Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 6
mnnmninimiiiiiiiiiii LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Reykjavik • Simi 685811 llllllimilIllllKllIiiUlllD LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Utlönd Menning MYNDAVÉUN KOMIN AFTLR Kvöldstund í Kit-Kat klúbbnum leikur Sally Bowles, ímynd hinnar fijálsu konu, sem notar írelsið fyrst og fremst til að svalla á við hvem meðalsjóara og sofa hjá hverjum sem henni dettur í hug. Sally verður mjög sympatísk og óspillt i meðförum Asu Hlínar, kannski um of, en hún ræður ágætlega við söng- og dansatriðin og hefur prýðilegt útlit í hlutverkið. Ein- ar Jón Briem leikur Clifford Brads- haw, rithöfundinn, sem er sögumaður. Einar Jón fer ákaflega hógværlega með þetta hlutverk en hefði að ósekju mátt taka aðeins meira á, sérstaklega undir lokin. Hin hjónaleysin, þau frk. Schneider og Rudolf Schultz, em af öðm sauða- húsi. Þau em bæði heimamenn og við aldur og um stund lítur út fyrir að þau hafi fundið hamingjuna, hvort hjá öðm. En hann er gyðingur og það setur örlagaríkt strik í reikninginn. Þau Soffia Jakobsdóttir og Pétur Einarsson áttu einkar góðar stundir í þessum hlutverkum og náðu tilfinn- ingadýpt í túlkun þeirra sem eitthvað skorti á hjá yngra parinu. Pétur tók að sér hlutverk Schultz á síðustu stund í stað Þráins Karlssonar sem veiktist skyndilega rétt fyrir frumsýninguna. Engu að síður nær Pétur sterkum tök- um í hlutverkinu með ákaflega hófst- illtum leik. Soflfia er hin hressilega frk. Schultz sem umfram allt vill kom- ast af og metur efnahagslegt öryggi meira en hina nýfundnu ást. Ógnandi og grimmur Guðjón Pedersen leikur skemmtana- stjórann í Kit-Kat klúbbnum. Hann verður eins og áður er sagt tákn sið- spillingar og úrkynjunar og boðberi válegrar spásagnar um það sem koma skal. í uppfærslu LA er siðameistarinn strax frá upphafi grímulaus, hans rétta eðli liggur strax ljóst fyrir. Hér er hann ekki skemmtilegur og spennandi í upphafi, lævís og lipur, heldur frá byijun ógnandi og grimmur og er það undirstrikað með gervinu. Guðjón er kraftmikill og veldur hlutverkinu vel, svo sem það er lagt upp hér. Þetta er viðamikið hlutverk, burðarás í sýning- unni, og miklu skiptir að það sé í öruggum höndum. Siðameistarinn leikur náið með hópi dansmeyja í Kit-Kat klúbbnum. Þær eru heldur groddalegar og lítt geð- þekkar. Hver og ein hefur sín persónu- einkenni en sem heild má segja að valkyrjubragurinn sé allsráðandi. Hér var sko enginn leikandi léttur Parísar- blær á Berlínardömunum og fannst mér þær að ósekju hefðu mátt hafa einhvem smásjarma. En dansatriðin, sem Kenn Oldfield samdi, em prýði- lega vel gerð í knöppu rými leiksviðs- ins og tókust yfirleitt ágætlega. Heilsteypt sýning Hljómsveit undir stjóm Roars Kvam leikur undir í sýningunni og skiptir sköpum fyrir verkið í heild að allur tónlistarflutningur er með ágætum. Söng og dansatriði em mörg og skipt- ingar tíðar í sviðsmyndinni sem er ásamt búningahönnun verk Karls Aspelund. Hvort tveggja er vel leyst og hugvitsamlega. Sérstaklega þótti mér sviðsmyndin af klúbbum vel heppnuð. Lýsing var líka óspart nýtt til að auka á möguleika sviðsins og á Ingvar Bjömsson heiðurinn af henni. Inga Hildur Haraldsdóttir leikur frk. Kost og Gestur E. Jónasson er í hlut- verki Emsts Ludwig. Bæði fara snoturlega með þessi hlutverk. En stjama kvöldsins fannst mér leikstjórinn, Bríet Héðinsdóttir, sem af innsæi heldur öllum þráðum í hendi sér og tekst við erfiðar aðstæður að skapa heilsteypta sýningu sem rennur hratt og áreynslulaust þrátt fyrir tíðar skiptingar. Heildarsvipurinn er góður, kannski er heildin hér sterkari en ein- stakir þættir hennar. Ég átti þess ekki kost að sjá frum- sýningu verksins en á þeirri sýningu sem ég sá var verkinu vel fagnað og fjörlega og eins og sagði í upphafi bendir margt til þess að þetta verk nái vinsældum. Leikfélagi Akureyrar er hér með óskað til hamingju með af- mælið. AE -eikfélag Akureyrar sýnir Kabarett Handrit Joe Masteroff Söngtextar: Fred Ebb Tónlist John Kander Þýðing: