Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Fréttir Steinullarverksmiðjan a Sauðárkróki gjaldþrota Reyna á að Irfjga hana við með 60 milljóna króna nýju hlutfé og ýmiss konar hagræðingu Staða Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki er með þeim hætti að hún er í raun gjaldþrota fyrirtæki. Eigna- raðilar verksmiðjunnar eru nú með björgunaraðgerðir í bígerð. Jónas El- íasson, aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra, var spurður hvort raunhæft væri að reyna að bjarga verksmiðj- unni með nýju hlutafé upp á 60 millj- ónir króna en ríkið á 40% eignaraðild að verksmiðjunni. „Ég veit ekki hvort það er raun- hæft. Ríkið er eignaraðili að 40% hlutafjár en ýmsir aðilar eiga síðan 60%. Þegar fyrirtækið er í rauninni gjaldþrota má segja að eigendur séu búnir að spila sína rullu í fyrirtækinu og aðrir koma og segja hvað á að gera. Það hafa aðilar, bæði frá ráðuneytum og stjóm fyrirtækisins verið að vinna í málinu og búið til það sem við gætum kallað pakka, sem búið er að leggja fyrir alla hagsmunaaðila," sagði Jón- as. Hann sagði að í þessum pakka væri gert ráð fyrir að inn í fyrirtækið kæmi nýtt hlutafé upp á 60 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir því að lán verði skrifuð niður til að lækka fjármagns- kostnað. Einnig er gert ráð fyrir að umboðsmenn lækki sín umboðslaun, starfsfólk taki á sig ýmsar hagræðing- ar, dregið verði úr kostnaði við framleiðsluna og að steinullarverðið hækki. „Þetta liggur á borðinu nú þegar en síðan verða eignaraðilar að sam- þykkja þessar hugmyndir. Það er hins vegar alveg ljóst að annaðhvort verð- ur þessi leið farin eða þá verksmiðjan er gjaldþrota. Ríkisstjómin er tilbúin til að gera þessa tilraun, en hvort hún er raunhæf verður bara að koma í ljós,“ sagði Jónas Elíasson, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra. -S.dór Albert að verða langafi Það gölgar brátt í Borgaraflokkn- um fyrir alvöm. Albcrt Guðmunds- son verður langafi áður en langt um h'ður: „Ég held að afi sé himinlifandi með þetta. Ég á von á mér í júní,“ sagði Jóhanna Sveinjónsdóttir en hún er dóttir Helenu Albertsdóttur. Þrátt fyrir þungunina var Jóhanna á kafi í kosningastarfi á skrifstofu Borg- araflokksins í gær ásamt móður sinni, firændum og stuðningsmönn- um afa síns sem nú ætlar fram á eigin vegum. „Nei, bamið á ekki að heita Al- bert. Það em þegar komnir tveir Albertar í fjölskylduna," sagði Jó- hanna og átti þar við yngri bróður sinn og son Inga Bjöms Albertsson- ar. Jóhanna er tvítug og stefhir að því að ljuka stúdenteprófi í vor. Að því loknu ætlar hún að flytja vestur um haf til móður sinnar í Tulaa, Okla- homa: „Unnusti minn, ólafur Haraldsson, ætlar að hefja nám í markaðsfræðum ytra og ég býst eirrnig við að frtra í nám þegar bar- nið stækkar. Annað er óráðið.“ - Bauð afi þinn þér ekki sæti á lista hjá sér? „Nei, það gerði hann ekki. En ég er bjartsýn fyrir hans hönd, ég held að þetta eigi eftir að ganga vel,“ sagði Jóhanna. -EER Jóhanna Sveinjónsdóttir og Helena móölr hennar ráöa ráöum sfnum ð kosningaskrttstofu Borgaraflokksins i gær. DV-mynd GVA. I öðru sæti hjá Albert: „Hef ekki alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn“ - segir Guðmundur Ágústsson Guömundur Ágústsson hefur hallast til hægri meö ðrunum. DV-mynd GVA „Þetta framboð var fyrst ámálgað við mig fyrir nokkrum dögum. Að ég skyldi lenda svona ofarlega á listanum vissi ég hins vegar ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið," sagði Guðmund- ur Ágústsson, annar maður á lista Borgaraflokksins í Reykjavík. „Mér var sagt að Albert hefði viljað fá ung- an, menntaðan mann í annað sætið og ég orðið fyrir valinu." Guðmundur er 28 ára og settist í lagadeild Háskóla íslands eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1978.1 lagadeildinni sat hann í fimm ár og að námi loknu starfaði hann í þrjú ár á lögmanns- stofú Guðjóns Ármanns Jónssonar. { apríl í fyrra opnaði