Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Menning Spáð í (tóna)spilin Islensk kammer- og einleiksverk, hljóm- plata í útgáfu íslenskrar tónverkamið- stöðvar. ITM 5-06. Flytjendur: Óskar Ingóllsson, Nora Korn- blueh og Snorri Sigfús Birgisson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Pálína R. Hauksdóttir og Ástvaldur Kristinsson. Kápa og bæklingur: Erlingur Páll Ingv- arsson. Skurður og pressun: Teldec Hamburg. Það vakti töluverða athygli þeg- ar Sigríður Einarsdóttir kynnti Æfingar fyrir píanó eftir Snorra Sigfús Birgisson sem innlagnar- verk til að leiða unga, verðandi píanista inn í undraheima þess sem við köllum nútíma píanómúsík. Þetta gerðist á námskeiði á þingi norrænna tónlistarkennara og síð- an hefur það setið býsna fast í undirrituðum að þær séu náms- gögn, fyrst og fremst. Nota bene - úrvals námsefni. Svo fer sem oftar að þegar einhver hlutur er góður til ákveðins brúks þarf töluvert til að menn komi auga á að hann geti verið góður til annars líka. Þá er auðvelt að fylgja mynstrinu Svo hefði líklega farið fyrir mér, sem fleirum, að álíta Æfingar fyrir píanó námsgögn og fátt umfram það hefði Snorri Sigfús ekki leikið þær inn á hljómplötu Islenskrar tónverkamiðstöðvar. En á titil- blaði verksins gerir hann grein fyrir kveikjunni að því. Hana er að finna í trompum Tarotspilanna. Flestir þekkja þessi spil sem spá- Nora Kornblueh, Þorsteinn Hauksson og Óskar Ingólfsson spil en því má ekki gleyma að þau eru líka (og kannski fyrst og fremst) ætluð sem leiðarljós til hugleiðslu. Ég skal játa að tæpast hefði ég fundið þennan þátt inni- halds Æfinganna af sjálfu sér. En hafandi leiðbeiningarnar er mjög auðvelt að fylgja mynstrinu. Sama hver útgáfan er Snorri Sigfús semur svítu sína við enska útgáfu spilanna. Það gerir ekki svo mikið til þótt táknmynd- imar heiti svolítið öðrum nöfnum í öðrum útgáfum spilanna, til dæm- Tónlist Eyjólfur Melsted is sumum meginlandsútgáfunum, þær ber allar að sama brunni. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli hvort menn kalla spil númer eitt Sjónhverfingu eða Töframann, sautján Von eða Stjörnu eða tutt- ugu Trompet eða Aeon. Það er hreint makalaust að rekja línur Æfinganna eftir myndum spilanna. í þessu tilliti má kalla þær lýsandi músík á sama hátt og hermimúsík er kennd við hljóð. Ég ætla ekki í þessum skrifum að hætta mér út í lýsingar á spennu- mælingum tónbila og því um líkt (einfaldlega plássins vegna) en það er óneitanlega skemmtileg dægra- dvöl að spá í tóna-spilin með Snorra Sigfúsi í hans frábæra leik á plötu þessari. Mergjaður leikur Á hinni síðunni er magnað verk, Tríó fyrir klarínettu, selló og píanó eftir Hjálmar Helga Ragnarsson. Fyrst verður fyrir manni hversu krefjandi og torleikið tríóið er. Þar úir og grúir af erfiðum tónbilum, gripum og öðru af því taginu en styrkleikabrigðin eru þó sá þáttur sem hvað mest einkennir braginn þegar til túlkunarinnar kemur. Tríóið, sem verkið leikur á plöt- unni, er skipað þeim Snorra Sigfúsi Birgissyni, Óskari Ingólfssyni og Noru Kornblueh. Leikur þeirra er í einu orði sagt mergjaður. Þau spila þetta torleikna verk með svo miklum glaesibrag að við hlustun fyllist maður undrun og aðdáun. Um tileinkanir Bæði bera verkin á plötunni til- einkanir. Píanóæfingarnar tileink- ar Snorri Sigfús Hreini Friðfinns- syni. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig hver áhrif myndlistarmað- urinn Hreinn hefur haft á íslenska tónsköpun. Nægir að nefna að tvö verk í þessum flokki útgáfunnar eru helguð honum. Tríóið tileinkar Hjálmar Helgi konu sinni. Tileink- anir, sérstaklega ef þeim er beint að frumflytjendum, orka oft tví- mælis og hafa tilhneigingu til að valda einokun, þótt óviljandi sé. En tileinkanir af þessu tagi ættu tæpast að valda því og sú frábæra. framsetning sem þau hljóta á plöt- unni ætti að vera hverjum leikanda á viðkomandi hljóðfæri hvatning til að glíma við þau. -EM Draumur hafineyju Ragna Siguröardóttlr: Stefnumót Eigin útgáfa, 18 bls. I þessu kveri eru sjö stuttar sögur og fimm myndir, dúkristur, sýnist mér. Sögurnar eru mjög stuttar, hver tekur eina bls. eða hálfa aðra. Ein sagnanna hefur áður birst mér vitanlega, á þjóðveginum í Tímariti Máls og menningar. Flestar sögurnar líkjast þeirri sögu í því að þær fara í hring, enda á sömu aðstæðum og þær hófust, lýst í sömu orðum. Við þetta eru þó veigamikil tilbrigði. Fyrstu og síðustu söguna segir „ég“, kona, en í öllum hinum er „hún“ sögusmiðjan, allt miðast við vitund hennar, fáar aðrar persónur sjáanlegar, yfirleitt ekki nema ein í hverri