Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. DV-myndir GVA Svo virðist sem á næstu árum taki að draga úr straumi arkitekta til landsins því erlendir skólar þrengja nú víða um lönd aðgang að námi i arkitektúr sem og öðrum greinum. TJmdeild stétt Almenningur gagnrýnir arkitekta oft fyrir ævintýralegar hugmyndir að húsum. Þeir Sig- urður og Hróbjartur þekkja þessa sögu en benda á að gagnrýni af þessu tagi eigi ekki við um arkitekta eina því flestar stéttir megi þola einhverjar háðsglósur fyrir verk sín. Hins vegar eru arkitektar undir þá sök seldir að verk þeirra standa fyrir sjónum manna dag hvern ár og síð. Glataðar leiksýningar og vondar bækur gleymast einfaldlega en gallað hús getur staðið átatugum saman. En höfundum Seljahlíðar líður ekki eins og þeir þurfi að standa dag hvem fyrir mis- heppnaðri leiksýningu. Það helsta sem fundið var að húsinu í upphafi var að hinn ljósbrúni litur þess þótti pirrandi. Þetta er ekki algeng- ur litur á íslenskum húsum sem þó eru þekkt fyrir litadýrð. „Ef til vill er litagleðin helsta einkennið á íslenskum arkitektúr,“ segir Sig- urður. Liturinn erákveðinn af arkitektunum. „Við höfum þó ekki gefið út tilskipun um hvernig húsið á að vera á litinn um aldur og ævi,“ segir Hróbjartur. „En engu að síður er það hluti af okkar verki að finna lit á húsið og kostaði talsverða yfirlegu. Við værum auðvitað ekki ánægðir með að húsið væri málað blátt einn daginn. F ari hins vegar svo þá getum við huggað okkur við að það er oft í tísku að fmna hinn upprunalega lit húsa og liturinn, sem við völdum því, gæti síðar verið talinn sá eini rétti.“ -GK Sigurður Björgúlfsson á leið upp stigann í miðju hússins. Arkitektarnir Hróbjartur Hróbjartsson og Sigurður Björgúlfsson settu sér það takmark að teikna hús sem væri eiginlega bæði lítið og stórt. Þetta hús reis í Seljahverfinu þar sem lítil einbýlishús eru mörg og íbúarnir óttuðust í upphafi að hverfi þeirra yrði mis- þyrmt með gríðarlegum kassa sem engan veginn ætti þar heima. Það er elliheimilið Seljahlíð sem hér er um rætt. Húsið er með 70 íbúðum, rétt eins og blokkir af stærri gerðinni, og þó er fátt við húsið sem minnir á blokk. „Það var markmið- ið að teikna hús sem væri smágerðara en svona hús eru almennt," segir Hróbjartur Hróbjartsson. „Fólk í hverfinu var vissulega hrætt við að þarna ætti að rísa stórhýsi. Dýrara en kassi Húsið er 7000 fermetrar og óneitanlega hefði orðið ódýrara að hafa það kassalaga. Málið var kynnt í hverfmu og við höfum ekki orðið varir við að fólki mislíkaði sú lausn sem við fundum. Þótt húsið sé eitthvað dýrara svona þá fylgja því líka kostir að byggja það í smáum einingum. Við getum t.d. sleppt töluverðu af loftræstikerfinu sem verður að vera í stór- gerðari húsum og dagsbirtan nýtur sín betur á göngum hússins." Því fer raunar fjarri að menn hafi risið upp til að andmæla því að húsið hefur víða vakið athygli fyrir að vera smekklegt og í ár voru höfundum þess veitt Menningarverðlaun DV fyrir verkið. Páll Gunnlaugsson, arkitekt og formaður dómnefndar, sagði af því tilefni um húsið: „Þessi bygging hefur vakið athygli langt út fyrir raðir áhugamanna, jafnvel svo að harðgerðustu menn verða viðkvæmir og segja að kannski sé eitthvað til sem hægt er að kalla íslenska byggingarlist." Fávísir vegfarendur í Seljahverfinu eru þó ekki á einu máli um hversu íslensk þessi bygg- ingarlist sé. Sumir hafa bent á að svona hús standi á síkisbökkum í Amsterdam og aðrir hafa séð þetta byggingarlag í norskum hafn- arbæjum. Enn aðrir hafa þó