Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 26 Islensk tunga DV Öllum verða okkur á mistök við og við. Sem betur fer eru mistök vor mismunandi stór og hafa þar af leiðandi misvondar afleiðingar. Sumir þurfa að burðast með af- leiðingar mistaka sinna gegnum heilt eða hálft lífið, einstaka tekst að leiðrétta mistök sín og sumir eru einfaldlega dæmdir úr leik, eins og dæmin sanna. Að sýna iðrun og yfirbót var í gamla daga talin dyggð og greiddi mönnum leið til eilífi-ar himnavist- ar. Þetta heitir nú á dögum sjálfs- gagnrýni. Hún beinist oftast að því að menn grufla í því hvort mistök- in hafi í raun verið mistök eða hvort ástæðan sé ekki illska, öfund og illgirni annarra manna. Þannig tekst mönnum oftast að hvítþvo sjálfa sig; ekki til að eiga greiða leið í himin nn heldur til að halda stöðu sinni og reisn hérna megin grafar. Mistök eru mismunandi stór og hafa þar af leiðandi misvondar afleiðingar. Einstaka tekst að leiðrétta mistök sín og sumir eru einfaldlega dæmdir úr leik, eins og dæmin sanna. rímið í hinni útgáfunni (hausum- hnausum) er vafasamt ofanálag við stuðlana. Að öðru leyti er ekkert frekar um þetta að segja. Að bera í bakkafullan lækinn Ekki ætla ég að skipta mér af rifrildinu í Sjálfstæðisflokknum, enda kemui' mér það ekki par við. En eftir að búið var að afgreiða Albert sem ráðherra gat Þorsteinn þess að „ekki yrði vegið í sama knérunn tvisvar sama daginn". Þetta frasga orðatiltæki kemur fyrir í Njálu og þar notar Njáll það. Þá er hann að vara við vin sinn, Gunr ar á Hlíðarenda. Hann hafði drepið mann og dræpi hann afkomanda hans væri hann búinn að vega í sama knérunn tvisvar og það mundi leiða til bana hans. Þetta fréttu óvinir hans og hög- I dag rignir mistökum Maðurinn er nú einu sinni eini lygarinn á jörðinni. En hvað um það. Of seint er að iðrast eftir dauðann og hvítklæddir englar hafa enga þörf fyrir sjálfs- gagnrýni því þeir hafa höndlað eilífa sælu. Samheiti mistaka íslensk tr.nga á mörg orð yfir mistök. Þessi orð hafa mismunandi blæbrigði cg misjafnan þunga í merkingu. Þegar ásökunum rignir yfir mann vegna meintra mistaka er hollt og gott til þess að vita að unnt er að kalla þau ýmsum nöfn- um. Ég nefni nokkur orð: glappaskot, yfirsjón, glapræði, axarskaft, asna- stykki, asnastrik, heimskupör, heimska, afglöp, skyssa, misræði, mistæki, villa, víti, feill, klaufa- skapur, fljótfærni, ógætnisvilla, handvömm. Hvers vegna haldiði, ágætu les- endur, að íslenska búi yfir þessari fjölbreytni í orðaforða? Er það vegna fjölda mistaka í landinu? Er það vegna ])ess að íslendingar eru meiri væluíjóar en aðrar þjóðir? Er það vegna þess að íslendingar vorkenna sjálfum sér meira en aðr- ir og þurfa að barma sér með tilheyrandi orðaforða? Svari hver fyrir sig eftir eigin smekk. Fyi-ir mér vakir bara að benda á fjolbreytni tungunnar og hvetja menn til að notfæra sér hana. Rétt skal vera rétt í síðasta þætti fjallaði ég um íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson orðalagið „hann rignir kýrhausum og klakalinausum/torfum". Ég setti þar frían vafasama tilgátu um að uppruna þessa væri að leita í kveðskap þar eð orðalagið myndaði rétt ort fyrista eða þriðja vísuorð. Þessi tillaga var meira en vafa- söm, hún er röng. Þorsteinr frá Hamri hringdi í mig og benxi á að títtnefndar setn- ingar gætu ekki staðið sem rétt ort ljóðlína. Skýringiri: Báðir stuðlar standa í lágkveðum og slíkt meinar brag- fi-æðin okkur. Þorsteinr var á hinn bóginn sam- mála mér í því að útgáfan „hann rignir kýrhausum og klakatorfum" væri líklegri til að vera eldri því uðu máluni á þann veg að Gunnar vó tvisvar í sama knérunn sem varð hans dauðadómur. Orðið knérunnur þýðir ættlegg- ur, ættarlíaa. Að vega (höggva) í sama knérunn er því að vega tvo menn sömu ættar. Síðan fær orð- takið víðari merkingu, þ.e. þá að gera sama miskann tvisvar, vinna sama óþurxtarverkið tvisvar. Og þá er það um strákinn sem las Njálu í skcla. Orðið knérunn vafð- ist fyrir honum og hann bjó til nýja útgáfu: að vega tvisvar í sama hnérör. Að svo rnæltu kveð ég og óska öllum náðugra daga, guðsblessun- ar og vona að þið hættið þessum helvítis laugardagsfylliríum. Vísnaþáttur DV V ísnagripd ieil .d iiráA kureyri Svona þættir Hvernig verður svona vísnaþátt- ur til? Ég veit ekki hvernig aðrir menn, sem við slíka smíði fást, vinna, það er eflaust einstaklings- bundið. Ég skal með nokkrum orðum segja frá mínu vinnulagi. Þess er fyrst að geta að manni er ætlað visst rúm, nokkurn veginn upp á línu. Þátturinn má hvorki vera of stuttur né langur. Þess vegna