hann síðan eigin stofu í Skipholti, við hliðina á Sóknar- húsinu þar sem Aðalheiður Bjam- freðsdóttir ræður ríkjum. Aðalheiður skipar sem kunnugt er þriðja sætið á lista Borgaraflokksins í Reykjavík en Guðmundur þvertekur fyrir að nokkur tengsl séu á milli setu þeirra á lista Alberts og vinnustaðanna við Skip- holt. „Já, við Albert erum skoðanabræður en það er hins vegar ekkert leyndar- mál að ég hef ekki alltaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn í kosningum. Á hitt ber að líta að maður hallast meira til hægri í skoðunum með aldrinum," sagði Guðmundur og bætti þvi við að hann væri bjartsýnn á velgengni Borgaraflokksins í væntanlegum kosningum. Guðmundur Ágústsson á ættir sínar að rekja í Borgarfjörðinn en bemsku- stöðvar hans vom við Grensásveginn í Reykjavík og skólagöngu sína hóf hann í Hvassaleitisskóla. Hann er kvæntur Sigríði Sigurðardóttur upp- eldisfræðingi og eiga þau þijár dætur. „Helstu áhugamál mín tengjast íþróttum. Ég spila fótbolta einu sinni í viku og reyni síðan að fylgjast með á þeim vettvangi. Þá gríp ég í bridge og skák í tómstundum," sagði Guð- mundur. -EIR Hafskipsmálið: Verður Albert ákærður? „Það er verið að vinna að athugun málsins," sagði Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari í samtali við DV þegar borin var undir hann fiétt Hel- garpóstsins síðastliðinn fimmtudag. Þar er fullyrt að búast megi við ákæru á hendur Albert Guðmundssyni - og reyndar öllum stjómarmönnum Haf- skips. Hallvarður var inntur eftir sannleiksgildi fréttarinnar - hvort svo kynni að fara að Albert Guðmundsson yrði dreginn til ábyrgðar í málinu og ákærður og þá hvort sama gilti um staka stjómarmenn Hafskips eða jafn- vel alla stjómina á hverjum tíma, „Ég hef svarað því sem ég vil segja um þetta mál,“ endurtók Hallvarður. Þegar hann var beðinn um að svara spumingunni sagði Hallvarður orð- rétt: „Heldur þú að þú stjómir spuming- urn um þetta mál?“ I frétt Helgarpóstins segir að vem- legar líkur séu taldar til þess að stjómarmenn muni ekki sleppa við ákæm, þeir verði gerðir samábyrgir fyrir meintum refsiverðum atriðum og þá muni nöfh um tuttugu þekktra at- hafnamanna - og sjálfstæðismanna piýða ákæruskjalið. Aðspurður um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga svar- aði Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari: „Það er unnið að athugun málsins eins og ég hef áður sagt og það er mitt svar við þessum spumingum." -baj Blaðamannafélag íslands: Starfsréttur fjölmiðlafólks sé virtur Stjóm Blaðamannafélags Islands kom saman til fundar í gær vegna atburðarins sem átti sér stað á Hótel Borg á fimmtudag þegar Albert Guð- mundsson veittist að Einari ólasyni ljósmyndara. Stjómin samþykkti eftir- farandi ályktun: „Stjóm Blaðamannafélags Islands fordæmir þann atburð sem gerðist á Hótel Borg síðastliðinn fimmtudag er Albert Guðmundsson, fiáfarandi iðn- aðarráðherra, veittist að Einari Ólasyni, ljósmyndara Þjóðviljans, með þeim afleiðingum að Einar hlaut slæm meiðsl. Stjóm Blaðamannafélagsins krefst þess að starfsréttur fjölmiðlafólks sé virtur. Jafriframt bendir stjóm félags- ins á að starfsvettvangur fréttamanna er þar sem eldurinn brennur heitast hveiju sinni og þvi hljóta þeir sem em í eldlínunni að gera róð fyrir miklum samskiptum við fréttamenn. Stjómin lítur atburðinn á Hótel Borg alvarlegum augum og vonar að til slíks komi ekki aftur.“ -S.dór Fiskvinnslunámskeið í Eyjum: Ómax Gaxítesson, DV, Vestmaxmaeyjuxn: Námskeiðum fiskvinnslufólka í Vestmannaeyjum, sera hófust sl. haust, lýkur formlega með afhend- ingu skírteina í dag, laugardag, í samkomuhúsinu. Alls munu um 260 manns ljúka námskeiðunum að þessu sinni en það er stærsti hópur- inn sera útakrifast hefiir á landinu. _ I tilefhi þe&sa var ákveðið að sýna á laugardag og sunnudag kvikmynd- ina Silfitr hafsins en hún fjallar um sfldveiðar og síldarvinnslu íslend- inga í 100 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.