bent á að yfir- bragð hússins sé ekki ósvipað íslenskum burstabæjum. Höfundarnirneita þó að vera lærisveinar Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara í að vekja þann stíl til lífsins. Nokkur mannár í vinnu Þeir Sigurður og Hróbjartur segjast hafa verið lengi að þróa hugmyndina að húsinu. „Svona hús verður ekki til alskapað á einum degi. Það er margra mánaða verk sem liggur þarna að baki,“ segir Hróbjartur. „Fyrst voru aðrar tillögur í gangi en smám saman tók húsið á sig þessa mynd. Ef öll vinnan er talin þá hefur nokkrum mannárum verið varið í hönnunina." Samkeppnin er hörð á milli arkitekta og Hróbjartur kannast vel við að vonlaust er að fá fleiri verkefni leggi menn sig ekki fram. „Húsin, sem við teiknum, eru eina auglýsing- in sem við fáum og því er ekki ónýtt að fá verðlaun eins og Menningarverðlaun DV,“ segir hann. Síðustu árin hefur arkitektúr verið tísku- grein meðal íslenskra námsmanna og þeir koma heim útlærðir í hópum á hverju ári. Á síðasta ári komu 20 arkitektar heim en und- anfarin ár hafa þeir verið um 10 á ári. Þetta leiðir vitaskuld til þess að verkefnin dreifast á fleiri og það jaðrar við atvinnuleysi í grein- inni. Þeir Sigurður og Hróbjartur eru þó á einu máli um að enn geti allir, sem lært hafa, feng- ið atvinnu í greininni þótt það geti tekið nokkurn tíma. „Þetta er allt í lagi á meðan íslendingar glata ekki byggingagleðinni," segir Hróbjartur. Er þetta hollenskur, norskur eða íslenskur stafn? Hróbjartur Hróbjartsson og Sigurður Björgúlfsson með hugverk sitt í baksýn. íslenskur stíll eða erlendur? „ Við höfðum það ekki í huga þegar við teiknuðum húsið að nú skyldum við teikna hús í íslenskum stíl,“ segir Sigurður Björg- úlfsson. „íslenskur stíll verður ekki til nema sem tilraun til að finna lausnir sem henta islenskum aðstæðum. Það eru kröfurnarsem gerðar eru til byggingarinnar sem leiða til tiltekinna lausna. Burstabærinn íslenski er dæmi um slíka lausn sem þróaðist ómeðvitað vegna aðstæðn- anna en lausnirnar sem henta núna eru allt aðrar.“ Hróbjartur er einnig á þessu máli og segir að fyrir sitt leyti sé útilokað að gera sér grein fyrir hvert megi rekja áhrifin á stíl hússins. Hann afneitar þó ekki að hugmyndirnar geti verið erlendar. „Við lærðum báðir erlendis því hér á landi er engu arkitektanámi til að dreifa," segir Hróbjartur. „Við erum því mót- aðir af því sem við lærðum og sáum.“ Þegar gengið er um húsið vekur athygli hvað það er bjart. Þetta er með ráðum gert segja höfundarnir. „Gamalt fólk er bundnara við híbýli sín en það sem yngra er og því mikilvægt að þau séu björt og útsýni gott,“ segir Hróbjartur. „Utsýni úr íbúðunum er í þrjár áttir og gluggar á stigagöngum eru stór- ir. Það eru engar eiginlegár svalir á húsinu en þess í stað eru hafðar svokallaðar „fransk- ar svalir" eða dyr sem að hálfu er lokað að utan með handriði. Okkur virðist sem svalir séu lítið notaðar hér á landi og fannst því þessi lausn hentugri." Af því sem heyrst hefur til íbúa hússins þá er það ánægt með hvernig til hefur tekist. „Hugmyndir okkar virðast ganga upp í aðal- atriðum," segir Sigurður. „Við sjáum ekki eftir neinu við hönnnun hússins og myndum trúlega gera þetta eins ef við værum að byrja núna. Fólkið, sem býr hérna, er þó nokkru eldra og ekki eins sjálfbjarga og gert var ráð fyrir þegar húsið var hannað. Þetta er ekki hugsað sem hjúkrunarheimili þótt það hafi orðið að vera það að hluta en það hafa samt engin vandræði komið upp.“ Smágert stórhýsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.