Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Tilbúnir fiskréttir flæða yfir Evrópumarkaðinn: Möguleikar okkar eru óendanlegir - rætt við Ingólf Skúlason, framkvæmdastj óra Icelandic Freezing Plants Ltd í Grimsby Á aðeins örfáum mánuð- um hefur orðið bylting hvað varðar tilbúna fisk- rétti í Bretlandi. Stóru verslanakeðjumar hafa komið upp í verslunum sínum opnum fiystikist- um,30til50metra löngum, semerufiillar af hvers konar fiskrétt- um sem annaðhvort eru tilbúnir fyrir örbylgjuofii eðatilaðhitauppí venjulegumbökuna- rofnum. Sams konar breyting er að eiga sér stað í nágrannalöndun- umogþvíerspáð að þessi þróun flæði yfir öll löndV-Evrópu. Á ferð tíðindamanns D V í Grimsby fyrir skömmu voruskoðaðarstóru verslanimar þar sem staðreyndimar blöstu við augum og síðan rætt við Ingólf Skúlason, framkvæmdastjóra fisk- réttaverksmiðju Sölu- miðstöðvarinnar þar, Icelandic Freezing PlantsLtd,umþessa þróun og bvað sé í raun fram undan í málunum. Hann var fyrst spurður hver ástæðan fyrir þess- arimiklubreytingu væri. Ingólfur Skúlason, framkvæmdastjóri lcelandic Freezing Piants Ltd í Grims- by. DV-myndir S.dór Þjóðfélagsbreytingar „Allt hefur þetta gerst mjög hratt. Fyrir svo sem eins og hálfu ári voru bara nokkrar tegundir af tilbúnum fiskréttum til á markaðnum. En ástæðan fyrir breytingunni á eflaust rætur að rekja til þjóðfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Örbylgjuofnar eru að verða almenningseign; allir eiga þessa venjulegu ofiia. Bæði hjón- in vinna orðið úti og fólk vill eiga lengri fritíma og eyðir þar af leiðandi minni tíma í matartilbúning. Svo má ekki gleyma því að þessir stóru vöru- markaðir gera fólki kleift að fara í verslun einu sinni í viku og kaupa inn fyrir vikuna. Nær allir eiga orðið fry- stikistur til að geyma matvæli í. Þannig má segja að þetta hafi leítt hvað af öðru.“ - En er ekki alltaf verið að tala um ferskan mat sem taki við af frystum mat með aukinni flutningatækni á ferskum matvælum? „Það held ég að sé ekki rétt. Fólki þykir frosinn matur jafhvel ferskari en sá sem aldrei hefúr verið frystur, jafhvel þótt flutningatækni hafi auk- ist. Við vitum öll að fiskur, sem ekki er frystur og geymdur er í nokkra daga, þótt í kæli sé, honum hrakar. Þetta á líka við um grænmeti og raun- ar allan mat.“ - Verða þessir tilbúnu réttir ekki dýr- ari en ef fólk kaupir bara eitt fiskflak í kvöldmatinn? „Sannleikurinn er sá að verðið á til- búnu réttunum er ekkert hærra en á fiski. Það er minna magn af fiski i þeim vegna þess að utan um fiskinn er ýmist alls konar deig ellegar brauð- mylsna, rasp eða eitthvað þvíumlíkt. Einnig er það staðreynd að fólk virð- ist alltaf tilbúið að borga nokkuð fyrir þægindin. Það sem við sáum í stór- verslununum í dag er bara byrjunin, þó stórt sé. Þessir tilbúnu réttir eru alls ekki búnir að ná því markaðshlut- falli sem þeir munu ná. Auglýsinga- herferðin er rétt að byrja og fjöl- breytnin á eftir að aukast stórlega. Ég er sannfærður um að næstu ár verða mjög blómleg fyrir fyrirtæki sem eru að framleiða tilbúna fiskrétti og fyrir verksmiðjur eins og okkar hér í Grimsby. Það færist mjög í vöxt að verslanarkeðjumar fái fiskréttaverk- smiðjur eins og Icelandic Freezing Plants Ltd til að framleiða fyrir sig tilbúna fiskrétti undir merki verslun- arinnar. Sala undir okkar eigin merki dregst saman, það er alveg staðreynd." Úr hráefni í fullunna vöru - Og hvemig mun þetta svo snerta okkur heima á íslandi? „Það sem gerst hefur með því að byggja verksmiðjuna hér