Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 22
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Helena Albertsdóttir í helgarviðtalinu Eg er sann- gjörn baráttu- manneskj a „Ég er baráttumanneskja en ég er sanngjöm baráttumanneskja," segir Helena Albertsdóttir sem komin er heim írá Bandaríkjunum til að stjóma kosningabaráttu Borgaraflokksins. Það hefur lengi farið orð af Helenu sem skipuleggjanda í kosningabaráttu og er þess skemmst að minnast að Albert Guðmundsson þakkaði henni öðm fremur sigurinn í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík á síðasta hausti. Þá hefur væntanlega engan órað fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn ætti eft- ir að klofaa og nýr stjómmálaflokkur að líta dagsins ljós. Svo hefur þó farið og hulduherinn fi-ægi stendur nú einn í kosningabaráttu fyrir alþingiskosn- ingar. Er og verður hulduher En atvikin hafa hagað því svo að Helena er tekin við herstjóm í huldu- hemum. „Ég hef oft svarað því til að hulduherinn er og verður hulduher," segir Helena þegar gengið er á hana með herstjómarlistina sem heldur hulduhemum saman. Árangur þessarar sérstæðu kosn- ingamaskínu rekur hún hins vegar til að hún „hafi alltaf haft gott fólk með mér, fólk sem hefur unnið vel og kann að vinna“ en skipulagið er leyndarmál. Margir hafa velt því fyrir sér hvort heimkoma Helenu hafi ráðið úrslitum um að Albert klauf sig frá Sjálfstæðis- flokknum og stofhaði sinn eigin flokk. Fyrst eftir að hann sagði af sér emb- ætti iðnaðarráðherra sagði hann í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki hikað við sérframboð væri hann tiu árum yngri. Margir skildu þessi orð svo að Albert hygði ekki á sérfram- boð. Sérframboðið er engu að síður staðreynd. Helena skýrir sinn þátt í málinu með því að vísa til þess „sem á undan er gengið" og segir að Albert hafi ekki átt annarra kosta völ. „Albert vantaði ekki aukakraft frá mér til að rísa upp gegn flokknum. Hins vegar verðum við öll að sætta okkur við að eldast og þegar aldurinn færist yfir fara menn öðmvísi í hlutina en þegar þeir em yngri. Albert er særður maður. Það dregur kjark úr öllum mönnum að verða fyr- ir slíku. Hann er trygglyndur maður að eðlisfari og hefúr margoft sýnt það á sínum ferli innan Sjálfstæðisflokks- ins eins og alþjóð veit. Atburðir síðustu daga hljóta hins vegar að slá menn niður.“ Reiði í garð Þorsteins Yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar eft- ir afsögn Alberts hafa líka vakið reiði meðal stuðningsmanna Alberts. Eink- um er þá vísað til þeirra orða að Albert geti ekki orðið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir það sem á undan er gengið. Helena leggur áherslu á að það sé margt fleira i orð- um Þorsteins sem hafi verið særandi. Hún nefhir þau orð Þorsteins að hann vilji ekki höggva í sama knérunn tvisvar á sama degi. „Hvað er maður- inn að segja?“ spyr Helena. „Er hann að segja að fallöxin falli seinna?" En hvaða kom það var sem fyllti mælinn vill Helena ekki segja til um. „Það var fjölmargt sem þama verkaði saman,“ segir hún. „Þúsundir stuðn- ingsmanna Alberts um allt land gátu bara ekki látið bjóða sér þetta öllu lengur. Það er verið að ráðast að kjós- endum flokksins en ekki bara Albert einum. Það skipti líka miklu hvemig að málinu var staðið af hálfu formanns flokksins. Það er svo margt sem þama verkaði saman.“ Helena kannast aftur á móti ekki „Albertvantaði ekkiaukakraftfrá mér til að rísa upp gegn flokknum.“ við að stuðningsmenn Alberts hafi ýtt honum lengra en hann hafði ef til vill hug á sjálfur. Hún spyr á móti: „Hvað áttu við?