Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 11 Hvað er eiginlega að ske? Nú, þegar kjörtímabil ríkisstjóm- arinnar er að renna sitt skeið á enda, gætir vaxandi upplausnar og stjóm- leysis í þjóðfélaginu. Framhaldsskólamir hafa verið lamaðir í tvær vikur. Illa horfir hjá þeim nemendum sem stefna á loka- próf í mennta- og fjölbrautaskólun- um í vor. Véfi"éttarlegar yfirlýsingar menntamálaráðherra þar að lútandi em námsmönnum til lítils gagns. Þá er framundan hreint neyðar- ástand í heilbrigðiskerfinu vegna kjaradeilna og uppsagna. Á meðan horfumar á þessum mik- ilvægu og viðkvæmu sviðum þjóðmálanna dökkna dag frá degi eyða stjómmálaforingjamir, einkum í Sjálfstæðisflokknum, tímanum í flokkspólitískar barsmíðar. Átök um völd og framboð eiga hug þeirra all- an. Einhvem tíma hefði af minna tilefni verið gagnrýnt að foringjar þjóðarinnar flytu sofandi að feigðar- ósi. Óánægt starfsfólk Ríkið er tvímælalaust sá vinnu- veitandi á íslandi sem býr við mesta óánægju starfsmanna sinna. Undan- farin ár hafa margir og oft fjölmennir hópar ríkisstarfsmanna lýst með ýmsum hætti óánægju sinni með launakjörin án þess að þar hafi orð- ið mikil breyting á. Eftir þær breytingar á samnings- og verkfallsrétti opinberra starfs- manna, sem samþykktar vom af stjómvöldum í fyrra, eiga einstakir hópar nú mun hægara en áður með að knýja á kröfur sínar með verk- fallsboðun. Þá hafa lykilhópar í heilbrigðiskerfinu gjarnan beitt hóp- uppsögnum til þess að ná fram kjarabótum. Sú ógn, sem nú steðjar að heilbrigðiskerfinu, er sambland af þessu tvennu: löglega boðuðum verkföllum og skipulögðum upp- sögnum lykilhópa í kerfinu. Tvennt blasir við stjómvöldum: Annars vegar að tryggja slíka lág- marksþjónustu í heilbrigðiskerfinu að almenningur bíði ekki skaða af verulegri truflun á starfsemi sjúkra- stofnana og hins vegar að marka mun gleggri og markvissari stefnu í starfsmannamálum en hingað til - bæði að því er varðar kjaramálin sjálf og skipulag opinberrar starf- semi. Niðurstaða slíkrar endur- skipulagningar og endurmats þarf ekki endilega að leiða til aukinna útgjalda. Kannski þeir ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins, sem þessir mikilvægu málaflokkar - kjaramál, menntamál, heilbrigðismál - heyra undir, Þor- steinn Pálsson, Ragnhildur Helga- dóttir og Sverrir Hermannsson, megi vera að því nú, þegar framboðsfrest- ur er útmnninn, að sinna þessum málum af meiri krafti en hingað til. Það verður einfaldlega að gera þá kröfu til ráðherra að þeir taki á þeim vandamálum, sem brenna á þjóðinni og undir þá heyra, í stað þess að vera einvörðungu á bólakafi í valda- baráttu og atkvæðaveiðum og það þrátt fyrir að sjálf kosningabaráttan sé að hefjast. Löng vika Harold Wilson sagði eitt sinn á valdaferli sínum sem forsætisráð- herra í Bretaveldi að vika væri langur tími í pólitík. Það hefur sann- ast hér á landi síðustu dagana. Atburðarásin í Sjálfstæðisflokkn- um hefur verið með ólíkindum síðustu níu dagana. Jáyrði Alberts Guðmundssonar við kröfum stuðn- ingsmanna sinna um sérframboð virðist á endanum hafa oltið á einu örstuttu svari Þorsteins Pálssonar í sjónvarpssal. Sé það rétt metið er þar vafalaust um að ræða eina af- drifaríkustu pólitísku setningu í sögu Sj álfstæðisflokksins. Hvað er eiginlega að ske? Þannig spurði Albert Guðmunds- son þegar hann kom til landsins síðastliðinn laugardag og á honum dundu spumingar fréttamanna um afsögn og sérframboð. Þessi sama spuming hefur heyrst af vörum margra landsmanna nær daglega síðan og jafnan af einhverju nýju tilefni. Mótsagnir Ég ætla ekki að rekja gang Al- bertsmálsins hér. Atburðarásin er öllum kunn af stöðugum, sumir segja yfirþyrmandi, fréttum í fjölmiðlum. En nokkur orð um sumar þær mótsagnir sem einkenna málið og hljóta að vekja til umhugsunar. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt haft uppi þá meginskýr- ingu á aðgerðum sínum í Alberts- málinu að hann væri að fylgja eftir ákveðnum kröfum um siðferði og ábyrgð í pólitík. Albert benti sjálfur á eina mót- sögnina í þessum málflutningi - þá að kröfur flokksformannsins um pólitiskt siðgæði sjálfstæðismanna þýddi annars vegar að Albert ætti að láta af ráðherrastörfum þegar nokkrar vikur væru eftir af kjör- tímabilinu en hins vegar að leiða flokkinn í Reykjavík eins og ekkert heföi í skorist. Slík lausn var skiljan- leg frá praktísku sjónarmiði en var Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri í litlu samræmi við fullyrðingar um siðferðislegar forsendur aðgerðanna gegn Albert. Það verður ekki nægjanlega und- irstrikað að mjög skortir á viðunandi pólitiskt siðgæði í landinu, þ.e. að stjómmálamenn