sögu. Hér er því ekki mik- ill munur á. Allar sögumar ein- kennast af stuttum aðalsetningum, eru eins og upptalning fullyrðinga. En auk þess einkennast þær mjög af myndrænum lýsingum. Stundum er atburður í sögusmiðju, stundum ekki, en yfirleitt ríkir í þeim of- beldi og losti, sem fer ekki alfara- leiðir. Óhugnaðarmyndir Nú verð ég víst að taka lesendum vara fyrir því að ég er alls ekki með neinar getsakir um persónu skáldsins í því sem hér segir um verk þess, skáldverk segja ekki alltaf mikið um hana. Skáldið vinnur með ímyndunarafli sínu úr því sem það skynjar í umhverfi sínu. Efist einhver um að losti og ofbeldi einkenni umhverfi okkar er honum bent á að skoða erlend blöð í næstu bókabúð, eða líta inn í vídeóleigu. En hitt er merkilegra að Ragna vinnur úr þessu efni á frumlegan hátt og vandar verkin. Sagan á þjóðveginum vakti at- hygli þegar hún birtist í Tímariti Máls og menningar, kannski ekki síst vegna þess að hún sýnir stúlku fá fullnægingu með morði, hún sníður höfuðið af vélhjólamönnum og leggur við sköp sín. Og þessu er lýst alveg kalt, í röð upplýsinga um staðreyndir, ekki orð um til- finningar stúlkunnar, en afsniðið höfuðið sett í sögusmiðju með myndrænni lýsingu (ég auðkenni orðin sem einkum orka til þess): „Augun voru opin og hún lokaði þeim, strauk gegnum þykkt ljóst hár- ið, kyssti blíðlega ennið og augnlokin. Hún sett- ist niður á hvíta mölina. Lagði höfuðið frá sér og horfði á það. Hann var ungur. Andlitið var slétt og útitekið, örlítið frekn- ótt. I hægra eyranu var lítill gullhringur. Það hvítnaði smám saman og Bókmenntir öm Ólafsson á kinnarnar sló bláleit- um fölva. Hún lagði munn sinn við hálfopnar varirnar. Bretti upp kjólnum, setti höfuðið á jörðina milli fóta sér og þrýsti það létt með lær- unum. Kinnarnar voru svalar í hitanum. Hún snerti sköp sín og færði andlitið að. Hún gróf hendumar í ljósu hárinu og nuddaði opnum börmunum við kaldar varir hans.“ Einkennilegt blóm meðal hafmeyja. Lýsing þeirra er sérstæð og nákvæm. Þvi verður eðlilegt að hún verður smám saman yfirsterkari upphaflega raunveru- leikanum, sem verður þá eins og draumur hafmeyju. Hér finnast mér undirtónar gefa sögunni kjama, „hún“ nær kynferðislegu sambandi við hafineyna, það er þá væntanlega eiginleg ummyndun lífs hennar til „áður óþekktrar nautnar": „Þær vom allar hreistraðar. Sporðar þeirra ljósgrænir, efri hlutinn bleikur. Brjóstin voru lítil og geirvört- urnar varla greinanleg- ar. Augun eins og í fiskum, útstæð og augn- lokin næstum gegnsæ. Kringum munninn var hreistrið örlítið þykkara svo minnti á varir. [...] Litur hafmeyjanna varð aftur skærari þegar þær blotnuðu. Ein þeirra sat með einkennilegt blóm í kjöltu sér. Stórt og bústið lá það út- spmngið á bleiku hreistrinu. Varir eftir varir opnuðust, þrútnar af safa og sjó. Hún sá að það var sæanimóna. Það sem hana hungraði í. Hver biti var saltur og safaríkur. Hún át af áð- ur óþekktri nautn. Södd lagðist hún út af. Lág- vært kurrið svæfði hana. Hún vaknaði nakin. Teygði úr sér á blautri klöppinni og fann fyrir hreistruðum líkömum allt í kringum sig.“ Þetta „át“ er undirbúið í sögunni með nýjum smekk á mat, sem mun orka einkennilega á flesta meðal- menn: „Hún var hungmð. Henni datt í hug þang salt og safaríkt, hrár fiskur mjúkur viðkomu og bragðsterkur.“ Galdur Fyrsta sagan er eins og inngang- ur að þessum einkennilegu frá- sögnum, „ég“ er þar að mála sig, syngja og dansa, eins og hún sé að fremja galdur. Þessari frásögn lýk- ur á orðunum: „Ég er tilbúin". Síðan hefst galdur skáldskaparins. Síðasta sagan segir frá einkenni- legum hlaupum sögumanns yfir akur í sólskini, gegnum hvítt hús inn í annað stærra, þar er allt gult, einnig rúm, en í því afhjúpar tal- andinn blámálaðan mann. Og með litnum breytist allur tónninn í sög- unni, í stað sólskins og kyrrðar kemur um stund ógn og tryllingur: „Hann reis upp til hálfs. Hann var allur blámálaður. Hann sá. Ot á hafið dauðablátt eins og hann. Óveður geisaði hamslaust. Rok og himinháar öldur. Skipið sem velktist um var líka blátt og konan á þilfarinu engdist. Sinaber líkami hennar kipptist til í krampa- teygjum, gamall og visinn. Kjólinn var rif- inn svo skein í blátt hörundið. Sjórinn gekk jafnt og þétt yfir þilfarið og hún veinaði stöðugt hljóðlaust, því öldu- gangurinn yfirgnæfði hana.“ Hér fer efnilegt skáld, svo sem sjá má, og þyrfti að fá meiri útbreiðslu en þessi 150 eintök, sem sjálfsagt eru á þrotum. ÖÓ Onnur saga, í flæðarmálinu, rek- ur draum konu um að hún sé á Ragna Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.