“ Annað svar fæst ekki. Kapphlaup við tímann Á kosningaskrifstofunni í Skeifunni er skipulagsstarfið í fullum gangi enda framboðslistar ekki frágengnir þegar þetta viðtal var tekið. Síminn hringir og Helena þarf að skera úr þessu og gefa ráð um annað. Stuðningsmenn- imir, eða kannski öllu heldur huldu- hersmennimir, koma inn og fara út. Það veltur á klukkustundum hvort listar komast fram. Og síðan em fleiri en einn og fleiri en tveir blaðamenn sem langar í svör við spumingum. „Við erum í kappi við tímann og blaðamennina," segir Helena. „Þegar ég lagði af stað frá heimili mínu gmnaði mig aldrei að lætin yrðu svo mikil sem raun ber vitni og í þess- um dúr,“ segir Helena. „Þegar ég frétti fyrst af þessu máli var það hálfgert áfall fyrir mig. Mér var sagt af því sem í vændum var um leið og Þorsteinn hélt blaðamannafundinn. Ég sá þá strax að það var eitthvað undarlegt á seyði og fór strax í að hringja út og leggja drögin að fundinum í Þórs- kaffi.“ Fjölskyldan í góðum höndum Helena skipulagði fundinn að vestan og velti þá þegar þeim möguleika fyrir sér að hún yrði að koma til landsins. „Ég á stóra fjölskyldu og þarf líka að sinna henni þannig að þetta togaðist í fyrstu á í mér,“ segir Helena. „Þess vegna kom ég ekki fyrr til landsins. Það em ung, íslensk hjón sem gáfú sig fram við mig og buðust til að ann- ast heimilið á meðan ég væri heima í kosningabaráttunni. Þau vom slegin við þessi tíðindi eins og svo margir aðrir íslendingar. Vegna greiðvikni þessara hjóna á ég nú heimangengt um tíma.“ Það einkennir mjög átökin í Sjálf- stæðisflokknum þessa síðustu daga að skilin milli Albertsmanna og annarra flokksmanna komu þegar í stað greini- lega í ljós. Fundurinn í Þórskaffi staðfesti þennan klofning þegar dag- inn eftir að Þorsteinn Pálsson hafði lýst afstöðu sinni á blaðamannafund- inum margumtalaða. Þetta hefur þó fáum komið á óvart í ljósi deilnanna í flokknum á síðustu árum og Helena er ekki í vafa um að hér hafa gömlu ágreiningsmálin tekið sig upp. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir hún. „Forysta flokksins hefúr margoft á undanfómum árum gengið yfir Al- bert og traðkað á honum og ekki verið tekið mark á þótt hann rétti fram sáttahönd þannig að þetta er ekkert nýtt.“ Sjálfstæðisflokkurinn er að ganga sértil húðar Helena er engu að síður ósátt við að kalla atburði síðustu daga deilu- mál. Hún vill fremur spyija: „Hvað er að gerast innan Sjálfstæðisflokksins?" Og hún hefúr svarið á reiðum höndum. „Eg hef oft sagt það áður og meina það að Sjálfstæðisflokkurinn er að ganga sér til húðar sem flokkur. Flokkurinn framfylgir ekki stefiiu sinni. Mönnum, sem hafa völd innan flokksins, og einnig þeim sem ekki hafa völd, er ekki sinnt. Nú er ég búin að vera meiripart ævi minnar í flokknum og það sem sló „Þúsundir Al- bertsmanna um allt land gátu bara ekki látið bjóða sérþetta öllu lengur.“ mig, þegar ég kom heim til að vinna að prófkjörinu síðasta haust, var að starfið í húsinu, sem á að vera miðstöð flokksins, var steindautt. Það var próf- kjör í Sjálfstæðisflokknum en það var ekkert líf í Valhöll. Eitt af vandamálum flokksins er miðstýringin. Flokkurinn hefur einnig farið í gegnum margar kreppur og var höfuðlaus lengi. Það vantar öll tengsl við fólkið í flokknum. Ég held að flokksforystan hafi ekki hugmynd um hvað fólkið í landinu vill.