Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Ferdamál Okkur vantar fyrsta flokks hótel á háhitasvæöi, hótel þar sem er bæði úti- og innisundlaug og hægt að fá allt sem hugurinn gimist. Það mætti reisa slikt hótel á Nesjavöllum, sem er einmitt háhitasvæði í næsta nágrenni við Reykjavík. Upphitaði vegurinn þarf þvi ekki að vera svo ýkja langur. En, gamanlaust, orð eru til alls fyrst. Við hlæjum kannski ekki að þessari hugmynd þegar hótelið verður risið. Notalegt vlðmót og þjónustulund - lykillinn að velgengni í ferðamálum Gistirými á íslandi í ár eru 6500 tals- ins. Þar af eru 57 hótel sem rekin eru á ársgrundvelli, með 1950 gistiher- bergjum og 3700 rúmum. Sumarhótel- in eru 68 með 1450 herbergjum eða 2800 rúmum. Þetta kom fram í máli Kjartans Lár- ussonar, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, í erindi sem hamn flutti á fundi Sambands veitinga og gisti húsa sem haldinn var á Hótel Sögu sl. miðviku- dag. Kjartan nefndi einnig að þjónustu- þátturinn í móttöku ferðamanna væri ákaflega áríðandi. Það er þó ekkert séríslenskt íyrirbæri að eitthvað vanti upp á þjónustulundina. Kjartan hafði eftir bandarískum starfsbróður sínum að Bandaríkjamenn væru smám sam- an að hætta við Evrópuferðir vegna þess að Evrópubúar væru hættir að nenna að þjóna gestum eins og þeir hefðu gert hér áður og íyrr. Þeir leggja nú frekar leiðir sínar til Austurlanda en Austurlandaþjóðum virðist einkar lagið að leysa þjónustuhlutverkið vel af hendi. „Notalegt viðmót og þjónustulund er lykillinn að velgengni í ferðamál- um,“ sagði Kjartan. Hann nefiidi einnig i erindi sínu að sífellt þyrfti að brydda upp á einhverju nýju, við þyrftum að vera djörf, og nefridi í því sambandi að við ættum að selja Austurlandaþjóðunum snjó. Einnig nefndi Kjartan að gera þyrfti áætlanir um hvað gera ætti í framtíð- inni til þess að hægt væri að vinna markvisst, t.d. 10 ára áætlun. „Það mætti hugsa sér að reisa fyrsta flokks hótel með öllum hugsanlegum þægindum inni á háhitasvæði lands- ins. Og til þess að komast þangað yrði að leggja upphitaðan veg sem aldrei myndi teppast," sagði Kjartan. Glænýr úrvalsmyndaþáttur á tveimur spólum til dreifingar á myndbandaleigur þriðjudag- inn 31. mars. Glænýr úrvalsmyndaþáttur meö úrvalsleikurum á tveimur sl. haust og hlaut frábærar viðtökur. Gagnrýnendur segja þáttinn , s einn af þeim bestu sem sýndir voru i sjónvarpi i Bret-1 landi sl. haust. Sýnd er valdabaráttan i blaöaheim- oV inum þar sem menn svifast einskis til þess aö ná mark- 1||| " slnum. Hann er 1 P miöum ósvlfinn kaupsýslumaður en hún er víðfrægur blaðamaö- ur sem svífst einskis til að ná slnu fram. Aöalhlutverk: Roy Marsden (Dalgliesh lögregluforingi I 1 t.d. Svarta turninum), Franc- I, esca Annis (Krull, Dane), Harry Andrews, Douglas Lambert, Lynette Davies o.fl. ISLENSKUR TEXTI Ef þau hefðu sömu murkmið þá væru þau ósigrandí . . . Einkaréttur og dreifing: ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ s(mi 82128 Hann - ósvífinn kaupsýslumaöiir Hún - víðfrægur biaöumaðtir Nýir „gamlir“ siðir Þá nefndi Kjartan að erlendir ferða- menn vildu gjaman kynnast gömlum siðum og venjum, þess vegna væri nauðsynlegt að viðhalda þeim sem til eru og jafnvel vekja upp nýjar. Nefndi hann þorrablótin sem uppfinninga- samur veitingamaður, Halldór Grönd- al, fann upp fyrir 25 árum. „Allir halda að þessi siður sé ævafom en hann er ekki eldri en þetta. Útlendingum finnst þetta mjög skemmtilegur siður og við þurfum á fleiri slíkum uppá- komum að halda,“ sagði Kjartan. Vikingaþorp á Hvolsvelli Við höfum vanrækt víkingatímabilið hingað til. Vel mætti hugsa sér að hafa hér víkingavikur. Komið hefur til tals að reisa víkingaþorp á Hvol- svelli. Þar yrði líf víkinganna stílfært á skemmtilegan hátt fyrir erlendu ferðamennina. Loks ræddi Kjartan um öryggismál. Sagði hann að við þyrftum að fá nýjar og endurbættar reglur um öryggi ein- staklinganna á götunni. „Við eigum að geta auglýst ísland sem land þar sem einstaklingurinn er ömggur," sagði Kjartan Lárusson. -A.BJ. Verður reist víkingaþorp á Hvolsvelli i framtiðinni ? lyridand, Túnis og Kína á dagskrá Sögu Þetta er fyrsta sumarið sem ferða- Ráðgerðar eru tvær ferðir til Kína skrifstofan Saga starfar en hún var í samvinnu við Kínversk-islenska stofiiuð í október á sL ári. Saga verð- menningarfélagið. Fyrri ferðin verð- ur með skipulagt leiguflug til Costa ur í júlí og sú síðari í október. Loks del Sol á Spáni á þriggja vikna fresti verða þrjár skipulagðar rútuferðir í aumar. Fyreta ferðin verður um um Rínardal og Norðurlönd og sér- páskana. stök hópferð til Austurlanda fjær í Saga býður einnig ferðir til Tyrk- október. lands og Túnis og er það nýmæli. Sölustjóri Sögu er Inga Engilberts Þá býður Saga upp á tvo baðstaði en hún hefur starfað hjá Úrvali í 11 við Eystrasaltið, Sylt og Damp 2000, ár. einnigíbúðirogsumarhúsvíðsvegar -A.BJ. um Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.