er það að í stað þess að vera að selja hráefhi er verið að selja fullunna vöm. Ástæðan fyrir því að verksmiðjan er staðsett hér em tollamál. Tiltölulega margt af fullunninni vöm lendir í háum toll- flokki vegna Efhahagsbandalagsins en mun lægri tollur er á hráefhi, eins og blokk. Þá skiptir það líka máli að við- skiptavinurinn er hér á staðnum. Við fáum svo að segja daglega fulltrúa frá okkar viðskiptavinum sem em að fylgjast með hráefninu og vinnslunni. Þeir vilja líka geta rætt við okkur um nýjungar sem em í þróun. Viðskipta- vinir okkar vilja líka fá að sjá hvað þeir em að kaupa og þeir gera miklar kröfur. Ef þessir menn þyrftu alltaf að fara til íslands til viðræðna éða eftirlits myndu þeir einfaldlega skipta um verksmiðju. Ef til vill má segja að ef við náum einhverjum stórviðskipt- um mætti hugsa sér að framleiða heima á Islandi.“ - Sérðu fyrir þér að þið getið á kom- andi árum ef til vill tvöfaldað verk- smiðjuna hér vegna þessarar þróunar? „Við þurfum ekkert að stækka verk- smiðjuna strax til að geta margfaldað framleiðsluna. Við vinnum nú á einni vakt en getum sett upp tvær eða þrjár vaktir. Einnig er hægt að auka mjög sjálfvirkni í framleiðslunni. Hvað við gerum fer eftir ábatanum af starfsem- inni. En ég er sannfærður um að afkastageta þessarar verksmiðju verð- ur komin í topp innan 5 ára.“ - Hvað er verðmætaaukningin miki frá því að hráefnið, sem er blokk, e flutt til ykkar og þar til þið seljið þai sem tilbúinn fiskrétt? „Það fer alveg eftir því hvemig rétt ir eru framleiddir. Ef við aðeins sögun blokkina niður og íshúðum fiskinn e verðmætaaukningin ekki mikil. Þv meiri sem vinnslan er á fiskinum þein mun meiri verður verðmætaaukningii en hve mikil er erfitt að segja ná kvæmlega til um, enda nokkuð breyti legt eftir tegundum, en við getum talai um tvöföldun, jaíhvel meira. Þá er lík: talað um að kaupa fiskinn heima ; toppverði. En við eigum þess oft kos að kaupa fisk annars staðar frá ; lægra verði. Við borgum markaðsver; hér hverju sinni fyrir fiskinn." - Ertu með þessu að segja að fersk fiskurinn sem markaðsvara sé á und anhaldi, hverfi jafnvel? „Nei, hann hverfur aldrei sem mark aðsvara. Sem dæmi getum við nefh fólk sem ætlar að vera með matarboi heima hjá sér, kaupir ferskan fisk oi leggur vinnu í að matbúa hann efti bestu aðferðum. Einnig held ég að allt af verði til hópur fólks sem vill fyrs og fremst ferskan fisk. En við erur að tala um hinn mikla fjölda þega við tölum um tilbúnu réttina, fólk ser vill dags daglega eyða sem minnstur tíma í matartilbúning vegna þess ai því þykir meira gaman að öðru í frí tíma sínum." Læknar ráðleggja fólki að borða fisk - Svo við snúum okkur aðeins ai öðru, sem þó er tengt þessu, er fisk verð hér á mörkuðum í Evrópu orðii hættulega hátt? Getur það dregið ú fiskneyslu? „Eins og mál standa núna má ef ti vill segja að verðið hafi farið hættu lega hratt upp undanfarið. í fyrr; hækkaði fiskverð um 30% og þega slík stökk verða er hætta á að baksla; komi í eftirspumina. Á allra síðusti árum hefur eftirspum eftir fiski fari vaxandi, enda hefur fólki verið bent það af læknum að borða fisk sem s hollur og góður matur. Á sama tím hefur eftirspum eftir rauðu kjöti dreg ist saman. Þess vegna getur mik: verðstökkbreyting verið hættulef Ástæðan fyrir því að verðið helst hé í Bretlandi er sú að hér er hefð fyri fiskneyslu. Þó ber þess að geta að hé áður fyrri var fiskur matur fátæk mannsins. Það er breytt. Og sú breyl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.