verður handritspappírinn alltaf að vera sá sami. Ég hef alla mína ævi verið handgenginn bók- um, tímaritum og blöðum og alls konar söfnum. Ég hef skrifað hjá mér, á litla og stóra miða og í minnisbækur, alls konar vísur og upplýsingar um þær og höfundana. En það eru áratugir síðan ég hætti að geta lært vísu utan að, hvað þá kvæði. Ég verð eins og staður hest- ur ef ég er spurður um vísu eða erindi í kvæði, sem ég sjálfur hef ort, að ég ekki tali um ef um aðra höfunda er að ræða. En ef ég var látinn heyra eitthvað og spurður hver hefði ort gat ég fyrr á tíð sagt hver hefði ort og hvar það stæði. Með árunum hef ég orðið staðari en áður en þegar ég var ungur gat ég séð fyrir mér kvæði og vísur á blaðsíðu eða í tímaritshefti og var furðu fljótur að finna það á söfnum sem ég leitaði að. En til gamans skal ég geta þess að aðeins einu sinni á ævi minni var ég, ásamt nokkrum skólafélögum, látinn sitja eftir í tíma. Og kennarinn sat yfir okkur uns allir gátu þulið kvæðið sem okkur var sett fyrir að læra heima. Það var að þessu sinni, Ég elska yður þér íslandsfjöll, eftir Steingrím Thorsteinsson. Ég lærði það auðvitað. Fóstri minn orti og var vísnasjór. Þegar hann var að verða níræður dvaldist hann á heimili mínu hér syðra og beið eft- ir spítalaplássi. Hann lét mig þá heyra vísur sem ég hafði ort innan við fermingu og var sjálfur búinn að gleyma. Nú styðst ég við mikil söfn sem ég hef skrifað upp á langri ævi og fer auk þess í gegnum þó nokkrar bækur í viku hverri til þess að leita. Sumar vikurnar finn ég ekki eina einustu vísu sem ég er ánægður með, stundum þarf ég að fara niður á Landsbókasafn vegna eins orðs eða ártals. Ég verð að hafa marga þætti í smíðum í einu. Þeir koma svo af handahófi þegar þeir eru tilbúnir. Ég hef oft beðið fólk að senda mér bréf. Ég er þakklátur þeim sem slíku kvabbi sinna, en þeir mættu vera fleiri. Ég nota ekki allt sem sent er, en oftast eitthvað af því. Kreppuskáldin eldast Kristján frá Djúpalæk Einarsson varð sjötugur á síðasta ári. Hann verður að teljast Austfirðingur, en víða hefur hann verið og lengst á Akureyri, fengist mest við ritstörf um dagana en líka verið bóndi, verkamaður og kennari, menntast Vísnaþáttur í skólum á Eiðum og Akureyri en mest af bóklestri, eins og margir rithöfundar kreppuáranna. Hann hefur frá fyrstu ljóðabók sinni 1943 verið meðal kunnustu og vinsæl- ustu skálda landsins. Hér tek ég þrjár vísur úr bók hans Við brunn- inn, 1960. Það heitir Gjöf. Það getur ekki gleði minni, en þrá að ganga huga tómum um vegu dags, er síðla reis úr sjá, án söngs, án ilms af blómum. En ég sem þekkti lífsins týnda tón, er tóku nornir gramar, hinn gráa morgun sé með nýrri sjón, og sakna einskis framar. Því niðri í tómsins djúpu, dimmu gröf, einn draum mér eilífð sendi. Og snauðri sál var aldrei gefin gjöf jafn góð, úr ríkri hendi. Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli hefur varla verið jafnlengi Akureyringur sem Kristján. Hann er frá Þistilfirði, fimm árum eldri en Kristján, uppflosnaður bóndi eins og hann, en hefur í áratugi verið húsvörður við skóla á Akur- eyri. Þar komst hann strax í snertingu við útgefendur og prent- smiðjur. Fyrsta bók hans kom út 1952 og hét Septemberdagar, skemmtilegar smásögur. Samnefnd bókinni var alvarleg saga, óvenj- usnjöll, eins og smásögur verða bestar. Hann varð svo margra bóka höfundur. Síðast ritaði hann sjálfs- minningar. Loks varð Einar frægur fyrir útvarpsþætti sína og mun hann senn hefja þá aftur með góðu samstarfsfólki. Þessar fallegu vor- minningavísur eru eftir Einar. Þú vaknar um vorljósa morgna er vindblærinn andar hlýtt. Og enn skeður undrið foma, sem alltaf verður nýtt. Og söngfuglinn seiðinn magnar og svipt er af brumi hlíf, og vordagsins frelsi fagnar hið frjóa, unga líf. Nú vekur hinn vermandi kraftur þær vonir, sem féllu í dá. Þú fmnur hið innra aftur æskunnar týndu þrá. Önnur kynslóð Óttar heitir einn af sonum Einars frá Hermundarfelli. Hann er menntamaður og kennir á Akur- eyri. Einhvem tíma skaut einhver að mér þessum vísum og eignaði honum: Elsku litla ástin mín, auðnustjarnan bjarta. Augna þinna áfengt vín yljar mínu hjarta. Eftir fárleg fyllirí feigra vona minna, dásemd væri að drukkna í djúpi augna þinna. Lýk svo gripdeildum mínum á Akureyri að þessu sinni með því að hrifsa til mín eina góða vísu af mörgum eftir Kristján frá Djúpa- læk sem lengi hefur verið tryggur Akureyringur: Þó að andi Kári kalt, krýni landið fönnum, þér mun standa þúsundfalt þyngri vandi af mönnum. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.