taki í verki afleið- ingum gerða sinna. Það er því fagnaðarefni ef úr verður bætt. En til þess að einhver trúi því að slík viðhorfsbreyting hafi átt sér stað hjá stjómmálaforingjum verða þeir að sýna það í verki að eitt sé látið yfir alla ganga - einnig þá sem tilheyra „flokkseigendum“. Eftir þvi sem best verður séð hefur foiysta Sjálfstæðisflokksins ekki gert sömu siðgæðiskröfur til allra. Þannig er ekki vitað til þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi leitað eftir upplýsingum um það hjá skattyfirvöldum hvort aðrir ráð- herrar flokksins hafi á undanfömum árum fengið athugasemdir frá skatt> stjórum eða embætti ríkisskattstjóra um vantaldar tekjur. Svo virðist sem áhugi flokksformannsins á framtals- málum þingmanna sinna hafi ein- skorðast við Albert Guðmundsson. Því aðeins að Þorsteinn Pálsson hafi gert, eða muni gera, slíka könn- un á skattamálum allra ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins, og skýri frá því opinberlega, getur hann sannfært almenning um að allir séu jafnir fyrir siðferðisdómstólnum í Valhöll. Spurning um ábyrgð Á síðustu misserum hafa komið upp ýmis mál þar sem stjómmála- menn heföu átt að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér vegna mis- taka. En forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fram til þessa verið á öðru máli. Nærtækast er að nefna í því sam- bandi þá stjómmálamenn sem bera ábyrgð á hruni Útvegsbankans. Þar var ekki um að ræða skattamistök upp á einhver hundmð þúsunda heldur beint fjártjón almennings sem líklega nemur um eitt þúsund millj- ónum króna. Milljarður í súginn af almannafé. íslenskt þjóðfélag munár um minna. Enginn hefur verið gerður ábyrgur fyrir þessu stórtapi. Ekki stjómend- ur bankans. Ekki stjómmálamenn- imir í bankaráðinu. Ekki ráðherra bankamála. Enginn. Þetta er sann- kallað tap án ábyrgðar. Kannski verður útdeiling pólit- ískrar ábyrgðar vegna milljarðsins glataða næsta mál á dagskrá hjá formanni Sjálfstæðisflokksins því varla telst það ábyrgðarminna fyrir stjómmálamenn að opinber stofrmn, sem þeim er trúað fyrir, glati millj- arði heldur en að láta undir höfuð leggjast að telja afsláttargreiðslur af viðskiptum fram til skatts? Ný stefna í reynd? Já, það bíða ýmis brýn verkefni úrlausnar hjá formanni Sjálfstæðis- flokksins ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur og gera auknar kröfur til þingmanna og ráð- herra um bætt pólitískt og fjármála- legt siðferði og persónulega ábyrgð á eigin gerðum. Ég er einn þeirra sem hafa lengi talið mjög knýjandi að í þessum efiium séu gerðar mun meiri kröfur en nú er. Fram til þessa hafa stjómmálamenn nefhilega farið sínu fram án þess að bera á því nokkra persónulega ábyrgð. Þeir hafa notið vemdar flokka sinna og foringja hvað sem á hefur dunið. En það skal játað að enn sem kom- ið er hef ég ekki sannfærst um að hér sé virkilega um nýja stefnu að ræða hjá forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Alltof margt bendir til þess að mál Alberts sé aðeins undantekning sem sanni gömlu regluna. Gengi Albertsmanna Það er augljóst hverjum sem sjá vill og heyra að Albert Guðmunds- son nýtur mikillar samúðar meðal almennings. Spumingin er hins vegar hvemig sú samúð skilar sér í atkvæðum 25. apríl næstkomandi. Reynslan sýnir að framboð sem verða til með þessum hætti - þ.e. að vinsæll forystumaður hrekst úr rót- grónum stjómmálaflokki og efriir til sérframboðs - geta hæglega skilað inn nokkrum þingmönnum. Flokkur Hannibals Valdimarssonar fékk þannig fimm menn kjöma og flokkur Vilmundar Gylfasonar fjóra menn. í báðum tilvikum var um framboð í öllum, eða nær öllum, kjördæmum að ræða. Vegna þess hversu skammur tími var til stefnu til að koma framboðum á - einungis fáeinir dagar - tókst Borgaraflokknum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Engu að síður þarf enginn að bú- ast við öðm en að Albert Guðmunds- son fari inn á þing og taki með sér 2-4 þingmenn. Þetta fylgi mun hann að miklu leyti taka frá Sjálfstæðisflokknum en einnig frá öðrum flokkum. Það lausafylgi, sem síðustu misserin hef- ur laðast að Jóni Baldvini og Alþýðuflokknum, mun að hluta til fara yfir á Albert. Einnig má ætla að Framsóknarflokkurinn minnki enn við þetta nýja framboð sem mun ekki heldur láta fylgi Alþýðubanda- lagsins ósnert. Það væri svo kaldhæðni örlaganna ef atburðarás síðustu daga í Sjálf- stæðisflokknum yrði til þess að stefna í verulega hættu þingsætum flokksformannanna Jóns Baldvins og Steingríms Hermannssonar. Ann- að eins gæti nú hæglega gerst á þessum uppákomutímum í pólitík- inni. Elias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.