Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Klassapíur á besta aldri Klassapíurnar Dorothy, Blanche, Rose og Sotfía. Fjórar eidri konur sem ákváðu að eyða bestu árunum saman á Miami þar sem allir einhleypir karlmenn undir áttrætt eru kókaínsmyglarar. Bandaríski framhaldsmyndaflokk- urinn Golden Girls hefur af mörgum gagnrýnendum vestan hafs verið til- nefndur fyndnasti gamanþáttur ársins. Stöð 2 hefur fengið þennan þátt til sýningar sem í íslenskri þýð- ingu hefur hlotið nafnið Klassapíur. Klassapíurnar eru ijórar eldri kon- ur, hver með sín sérstöku karakter- einkenni og saman eru þær óborganlegar. Þættir þar sem konur komnar yfir miðjan aldur eru í aðal- hlutverkum hafa verið sjaldséðir í sjónvarpi en kannski endurspegla vinsældir Klassapíanna hækkandi meðalaldur bandarísku þjóðarinnar. Brandarar og grín á kostnað þeirra sem komnir eru yfir hæðina, eins og stundum er sagt um þá sem orðnir eru rúmlega þrítugir, eru auðvitað engin nýmæli. En það sem er óvenju- legt við Klassapíur er að þar eru það „gamlingjarnir" sjálfir, sem gera grín að sjálfum sér. Hrukkur og grá hár, elli og einmanaleiki eru skot- spónn þáttanna en engu að síður virðast þeir höfða til áhorfenda á öllum aldri. Einhleypir kókaín- smyglarar Annars eru klassapíurnar engir gamlingjar, nema ef vera skyldi Soff- ía sem er áttræð. Hinar þrjár, Dorothy, Blanche og Rósa, eru á aldrinum fimmtíu og fimm til sextíu ára og finnst stundum alltof langt síðan þær voru átján. Allar fjórar eru karlmannslausar og misjafnlega sáttar við það. Blanc- he, Rosa og Soffía misstu allar manninn sinn í gröfina, Dorothy missti hann í hendurnar á sér mikið yngri konu. Dorothy, sem er Kennari, er sú jarðbundna og skynsama í hópnum. Soffía móðir hennar er kjaftfor kerl- ing sem telur að í krafti aldurs leyfist henni að segja hvað sem henni sýn- ist - og hún gerir það. Rósa er blíðlynd og góð en kannski ekkert alltof skynsöm og hættir til að framkvæma áður en hún hugsar. Blance er daðrari mikill, henni líður aldrei betur heldur en í návist karl- manna. Konurnar fjórar búa saman í íbúð Blance á Miami þar sem „allir ein- hleypir karlmenn undir áttræðisaldri eru kókaínsmyglarar," segir Dorot- hy. Leikreyndar konur Leikkonunarnar í Klassapíum eru allar gamalreyndar þó ekki hafi þær gert mikið að því að skemmta ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum fyrr en nú. Bee Arthur, sem leikur hina ró- lyndu Dorothy, er sennilega þekkt- ust af þeim en hún hefur einkum fengist við sviðsleik og getið sér gott orð þar. Meðal verka sem hún hefur leikið í má nefna: Skassið tamið, Uglan og kötturinn og Fiðlarinn á þakinu. En Bee Arthur hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttum við ekki minni orðstír. 1977 fékk hún meðal annars Emmy verðlaunin eft- irsóttu fyrir túlkun sína á Maud í samnefndum sjónvarpsþáttum sem nutu mikilla vinsælda. „Ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið tækifæri til að leika í þessum þáttum," segir Arthur um Klassa- píurnar. „Það er gáman að starfa með svo hæfu og skemmtilegu fólki.“ Betty Withe hefur þrisvar sinnum unnið til Emmy verðlauna á ferli sín- um. Hún er fædd í Illinois og alin upp í Suður-Kaliforniu, hóf sinn leik- feril í útvarpi en sneri sér fljótlega að sjónvarpinu sem henni finnst mun skemmtilegri miðill. Betty White leikur hina skamm- sýnu, kjánalegu Rósu. „Það þýðir ekkert að neita því, Rósa er dálítið sljó,“ segir White. „í hennar augum er lífið rómantík og tónlist og hún vill helst standa fyrir utan og fylgjast með því hvernig allt fer.“ Sjálfselsk ekkja „Ég leik sjálfselska-ekkju, sem er vitlaus í karlmenn, og mér finnst það ákaflega skemmtilegt," segir Rue McClanahan sem leikur Blanche. Rue á að baki áralanga reynslu sem leikkona, bæði á sviði, í kvikmynd- um og sjónvarpi. Hún segist afar ánægð yfir því að vera aftur farin að leika með þeim Bee Arthur og Betthy White „þessum stórkostlegu leikkonum, sem ég hef unnið með áður og líkað mjög vel.“ Estella Getty leikur hina smá- vöxnu, tannhvössu, áttræðu Soffíu. Getty er að sönnu lítil en hún er hvergi nærri jafngömul og Soffía. Sjálf segist hún vera jafnaldra þeirra Arthur, White og McClanahan, en vill ekki ljóstra upp nákvæmum aldri sínum, vegna þess að þar með sé hún að koma upp um hinar. Estella Getty er engin nýgræðing- ur á sviði en þetta er hennar fyrsta meiriháttar hlutverk í sjónvarpi og hún hefur svo sannarlega slegið í gegn í hlutverki Soffiu sem mörgun finnst skemmtilegasta pían að hinum öllum ólöstuðum. Óvenjuleg kona „Ég er auðvitað himinlifandi yfir því að hafa fengið þetta tækifæri en ég þjáist ekki af blindri metnaðar- girnd eins og svo margir í þessum bransa. Ég vildi auðvitað þetta tæki- færi, ég bjóst ekki við því en fékk það. Ég vona bara af öllu hjarta að þessir þættir gangi vel. Auðvitað langar mig til þess að verða sjón- varpsstjarna, hver vill það ekki? En ef ekki, ja þá verður bara að hafa það,“ segir Getty. Hún lagði líka mikið á sig til þess að fá þetta hlutverk. Stjómendum þáttanna þótti hún í byrjun of ung en hún lét það ekki aftra sér. Hún mætti í áheyrn klædd eins og gömul kona með eldgamlan stráhatt og í skóm sem voru að minnsta kosti tveimur númerum of stórir. Síðan sagði hún við förðunarmeistarann. „Ég veit að þú ert fær en ef þú getur ekki gert mig að áttræðri konu fer leikferill minn í vaskinn." Hún fékk hlutverkið. Getty er að mörgu leyti óvenjuleg kona sem lifir óvenjulegu lífi. Sér- staklega hefur hjónband hennar vakið_ athygli. Hún hefur verið gift í mörg ár og á tvo syni en hún og eig.' inmaður hennar búa ekki saman. „Það er rétt við sjáumst ekkert voða- lega oft en við höfum verið gift mjög lengi og erum bæði mjög sátt við þénnan lífsmáta. Aðskilnaður veldur sjaldnast erfiðleikum í hjónabandi, aftur á móti gera samvistir það,“ seg- ir Getty. -VAJ 116.100 stgr. 28", tæknilega fullkomnasta tækið á markaðnum. ... ' ' ■■ 1 1,1 1 .. VESTUR-ÞÝSK GÆÐI ITT 33.780 stgr. 20" ITT. Ótrúlegt verð. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. SKIPHOLTI 7, SÍMAR 20080 OG 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.