Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Side 21
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 21 minnkandi áhuga nemenda á raun- greinum? „Líklegasta skýringin held ég að sé tilkoma tölvufræðanna og þangað fara margir nemendur sem ella hefðu farið í stærðfræði eða eðlisfræði. Mér fmnst það nærtækasta skýringin en önnur skýring gæti verið sú að þau störf sem bíða manna eftir nám í raungreinunum eru fyrst og fremst við kennslu og mörgum finnst það lítt eftirsóknarvert í dag. Ég veit nú reyndar ekki hvort tvítugir krakkar hugsa svo mikið út í hvað þeir komi til með að fá í kaup að námi loknu en það er enginn vafi á því að kenn- arastarfið er ekkert hátt skrifað í dag,“ sagði Benedikt. Þjálfunarleysi ] Islenskir framhaldsskólanemendur r hafa keppt á alþjóðamótum í stærð- ) fræði tvisvar sinnum áður. Hvemig c hafa þeir staðið sig? „Þeir lentu í þrítugasta og þriðja j sæti í ólympíukeppninni í Póllandi í [ fyrra sem er kannski ekkert til að ! hrópa húrra fyrir. En hvort það er ^ af því að okkar menntakerfi er lak- [ ara en hinna þjóðanna eða af því að ! þær eru mannfleiri, og hafa því úr ; fleirum að velja, er ekki gott að r segja. Ég held að krakkarnir standi [ öðrum ekkert að baki, þetta er fyrst og fremst spurning um þjálfunar- leysi. Miðað við hin Norðurlöndin stönd- um við ágætlega að vígi, staðan hjá okkur er ekki lakari en þeirra. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru auðvitað mannfleiri þannig að það er ljóst að mannfjöldinn skýrir ekki allt.“ - Hvernig er staðið að þjálfun kepp- endanna héðan? „Frá því forkeppninni lauk í októb- er síðastliðnum og þar til í síðustu viku fengu tuttugu og fimm krakkar sérstakt þjálfunarprógramm. Þeir fengu send dæmi heim og við fórum yfir lausnirnar og sendum þeim til baka með leiðréttingum og leiðbein- ingum. Þeir krakkar sem sigruðu í úrslitakeppninni fá síðan enn frekari þjálfun fyrir ólympíukeppnina. Krakkarnir, sem kepptu í fyrra, voru í stífri þjálfun frá því þeir klár- uðu skólann í fyrravor og fram á keppnisdag. Þeir sóttu fyrirlestra og æfingar og stunduðu það samvisku- samlega sem sýnir best hversu áhugasamir þeir eru.“ Sjálfboðavinna Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum og íslenska stærðfræði- félagið standa að stærðfræðikeppn- inni. En nú hlýtur það að kosta eitthvað að taka þátt í svona keppn- um, hvernig fjármagnið þið þetta? „Það hefði auðvitað ekki verið hægt að gera þetta ef við hefðum ekki fengið utanaðkomandi aðila til að styðja þetta. I ár hafa Sól h/f og DV styrkt okkur og það er ómetan- legt. Menntamálaráðuneytið hefúr Tölvur og eðlisfræði - Hvemig leggst í ykkur að taka þátt í þessari Norðurlandakeppni á mánudaginn? „Það leggst vel í mig. Ég held að við eigum meiri séns þar en í þessari alþjóðlegu keppni,“ sagði Sverrir Örn. Davíð tekur undir það og bætir við: „Það kemur sér vel að það er kennaraverkfall, þá getur maður æft sig í friði.“ Um að gera að sjá björtu hliðarnar. - Viljiði spá einhverju um úrslitin? „Við eigum möguleika á að verða ofarlega," sagði Sverrir Örn. „Það verða ábyggilega einhverjir einstaklingar úr okkar hópi ofarlega en ég spái landinu neðsta sæti til að vera öruggur," sagði Davíð sem ekki vildi spá of miklu. „Við erum sporgöngumenn hinna þjóðanna í kennslumálum, ég er til dæmis með danskar bækur þannig að við stöndum ekkert illa að vígi hvað menntun varðar. En þetta eru auðvitað stærri þjóðir og meiri möguleikar á að þar leynist einhver séní,“ sagði Sverrir Öm. — Að lokum, strákar, eigið þið önnur áhugamál en stærðfræðina? „Eðlisfræði," sagði Davíð Aðal- steinsson. „Tölvur,“ sagði Sverrir Örn Þor- valdsson. -VAJ einnig styrkt okkur til að taka þátt í ólympíukeppninni en það hefur heldur dofnað yfir þeim stuðningi núna. Við höfum fengið hundrað og fimmtíu þúsund krónur í styrk fyrir keppnina á Kúbu í sumar en við reiknum með að það kosti að minnsta kosti sextíu þúsund krónur fyrir manninn að komast á staðinn þannig að það er óljóst hvort og þá hvað marga við getum sent til Kúbu. Ólympíukeppendurnir hafa verið frá vinnu í tvo mánuði á sumrin vegna æfinga og þeir hafa sjálfir borið það vinnutap. Þeir sem hafa séð um þjálfunina hafa líka unnið það í sjálfboðavinnu og þannig hefur þetta bjargast," sagði Benedikt. „I ólympíukeppni Norðurlandanna er allt keyrt á ódýrasta máta. Þar fer keppnin fram í skólum keppendanna þannig að ekki þarf að eyða pening- um í ferðalög og engin stórverðlaun í boði, aðeins verðlaunaskjal. Þetta verður í fyrsta skipti sem haldin er Norðurlandakeppni í stærðfræði og það er gert að frumkvæði okkar Is- lendinga. Megintilgangurinn er að gefa þeim keppendum, sem til greina koma í alþjóðlegu keppnina, kost á að reyna sig við keppendur frá öðrum löndum. Svona svæðamót þekkjast víða, til dæmis í Mið-Ameríku, Norður Afr- íku, á Balkanskaganum og víðar. Við ætlum að prófa okkur áfram með þetta,“ sagði Benedikt Jóhannsson. -VAJ ■ J I ‘í'SL i f I—' I I Vinsælu rJ L símarnir fást nú aftur í öllum litum. joutsa HBNOIA HEUHNKl „Krakkarnir standa öðrum ekkert að baki fái þeir næga þjálfun," segir Benedikt Jóhannsson frá Félagi raungreina- kennara sem, ásamt íslenska stærðfræðifélaginu, stendur að stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. DV-mynd KAE TELYPHONE símana er hægt aö festa á vegg eöa hafa á boröi. Þeir hafa minni fyrir síöasta númer sem hringt er í, svo þaö er nóg aö ýta á einn takka til aö hringja aftur í þaö. Þeir hafa "hold"-takka til aö geyma símtal ef þú þarft aö skjótast frá augnablik. Ljós logar meöan samtal er geymt. Þeir hafa stillanlegan hringingarstyrk. Sterkir símar meö mjög þægilegu símtóli. Verðkr. 3.700, SKIPHOLTI 19 SlMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.