Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 3 py Fréttir Skagstrendingur hf: Lánar Vegagerðinni 9 milljónir kióna Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Útgcrðarfyrirtækið Skagstrending- ur hf. á Skagaströnd, sem gerir út togarana Orvar og Arnar, ætlar að lána Vegagerðinni 9 milljónir króna. Peningana á að nota til að ljúka við að malbika veginn milli Blönduóss og Skagastrandar í sumar. Upphæðin er um 'A af heildarkostnaðinum við vegaframkvæmdimar. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni var fyrirhugað að setja bundið slitlag á hluta vegarins milli Blönduóss og Skagastrandar en með láni Skagstrendings er hægt að ljúka verkinu. Umræddur vegur hefur oft verið illur yfirferðar og hefur í mörg- um tilvikum mátt rekja umferðar- óhöpp til ástands hans. Akureyri: Helgi magri að molna hjá hitaveít- unni Jón G. Hauksscm, DV, Akureyn; Styttan af Helga magra og Þórunni hymu er illa á sig komin í geymslunni hjá Hitaveitu Akureyrar. Virðast þau hjón þola þurrkinn illa. Ekki verður gert við styttuna á þessu ári, eins og til stóð, vegna peningaleysis. „Það er óhjákvæmilegt að styttan molni niður. Hún er hér í 20-25 stiga hita,“ sagði Ari Ragnarsson, vélstjóri hjá Hitaveitu Akureyrar, við DV. „Ég hef látið mér detta í hug að sprauta á karlinn og bleyta hann svo- lítið en ekki gert það ennþá. En ég held að eitthvað þurfi að gera áður en hann fer að molna niður og hrynja," sagði Ari Ragnarsson ÆTLAR ÞU AÐ FERÐAST TIL EVRÓPU í SUMAR? Er þá ekki betra að geta talað mál heimamanna? Við bjóðum upp á námskeið í ÞÝSKU - FRÖNSKU SPÆNSKU - ÍTÖLSKU Bæði fyrir byrjendur og lengra komna Kennslutímabil: 3. apríl -4. maí tvisvar í viku - 2 klst. í senn. Mán/þriðjud: Samtalsævingar á notalegu veitingahúsi. Föstudagar: Kennsla í skólanum að Túngötu 5. VIÐ HJÁLPUM ÞÉR AÐ SKILJA AÐRA! ENSKUSKOLINN Allt náms- efni innifalið ★' Frír drykkur innifalinn - TÚNGÖTU 5 - S. 25330/25900 Sanngjarnt verð Innritun i dag/morgun og næstu viku Dominique Poulann franska Claudia italska Meö FIAT UNO sanna ítalskir hönnuðir rækilega hæfni sína. Hér fara saman glæsilegt útlit og framtíöar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks notagildi. Þaö er ekki aö ástæðulausu aö FIATUNO ereinnmestseldi bíll- inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekiö er tillit til aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og síðast en ekki síst, hvaö þú færö mikiö fyrir peningana. Skelltu þérstrax í reynsluakstur. Eftir þaö veistu nákvæmlega hvaö veriö er aö tala um. Umboöið Skeifunni 8 s. 91-68 88 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.