Óskar Ingimarsson Höfundur dansa: Kenn Oktfield Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. Enn einu sinni hefur söngleikurinn Kabarett slegið í gegn og líklegt er að hann verði bæði vinsæll og langlíf- ur á sviði gamla samkomuhússins á Akureyri. Leikfélag Akureyrar verður 70 ára þann 19. apríl næstkomandi og sýningin því afinælisverkefhi. Söng- leikir hafa fyrr gengið vel hjá LA og má þar minna á My Fair Lady á leik- árinu 1983-84 og Edith Piaf 1984-85 sem bæði hlutu metaðsókn. Margir muna sýningu Þjóðleikhúss- ins á Kabarett og enn fleiri þekkja kvikmyndina með Lizu Minnelli í að- alhlutverkinu. Lögin úr verkinu eru vel þekkt og siðameistarinn í Kit-Kat klúbbnum er fyrir löngu orðinn klass- ísk persóna. En er það allt og sumt? Er Kabarett þá bara venjulegt músík- al sem ristir harla grunnt í skjóli dansatriða og vinsælla söngva? Því fer fjarri og kannski er margslungin at- burðarásin, þar sem saman tvinnast mannleg örlög og saga heillar þjóðar, einmitt það sem gerir Kabarett heill- andi og frábrugðinn svo mörgum öðrum söngleikjum. í gegnum amerísk gleraugu I vandaðri leikskrá er rakin forsagan að gerð verksins en kjarninn í því eru frásögur Christophers Isherwoods frá Berlín á árunum upp úr 1930. Þar seg- ir frá mislitu mannlífi og smámyndum er brugðið upp af fólki sem lætur Or uppfærslu LA á Kabarett. Leiklist Auður Eydal hveijum degi nægja sína þjáningu. En skuggi nasismans færist óðum nær og fyrr eða síðar verður hver og einn að gera upp við sig hvort hann dansar með. Óneitanlega er útfærslan í söng- leiknum keimlík ýmsu því sem sést hefur í mörgum bandarískum kvik- myndum þegar fjallað hefur verið um ástandið í Þýskalandi á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Kannski má segja að þama sé sagan skoðuð í gegn- um amerísk gleraugu. Engu að síður er þetta í eðli sínu ákaflega evrópskt verk, þegar komið er að kjamanum. Og uppbygging þess er snjöll. Siða- meistarinn siðlausi tengir saman atriðin. Hann er alls staðar nálægur með athugasemdir sínar, holdtekin spillingin, kaldhæðinn og klúr. Kit- Kat klúbburinn verður umgjörð um leikinn, þar kynnast áhorfendur dans- meyjum og viðskiptavinum og sjá breytingamar sem verða þegar grímu- laust ofbeldi nær smám saman völdum. Á annarlegri strönd En það er líka skyggnst á bak við tjöldin og ástarraunir tveggja para raktar í bland við annað efni. Annars vegar em það þau Sally og Cliff sem rekið hefur upp á þessa annarlegu strönd. Hann er í leiknum bandarísk- ur, hún bresk, Ása Hlín Svavarsdóttir Belgískir námamenn æstir Námamenn í Limburg í Belgíu fóru í kröfugöngur og efndu til mótmæla- funda í Brussel í fyrradag en þeir hafa verið i verkfalli í nokkrar vikur. Ágreiningurinn stendur um breytingar á vinnuaðstæðum og enn fremur fyr- irætlanir um lokun nokkurra náma sem ekki þykja nógu hagkvæmar í rekstri en því síðara munu fylgja upp- sagnir námamanna. - sfmamynd Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 10-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18mán. uppsögn 20,5-22 Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab,Bb, Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsöqn Innlán meö sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb Innlángengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22 eöa Almenn skuldabréf(2) 20-21.5 Ab.Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningaríyfirdr.) Utlán verðtryggo 20-21,5 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Ab.Bb, Lb.Sb. Útlán til framleiöslu Úb,Vb Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandarikjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Húsnæðislán 3,5 Vb Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir VÍSITÖLUR 30 Lánskjaravísitala mars 1614 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði7,5%1.ian. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 450 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 %ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema I Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.