Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Auglýsa ósjálfstæði sitt Á götum New York sjást konur ganga með leðurtösk- ur, sem þær hafa keypt á 1.000 dali í tízkuverzlun. Á leðurtöskunum stendur stórum stöfum: Gucci. Það er nafn eins af mörgum sjónhverfingamönnum sem taka prósentur fyrir að leigja nafn sitt á tízkuvarning. Með því að ganga um stéttar New York með stóra auglýsingu fyrir Gucci eru konur þessar að kynna fyrir öðrum, að þær tolli í fyrsta lagi í tízkunni og að þær hafi í öðru lagi ráð á að kaupa 100 dala tösku á 1.000 dali. Og Gucci hlær í hvert skipti, sem taska er seld. Við sjáum sama mynztrið í smærri stíl hér á landi. Gallabuxur eru áberandi merktar Levi’s og hálsbindi merkt Lanvin, svo að dæmi séu nefnd. Þetta er ekkert einkamál kvenna, því að karlmenn ganga ekki síður í auglýsingum, sem eru merktar sjónhverfingamönnum. Tízka, sem er svo ljót, að skipt er um hana tvisvar á ári, er ekki heldur lengur neitt einkamál Vesturlanda. Tízkukóngar, sem gamna sér við að láta fólk borga stórfé fyrir að ganga um með auglýsingar sínar á al- mannafæri, eru ekki heldur neitt einkamál Vesturlanda. Fyrr í þessum mánuði kom út í Moskvu fyrsta tölu- blað tízkublaðsins Burda á rússnesku. Þar geta félagar skoðað auglýsingar frá Cartier, Chanel og Calvin Klein, svo að dæmi séu nefnd. Blaðinu var hleypt af stokkun- um að viðstaddri Raisu Gorbatsjov Reykjavíkurfara. Sovétmenn geta því farið að herma eftir Vestur- landabúum í að borga stórfé fyrir að fá að klæða sig eftir tilskipunum tvisvar á ári. Slíkt ósjálfstæði ætti raunar að falla vel í kramið á Volgubökkum, því að þar þykir sporganga heppileg leið til pólitísks frama. Eftirhermustefna tízkuiðnaðarins hefur einnig haldið innreið sína í Kínaveldi. Þar er hægt að kaupa Cardin- föt til þess að nota í heimsóknum í Maxims veitingahús, sem stofnað hefur verið í Peking. Kínverjar þurfa eins og Rússar að auglýsa, að þeir tolli í tízkunni. Cardin er gott dæmi um þessa atvinnugrein. Sá, sem vill selja vöru, biður Cardin um að lána sér nafnið gegn ákveðnu prósentugjaldi af hveri sölu. Þannig hefur Cardin gert um 840 samninga um notkun á nafni sínu á fatnað, glingur, kaffikönnur, skyndisúpur og sardínur. Tízkukóngarnir mynda um sig hirð sporgöngufólks, sem lifir og hrærist í vörum og þjónustu, sem ber töfra- nafn viðkomandi tízkukóngs. Ósjálfstæða sporgöngu- fólkið er hentug hirð, af því að það er reiðubúið að borga tífalt verð fyrir að fá að þjóna kóngi. Eitt hið broslegasta við þetta er, að fólkið, sem lætur skipa sér að skipta um tízku tvisvar á ári, ímyndar sér, að það sjálft sé eins konar forustufólk, af því að það tollir í tízkunni. Það sér ekki, að það er fyrst og fremst að auglýsa ósjálfstæði sitt, sporgönguna, eftirhermuna. íslendingar eru orðnir svo gegnsýrðir þessum þræl- dómi, að inn um bréfarifur fólks eru farnir að berast kosningabæklingar, sem líkjast fremur tízkubæklingum en áróðursbæklingum. Þar eru sýndar litmyndir af fram- bjóðendum í pússi, sem fylgir kröfum tízkunnar. Senn fáum við hinn fullkomna frambjóðanda, sem klæðist skyrtu, merktri Dior; bindi, merktu Saint Laur- ent; jakka, merktum Boss; berandi stresstösku, sem á stendur Gucci, stórum stöfum, svo að greinilega sjáist úr fjarlægð, að frambjóðandinn sé steyptur í mótið. í rauninni þarf mikið ósjálfstæði til að skipta tvisvar á ári um útlit, sem er svo ljótt, að skipta þarf um það tvisvar á ári, þegar endurnýja þarf tízkuvörubirgðirnar. Jónas Kristjánsson Þjóðin er ekki sammála stjórnmálamönnunum sinum Skilaboð frá fólkinu Þjóðin vill að ísland eigi aðild að samstarfi um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd. Niðurstaða skoðana- könnunar Félagsvísindastofhunar Háskólans nú nýlega gefur berlega til kynna að þorri fólks sé fylgjandi eða í það minnsta hlynntur þessu samstarfi. Þetta er merkileg niður- staða íyrir margra hluta sakir. Þjóðin vill - þingið á móti I fyrsta lagi stangast hún á við steíhu núverandi ríkisstjómar í þessu máli. í öðm lagi gengur hún í berhögg við afskipti þingmanna Alþýðuflokksins og umfjöllun. 