Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Tilkyimingar Opna Daihatsu-stórmótið á Loftleiðum um páskana Yfir 30 pör eru þegar skráð til leiks í opna Daihatsu-stórmótið sem spil- að verður á Loftleiðum á skírdag og fóstudaginn langa. Eins og fram hef- ur komið er þetta veglegasta bridge- mót sem haldið hefur verið á Norðurlöndum til þessa. Heildar verðmæti vinninga er á sjöunda hundrað þúsund. Aðeins er gert ráð fyrir þátttöku 42 para (barometer m/3 spilum milli para, alls 123 spil) og rennur frestur til skráningar út miðvikudaginn 8. apríl nk. Skráð er hjá Bridgesambandi íslands. hjá Ste- fáni Pálssyni og Suðurlandsvideó á Selfossi (Aðalsteinn Jörg), auk þess sem skráð er á spilakvöldum hjá ^------------------ AVEnqE^iv TÖLVULORAN P ALSJÁLFVIRKUR HAGSTÆTT VERÐ FRIÐRIK A. JÓNSSON H/F Skipholti 7, sími 14135. Bridgefélagi Reykjavíkur næstu tvo miðvikudaga. Keppnisgjald er aðeins 7.000 kr. fyrir parið sem verður að teljast í lægri kantinum þar sem þau renna öll til verðlauna. Spilað verður um silfurstig og Agnar Jörgenson mun sjá um stjórnun. Útreikningur fer fram í tölvu, undir stjórn Kristj- áns Haukssonar. Opna Daihatsu-stórmót er opið öll- um spilurum. Engin takmörkun verður á þátttöku hvað varðar stig eða búsetu. Þeir sem skrá sig fyrstir ganga fyrir. Vakin er sérstök athygli á því að keppnisgjaldið, 7.000 kr. fyrir parið, verður að greiðast í síðasta lagi mið- vikudaginn 8. apríl vegna fyrirkomu- lags. Greiðslu má koma til Ólafs Lárussonar hjá BSÍ, pósthólf 272,121 Reykjavík eða beint í Sigtún 9. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist laugardaginn 28. mars kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Taflfélag Seltjarnarness Helgarmót nr. 2 verður haldið nú um helg- ina. Það hefst á morgun, laugardag, kl. 14 og verða þá 5 umferðir. Á sunnudaginn hefst það kl. 13 og verða þá 4 umferðir. Umhugsunartími er 20 mín. á skák. Verð- laun eru 15.000 alls. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 28. mars. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Vorið nálgast óðum. Markmið göngunnar er samvera, súrefni, hreyfing. Skemmtilegur félags- skapur. Nýlagað molakaffi. Málfreyjur á Esju Ráðsfundur á vegum II. ráðs málfreyja á Islandi verður haldinn laugardaginn 28. mars að Hótel Esju. Fundurinn hefst kl. 10.30. Hádegiserindi verður flutt af Erlu Guðmundsdóttur. Hrafn Bragason lög- fræðingur ræðir alþingiskosningarnar og vægi atkvæða kl. 14.30. Ráðstefna um bensódíasepín Þann 6. apríl nk. verður haldin á vegum fyrirtækisins F. Hoffmann-La Roche ráð- stefna um benzódíazepin sem eru díazepam og skyld lyf. Sjaldan hefur einn flokkur lyfja vakið jafn mikla athygli vísinda- manna, verið oftar til umræðu meðal lækna eða fengið meiri umfjöllun í fag- tímaritum en einmitt bensódíasepín. Einnig hafa þau fengið óvenju mikla um- ræðu á opinberum vettvangi í blöðum, sjónvarpi auk fjölda bóka sem skrifaðar hafa verið um þetta efni. Það er því ekki furða þótt vandamál skjóti upp kollinum þegar einn efnisflokkur fær svo mikla at- hygli. Roche sem framsækið fyrirtæki hefur fylgst náið með þróun þessara mála. A ráðstefnunni verða þekkir fyrirlesarar bæði íslenskir og erlendir og munu þeir leitast við að dagfæra meðferð kvíða og svefntruflanna og varpa ljósi á stöðu þess- ara mála í dag. Félag íslenskra kjötiðnaðar- manna Nú um helgina verður haldin sýning og ráðstefna á vegum Félags íslenskra kjö- tiðnaðarmanna. Sýningin er haldin í tilefni 40 ára afmælis FÍK. Sýndar veða vörur og þjónusta, sem tilheyra kjötiðn- aði. Á ráðstefnunni sem haldin verður samhliða sýningunni, verða bæði innlend- ir og erlendir fyrirlesarar, sem koma til með að fjalla um