“ Fylgismenn Borgaraflokksins hafa þráfaldlega lýst þvi yfir að þeir séu fyrst og fremst sjálfstæðismenn og verði aldrei annað. Stefna þeirra sé sjálfstæðisstefhan. Þannig hefur það verið ljóst frá upphafi að ekki er ágreiningur milli Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks um hugmyndir. En hvemig líst Helenu á að stunda kosn- ingabaráttu með stefnuskrá annars flokks? Ekki stefnuskrá annars flokks „Við erum ekki með stefnuskrá ann- ars flokks," segir Helena. „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á sínum tíma var frelsi einstaklingsins grundvöllurinn að stefiiu flokksins. Þetta er hugsjón sem er ákaflega rík „Það eru ung, ís- lensk hjón sem gáfúsigframvið migogbuðusttil aðannastheimil- iðmeðanégværi heima í kosninga- baráttunni“ í okkur íslendingum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefúr engan einkarétt á þessari stefiiu og allra síst ef honum hefur ekki tekist að fylgja henni." Helena hefur engar áhyggjur af því að Borgaraflokknum gangi illa að greina sig frá Sjálfstæðisflokknum þótt grundvallarhugmyndir þeirra séu þær sömu. Hún svarar spumingunni einfaldlega með orðunum: „Það held ég ekki.“ Hún neitar því að Borgaraflokkur- inn ætli í kosningabaráttunni að leggja höfuðáherslu á ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum ekkert að eyða kröftunum í að halda þessum ágreiningi á lofti og höfúm ekki gert það fram til þessa. Við eigum í kosningabaráttu og leggjum okkur ekki niður við það sem okkur þykir miður fara hjá öðrum. Þess í stað ein- beitum við okkur að þeim markmiðum sem við stefnum að. Við vinnum heið- arlega." Stefnuskráin ósamin - En hvað er það þá sem greinir Borgaraflokkinn frá Sjálfstæðis- flokknum? „Við setjumst niður um helgina og ræðum málið. Frambjóðendumir verða að vera með í mótun stefiiunnar í smáatriðum." Þótt enn sé langt til kosninga og ógemingur að spá um hvað verður uppi á teningnum að þeim loknum þá velta menn samt fyrir sér hugsanleg- um sættum í Sjálfetæðisflokknum. Þegar Helena er spurð hvað þurfi að koma til svo Albertsmenn gangi á ný til liðs við sinn gamla flokk svarar hún því til að sig gildi einu hvað gerist í Sjálfstæðisflokknum á meðan hún sé í Borgaraflokknum. Og þótt Sjálfetæðisflokkurinn bæti ráð sitt er Helenu sama. „Þetta er enginn skrípaleikur," segir hún. „Fólk, sem er búið að vera áratugum saman í flokknum, er að ganga úr honum í hrönnum eða hefur ákveðið að vinna með Borgaraflokknum. Svona ákvörðun er ekki tekin sárs- aukalaust og hún er ekki heldur gerð í gríni. Við höfum alla tíð viljað sætt- ir en ekki fengið þær. Ég ætla ekki að láta frá mér fara hugleiðingar um hvað þurfi að koma til svo aftur grói um heilt.“ - Þarf að skipta um formann í Sjálf- stæðisflokknum? „Ég vil ekkert ræða um hvort sjálf- stæðismenn þurfa að fá nýjan for- mann. Ég hef engan áhuga á að gera honum eða öðrum illt.“ Barátta einstaklinga Meðan ágreiningur Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks er svo óljós sem raun ber vitni er ekki annað að sjá en að þessi pótitík sé hætt að snú- ast um annað en einstaklinga. Helena er á öðru máli og segir að „stór hluti pólitíkusa hér heima misskilji alger- lega sitt hlutverk. Pólitík er vinna. Hún á að vera þjónusta við fólkið í landinu. Stjómmálamenn eiga ekki að hefja sjálfa sig á stall. Ég held að margir íslenskir stjóm- málamenn líti fremur á þingmennsku sem stöðutákn en vinnu. Okkar „Viðeigumí kosningabaráttu og leggjum okkur ekkiniðurviðþað semmiðurferhjá öðrum.“ flokksmenn gera sér grein fyrir því að við erum þjónar fólksins og viljum vera það. Við viljum sjá betra mannlíf hér.“ , Helena ber engan ugg í brjósti vegna þess að meðbyrinn, sem Borgaraflokk- urinn hefur þessa stundina, hverfi þegar komið er út í sjálfa kosningabar- áttuna. Enn sem komið er er samúðin Alberts megin hvað sem verður. „Þetta er ekkert grínframboð," segir Helena með þunga í röddinni. „Það er fjöldi fólks um allt land sem leggur sig allt fram við að skipuleggja þessa baráttu. Ég veit að því fólki er alvara." -GK Helena Albertsdóttir. - Þetta er ekkert grínframboð. DV-mynd gva

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.