1 þriðja lagi er þessi skoðun gjörsam- lega í blóra við þá innrætingu sem fólk hefur orðið fyrir í fjölmiðlum, í það minnsta útbreiddustu blöðun- um, um þessi mál. Það er bert af þessari könnun að fólki hugnast sá möguleiki að lýsa Norðurlönd kjamorkulaust svæði, neita þannig að taka þátt í hrá- skinnaleik stórveldanna og skækla- togi þeirra um yfirráð heimsins. Það er í hæsta máta eðlilegt að við leitum samstarfs við hin Norðurlöndin í öryggis- og vamarmálum. Og það er vitaskuld stórt skref í fríðarátt að þessar frændþjóðir leiti leiða til þess að bægja þessari ógnvænlegu vá frá djTum sínum og finni ráð til þess að koma í veg fyrir að farið sé með kjamorkuvopn um yfirráðasvæði þessara landa. Okkur fslendingum veitir sannar- lega ekki af aðstoð í þessum efhum. Við höfum aldrei fengið óyggjandi vissu fyrir því að hér séu ekki geymd kjamorkuvopn. Það er „prinsip" hjá bandaríska hemum að gefa aldrei uppi hvar þessi vopn em í förum. Þegar ótti vaknar og grunsemdir um að bandaríski herinn geymi kjam- orkuvopn eða visti þau í fartygjum sem fara um íslenska lögsögu koma ráðherrar utanríkis- og vamarmála ævinlega fram fyrir þjóðina og full- vissa hana um að hér sé ekki farið með slík vopn. Og þó svo að almenn- ingur vilji gjaman trúa sínum ráðherrum þá hefur hann enga tryggingu fyrir því að þeir fái réttar upplýsingar. Menn em ekki að víla fyrir sér smámuni í Pentagon. Einhliða ísland Hvað sem því líður er það yfirlýst talfæri Jón Hjartarson stefna íslenskra stjómvalda, allra stjómmálaflokka og sjálfsagt vilji þjóðarinnar, að hér skuli ekki vera kjamorkuvopn. Þetta em einhliða yfirlýsingar og ganga sjálfsagt ekki þar ef ósköpin dyndu nú yfir. Okkur er eigi að síður huggun í því að hrópa þennan vilja okkar. Það bregður hins vegar svo undarlega við þegar sú hugmynd kemur fram að Norður- löndin lýsi sig öll sem eitt frí' af þessum vítistólum að þá vill meiri- hluti kjörinna fulltrúa þjóðarinnar ekki vera með. Menn fara að segja að slíkar einhliða yfirlýsingar séu bara út í loftið. Þetta sé vondur skandinavismi. Frelsi vort í Westri Málflutningur ýmissa stjómar- herra og þingmanna í þessu máli hefur verið býsna digurbarkalegur. Þar hefur mátt greina óm af þeim nöldurkór sem einatt er að agnúast út í skandinaviska, einkum þó sænska, menningu og áhrif hennar hér. Þetta Svíahatur, sem svo hefur stundum verið kallað, er sjálfsagt sprottið af hvom tveggja, minni- máttarkennd og stráksskap, líklega vegna þess að þessar frændþjóðir okkar hafa í seinni tíð verið boðnar og búnar til þess að greiða götu okkar, í það minnsta hvað menntun varðar og alla upplýsingu. Slíkt svartagallsraus er auðvitað ekki sæmandi íslenskum ráðamönnum. Enda býr sjálfsagt annað undir. Það læðist að manni sá illi grunur að hér sé enn einu sinni á ferðinni þjónkun við hagsmuni vina vorra í Westri. Þeir hagsmunir virðast löng- um hafa ráðið mestu um íslenska utanríkisstefnu. Fólk hefur náttúr- lega ekki ævinlega verið spurt um afstöðu, í skoðanakönnun né á ann- an hátt, þegar forsvarsmenn þess hafa gerst taglhnýtingar banda- rískra drottnunarhagsmuna á al- þjóðavettvangi. Menn hafa oftar en ekki yppt öxlum og spurt: Er þetta okkar mál? Bláeygar varnir Kosningar til Alþingis hafa lítið sem ekki snúist um utanríkis- eða öryggismál í stuttri sögu lýðveldis- ins. Skoðanakannanir eiga ekki langa sögu hér. Það er vissulega aðferð til þess að kanna vilja fólks þótt valt sé að treysta. Vissulega er sorglegt til þess að vita að hugur þjóðarinnar var ekki kannaður við afdrifaríkustu ákvarðanir sem tekn- ar hafa verið í sögu lýðveldisins, sem sé að kveðja bandaríska herinn til vopna - okkur til vamar. Auðvitað em einhliða yfirlýsingar um vopnaburð lítil vöm. Mætti það þó sjálfsagt hvað helst verða okkur til halds og trausts að eiga vís holl- ráð granna okkar og frænda sem hafa langtum meiri reynslu af hem- aði en við. Það ætti í það minnsta að duga okkur betur heldur en senda bláeyga ráðherra á fund varðliðsins, sem situr okkur, til þess að spyrja það hvort það sé nokkuð að grafa ljótt í garðinum okkar. Þótt skoðanakannanir séu ekki einhlitar og sjálfsagt sé að treysta þeim varlega þá hefur þessi um- rædda könnun eigi að síður gefið svo sterkar vísbendingar að jafiivel ut- anríkisráðherra okkar, sem löngum hefur verið í hemaði austur í Úral- fjöllum, virðist vera að snúa til síns heima, guði sé lof, eða hvað, Matthí- as?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.