nýjungar, öryggismál, merkingar, hollustuvernd o.fl. Afmælis- sýningin og ráðstefnan verður til húsa í nýja. ráðstefnusalnum á hótel Sögu 2. Nauðungaruppboð j á fasteigninni spildu úr landi Smárahvamms, þingl. eigandi Miðfell hf., fer fram á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10 í Kópavogi fimmtudaginn 2. april 1987 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Brunabótafélag íslands. |___________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi, ;v dagana, og stendur til kl. 18. hæð. Afmælissýningin og ráðstefnan verða í dag laugardag og sunnudag og er sérstaklega ætluð kjötiðnaðarmönnum, kaupmönnum og verslunarmönnum í mat- vöruverslunum og öðrum þeim, er starfa við matvælaiðnað. Afmælissýningin og rðastefnan eru jafnframt opnar öllum al- menninEri. Daeskráin hefst kl. 13 báða ðð$0 SJÓEFNAVINNSLAN HF Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 11. apríl nk. á Glóðinni í Keflavík og hefst kl.15.00. Nauðungaruppboð á fasteigninni Álfatúni 5, ibúð 201, tal. eigandi lllugi Björnsson, fer fram á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10 í Kópavogi fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Engihjalla 3, 8. hæð D, þingl. eigandi Rúnar Guðjónsson, fer fram á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10 i Kópavogi fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki Islands. ____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Álfhólsvegi 89, kjallara, þingl. eigandi Magnús Guðmundsson, fer fram á skrifstofu embættisins að Áuðbrekku 10 í Kópavogi fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi. ____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Ástúni 14, íbúð 2-1, þingl. eigandi Anna G. Stefánsdóttir, fer fram á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10 í Kópavogi fimmtudaginn 2. april 1987 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs. ____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Reynihvammi 24, jarðhæð, þingl. eigandi Anna Kristín Einars- dóttir, fer fram á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10 í Kópavogi fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofn- un rikisins og Veðdeild Landsbanka íslands. _________________________Bæjarfógetinn i Kópvogi. Fréttatilkynning frá sambandi ungra sjálfstæðismanna Alþýðubandalagið á Reykjanesi hefur skorað á unga jafnaðarmenn til kapp- ræðna. Af þessu tilefni viljum við geta þess að þegar hafa tvær stærstu unghreyf- ingar stjórnmálaflokkanna, Samband ungra jafnaðarmanna og Samband ungra sjálfstæðismanna ákveðið stórfund á hótel Borg þann 31. mars nk. Vegna áskorunar í dagblöðum vilja ungir jafnaðarmenn taka fram að þeir eru ávallt tilbúnir til kappræðna um málefni ungs fólks við hvern sem er, svo fremi sem þeir fundir fari fram á jafnréttisgrundvelli. Tónleikar í Norræna húsinu Þriðjudaginn 31. mars halda þeir Guðni Franzon klarinettleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari tónleika í Norræna húsinu. Efnisskráin verður tví- þætt. Annarsvegar verk fyrir einleiks- klarinett eftir þrjú af virtustu tónskáldum samtímans: Sequenz.a IXa eftir Italska tón- skáldið Luciano Berio, Amicizia eftir Svíann Ingvar Lidholm og Sonata eftir Hollendinginn Rudolf Escher. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Claude Debussy, Premiére Rhapsodie og Sonata op. 120 nr. 1 eftir Jóhannes Brahms, fyrir klarinett og píanó. Tónleik- amir verða eins og áður segir í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Litli skratti-um lifnaðarhætti smyrils á íslandi Mánudagskvöldið 30. mars heldur Ólafur Karl Nielsen líffræðingur fyrirlestur um smyrilinn, sem er minnsta fálkategund í Evrópu og annar tveggja fulltrúa fálka- ættarinnar hér á landi. í erindinu verður sagt frá útbreiðslu smyrils hér á landi og frá ferðalögum hans og vetrarheimkynn- um á Bretlandseyjum og írlandi. Smyrli er talið hafa fækkað hér á landi á undan- fömum árum og segir Ólafur frá athugun- um á stofnstærð og afföllum. Einnig Qallar hann um fæðu smyrilsins og varphætti. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Leikum, spilum, syngjum og dönsum Vikan 26. apríl til 3. maí 1987 verður Norr- æn menningarvika sem ber heitið „Allir á kreik í léttum leik“Meiningin er að virkja alla sem starfa að listum í bænum eða byggðarlaginu. Virkja alla til að gera eitt- hvað í þessari viku. Flytja eitthvað sem æft hefur verið í vetur, hafa sameiginleg skemmtikvöld, allt kemur til greina. Allir geta verið með, skólar, fólkið á elliheimil- inu, börnin á dagheimilinu og fl. Tilgangur vikunnar er að styrkja norræna samvinnu, að kynna hin ýmsu félög hvort fyrir öðru og örva þau til áframhaldandi samstarfs, að vekja athygli yfirvalda og almennings á gildi og umfangi listastarfs áhugafólks. Bandalag íslenskra leikfélaga veitir frek- ari upplýsingar. Baráttufundur Flokks manns- ins í Reykjavík Stuðningsmenn Péturs Guðjónssonar efsta manns á framboðslista Flokk manns- ins í Reykjavík, efna til baráttufundur í Austurbæjarbíó í dag laugardag 28. mars kl. 17 undir yfirskriftinni „Pétur á þing“. Pétur verður á staðnum og heldur aðal- ræðu dagsins. Einnig munu fleiri fram- bjóðendur láta í sér heyra. Þetta verður stuttur en kraftmikill baráttufundur til þess að stilla saman strengina þegar kosn- ingabaráttan er að hefjast fyrir alvöru. Stuðningsmenn Péturs hafa orðið varir við mikin meðbyr og mikinn áhuga fólks á að fá raunverulegan fulltrúa fólks á Alþingi. Félag nýrnasjúkra á íslandi Þann 30. október sl. var stofnað Félag nýmasjúkra á íslandi. Stofnfélagar eru þegar orðnir 100 talsins. Tilgangur félags- ins er að standa vörð um hagsmuni nýmasjúkra og stuðla að aukinni fræðslu bæði sjúklinga og almennings um málefni nýrnasjúkra. Félagið er þegar orðið með- limur í Samtökum Norrænna Nýmafélaga (NNS) og sendi fulltrúa á þing sem haldið var í Osló dagana 31. jan. og 1. feb. sl. Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 31. mars 1987 að Borgartúni 18, kjallara, og hefst kl. 20. Á myndinni em: í fremri röð, Dagfríður Halldórsdóttir formaður og Toríhildur Þorvaldsdóttir vararitari, í aft- ari röð, Guðlaugur Þórðarson gjaldkeri, Jónína Daníelsdóttir úr varastjórn og Magnús Böðvarsson varaformaður. A myndina vantar Nönnu Baldursdóttur rit- ara. Aðalfundur félags matar- tækna verður haldin mánudaginn 30. mars kl. 20.30 í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. Sumarakademía fyrir nútíma tónlist „Sommermusik pá Biskops Arnö“, er sum- arakademía fyrir nútíma tónlist. I ár verður hún haldin 22. júni til 1. júlí 1987 og er þetta fimmta árið í röð, sem hún verður starfrækt á vegum Norræna lýð- háskólans á Biskops Arnö í samvinnu við Rikskonserter. Þátttakendur frá öllum norðurlöndunum em velkomnir. Boðið er upp 10 daga námskeið með tónleikum og fyrirlestrum með umræðum. Eins og venjulega verða haldnir tónleikar. Meðal þeirra , sem munu halda tónleika, em Rosemary Hardy, Paul Barritt og Omnibus kammerblásarar. Þá mun einnig verða reynt að halda eina tónleika með elektrón- iskri tónlist utanhúss. Þátttökugjald fyrir hvert og eitt af námskeiðunum er: 1.800 (sek), fæði og húsnæði innifalið. Síðasti tilkynningardagur um þátttöku er 15. apríl. Frekari upplýsingar um námskeið eða tónleikdadagskrá er að fá hjá: Birgitta Östlund, Nordens folkhögskola, Biskops Arnö, S-198 00 Bálstra, Svíðþjóð. Sími 48 171 522 60. Það má gjarnan taka börn með til