Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Rokkspildan Valgeir sýndi réttu handtökin Ósigur skrumsins SUNNUDAG KL 2<h50 Bíll er bara bíll í augum margra, aðeins tæki til að flytja mann úr einum stað í annan. Aðrir líta bílinn allt öðrum augum. Hann er tákn og tómstundagaman. Svo ertil þriðji hópurinn, þarsem bílaáhuginn er nánasttrúarbrögð. Nýi þátturinn „BÍl_AR“ er fyrir alla þessa hópa. Fjallað verður um notagildi ýmissa tegunda bíla og þeir prófaðir. Sýndar verða nýjartegundir í fyrsta sinn, sýnt úr rallkeppni og margt fleira. Lifandi og skemmtilegur þáttur fyrir alla. STOÐ-2 »Bf LAR" STÖD 2 SUNNUDAG KL 20:50 Valgeir Guðjónsson var and- vaka. Hægt og fremur hljótt fékk hann hugmynd að lagi sem hann sendi síðar í söngva- keppni á vegum ríkissjónvarps- ins. Hann átti vitaskuld ekki von á að sigra fremur en hóg- værir keppendur almennt. En viti menn. Látlaust næturævin- týrið bar sigur úr býtum. Það var einmitt þetta látleysi sem var svo sjarmerandi. Snot- urt lag fyrir söngkonu, píanó og smá strengjasveit. Hrópandi ósamræmi við útsetningar flestra hinna laganna. Þar höfðu höfundar jafnt sem flytj- endur legið yfir keppnum seinustu tuttugu ára, spáð í hvers konar útsetningar og reiknað út sérstaka meðaltals- formúlu. Enda kom á daginn að uppskriftimar að sigurlag- inu vom meira og minna þær sömu. Og þó var höfundum frjálst að útsetja lögin hver eft- ir sínum smekk. An upp- skriftar Ekki er annað hægt að segja en allir hlutaðeigandi hafi lagst á eitt við að gera keppnina í ár sem best úr garði. Undirbún- ingur var með ágætum, lögin kynnt jafht á öllum rásum rík- isútvarpsins og úrslitakeppnin svo haldin með pompi og prakt. Þó lögin sem slík hafi verið misjöfn að gæðum kom nokkuð á óvart hvað lag Valgeirs ann- ars vegar og Models hins vegar skáru sig úr í atkvæðagreiðsl- unni. Skýringin liggur í því að hin lögin voru hreinlega of dæmigerð, þrátt fyrir innlifun flytjenda. Þessi tvö féllu nefni- lega ekki undir uppskriftina góðu. Lífið er lag var á a la Mezzo línunni, dálítið fusion- legt, með gítarsólói og tilheyr- andi. Það stendur hvergi í uppskriftinni. Niimer frnimtán Lag Valgeirs gæti þó sem best fallið undir formúluna. Þetta er ljúf ballaða. Munurinn liggur aftur á móti í því að það stendur eitt sér, án skrauts eða tilgerðar. Þetta er jafn blátt áfram og mest má vera. Hægt og hljótt. Og þá er spurningin: Hvað finnst öðrum en Islendingum um lagið atarna? „Of rólegt,“ sagði einhver spekúlantinn, þess fullviss að við yrðum enn neðar í ár. Hvernig svo sem keppnin annars fer þá er ánægjulegt til þess að vita að við sýnum okkur eins og við erum oftast klædd, ekki uppá- búin slitnum skrautklæðum annarra. Okkur má enda vera ná- kvæmlega sama hver úrslitin verða. Sá vonlausasti vinnur nefiiilega yfirleitt alltaf. Val- geir sjálfur stefnir á fimmtánda sæti. Það væri líklega stærsti sigurinn. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.