á alís-
lenskum fegurðarherðum og vonandi að veðráttan ytra
gefi stjörnunni einhver tækifæri til þess að klæðast ullar-
vöru - án þess hreinlega að kafna úr hita.
Guðlaug komin i kápuna sem Dóra Einarsdóttir hannaði.
Ólyginn
sagði...
Robert Wagner
telur þessar tvær súperskvís-
ur dætur sínar og þær kalla
karlinn reyndar báðar pabba
- jafnvel þótt þær séu ekkert
blóðskyldar. Sú Ijóshærða
er Kate Wagner, sem er dótt-
ir Roberts og síðari konu
hans, en dökkhærða dísin
er Natasha Gregson Wagn-
er, sem er dóttir Natalie
Wood og síðari eiginmanns
hennar. Natalie og Robert
giftu sig mjög ung, skildu
og urðu sér úti um aðra
maka en tóku um síðir sam-
an aftur og með í þriðja*^1
hjónaband beggja - en ann-
að þeirra tveggja - fylgdu
dætur þeirra af síðara hjóna-
bandi.
Amy Irving
er dauðhrædd um öryggi
einkasonarins og henti yfir
hann teppi þegar Ijósmynd-
arar fyrirhittu þau mæðgin á
Heathrowflugvelli í Lund-
únum. Hún hefur ásamt
sambýlismanninum og
barnsföðurnum, Steven Spi-
elberg, ákveðið að reyna allt
sem mögulegt er til þess aðr
koma í veg fyrir að myndir
af syninum komist í heims-
pressuna. Þetta kemur til af
líflátshótunum sem þeim
berast reglulega, en þar er
sonurinn ævinlega í aðal-
hlutverki.
Marcello
Mastroianni
velkist ekkert í vafa um
hvernig honum hefur tekist
að halda sér ungum þrátt
fyrir sextíu og tvö árin í nafn-
skírteininu. Hann segistN' *
reykja sjötíu sígarettur á dag,
drekka eins og svampur og
éta eins og hestur. Leikfimi-
æfingar og skokktímar eru
ekki hans deild því kappinn
er að eigin sögn hreinlega
allt of latur fyrir slíkar fram-
kvæmdir.