Biskops Arnö, en það skal þá tekið fram á þátttökutilkynningunni. Dagheimili er starfrækt á lýðháskólanum. Guðsþjónustur hjá Seljasöfnuði Það er snúningasamt þegar níu þúsund manna söfnuður á ekki sína eigin kirkju. Það fær Seljasöfnuður svo sannarlega að reyna þetta vorið eins og undanfarin vor. Fermingarbörnin eru mörg og verða þau fermd við átta fermingarguðsþjónustur víðs vegar um borgina. Nýtur söfnuðurinn þar gistivináttu hinna betur settu safnaða í borginni. Nk. sunnudag mun ungt fólk úr samfélaginu Veginum leiða sönginn í safnaðarguðsþjónustu í Ölduselsskóla kl. 14. Leikið verður undir á gítara, bassa, píanó og fleiri hljóðfæri. Sunnudaginn 5. apríl og pálmasunnudaginn 12. apríl mun Þorvaldur Halldórsson og tónlistarfólk frá Ungu fólki með hlutverk leiða sönginn. Að öðru leyti verður hefðbundnu messu- formi fylgt. Það er því ósk safnaðarins að sem flestir komi til þessara guðsþjónusta og taki virkan þátt í þessari nýbreytni við guðsþjónustuhaldið. Píanótónleikar á Akranesi og í Keflavík Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verð- ur með tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi laugardaginn 28. mars. Tónleikamir eru á vegum tónlistar- skólans á staðnum og hefjast kl. 15. Á efnisskrá eru verk eftir Jón leifs, Pál ísólfsson, Franz Liszt, Frederic Chopin og Leos Janacek. Mánudaginn 30. mars mun Selma leika þessa sömu efnisskrá í Tón- listarskólanum í Keflavík á vegum Tón- listarfélagsins þar og fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30 í Tónlistarskólanum á Akur- eyri. Kvenfélag Óháða safnaðarins Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kirkjubæ laugardaginn 28. mars kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Joachim strengjakvartett hjá Tónlistarfélaginu Sunnudaginn 29. mars mun Joachim Qu- artett frá Þýskalandi halda tónleika í Austurbæjarbíói kl. 14.30 á vegum Tónlist- arfélagsins. Kvartettinn er nefndur eftir þýska fiðlusnillingnum Joseph Joachim og er talinn vera einn besti strengjakvart- ettinn af yngri kynslóðinni í heimalandi sínu. Joachim Quartett var stofnaður í mars 1978 og aðeins þremur mánuðum síð- ar vann hann „Deutsche Musik Wett- bewerb 1978“ í Bonn. í kjölfar þess fylgdu margir tónleikar og útvarpsupptökur. Síð- an hefur hann ferðast víða um heim, m.a. til Kóreu, Malasíu og Indlands. Hann kemur hingað í lokin á löngu ferðalagi um Norðurlönd á vegum Goethe stofnun- arinnar. Tónlistarfélagið þakkar Goethe stofnuninni og forstöðumanni hennar, Colette Burling, veittan stuðning. Miðar verða seldir við innganginn. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 29. mars. 1. kl. 10.30: Bláfjöll - Kleifarvatn/skíða- ganga. Ekið verður að þjónustumiðstöð- inni í Bláfjöllum og gengið þaðan. Nægur snjór - þægileg gönguleið. Verð kr. 500. 2. kl. 13: Fjallið eina - Sandfellsklofi - Sveifluháls. Létt gönguferð við allra hæfi. Verð kr. 500. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Dagsferðir sunnudaginn 29. mars kl. 10.30. 1. Kræklingatínsla og stórstraumsfjöru- ferð í Hvalfjörð. Hafið ílát meðferðis. Létt ganga, fjöruskoðun við bestu aðstæð- ur því háfjara er í hádeginu. Verð 750 kr. 2. Melasveit - Melabakkar. Gengið um eina sérstæðustu strandlengju á Vestur- landi, sbr. sjónvarpsþáttinn Stiklur frá í vetur. Ummerki um mikið sjávarrof. Verð 800 kr. 3. Skíðaganga yfir Kjöl. Þetta er mjög góð gönguskíðaleið frá Stíflisdal við Kjós- arskarð yfir að Fossá í Hvalfirði. Verð 600 kr„ frítt í ferðirnar f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Árshátið Útivistar verður laugardaginn 4. apríl í Fóstbræðraheimilinu. Fjölmennið og pantið tímanlega á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.